Mega Facebook og Google ekkert lengur?

Samkvæmt nýju Evrópuregluverki um stafræn málefni þurfa samfélagsmiðlar og leitarvélar að fjarlægja ólögmætt efni af miðlum sínum og axla meiri ábyrgð á starfsemi sinni en áður.

Auglýsing

„Netið er eig­in­lega eins og nýr him­inn yfir okkur – og auð­vitað nýir und­ir­heim­ar.“ Þetta eru orð úr munni per­són­unnar Ása í skáld­sög­unni Fjar­vera þín er myrk­ur, eftir Jón Kalman Stef­áns­son, og lýsa vel þeim sam­fé­lags­breyt­ingum sem orðið hafa með til­komu inter­nets­ins. Netið hefur veitt okkur aðgang að nýjum veru­leika, ógrynni upp­lýs­inga og nýjum leiðum til að eiga í sam­skipt­um. Fjöl­miðlun nútím­ans fer ekki lengur bara fram í hefð­bundnum fjöl­miðl­um, heldur einnig á sam­fé­lags­miðl­um. Tveir af hverjum þremur Íslend­ingum nálg­ast fréttir á sam­fé­lags­miðl­um, sam­kvæmt nýlegri könnun Fjöl­miðla­nefnd­ar.

En netheimum fylgja líka ýmsar áskor­anir og skugga­hlið­ar, sem eru alltaf að koma betur og betur í ljós. Algórit­mar og með­mæla­kerfi sem byggja á gervi­greind stýra því hvaða efni við sjáum á sam­fé­lags­miðlum og hvað við sjáum ekki. Upp­lýs­inga­óreiða, djúp­fals­anir og annað vafa­samt efni flæðir um gáttir þess­ara miðla. Fjöldi manna víða um heim hefur atvinnu af því að fjar­lægja efni og falska not­enda­reikn­inga af sam­fé­lags­miðl­um, þótt heldur hafi fækkað í þeirra röðum með nýlegum hóp­upp­sögnum hjá Twitt­er. Fram til þessa hefur ekki ríkt mikið gagn­sæi um þessa starf­semi en nýrri lög­gjöf ESB um staf­ræn mál­efni er ætlað að breyta því.

Strang­ari reglur um stærstu fyr­ir­tækin

Lög­gjöf þessi kall­ast Digi­tal Services Act eða DSA til stytt­ingar og tók gildi 16. nóv­em­ber sl. í aðild­ar­ríkjum ESB. DSA inni­heldur reglur um starf­semi tækni­fyr­ir­tækja sem gegna hlut­verki milli­liða í upp­lýs­inga­sam­fé­lag­inu á net­inu og tengja þar saman not­endur og efni, vörur og þjón­ustu. Með DSA reglu­gerð­inni verður þessum milli­liðum skylt að grípa til aðgerða til að vernda not­endur og rík­ustu skyld­urnar eru lagðar á allra stærstu aðil­ana; þá sem eru í aðstöðu til að hafa áhrif á og stýra því hvaða efni birt­ist not­end­um. Dæmi um slíka milli­liði eru Face­book, Twitt­er, Instagram, TikTok og Google.

Auglýsing
DSA kemur almennt ekki til fram­kvæmda fyrr en 17. febr­úar 2024 í aðild­ar­ríkjum ESB en regl­urnar um allra stærstu sam­fé­lags­miðl­ana og leit­ar­vél­arnar taka gildi fyrr, vænt­an­lega strax næsta vor. Sam­hliða DSA-­reglu­gerð­inni var lögð fram önnur reglu­gerð um raf­ræn við­skipti sem kall­ast Digi­tal Markets Act, DMA til stytt­ing­ar, en hún tók gildi 1. nóv­em­ber síð­ast­lið­inn, í aðild­ar­ríkjum ESB. ­Reglu­gerð­irnar tvær tengj­ast rúm­lega 20 ára gam­alli til­skipun Evr­ópu­sam­bands­ins um raf­ræn við­skipti, sem var lög­leidd hér á landi með lögum um raf­ræn við­skipti og aðra raf­ræna þjón­ustu frá 2002. 

Fjög­urra ára aðdrag­andi

Aðdrag­and­ann að DSA reglu­verk­inu er að rekja aftur til árs­ins 2018 þegar fjögur alþjóð­leg tækni­fyr­ir­tæki skuld­bundu sig gagn­vart Evr­ópu­sam­band­inu til að fylgja ákveðnum starfs­regl­um, EU Code of Pract­ise on Dis­in­formation. Þetta voru Face­book, Goog­le, Twitter og Mozilla og síðar áttu Microsoft og TikTok eftir að bæt­ast við hóp­inn. Þessar reglur voru upp­færðar í sumar og þá bætt­ust ennþá fleiri fyr­ir­tæki við í hóp­inn. Í upp­færðum starfs­reglum kemur fram að þeim sé ætlað að útfæra og vera í sam­ræmi við mark­mið DSA gagn­vart stærstu tækni­fyr­ir­tækj­un­um. 

Fjar­lægja skal ólög­mætt efni 

Helstu nýmæli í DSA eru meðal ann­ars þau að net­vett­vöngum (e. online plat­forms) verður skylt að fjar­lægja ólög­mætt efni af sínum miðlum með skjótum hætti, hafi þeim borist til­kynn­ing um til­vist þess, og jafn­framt eiga þessi fyr­ir­tæki að bjóða upp á úrræði fyrir not­endur til að kvarta, hafi efni þeirra verið fjar­lægt. Allra stærstu tækni­fyr­ir­tækin bera mesta ábyrgð en það eru sam­fé­lags­miðlar og leit­ar­vélar með yfir 45 millj­ónir not­enda. Útnefndir verða við­ur­kenndir til­kynn­endur í hverju ríki en það geta verið aðilar eins og Rík­is­lög­reglu­stjóri, Barna­heill og höf­unda­rétt­ar­sam­tök og fá  til­kynn­ingar frá slíkum aðilum flýti­með­ferð.

Hvað er ólög­mætt efn­i? 

Regl­urnar mið­ast við að tækni­fyr­ir­tæki fjar­lægi efni sem er ólög­mætt sam­kvæmt lands­lögum í hverju ríki eða sam­kvæmt Evr­ópu­lög­gjöf. Þannig myndi Face­book á Þýska­landi t.d. þurfa að fjar­lægja myndir sem sýna haka­kross nas­ista, þar sem birt­ing slíkra tákna fer í bága við þýsk lög. Það sama myndi ekki gilda um Face­book á Íslandi. Þetta eru nýmæli að því leyti að hingað til hefur Evr­ópu­reglu­verk um hljóð- og mynd­miðla mið­ast við „meg­in­regl­una um upp­runa­rík­i“, sem gengur út á að hljóð- og mynd­miðlar þurfi ein­ungis að fara eftir lands­lögum í einu ríki innan EES-­svæð­is­ins.

Hvað með skað­legt efni sem ekki er endi­lega ólög­mætt?

Stærstu „plat­form­arn­ir“ og leit­ar­vél­arnar eiga að fram­kvæma reglu­bundið áhættu­mat til að meta lík­urnar á því að hönnun þeirra, algórit­mar og þjón­usta geti stefnt grund­vall­ar­rétt­indum not­enda í hættu. Rétt­indum á borð við vernd per­sónu­upp­lýs­inga, tján­ing­ar­frelsi, vernd barna og neyt­enda­vernd. Fyr­ir­tækin verða líka að bretta upp ermar til að sporna við kerf­is­bund­inni dreif­ingu á upp­lýs­inga­óreiðu, netof­beldi og fals­fréttum um lýð­heilsu­m­ál, eins og þeim sem vart var við í kór­ónu­veiru­far­aldr­in­um. Ef hryðju­verka­árás, nátt­úru­ham­far­ir, stríð eða heims­far­aldur myndi ríða yfir Evr­ópu getur fram­kvæmda­stjórn ESB lagt fyrir stærstu tækni­fyr­ir­tækin að grípa þegar í stað til aðgerða gegn hugs­an­legum upp­lýs­inga­óreiðu­her­ferð­um.

Hvað með aug­lýs­ingar á net­inu?

Óheim­ilt verður að beina sér­sniðnum aug­lýs­ingum að fólki á grund­velli per­sónu­upp­lýs­inga um trú, kyn­hneigð, heilsu­far og póli­tískar skoð­an­ir. Einnig verður óheim­ilt að beina aug­lýs­ingum að ung­mennum á grund­velli per­són­u­sniðs. Þá verða gerðar kröfur um aukið gagn­sæi í kringum aug­lýs­ingar og aug­lýsend­ur.

Meira gagn­sæi

Reglur DSA ganga raunar að stórum hluta út á að tækni­fyr­ir­tækin auki gagn­sæi í breiðum skiln­ingi, gagn­sæi um staf­rænar aug­lýs­ingar og þá sem greiða fyrir þær, og einnig gagn­sæi um notkun algórit­ma, per­són­u­sniðs og með­mæla­kerfa, meðal ann­ars til að forða því að not­endur falli ofan í kan­ínu­holur fóðr­aðar með áróðri og sam­sær­is­kenn­ing­um. Fyr­ir­tækin eiga að skila skýrslum og veita fræði­mönnum betra aðgengi að upp­lýs­ingum og gögnum en verið hefur hingað til.

Hvaða upp­lýs­ingar þurfa stóru tækni­fyr­ir­tækin að veita?

Allra stærstu tækni­fyr­ir­tækin verða að afhenda upp­lýs­ingar sem hingað til hafa verið vel varð­veitt­ar, en það eru upp­lýs­ingar um fjölda þeirra not­anda­reikn­inga sem þau fjar­lægja og einnig upp­lýs­ingar um starfs­fólk, fjölda þess, sér­fræði­þekk­ingu og tungu­mála­kunn­áttu. Þau verða að upp­lýsa um notkun gervi­greindar við fjar­læg­ingu á ólög­mætu efni og hvers konar efni hafi verið fjar­lægt. Einnig þurfa þau að birta skýrslur um þær aðgerðir sem gripið hefur verið til af þeirra hálfu til að draga úr skað­legum áhrifum á tján­ing­ar­frelsi, lýð­heilsu og lýð­ræð­is­legar kosn­ingar á þeirra miðl­u­m. 

Hvað ger­ist ef fyr­ir­tækin fara ekki eftir regl­un­um?

Eft­ir­lit með tækni­fyr­ir­tækjum sem stað­sett eru í ríkjum innan EES verður í höndum eft­ir­lits­að­ila í hverju ríki, svo­kall­aðra „Digi­tal Service Coor­dinator­s“, á meðan eft­ir­lit með allra stærstu aðil­un­um, eins og Google og Face­book, verður í höndum fram­kvæmda­stjórnar Evr­ópu­sam­bands­ins. Eft­ir­lits­að­ilar geta mælt fyrir um fjar­læg­ingu á ólög­mætu efni og jafn­framt munu not­endur geta til­kynnt um ólög­mætt efni. Ber þá tækni­fyr­ir­tækj­unum að taka þær til­kynn­ingar til skoð­un­ar. Eft­ir­lits­að­ilar geta síðan sektað fyr­ir­tæki um allt að 6 % af árs­veltu þeirra vegna brota gegn ákvæðum DSA.

Hvert er gild­is­svið­ið? 

DSA gildir um aðila með starf­semi í Evr­ópu, óháð því hvort höf­uð­stöðvar þeirra eru innan eða utan Evr­ópu. Eina skil­yrðið er að starf­semin bein­ist að neyt­endum í aðild­ar­ríkjum EES. 

Gild­is­svið  reglu­gerð­ar­innar er síðan lag­skipt eftir eðli þjón­ustu og fjölda not­enda. Í ysta lag­inu eru hrein­rækt­aðir tækni­legir milli­göngu­að­il­ar, t.d. fjar­skipta­þjón­ustur og léna­þjón­ust­ur. Um þá aðila gilda væg­ustu regl­urn­ar. Fyrir innan þá eru hýs­ing­ar­að­ilar og sam­bæri­legar þjón­ustur og eru örlítið meiri kröfur gerðar til þeirra aðila. Næst innst eru þeir sem kalla má net­vett­vanga, eða „on­line plat­forms“ á ensku, og í innsta kjarna eru stærstu net­vett­vang­arn­ir; sam­fé­lags­miðlar og leit­ar­vélar með 45 millj­ónir eða fleiri not­end­ur.  Um innsta kjarn­ann gilda ítar­leg­ustu regl­urn­ar. 

Hvað með efni fjöl­miðla sem deilt er á sam­fé­lags­miðl­u­m? 

Hefð­bundnir fjöl­miðlar falla ekki undir gild­is­svið DSA, þar sem efni þeirra er hlaðið beint og milli­liða­laust inn á miðl­ana. Sam­kvæmt DSA eiga sam­fé­lags­miðlar og leit­ar­vélar hins vegar að fjar­lægja allt ólög­mætt efni af sínum miðlum og er engin und­an­þága í reglu­verk­inu fyrir fjöl­miðla. Þetta var leyst með því að bæta við ákvæði um sér­með­ferð fjöl­miðla í drögum að annarri reglu­gerð Evr­ópu­sam­bands­ins, European Media Freedom Act, sem birt var 16. sept­em­ber sl. Þannig má segja að þessar tvær reglu­gerðir kall­ist á. 

Auglýsing
Samkvæmt 17. gr. European Media Freedom Act fá yfir­lýstir fjöl­miðlar sér­með­ferð á grund­velli Digi­tal Services Act. Fjöl­miðlum verður unnt að skila yfir­lýs­ingu þess efnis að þeir séu fjöl­miðlar sem njóti rit­stjórn­ar­legs sjálf­stæðis frá ríkjum innan og utan EES og  að þeir beri ábyrgð á efni sínu grund­velli laga eða við­ur­kenndra siða­reglna blaða­manna í einu eða fleiri aðild­ar­ríkjum innan EES. 

Allra stærstu sam­fé­lags­miðl­unum og leit­ar­vél­unum verður skylt að upp­lýsa fjöl­miðla fyr­ir­fram ef til stendur að fjar­lægja efni sem frá þeim stafar. Kvart­anir yfir­lýstra fjöl­miðla yfir fjar­læg­ingu efnis á grund­velli DSA fá for­gangs- og flýti­með­ferð hjá miðl­un­um, auk þess sem fjöl­miðlar munu geta beint kvört­unum til stjórnar eft­ir­lits­að­ila, The European Board for Media Services, sem komið verður á fót.

Yfir­lýstum fjöl­miðli, sem ítrekað verður fyrir fjar­læg­ingu efn­is, skal gef­ast kostur á við­ræðum við full­trúa sam­fé­lags­mið­ils­ins, til að leita skýr­inga og, eftir atvik­um, koma í veg fyrir að efni fjöl­mið­ils­ins verði áfram settar órétt­mætar skorð­ur. Þá verður sam­fé­lags­miðlum og leit­ar­vélum skylt að birta árlega upp­lýs­ingar um fjölda til­vika þar sem efni yfir­lýstra

fjöl­miðla voru skorður settar eða það fjar­lægt og jafn­framt rök­stuðn­ing fyrir þeim ákvörð­un­um.

Þar fyrir utan inni­halda drögin að European Media Freedom Act ákvæði sem kveða á um rétt­indi af ýmsu tagi. Meðal ann­ars reglur um rit­stjórn­ar­legt sjálf­stæði, vernd heim­ild­ar­manna, sjálf­stæði almanna­þjón­ustu­fjöl­miðla, gagn­sæi eign­ar­halds og gagn­sæi í aug­lýs­inga­kaupum rík­is­ins. Stefnt er að því European Media Freedom Act taki gildi í Evr­ópu­sam­bands­ríkjum að ári liðnu.

Rétt er að geta þess að fram­an­greind reglu­verk hafa ekki bara þýð­ingu í aðild­ar­ríkjum Evr­ópu­sam­bands­ins, því að EES-­ríkj­unum Íslandi, Nor­egi og Liechten­stein er skylt að inn­leiða þau í lands­lög, eftir þeim lög­form­legu reglum sem gilda um upp­töku lög­gjafar Evr­ópu­sam­bands­ins í EES-­samn­ing­inn.

Það er ekki svo að Face­book og Google megi ekk­ert leng­ur. En  tækni­fyr­ir­tækin verða nú að að axla meiri ábyrgð og aðlaga starf­semi sína að breyttu lagaum­hverfi: Nýjum himni yfir okkur þar sem mark­miðið er vernda mann­rétt­indi almenn­ings á net­inu og styrkja lýð­ræð­is­lega umræð­u. 

Höf­undur er yfir­lög­fræð­ingur Fjöl­miðla­nefnd­ar. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar