Stríð í stað samninga í spilavíti kjarnorkuvopna: „A problem from hell?“

Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor við Háskólann á Akureyri, segir að íslenskir ráðamenn eigi að tala fyrir friði í heiminum á alþjóðavettvangi þegar færi gefst.

Auglýsing

G20 fund­inum í Indónesíu er ný lok­ið. Eins og vænta mátti var fram­ganga Rússa í Úkra­ínu for­dæmd og skil­yrð­is­lauss brott­hvarfs Rússa af yfir­ráða­svæði Úkra­ínu kraf­ist. Þó er tekið fram í fund­ar­gerð að ólík sjón­ar­mið hafi komið fram á fund­inum og ljóst að G7 löndin undir for­ystu Banda­ríkj­anna og svo BRICS löndin undir for­ystu Kín­verja sjá stríðið ólíkum aug­um (BRICS löndin sem ásamt Kína og Rúss­landi eru Brasil­ía, Ind­land og Suður Afr­ík­a). Sagt er í fund­ar­gerð að G20 sé ekki vett­vangur til að leysa örygg­is­vanda­mál en málið rætt í ljósi alvar­legra áhrifa á hag­kerfi heims­ins. Vladímír Pútin mætti ekki á G20 fund­inn sem þýðir að engar við­ræður við Rússa gátu farið fram, en jákvætt má telj­ast að Joe Biden og Xi Jin­p­ing hitt­ust sem von­andi minnkar spenn­una í kringum Taí­v­an. 

Í kjöl­far Úkra­ínu­stríðs­ins hefur mikil og vax­andi harka ein­kennt alþjóða­sam­skipti í heim­inum og víða horfir ófrið­lega. Hugs­an­leg notkun kjarn­orku­vopna er rædd dag­lega í fjöl­miðl­um. Síð­ustu daga hafa verið átök í kringum Zaporizhzhia stærsta kjarn­orku­ver Evr­ópu.

Gríð­ar­leg hern­að­ar­upp­bygg­ing hafin um allan heim með til­heyr­andi kostn­aði og sóun. Þetta mun setja mikla pressu á rík­is­fjár­mál margra ríkja, rýra lífs­kjör á vest­ur­löndum og minnka svig­rúm til að takast á við mál­efni sem varða allt mann­kyn­ið. Bar­áttan gegn fátækt í heim­inum og gegn lofts­lags­breyt­ingum er for­gangs­raðað lægra, hern­að­ar­upp­bygg­ing er for­gangs­raðað hærra. Er þetta leiðin til betra lífs á jörð­inni?

Auglýsing
Vetur er skoll­inn á í Úkra­ínu og milj­ónir íbúa búa við raf­magns­leysi og vatns­leysi, og geta ekki hitað hús sín. Síma­sam­band hefur víða rofnað og tak­mark­aður aðgangur að inter­net­inu. Eflaust vona Rússar að með því að eyði­leggja raf­magns og vatns­veitur sé mögu­legt að knýja fram sigur í Úkra­ínu en það er hæp­ið. Úkra­ínu­menn eru vanir að lifa við erf­iðar aðstæður og lífs­kjör almenn­ings höfðu lítið batnað frá hruni Sov­ét­ríkj­anna 1991 þar til inn­rás Rússa hófst í febr­úar á þessu ári. Í raun höfðu lífs­kjör margra versnað á þessu 30 ára tíma­bili. Sam­kvæmt Alþjóða­gjald­eyr­is­sjóðnum var verg lands­fram­leiðsla á mann var lægri árið 2021 en hún hafði verið 1991 þegar Sov­ét­ríkin féllu. Lík­leg­ast er að Úkra­ínu­menn haldi áfram að verja land sitt af hörku og að stríðið drag­ist á lang­inn að minnsta kosti fram eftir vetri. Nán­ast engar líkur eru á að Rússar geti náð allri Úkra­ínu og litlar líkur á að Úkra­ínu­menn nái að hrekja Rússa alfarið í burt á næst­unni. Flótta­manna­straum­ur­inn til Evr­ópu gæti auk­ist til muna á næstu mán­uðum í kjöl­far kóln­andi veð­urs í Úkra­ínu.

Deil­ur, banda­lög og stöðug hern­að­ar­upp­bygg­ing um allan heim

Banda­ríkin sem er for­ystu­ríki vest­ur­landa leiðir G7, vill stækka NATO og mynda banda­lög víðar eins og t.d. AUKUS (Ástr­al­ía, Bret­land og Banda­rík­in) og Quad (Ástr­al­ía, Banda­rík­in, Ind­land, Jap­an). Það er ekki bara stríð í Evr­ópu heldur eru stans­lausar her­æf­ingar í Aust­ur-Asíu. 

Kína styrkir stöðu sína með því að leiða BRICS hóp­inn. Nú sækj­ast Argent­ína, Íran og Saudi Arabía eftir aðild. Sér­staka athygli vekur að stærstu ríki Suður Amer­íku, Argent­ína og Brasilía vilja vera í banda­lagi með Kína. Íran sendir dróna til Rúss­lands og vill í BRICS. Því hefur verið haldið fram að í stað­inn vilji Íran fá aðstoð Rúss­lands til að búa til kjarn­orku­vopn. Sé það rétt telj­ast það varla góðar fréttir fyrir Vest­ur­lönd?

Banda­ríkin eiga nú í deilum í öllum þeim heims­hlutum sem skipta landið mestu máli. Í Aust­ur-Asía eru harðar deilur við Kína vegna Taí­v­an. Einnig ágrein­ingur um fleiri svæði eins og Suður Kína­haf­ið. Ófrið­legt er á Kóreu­skag­anum og Norður Kórea er iðinn við að skjóta upp eld­flaugum sem vekur ugg enda hefur landið kjarn­orku­vopn. Við Persafló­ann eru komnar upp deilur milli Banda­ríkj­anna og Saudí-­Ar­abíu sem nú ásamt OPEC ríkjum tak­markar fram­boð á olíu á versta tíma fyrir Vest­ur­lönd. Þetta bæt­ist ofaná hat­rammar deilur við Íran. Það er afleit staða fyrir Banda­ríkin að bæði Saudi-­Ar­abía og Íran vilji ganga til liðs við BRICS undir for­ystu Kína.

Í Evr­ópu geisar nú stríð við Rúss­land. Mörg Evr­ópu­ríki, helstu banda­lags­ríki Banda­ríkj­anna, sem stóðu illa efna­hags­lega fyrir stríðið í Úkra­ínu, standa nú enn verr meðal ann­ars vegna verð­hækk­ana á olíu og gasi sem er afleið­ing stríðs­ins. Áður hafði COVID-19 far­ald­ur­inn leikið mörg þeirra grátt. Verð­bólga er komin úr bönd­un­um. Nú er þeim sagt að auka útgjöld sín varn­ar­mála, kaupa vopn á sama tíma og þau þurfa að aðstoða sína rík­is­borg­ara sem margir upp­lifa þreng­ing­ar. Þetta er lík­legt að leiða til póli­tískra svipt­inga sem öfga­hópar nýta sér.

Á öllum víg­stöðvum er lítið um sam­ræður til að leysa deilu­mál á frið­sam­legan hátt. Í stað­inn koma her­æf­ingar og auk­inn kraftur er settur í vopna­fram­leiðslu. Á Vest­ur­löndum er umræðan líka ein­hliða. Hug­myndin um að vinna stríð gegn Rúss­landi sem er kjarn­orku­veldi er ráð­andi hvað sem það kost­ar. Þetta er skilj­an­leg afstaða en er hún raun­sæ? Er það besta lausnin fyrir Úkra­ínu eða fyrir heim­inn? 

Upp­bygg­ing Úkra­ínu að stríði loknu mun taka ára­tugi

Afleið­ingar stríðs­ins í Úkra­ínu verða gríð­ar­leg­ar. Alþjóða­bank­inn og ESB meta að tjónið í land­inu frá 24. febr­úar til 1. júní 2022 hafi verið um kr. 50.000 millj­arðar (um USD349 millj­arð­ar) að með­al­tali yfir kr. 500 millj­arðar á dag. Í júlí 2022 kynntu stjórn­völd í Úkra­ínu 10 ára áætlun um end­ur­reisn lands­ins uppá enn hærri fjár­hæð eða um kr. 110.000 millj­arða (um USD750 millj­arða). Fyrir utan eigna­tjónið er mann­fallið óbæt­an­leg­t. 

Tjónið á innviðum er óheyri­legt og erfitt að sjá hver muni fjár­magna upp­bygg­ingu þeirra nema á löngum tíma, mörgum ára­tug­um. Hverjir gætu komið að þess­ari upp­bygg­ingu? Geta Banda­rík­in, Evr­ópu­sam­band­ið, Kína eða Alþjóða­banka­stofn­anir end­ur­reist Úkra­ínu að stríði loknu?

Banda­ríkin eru auð­ugt land, en Banda­ríkin virð­ast eiga fullt í fangi að við­halda og end­ur­nýja sína eigin inn­viði sem mörgum þykja bág­bornir í sam­an­burði við sum rík­ari aðild­ar­ríki ESB eins og til dæmis Þýska­land. Banda­ríkin og banda­menn þeirra í NATO hafa veitt Úkra­ínu hern­að­ar­að­stoð sem senni­lega hleypur á tugum millj­arða Banda­ríkja­dala auk efna­hags­að­stoðar vegna stríðs­ins. Varla munu Banda­ríkin þó end­ur­reisa inn­viði Úkra­ínu að stríði loknu nema að tak­mörk­uðu leyti? Mikil óvissa er nú í Banda­ríkj­unum vegna svipt­inga í stjórn­mál­um. Demókratar haf misst meiri­hluta sinn í full­trúa­deild Banda­ríkja­þings og Don­ald Trump hefur lýst yfir fram­boði til for­seta­emb­ætt­is­ins. Óvíst er um fram­boð Joe Biden sem varð átt­ræður þann 20. nóv­em­ber sl.

Auglýsing
ESB hefur enn ekki getað veitt fátæk­ari aðild­ar­ríkjum sínum í aust­ur- og mið Evr­ópu nema tak­mark­aða aðstoð við upp­bygg­ingu inn­viða og eru flest þess­ara ríkja, eftir meira en 30 ár ­falli Sov­ét­ríkj­anna, mest tengd aust­ur, en vantar teng­ingar í Evr­ópu norð­ur, suður og vest­ur. Hæpið verður að telj­ast að ESB geti ráðið við að byggja upp inn­viði Úkra­ínu að ráði nema á mörgum ára­tug­um. Bágt efna­hags­á­stand ESB eftir COVID-19 og Úkra­ínu­stríðið hjálpar ekki til. Evr­ópa er varla aflögu­fær næstu árin og þarf að leggja áherslu á upp­bygg­ingu sinna eigin orku­inn­viða fyrir utan þá feikna­legu fjár­muni sem eiga að fara í hern­að­ar­upp­bygg­ingu meðal ann­ars til að upp­fylla skil­yrði NATO. Þegar áður nefnd skýrsla ESB og Alþjóða­bank­ans kom út sem mat tjónið í Úkra­ína á um 349 millj­arða Banda­ríkja­dala lýsti ESB yfir að sam­bandið hefði safnað 10 millj­örðum evra fyrir Úkra­ínu og að aðrir 5 millj­arðar evra væru í píp­un­um. Það munar um þessi fram­lög en þau eru smá í sam­an­burði við tjónið sem þegar hefur orðið í Úkra­ínu.

Kína gæti einna helst staðið fyrir hraðri upp­bygg­ingu inn­viða í Úkra­ínu eftir stríð, en það yrði Banda­ríkj­unum varla að skapi sem líta á Kín­verja sem banda­menn Rússa og myndu ekki vilja sjá aukin ítök Kín­verja í Úkra­ínu. Kín­verjar ásamt Rússum eru and­vígir frek­ari stækkun NATO til aust­urs. Fyrir utan það fylgja Kín­verjar ekki endi­lega ESB stöðlum við fram­kvæmdir og vilji Úkra­ína á næstu ára­tugum fá aðild að ESB þarf landið að vinna eftir ESB stöðl­um, ekki Kín­versk­um. Hvorki Banda­ríkin né ESB vilja sjá Úkra­ínu í skulda­gildru vegna lán­veit­inga frá Kína.

Auð­vitað munu stofn­anir eins og Alþjóða­bank­inn og End­ur­reisn­ar- og þró­un­ar­banki Evr­ópu koma að upp­bygg­ingu Úkra­ínu eftir stríð, auk þess mun banki ESB, Fjár­fest­inga­banki Evr­ópu koma að þess­ari upp­bygg­ingu, en miðað við það fjár­magn sem þessar stofn­anir hafa yfir að ráða mun taka marga ára­tugi að byggja landið upp. Auk lán­veit­inga og styrkja gætu þessar stofn­anir einnig veitt ábyrgðir vegna sam­starfs­verk­efna hins opin­bera í Úkra­ínu og einka­að­ila (e. public pri­vate partners­hips) og virkjað þannig einka­geir­ann um allan heim, en slíkar fram­kvæmdir eru tor­veldar í löndum með veikt laga- og reglu­gerða kerfi auk veikra stofn­ana til að fram­fylgja lögum og regl­um, fyrir utan spill­ing­una. Það virð­ist því blasa við að upp­bygg­ing Úkra­ínu eftir stríð verður ára­tuga ferli. 

Sumir hafa látið sér til hugar koma að hluti gjald­eyr­is­forða Rúss­lands sem frystur hefur verið á Vest­ur­löndum verði not­aður til upp­bygg­ingar í Úkra­ínu. Það getur hins­vegar haft afleið­ingar ef BRICS lönd­in, þar á meðal Kína, hætta að treysta Vest­ur­löndum og vest­rænum bönkum í fjár­mál­um. BRICS löndin munu þá einnig að öllum lík­indum flýta aðgerðum sínum í þá átta að hætta að nota Banda­ríkja­dollar sem gjald­miðil í við­skiptum sín á milli. Sú þróun er þegar haf­in.

Að stríði loknu mun Úkra­ína fá aðstoð meðal ann­ars frá ESB, Banda­ríkj­unum og alþjóða­stofn­un­um, en miðað við þá eyði­legg­ingu sem þegar er orðin mun upp­bygg­ing taka mjög langan tíma. Það gæti verið besti kost­ur­inn að stofan sér­staka alþjóða­stofnun sem myndi leiða ein­hvers­konar Mars­hall áætlun fyrir Úkra­ín­u. Slík stofnun gæti hraðað fram­kvæmdum sem myndi eftir sem áður myndu taka langan tíma. Ára­tugi.

Her­æf­ingar og stríð í stað við­ræðna og samn­inga

Eins og staðan er í alþjóða­sam­skiptum í heim­inum í dag hafa við­ræður milli stór­veld­anna og samn­ingar orðið und­ir. Afleið­ingin er stríð í Evr­ópu og hern­að­ar­upp­bygg­ing og her­æf­ingar um allan heim. Þessi staða hefur að miklu leyti skap­ast vegna sam­keppni stór­veld­anna um yfir­ráð í heim­in­um. Staða Úkra­ínu í dag sýnir vel hversu skelfi­legt er fyrir land að verða peð í átökum stór­veld­anna. Þessi staða hlýtur að vekja óhug í Taí­v­an.

­Banda­ríkin vilja við­halda ráð­andi stöðu í heim­in­um. Kín­verjar vilja aukin áhrif um allan heim og Banda­ríkin burtu úr Asíu. Rúss­land, vill tryggja sína örygg­is­hags­muni og þó það sé mun veik­ara stór­veldi en Banda­ríkin og Kína er Rúss­land kjarn­orku­veldi, hefur yfir að ráða miklum auð­lindum og er land­fræði­lega stærsta land í heimi. Heim­ur­inn sem við lifum í er hættu­legri en áður hefur sést með þeim ger­eyð­ing­ar­vopnum sem nú eru til­. Hugs­an­leg notkun kjarn­orku­vopna í Úkra­ínu er oft rædd í fjöl­miðlum út um allan heim. Þetta brjál­æði verður að stöðva.

Verði samið þurfa Vest­ur­lönd að standa að baki Úkra­ínu til að tryggja hags­muni lands­ins. Þó verður það ekki auð­velt. Úkra­ína lét af hendi öll sín kjarn­orku­vopn árið 1994 með sam­komu­lagi við Rúss­land að í stað­inn yrðu landa­mæri lands­ins virt (svo­kallað Búda­pest Memorand­um). Banda­ríkin og Bret­land voru aðilar að þessu sam­komu­lagi til að tryggja að því yrði fram­fylgt en það var svo svikið fyrst með töku Krím­skagag­ans 2014. Afleið­ing­arnar voru refsi­að­gerðir Vest­ur­landa gegn Rúss­landi sem hafa litlu skil­að. Á sínum tíma kall­aði War­ren Christopher þáver­andi utan­rík­is­ráð­herra stríðið í Bosníu og Her­segóvínu „A Problem From Hell." Þessi ummæli koma stundum í hug­ann þegar staðan í Úkra­ínu er skoð­uð.

Staða Íslands 

Staða smá­ríkja er oft veik í þeim óstöð­ug­leika sem skap­ast í harðri sam­keppni stór­velda. Þrátt fyrir allt stendur Ísland þó vel að mörgu leyti. Landið er vel stað­sett í miðju Atl­ants­hafi langt frá stríð­inu í Úkra­ínu og lík­legum átaka­svæðum í öðrum heims­álf­um. Efna­hagur Íslands er frekar traust­ur. Mat­væla­ör­yggi er meira en í mörgum öðrum lönd­um. Staðan í orku­málum öfunds­verð í sam­an­burði við önnur Evr­ópu­rík­i. 

Ísland er í NATO og með tví­hliða varn­ar­samn­ing við Banda­rík­in. Með öðrum orð­um, Ísland er undir örygg­is­regn­hlíf Banda­ríkj­anna. Þetta nægir og óþarfi, og bein­línis óráð­legt að biðja NATO um aukna hern­að­ar­við­veru á Kefla­vík­ur­flug­velli, að minnsta kosti að svo stödd­u. 

Ísland hefur átt góð sam­skipti við Kína og skiptir miklu fyrir smá­ríki eins og Ísland að við­halda. En brjót­ist út heims­styrj­öld með notkun kjarn­orku­vopna er eng­inn óhult­ur. Ekki heldur Ísland. Þess vegna ættu Íslenskir ráða­menn að tala fyrir friði í heim­inum á alþjóða­vett­vangi þegar færi gefst. Varla viljum við lifa í heimi sem búið er að breyta í spila­víti kjarn­orku­vopna? 

Höf­undur er pró­fessor við Háskól­ann á Akur­eyri og starf­aði hjá Alþjóða­bank­anum um 12 ára skeið þar á meðal í Evr­ópu og Asíu.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar