Lífsgæði fram að síðasta andardrætti

Auglýsing

Gian Domen­ico Borasco, sem er pró­fessor í líkn­ar­lækn­ingum við háskól­ann í Laus­anne í Sviss og yfir­maður líkn­ar­þjón­ustu háskóla­sjúkra­húss­ins, telur að við verðum að sætta okkur við eigin dauð­leika og und­ir­búa and­lát okkar löngu áður en við stöndum frammi fyrir því vegna elli, veik­inda eða slyss. Því þó að dauð­inn sé eina vissan sem við höfum í líf­inu, hegðum við okkur oft eins og við séum ódauð­leg. 

Þetta snýst allt um lífs­gæði

Það sem skiptir mestu máli þegar við nálg­umst dauða­stund­ina eru lífs­gæði okkar fram að síð­asta and­ar­drætti. Bætt lífs­gæði eru eitt af meg­in­mark­miðum Alþjóða­heil­brigð­is­mála­stofn­un­ar­innar (WHO). Lífs­gæði verða alltaf hug­læg og ein­stak­lings­bund­in, þau þýða mis­mun­andi hluti fyrir mis­mun­andi ein­stak­linga.

Auglýsing
Skilgreining Kenn­eth Calman læknis er að lífs­gæði séu mun­ur­inn á veru­leika ein­stak­lings ann­ars vegar og vonum og vænt­ingum hans hins veg­ar. Calman segir að lífs­gæðin séu ekki góð ef veru­leik­inn mætir ekki vænt­ingum ein­stak­lings­ins. Að sögn Ciaran O. Boyle sál­fræði­pró­fess­ors á Írlandi eru lífs­gæði „það sem sjúk­ling­ur­inn segir að þau séu.“ Lífs­gæði eru ekki aðeins mæld út frá lík­am­legu ástandi heldur snú­ast þau ekki síður um að halda sjálf­stæði og geta lifað til­gangs­ríku og ánægju­legu lífi. Njóta alls þess sem lífið hefur upp á að bjóða. Gefa af sér og hjálpa öðr­um. Lífs­gæði verða þannig að taka til­lit til margra þátta lífs­ins.

Mik­il­vægt að hlusta, skilja og virða

Líkn­ar­með­ferð miðar að því að bæta lífs­gæði ein­stak­linga með lífs­hættu­lega sjúk­dóma og fjöl­skyldna þeirra með því að fyr­ir­byggja og draga úr lík­am­legri, sál­fé­lags­legri og and­legri þján­ingu. Hlut­verk líkn­andi með­ferðar er að sögn Borasco þó ekki aðeins að nýta þekk­ingu fag­fólks til að draga úr þján­ingum sjúk­lings heldur sé einn mik­il­væg­asti þátt­ur­inn í hlut­verki þess að hlusta, skilja og virða. Borasco segir að ef sjúk­lingur segir við mann: „Ég þakka þér fyrir líkn­andi með­ferð­ina, en ég treysti mér ekki til að lifa lengur og myndi vilja fá dán­ar­að­stoð“ verðum við að hlusta, skilja og virða þessa vel ígrund­uðu ákvörðun um eigin lífs­lok. Borasco, sem er sjálfur hlut­laus í afstöðu sinni til dán­ar­að­stoð­ar, leggur mikla áherslu á að virða ávallt sjálf­ræði sjúk­linga.  

Réttur til að ráða eigin lífslokum

Margir eru sömu skoð­unar og Borasco og telja að sjúk­lingur eigi að hafa rétt á að ákveða hvernig hann vilji lifa síð­ustu dögum lífs síns, og hvenær og hvernig hann endi líf sitt. Dán­ar­að­stoð ætti að vera mann­úð­legur val­kostur fyrir þá sem kjósa að fara þessa leið. Því miður hafa læknar til­hneig­ingu til að sýna for­ræð­is­hyggju þegar þeir ákveða bestu leið­ina fyrir ein­stak­ling­inn til að deyja. Ein­stak­lingur á ávallt að hafa eitt­hvað um eigin dauð­daga að segja.

Auglýsing
Það á sem dæmi ekki að koma í hlut heil­brigð­is­starfs­manna og aðstand­enda að taka ákvörðun um að hætta nær­ingu og inn­leiða líkn­arslæv­ingu (e. palli­ative sedation) án þess að sjúk­lingur sé með í ráð­um. Margir vilja ekki eyða síð­ustu dögum lífs síns í móki. 

Raun­hæft val

Það er mik­il­vægt að fjölga val­kostum við lok lífs. Dán­ar­að­stoð á að vera raun­hæft val fyrir þá sem kjósa virðu­legan dauða. Hún er val ein­stak­lings sem sér ekki fram á annað nema dauð­ann. Þeir sem kjósa dán­ar­að­stoð velja ekki milli lífs og dauða heldur milli mis­mun­andi leiða til að deyja. Dán­ar­að­stoð felur í sér virð­ingu og umhyggju fyrir mann­eskj­unni, vel­ferð hennar og sjálf­ræð­i. 

Í dag er dán­ar­að­stoð lög­leg í sjö Evr­ópu­ríkj­um, 11 fylkjum í Banda­ríkj­un­um, Kana­da, Ástr­al­íu, Nýja Sjá­landi og Kól­umbíu auk þess sem mörg önnur ríki eru að vinna að lög­gjöf. Von­andi verður dán­ar­að­stoð lög­leidd hér á landi í náinni fram­tíð.

Höf­undur er stjórn­ar­maður í Lífs­virð­ingu, félagi um dán­ar­að­stoð.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Musterishæðin, al-Haram al-Sharif, í Jerúsalem er einungis kölluð síðarnefnda nafninu í tillögu sem bíður afgreiðslu allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna. Það segir utanríkisráðuneytið „óþarfa ögrun“.
„Óþarfa ögrun“ í orðalagi á meðal ástæðna fyrir því að Ísland sat hjá
Ísland ákvað að sitja hjá í nóvembermánuði þegar þingsályktunartillaga sem fól í sér beiðni um álit Alþjóðadómstólsins í Haag á hernámi Ísraels á palestínskum svæðum var samþykkt af 4. nefnd allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna.
Kjarninn 6. desember 2022
Sonur mannsins með leppinn: „Svona flúði ég vígasamtök föður míns“
Dakota Adams, sonur leiðtoga vígasamtakanna the Oath Keepers, ólst upp við að heimsendir væri í nánd og að öruggast væri að klæðast herklæðum og eiga sem flestar byssur. Dakota tókst að frelsa móður sína og yngri systkini frá heimilisföðurnum.
Kjarninn 5. desember 2022
Pétur Krogh Ólafsson hefur verið ráðinn í nýtt starf hjá Veitum.
Aðstoðarmaður borgarstjóra ráðinn, án auglýsingar, í nýja yfirmannsstöðu hjá Veitum
Pétur Krogh Ólafsson hefur verið ráðinn í nýtt starf þróunar- og viðskiptastjóra hjá Veitum, dótturfélagi Orkuveitu Reykjavíkur. Starfið var ekki auglýst, samkvæmt svari sem Kjarninn fékk frá Orkuveitunni.
Kjarninn 5. desember 2022
María Heimisdóttir.
María hættir – Vill ekki taka ábyrgð á vanfjármagnaðri stofnun
María Heimisdóttir hefur sagt upp störfum sem forstjóri Sjúkratrygginga Íslands. Hún segist ekki vilja taka ábyrgð á vanfjármagnaðri stofnun.
Kjarninn 5. desember 2022
Samtal við samfélagið – English
Samtal við samfélagið – English
Samtal við samfélagið – Migration and Integration in the Era of Climate Change
Kjarninn 5. desember 2022
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið – Fólksflutningar og samþætting á tímum loftslagsbreytinga
Kjarninn 5. desember 2022
Helga Árnadóttir hannar og myndskreytir Lestar Flóðhesta
Lestrar Flóðhestar eru fjölskylduverkefni
Lestrar Flóðhestar eru ný spil fyrir börn sem eru að taka sín fyrstu skref í lestri. „Okkur fannst vanta eitthvað fjörugt og skemmtilegt í lestrarúrvalið fyrir byrjendur,“ segir Helga Árnadóttir sem hannar og myndskreytir spilin.
Kjarninn 5. desember 2022
Guðmundur Björgvin Helgason ríkisendurskoðandi á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar.
„Þetta er bara eins og að fara með rangt barn heim af róló“
Guðmundur Björgvin Helgason ríkisendurskoðandi skaut föstum skotum að forsvarsmönnum Bankasýslunnar á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar og sakaði Lárus Blöndal um að hafa talað gegn betri vitund er hann sjálfur kom fyrir nefndina.
Kjarninn 5. desember 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar