Samkeppni stórveldanna – Frá Úkraínu til Taívan

Hilmar Þór Hilmarsson skrifar um stöðuna í Úkraínu í samhengi við samkeppni stórveldanna í Evrópu, Asíu og í Persaflóanum vegna olíu.

Auglýsing

Stríðið í Úkra­ínu heldur áfram. Nú skal inn­rás­ar­liðið eyði­leggja raf­stöðv­ar, vatns­veitur og gasleiðsl­ur. Tíma­setn­ingin er engin til­vilj­un. Það er vetur fram undan og frost. Í byrjun sept­em­ber 2022 gerðu Alþjóða­bank­inn og Evr­ópu­sam­bandið skýrslu opin­bera sem áætl­aði það myndi kosta um US$ 349 millj­arða (ISK 50.000 millj­arða) að end­ur­reisa Úkra­ínu eftir stríð. Þetta mat mið­að­ist við 24. febr­úar 2022 þegar inn­rás hófst til 1. júní 2022. Mikið tjón hefur orðið síð­an. Nú duga vopna­send­ingar ein­göngu ekki leng­ur. Það þarf að huga að fólk­inu í land­inu næstu mán­uði. Hafa Banda­rík­in, Evr­ópu­sam­bandið og NATO eitt­hvað plan fyrir Úkra­ínu í vet­ur? Hvernig á fólkið að lifa í land­inu?

Inn­rás Rússa og klaufa­skapur vest­ur­landa

Inn­rásin í Úkra­ínu var gerð af Rúss­landi og er á ábyrgð Rúss­neskra yfir­valda. Það breytir því ekki að Vest­ur­lönd hafa að ýmsu leyti verið klaufsk í sam­skiptum sínum við Rúss­land og Úkra­ínu eftir fall Sov­ét­ríkj­anna. Hér nefni ég aðeins þrjú dæmi. 

Í fyrsta lagi svo­kallað Búda­pest Memorandum frá des­em­ber 1994 þar sem Úkra­ína var undir þrýst­ingi um að láta af hendi öll sín kjarn­orku­vopn til Rúss­lands með því skil­yrði að landa­mæri hennar við fall Sov­ét­ríkj­anna yrðu virt. Sam­komu­lagið var svikið af Rúss­landi í febr­úar 2014 með inn­limun á Krím­skaga. Banda­ríkin og Bret­land, sem und­ir­rit­uðu sam­komu­lagið ásamt Rúss­landi og Úkra­ínu, höfðu engin úrræði til að bregð­ast við. Hefði Úkra­ína aðeins haldið litlum hluta af sínum kjarn­orku­vopnum eftir væri Rúss­neskur her þar tæp­ast nú. 

Auglýsing
Í öðru lagi var yfir­lýs­ing leið­toga­fundar NATO í Búkarest í apríl 2008 um að Úkra­ína myndi ger­ast aðili að NATO. Það var alveg ljóst að Rúss­land sá ógn í frek­ari stækkun NATO, sér­stak­lega að hafa fleiri NATO her­stöðvar við landa­mæri sín. Samt var sam­þykkt að gefa út yfir­lýs­ingu um NATO aðild Úkra­ínu þó allir vissu, eða mættu vita, að Úkra­ína væri ekki á leið í NATO á næst­unni. Í febr­úar 2014 þegar Rúss­land inn­lim­aði Krím­skag­ann var Úkra­ína ekki komin í NATO. Í febr­úar 2022 þegar Rúss­land réð­ist inn í Úkra­ínu, tæp­lega 14 árum eftir Búkarest fund­inn, var Úkra­ína heldur ekki komin í NATO. Ástæðan var sú að Vest­ur­lönd undir for­ystu Banda­ríkj­anna vildu ekki láta Úkra­ínu hafa svo­kallað Art­icle 5 guar­an­tee sem hefði þýtt að árás á Úkra­ínu var árás á öll önnur aðild­ar­ríki. Þetta var ákvörðun NATO, ekki Rússa.

Í þriðja lagin tókst NATO haustið 2021 ekki að koma með neitt sem gæti fælt Rússa frá inn­rás í Úkra­ínu 24. febr­úar 2022. Fyrir inn­rás­ina keppt­ust NATO ríkin líka við að lýsa því yfir að þau myndu ekki blanda sér á átökin með því að senda her­menn til að aðstoða Úkra­ínu­menn að verja land sitt. Þarna hefði kannski verið skyn­sam­legra að segja ekki neitt. Auk þess báru fundir Biden og Pútin fyrir inn­rás engan árang­ur. Þetta ætti að hringja við­vör­un­ar­bjöllum í Taí­v­an. Leið­togar stór­velda geta ekki komið í veg fyrir átök þó þeir ræð­ist við og svo má líka spyrja um raun­veru­legan vilja að stuðla að friði milli stór­velda. Stór­veldi getur litið á styrj­öld ekki bara sem ógn, heldur líka sem tæki­færi til að veikja annað stór­veldi. Stríðið í Úkra­ínu lítur að mörgu leyti út sem „proxi war“ milli Banda­ríkj­anna og Rúss­lands. Staða Rúss­land veik­ist. Aftur á móti styrk­ist staða Kína í sam­keppn­inni við  Banda­rík­in.

Vest­ur­lönd og refsi­að­gerðir

Banda­ríkin og ESB kepp­ast við að setja við­skipta­þving­anir á Rússa vegna Úkra­ínu­stríðs­ins. Þær hafa hins vegar borið tak­mark­aðan árangur þar sem Rúss­land nýtur beins og óbeins stuðn­ings BRICS land­anna sem saman standa af Bras­il­íu, Ind­landi, Kína og Suður Afr­íku auk Rúss­lands. Og nú vilja Argent­ína, Íran og Saudi Arabía ger­ast aðilar að BRICS hópn­um. G7 hóp­ur­inn, sam­tök rík­ustu iðn­ríkja heims þ.e. Banda­ríkj­anna, Bret­lands, Kana­da, Frakk­lands, Þýska­lands, Ítalíu og Japan hafa misst vægi. Þrátt fyrir umfangs­miklar við­skipta­þving­anir Vest­ur­land gegn Rúss­landi spáir Alþjóða­gjald­eyr­is­sjóð­ur­inn aðeins 3,4 % sam­drætti í vergri lands­fram­leiðslu í Rúss­landi árið 2022, en í til­viki Úkra­ínu 35 % sam­drætti vergrar lands­fram­leiðslu árið 2022. Áður hafði Alþjóða­bank­inn spáð um 45 % sam­drætti vergrar lands­fram­leiðslu í Úkra­ínu sama ár. Sem sagt, sam­dráttur í Rúss­landi, algert efna­hags­hrun í Úkra­ínu.

Staða Banda­ríkj­anna í utan­rík­is­málum

Staða Banda­ríkj­anna í utan­rík­is­málum er ekki mjög góð þessa dag­ana. Fyrir stríðið í Úkra­ínu má segja að mik­il­væg­ustu svæði heims­ins fyrir Banda­ríkin væru: (i) Aust­ur-Asía vegna upp­gangs í Kína, (ii) Persa­fló­inn vegna olíu og svo (iii) Evr­ópa. Nú hefur vægi Evr­ópu auk­ist aftur vegna stríðs­ins í Úkra­ínu. Staða Banda­ríkj­anna hefur aftur á móti veikst við Persaflóa vegna deilna við Saudí-­Ar­abíu sem nú ásamt OPEC tak­markar fram­boð á olíu. Þetta bæt­ist ofaná hat­rammar deilur við Íran. Staða Banda­ríkj­anna í Austu Asíu er heldur ekki sterk þar sem Banda­ríkin hafa van­rækt að styrkja banda­lög sín í þeim heims­hluta til að bregð­ast við upp­gangi Kína meðal ann­ars vegna stríðs­ins í Úkra­ínu sem nú tekur mik­inn tíma ráða­manna í Was­hington DC.

Deilur Banda­ríkj­anna við Kína

Kín­versk stjórn­völd eru afdrátt­ar­laus í þeirri afstöðu sinni að Taí­van sé hluti af Kína, ekki sjálf­stætt ríki. Þarna getur auð­veld­lega komið til átaka milli Banda­ríkj­anna og Kína á næstu árum. Banda­ríkin eru gríð­ar­lega ríkt land og öfl­ugt hern­að­ar­lega, en staða Kína í átökum um Taí­van yrði að sumu leyti sterk­ari en Banda­ríkj­anna. Taí­van er miklu nær Kína en Banda­ríkj­un­um. Það eru aðeins um 180 km frá meg­in­landi Kína til Taí­van, en um 12000 km frá Taí­van til meg­in­lands Banda­ríkj­anna. Banda­ríska her­stöðin í Guam er í 2700 km fjar­lægð frá Taí­v­an. Taí­van er í allt öðru tíma­belti en Banda­rík­in. Það er t.d. 12 tíma munur á Taí­van og Was­hington sem skiptir máli fyrir ákvarð­ana­töku í hern­að­i. 

Auglýsing
Bandaríkin hafa enn ekki myndað varn­ar­banda­lag í Austur Asíu sem er sam­bæri­legt við NATO. Það væri óljóst hvort lönd eins og t.d. Suður Kórea vildu bland­ast í átök milli Banda­ríkj­anna og Kína. Banda­lög undir for­ystu Banda­ríkj­anna eins og AUKUS (Ástr­al­ía, Bret­land og Banda­rík­in) og QUAD (Ind­land, Jap­an, Ástr­alía og Banda­rík­in) eru frekar óform­leg og öll banda­lags­ríkin nema Japan mjög langt frá Taí­v­an. 

Stærð­ar­munur milli Taí­van og Kína er gríð­ar­legur t.d. eru íbúar Taí­van 24 millj­ónir en Kína 1400 millj­ón­ir. Það yrði tæp­ast hægt að nota her­menn ein­göngu frá Taí­van í stríði um landið eins og hingað til hefur verið gert í Úkra­ínu. Banda­ríkin myndu þurfa að fórna manns­líf­um. Spyrja má hvort Banda­ríkin væru til­búin í slíkt stríð, hvort Banda­rískur almenn­ingur telji Taí­van nægi­lega mik­il­vægt fyrir Banda­rík­in. Spennan milli Banda­ríkj­anna og Kína hefur farið vax­andi t.d. vegna nýlegrar heim­sóknar for­seta full­trúa­deilda Banda­ríkja­þings til Taí­v­an.

Úkra­ína og Finn­land

Það er skilj­an­legt að Úkra­ínu­menn sjálfir vilji taka meiri þátt í Evr­ópu­sam­run­anum með ESB aðild og kom­ast í varn­ar­banda­lag eins og NATO. En það er mik­il­vægt að velja rétta tím­ann til að taka stór skref. Finn­land er dæmi um land sem lengi hefur lifað í skugga Rúss­lands eða Sov­ét­ríkj­anna. Finn­land vildi bæði tryggja efna­hags­lega hags­muni sína og örygg­is­hags­muni, en til að ná því mark­miði voru tekin skyn­sam­leg og vel tíma­sett skref. Finn­land var ekki full­gildur aðili að EFTA fyrr en 1986 löngu eftir að önnur Norð­ur­lönd gengu þangað inn, Dan­mörk, Nor­egur og Sví­þjóð 1960 og Ísland 1970. Finn­land sótti svo ESB aðild eftir fall Sov­ét­ríkj­anna 1991 og var þá orðið ríkt land og var vel und­ir­búið og fékk fulla ESB aðild 1995. Finn­land gerð­ist svo aðili að mynt­banda­lagi Evr­ópu 1999 sem var ekki bara efna­hags­mál heldur líka örygg­is­mál. Lönd eins og Þýska­land og Frakk­land myndu tæp­ast líða árás á evru­svæðið án afskipta. Loks sækir Finn­land um aðild að NATO 2022 þegar Rúss­land hefur veikst eftir inn­rás­ina í Úkra­ínu. Finn­land var þá löngu búið að koma sér upp öfl­ugum her og full­nægði öllum skil­yrðum NATO. Þarna skilur milli feigs og ófeigs. Finn­land velur sjálft rétta tím­ann til að tengj­ast ESB nánum böndum og svo nú NATO. Þessu er öðru­vísi farið með Úkra­ínu. Úkra­ína sæk­ist eftir ESB aðild og NATO aðild löngu áður en hún átti nokkra raun­hæfa mögu­leika. Landið fyrir stríð var fátækt, með veikar stofn­anir og spill­ing útbreidd. Úkra­ínu er samt vor­kunn því Vest­ræn ríki hvöttu hana til að taka þessi skref þó þau væru síðan ekki til­búin að styðja aðild Úkra­ínu þegar til kom. Þetta er eins og að hvetja ósyndan mann til að stinga sér til sunds, en nenna svo ekki að henda út björg­un­ar­hring þegar drukknun blasir við. Skömmin af núver­andi ástandi í Úkra­ínu er fyrst og fremst þeirra sem gerðu inn­rás í land­ið. En skömm vest­ur­landa er líka stór. 

Það hefði verið hyggi­legra fyrir Úkra­ínu að taka smærri skref. T.d. að fá fullan aðgang að sam­eig­in­legum mark­aði ESB og fjár­fest­inga­styrki. Fá aukna aðstoð frá stofn­unum eins og Alþjóða­bank­anum og End­ur­reisn­ar- og þró­un­ar­banka Evr­ópu, auk Fjár­fest­inga­banka Evr­ópu. Koma á sam­starfi við NATO án fullrar aðildar strax. Hefði landið náð öfl­ugum hag­vexti hefði verið auð­veld­ara að stíga stærri skref í Evr­ópu­sam­runa síð­ar. Stað­reyndin er sú að árið 2021 var Úkra­ína fátæk­ari en hún var 1991 þegar Sov­ét­ríkin féllu. Sam­kvæmt Alþjóða­gjald­eyr­is­sjóðnum var verg lands­fram­leiðsla á mann á jafn­virð­is­gengi var lægri 2021 en hún hafði verið 1991, sjá mynd. Við þetta mun svo bæt­ast algert hrun vergrar lands­fram­leiðslu árið 2022 og gríð­ar­lega eyði­legg­ing inn­viða.  

Stríðið í Úkra­ínu og staða Taí­van

Mark­mið Banda­ríkj­anna í Úkra­ínu­stríð­inu er meðal ann­ars að veikja Rúss­land. Úkra­ína fær vopn frá vest­ur­löndum en notar sína eigin her­menn. Úkra­ína hefur verið lögð í rúst og er orðin blóð­völl­ur. Hug­myndir um að Úkra­ína verði byggð upp á skömmun tíma að stríði loknu eru loft­kast­al­ar. Óraun­hæfra hug­myndir aðila sem vita betur eða hafa aðra hags­muni að verja en vel­ferð Úkra­ínu og þess fólks sem þar býr. Úkra­ína er fyrst og fremst peð sem fórnað er á alt­ari stór­velda sem eru í sam­keppni um heims­yf­ir­ráð. Taí­van geta beðið svipuð örlög sker­ist í odda milli Banda­ríkj­anna og Kína. Stór­veldin hafa ekki sýnt að þau vilji eða geti jafnað ágrein­ing sinn með samn­ingum eða sam­töl­um. Þeirra eigin hags­munir ráða för. Og hót­anir um notkun kjarn­orku­vopna eru aldrei fjarri. Og tor­tím­ing?

Höf­undur er pró­fessor við Háskól­ann á Akur­eyri og starf­aði hjá Alþjóða­bank­anum um 12 ára skeið þar á meðal í Evr­ópu og Asíu.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar