Sjálfstæðisflokkurinn er kominn út úr skápnum

Stefán Ólafsson segir Sjálfstæðisflokkinn nú hafa stigið fram sem flokkur atvinnurekenda og ríkustu tíu prósentanna í landinu, sem jafnframt vinni gegn hagsmunum hinna 90 prósentanna.

Auglýsing

Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn hefur nú lagt fram frum­varp á Alþingi um að banna kjara­samn­ings­á­kvæði um for­gang félags­manna í stétt­ar­fé­lögum til vinnu og greiðslu vinnu­rétt­ar­gjalds, sem færir launa­fólki ýmis rétt­indi, trygg­ingar og þjón­ustu. Um þetta sömdu verka­lýðs­fé­lögin og sam­tök atvinnu­rek­enda fyrir löngu, í frjálsum samn­ing­um. Þetta er mik­il­væg stoð þeirrar vinnu­mark­aðs­skip­anar sem við búum við á Íslandi í dag.

Þetta sam­komu­lag á sinn þátt í að gera aðild að stétt­ar­fé­lögum meiri en víð­ast hvar í grann­ríkj­un­um. Það hefur verið grund­völlur mik­illa áhrifa hreyf­ingar íslensks launa­fólks sem á stærstan hlut í að tryggja því við­un­andi launa­kjör og vinnu­skil­yrði, auk ýmissa lífs­kjara­trygg­inga í íslenska vel­ferð­ar­kerf­inu.

Þessi her­ferð Sjálf­stæð­is­flokks­ins markar því tíma­mót, enda vegur hún gróf­lega að mögu­leikum launa­fólks til að tryggja sér við­un­andi lífs­kjör. Raunar má segja að flokk­ur­inn sem áður þótt­ist vera flokkur allra stétta hafi nú komið út úr skápnum og opin­berað sitt innra eðli. 

Er hann þá flokkur sam­kyn­hneigðra? Nei. 

Flokkur rík­ustu 10 pró­sent­anna

Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn stígur nú fram sem flokkur atvinnu­rek­enda og fjár­festa, rík­ustu 10 pró­sent­anna, sem jafn­framt vinnur gegn hags­munum hinna 90 pró­sent­anna, þorra launa­fólks. Mark­mið hans er að veikja sam­tök launa­fólks, grafa undan sam­taka­mætti verka­lýðs­hreyf­ing­ar­inn­ar. Til að fegra þessa aðför að hags­munum launa­fólks segja Sjálf­stæð­is­menn að þetta sé gert í nafni „frelsis". En það er hið mesta öfug­mæli.

Auglýsing
Ef ein­hverjir Sjálf­stæð­is­menn halda að þetta muni leiða til ein­hvers góðs fyrir aðra en þá allra rík­ustu í sam­fé­lag­inu þá ættu þeir að hugsa sig um aft­ur. Ef þetta næði fram að ganga þá væri grund­velli kippt undan vinnu­mark­aðs­skip­an­inni og þeim sam­skiptum og sam­starfi sem hún hefur auð­veld­að. Félags­skipan öll færi á hreyf­ingu og frið­ar­skyldan á vinnu­mark­aði yrði í upp­námi. 

Sam­starf aðila um líf­eyr­is­sjóð­ina og skyldu­að­ild­ina sem þeir byggja á og hin sam­eig­in­lega stjórn­skipan atvinnu­rek­enda og launa­fólks sem þar hefur ríkt kæmi til end­ur­skoð­un­ar. Það sama myndi gilda um marg­vís­leg önnur sam­starfs­verk­efn­i. 

Stöð­ug­leika ógnað

Halda menn að svona breyt­ing myndi auka stöð­ug­leika í sam­fé­lag­inu?

Nei, hún myndi stór­auka átök. Og hún myndi sam­eina alla helstu aðila verka­lýðs­hreyf­ing­ar­innar sem und­an­farið hafa tek­ist á um ein­stök áherslu­mál. Þetta er risa­stórt sam­eig­in­legt hags­muna­mál alls launa­fólks sem skilur vel gildi þess að hafa áfram öflug verka­lýðs­fé­lög og sam­tök launa­fólks.

Þeir sem hafa lengi fylgst náið með stefnu og starf­semi Sjálf­stæð­is­flokks­ins hafa séð þetta eðli flokks­ins sem auð­manna­flokks áger­ast frá því nýfrjáls­hyggjan var inn­leidd á Dav­íðs-­tím­an­um, upp úr 1990. En það er gott að Sjálf­stæð­is­menn hafa nú sjálfir opin­berað sig sem flokk rík­ustu tíund­ar­innar sem vinnur gegn hags­munum hinna 90 pró­sent­anna, öllum þorra launa­fólks. Blekk­ingin sem fólst í slag­orð­inu um „stétt með stétt" blasir þá við öll­u­m. 

Ætli fylgi Sjálf­stæð­is­flokks­ins fari ekki fljót­lega niður í 10% mark­ið? Það væri eðli­legt fyrir hrein­rækt­aðan flokk fámennrar yfir­stétt­ar.

Höf­undur er pró­fessor emeritus við HÍ og sér­fræð­ingur hjá Efl­ing­u-­stétt­ar­fé­lagi.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Flensusprautan gagnast vel gegn alvarlegum veikindum af inflúensu.
Mikill veikindavetur framundan
COVID-19, inflúensa og RS-veiran. Margir smitsjúkdómar á kreiki á sama tíma kalla á aukna varúð. Alþjóða heilbrigðismálastofnunin hvetur yfirvöld til að vera vel á verði og almenning til að gæta að persónulegum sóttvörnum sínum.
Kjarninn 6. desember 2022
Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar á blaðamannafundinum í dag.
Vilja færa 13 milljarða í kjarabætur til almennings með sértækum skattahækkunum
Samfylkingin kynnti í dag breytingatillögur við fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar. Flokkurinn leggur til að um 17 milljarðar króna verði sóttir með sértækum skattahækkunum til þess að fjármagna almennar kjarabótaaðgerðir fyrir launafólk.
Kjarninn 6. desember 2022
Jóhannes Hraunfjörð Karlsson
Ponzi-leikur eða fjárfesting til framtíðar?
Kjarninn 6. desember 2022
Lenya Rún Taha Karim, varaþingmaður Pírata.
„Þau hefðu bara átt góðan séns á því að fá hæli á Íslandi“
Hælisleitendur, sem vísað var úr landi í lok október, eru í hópi þeirra sem eiga rétt á að mál þeirra verði tekin til efnislegrar meðferðar samkvæmt nýjum úrskurði kærunefndar útlendingamála.
Kjarninn 6. desember 2022
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri.
Borgarstjóri lagði til að nær allar breytingatillögur minnihlutans yrðu felldar
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri lagði til að nær allar breytingatillögur minnihluta borgarstjórnar við fjárhagsáætlun borgarinnar yrðu felldar. Búast má við því að umræðan um hagræðingu í Reykjavíkurborg standi fram á kvöld.
Kjarninn 6. desember 2022
Sérstaklega á að styrkja landsbyggðarmiðla sem framleiða sjónvarpsefni.
100 milljóna framlag vegna reksturs fjölmiðla á landsbyggðinni sem framleiða fyrir sjónvarp
Ein breyting var gerð á framlögum til fjölmiðla milli fyrstu og annarrar umræðu fjárlaga. Meirihluti stjórnarflokkanna ætlar að setja 100 milljónir króna í styrki vegna „reksturs fjölmiðla á landsbyggðinni sem framleiða eigið efni fyrir sjónvarpsstöð.“
Kjarninn 6. desember 2022
„Atvinnulífið hefur ekki sýnt vott af samfélagsábyrgð á miklum óvissutímum“
Formaður VR segir atvinnulífið hafa nýtt sér viðkvæma stöðu í samfélaginu, Þar sem verðbólga er há og vextir í hæstu hæðum, til að skapa sér „fordæmalaust góðæri á kostnað almennings.“
Kjarninn 6. desember 2022
Gæti verið að ein hæð úr SAS-hótelinu í Kaupmannahöfn leynist á hafsbotni?
Hótelið á hafsbotni
Í áratugi hafa gengið sögur um að á hafsbotni norðan við Helsingjaborg í Svíþjóð liggi stærðar steypuhlunkur sem átti að vera hluti eins þekktasta hótels á Norðurlöndum. En skyldi þetta nú vera rétt?
Kjarninn 6. desember 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar