Fiskveiðiauðlindin og þjóðin – Grein tvö

Indriði H. Þorláksson heldur áfram að fjalla um auðlindarentu í sjávarútvegi og hlut þjóðarinnar í henni.

Auglýsing

Í Fisk­veiði­auð­lindin og þjóð­in, grein 1, var fjallað um auð­lind­arentu almennt en í þess­ari eru 3. og 4. kafli greina­flokks­ins þar sem rætt er um um útreikn­ing auð­lind­arentu í sjáv­ar­út­vegi, stærð hennar svo og bók­halds­æf­ing­ar, eign­ar­halds­fé­lög og skatta­skjól.

3. kafli. Afkoma sjáv­ar­út­vegs og auð­lind­arentan

Stundum er því haldið fram að afkoma sjáv­ar­út­vegs sé ekki sér­lega góð og auð­lind­arentan lít­il. Því til stuðn­ings er vísað í árs­reikn­inga og skatt­fram­töl fyr­ir­tækja. Önnur mynd blasir við í mörgum vís­bend­ingum um góða afkomu í grein­inni.

­Kaup Síld­ar­vinnsl­unnar á Vísi í Grinda­vík eru ein þeirra. Eigið fé Vísis var skv. árs­reikn­ingi um 6 mrd. kr. en samt greiddi Síld­ar­vinnslan 31 mrd. kr. fyrir félag­ið. Þar sem ekki er verið að skapa nýjar tekjur að óbreyttum kvóta hinna sam­ein­uðu fyr­ir­tækja hljóta fram­tíð­ar­tekjur af hinum keypta kvóta að vera svo ríf­legar að kaupin borgi sig. Góð afkoma sýnir sig einnig í verði og leigu­verði á kvóta og miklum arð­greiðsl­um.

En hver er raun­veru­leg afkoma og hver er auð­lind­arentan í sjáv­ar­út­vegi? Árs­reikn­ingar og skatt­fram­töl eru ekki not­hæf til mats á þessu vegna fjár­hags­legra færslna sem ekk­ert hafa með raun­veru­lega afkomu að gera auk þess sem eign­ar­hald fyr­ir­tækja er oft hjá tengdum félögum og eignir hafa verið færðar inn í þau t.d. með arð­greiðslum en skuldir og vaxta­greiðslur sitja eftir í rekstr­ar­fé­lag­inu. En skýrslur Hag­stofu Íslands um afkomu í sjáv­ar­út­vegi auð­veldar leit að svörum við þessum spurn­ing­um.

Auð­lind­arenta í sjáv­ar­út­vegi

Til að leggja mat á auð­lind­arentu í sjáv­ar­út­vegi þarf að finna virð­is­auk­ann í starf­sem­inni og greina hversu stóran hluta hans megi rekja til hvers og eins fram­leiðslu­þátt­ar, vinnu, fjár­magns og auð­lind­ar. Hlutur vinnu, þ.e. laun og tengd gjöld, finnst í reikn­ings­skilum en það á ekki við um hluti fjár­magns og auð­lind­ar. Þeir birt­ast sem ein heild. Til að greina rentu frá tekjum af fjár­magni þarf að meta hvað sé eðli­leg ávöxtun á fjár­magni í rekstri. Það mat er byggt á kenn­ingum mark­aðs­hag­fræði um að fjár­magn leiti þangað sem mest ávöxtun gefst allt þar til að hún er alls staðar orðin hin sama, þ.e. að ávöxtun á fjár­magni í sjáv­ar­út­vegi sé hin sama og á fjár­magni í annarri atvinnu­starf­semi. Þessi við­miðun er notuð í grein fræði­manna við HÍ og HA sem lögðu mat á rentu í sjáv­ar­út­vegi á Íslandi og vitnað er til hér á eftir en einnig þekk­ist það að miðað sé við vexti af áhættu­lausri fjár­festingu svo sem rík­is­skulda­bréf­um.

Auglýsing
Í skýrslum Hag­stofu Íslands um afkomu sjáv­ar­út­vegs er fjár­magns­kostn­aður reikn­aður sem árgreiðsla sem miðuð við verð­mæti var­an­legra rekstr­ar­fjár­muna og vexti. Hún svarar til þeirrar fjár­hæðar sem þyrfti til að afskrifa var­an­lega rekstr­ar­fjár­mun­ina á líf­tíma þeirra og greiða eðli­lega vexti á bundið fjár­magn eig­enda og lán­veit­enda. Aðferðin er hlið­stæð útreikn­ingi árgreiðslu af „annuitet­s­láni” (verð­tryggðu jafn­greiðslu­láni) til ákveð­ins tíma með föstum vöxt­um.

Skýrslur Hag­stofu Íslands um afkomu sjáv­ar­út­vegs

Skýrslur Hag­stofu Íslands um afkomu í sjáv­ar­út­vegi eru bestu til­tækar heim­ildir um fjár­hag hans. Tafla 1 hér á eftir er unnin úr rekstr­ar­yf­ir­liti sjáv­ar­út­vegs fyrir árin 2010 til 2020 og sýnir þær stærðir sem ráða afkom­unni, þ.e. tekj­ur, aðfanga­kostn­að, laun og fjár­magns­kostn­að, sem met­inn er sem árgreiðsla stað þess að nota froðu­færslur úr árs­reikn­ingum og skatta­skil­um. Auk þess sýnir taflan rentu hvers árs, þ.e. vinnslu­virðið að frá­dregnum launa­kostn­aði og árgreiðslu. Til sam­an­burðar eru sýnd greidd veiði­gjöld hvers árs.

Í fyrsta talna­dálki töfl­unnar eru tekjur af sölu sjáv­ar­af­urða án inn­byrðis við­skipti fyr­ir­tækja. Í öðrum talna­dálki er aðfanga­kostn­að­ur, þ.e. rekstr­ar­kostn­aður án launa og tengdra gjalda og án veiði­gjalda sem sýnd eru í síð­asta talna­dálki. Litið á veiði­gjöld sem hluta virð­is­auka, þ.e. þann hluti hans sem greiddur er eig­anda auð­lind­ar­inn­ar. Þriðji talna­dálkur er mis­munur tveggja fyrstu talna­dálka og sýnir hann vinnslu­virð­ið, þær tekjur sem eru til skipta á fram­leiðslu­þætt­ina. Þrír næstu talna­dálk­arnir sýna svo skipt­ingu þessa virð­is­auka milli fram­leiðslu­þátta eftir upp­runa.

Hlutur launa­gjalda í virð­is­auk­anum er laun og tengd gjöld. Hlutur fjár­magns er reiknuð árgreiðsla. Hlutur auð­lind­ar­inn­ar, rent­an, er það sem eftir stendur af virð­is­auk­anum þegar laun og tengd gjöld hafa verið greidd og fjár­magnið fengið sinn hluta. 

Í næst­síð­asta dálki töfl­unnar sést að á þessu 11 ára tíma­bili hefur auð­lind­arenta í sjáv­ar­út­vegi verið lægst tæp­lega 20 millj­arðar króna eitt árið en ann­ars á bil­inu frá 38 upp í 68 millj­arða króna á ári, alls 519 mrd. kr. eða um 47 millj­arðar króna að með­al­tali á ári. Sveiflur á milli ára má að veru­legum hluta rekja til breyt­inga á gengi eins og vikið verður að í 5. kafla. 

Þessi nið­ur­staða er í sam­ræmi við grein fjög­urra vís­inda­manna við Háskóla Íslands og Háskól­ann á Akur­eyri, Stefán B. Gunn­laugs­son, Hörður Sævalds­son, Daði M. Krist­ó­fers­son. 2020. "Reso­urce Rent and its Distri­bution in Iceland’s Fis­heries." Mar­ine Reso­urce Economics 35(2) en þar segir m.a.: “Little rent was prod­uced in the first years; however, since 2008, rent has been sign­ificant, averag­ing 380 million USD per year, which is around 17% of the export value of the fishing industry.” (380 millj­ónir USD sam­svara um 47 mrd. kr. (gengi júlí 2021). 

Í grein þeirra er þetta borið saman við tvær aðrar rann­sóknir með svip­aðri nið­ur­stöðu. Flaate, O., K. Heen, and T. Matth­í­as­son. 2017. “Profits and Reso­urce Rent in Fis­heries.” Mar­ine Reso­urce Economics 32(3) (2017) töldu auð­lind­arent­una frá 2009 til 3013 hafa verið frá 331 til 468 millj­ónir USD á ári sem svara til 13-19% af sölu­verð­mæti sjáv­ar­af­urða og Gunn­laugs­son S. B. and S. Agn­ars­son. 2019. Late Arri­val: The Develop­ment of Reso­urce Rent in Icelandic Fis­heries.” Fis­heries Res­e­arch 214. (2019) áætl­uðu árlega rentu frá 2008 til 2016 hafa verið 250 til 500 millj­ónir USD eða 10 til 19% af útflutn­ings­verð­mæti grein­ar­inn­ar.

Sam­an­tekt

Á árunum 2010 til 2020 voru tekjur af sölu sjáv­ar­af­urða sam­tals 2.640 mrd. kr. Að frá­dregnum aðfanga­kostn­aði var eftir virð­is­auki að fjár­hæð 1.709 mrd. kr. Í hlut launa komu að 920 mrd. kr. Hluti fjár­magns var 270 mrd. kr. og afgang­inn alls 519 mrd. kr. var að rekja til auð­lind­ar­inn­i. 

Auð­lind­arenta í sjáv­ar­út­vegi var sam­kvæmt þessu alls 519 mrd. kr. á tíma­bilnu, 47 mrd. kr. á ári að með­al­tali, tæp 20% af sölu­verð­mæti sjáv­ar­af­urða. Nið­ur­staða þessi er í sam­ræmi við þrjár rann­sóknir sem vitnað er til. Auð­lind­arenta er óum­deil­an­lega mikil í sjáv­ar­út­vegi á Íslandi. Eigna­söfnun eig­enda íslenskra sjáv­ar­út­vegs­fé­laga á síð­asta ára­tug er einnig birt­ing­ar­mynd þess.

4. kafli. Grein­ing Deloitte á bók­haldi fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi 

Stað­hæf­ingar um afkomu sjáv­ar­út­vegs hafa jafnan verið studdar tölum úr bók­haldi fyr­ir­tækja án þess að gerður sé grein­ar­munur á afkomu sjáv­ar­út­vegs sem atvinnu­greinar og bók­halds­legu upp­gjöri fyr­ir­tækja í henni. Upp­gjör fyr­ir­tækja lit­ast af þáttum sem koma afkomu sjáv­ar­út­vegs ekk­ert við svo sem eign á verð­bréfum og skuldum vegna ann­ars en rekstr­ar­fjár­muna o.fl.

Að teknu til­liti til van­kanta á þeim, stað­festa reikn­ings­skil sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækja þó að hagur þeirra hefur verið mjög góður á síð­ustu árum og verið í sam­ræmi við nið­ur­stöður kafla 3 hér að fram­an. Það sýna einnig arð­greiðslur og hækkun eigin fjár á síð­ustu árum og nýbirtar afkomu­töl­ur; Sam­herji hagn­ast um 17,8 millj­arða, Ísfé­lag Vest­manna­eyja; Greiða 2 millj­arða í arð svo og reikn­ingar eign­ar­halds­fé­laga með mikil ítök í útgerð­ar­fé­lög­un­um. Í grein Stund­ar­innar (Það sem útgerð­irnar eiga og þeir sem eiga þær) kemur fram að eig­endur útgerð­ar­fé­laga eru umsvifa­miklir fjár­festar í öðrum atvinnu­rekstri. Ekki leikur vafi á því að ofur­gróði af útgerð er upp­spretta fjár­fest­inga þeirra.

Skýrsla Deloitte

Deloitte, end­ur­skoð­un­ar­stofa, birtir árlega tölur um afkomu sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækja. (Afkoma sjávar­út­vegs­ins 2020). Skv. heima­síðu stof­unnar er hún:„þjón­ustu­veit­andi á sviði end­ur­skoð­unar og reikn­ings­skila, tækni- og stefnu­mót­un­ar­ráð­gjaf­ar, fjár­mála­ráð­gjaf­ar, áhættu­ráð­gjaf­ar, skatta– og lög­fræði­ráð­gjafar og tengdrar þjón­ust­u.” Vegna fjöl­þættra verk­efna fyrir sjáv­ar­út­veg­fyr­ir­tæki og fjár­hags­legra tengsla við þau verður að taka álykt­unum Deloitte með nokkrum fyr­ir­vara. Með­höndlun þess á veiði­gjöld­um, sköttum og ýmsum fjár­hags­legum færslum er bók­hald en ekki hag­fræði­lega grein­ingu á afkomu sjáv­ar­út­vegs.

Tölur Deloitte um EBITDA (tekjur fyrir vexti, skatta og afskrift­ir) áranna 2016 til 2020 koma heim og saman við tölur mínar hér að fram­an.

Tafla 2. Tölur Hagstofu og Deloitte

Tafla 2 sýnir sam­an­burð á virð­is­auka að frá­dregnum launa­kostn­aði úr Töflu 1 og EBITDA skv. Deloitte. Þar hafa veiði­gjöld verið dregin frá tekjum sem kostn­aður í rekstri en í hag­rænni grein­ingu ber að líta á þau sem hluta þess virð­is­auka. Tekju­tölur Deloitte eru sem því munar lægri en hjá mér og eins taka tölur Hag­stofu aðeins til tekna af sölu sjáv­ar­af­urða en ekki ann­arra tekna. Skýrsla Deloitte stað­festir þannig í stórum dráttum það sem fram koma í 3. kafla um auð­lind­arentu í sjáv­ar­út­vegi.

Arð­geiðslur og hagn­aður

Oft er litið á arð­greiðslur sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækja sem mæli­kvarða á hagn­að, stundum til að vekja athygli á gróða þeirra en stundum til að draga athygli frá raun­veru­legum meiri hagn­aði. Skv. Deloitte var um þriðj­ungur af bók­færðum hagn­aði frá 2015 til 2019 greiddur út sem arður og var fjár­hæðin frá 3,6% til 6,6 % af eigin fé hvers árs. Þetta hefur rang­lega verið túlk­aðir á þann veg að þetta sé hagn­aður sjáv­ar­út­vegs og að hann sé á pari við það sem ger­ist í öðrum atvinnu­rekstri. Óskilj­an­legt er hvers vegna arður sem hlut­fall af eigin fé er notað sem mæli­kvarða á afkomu því arð­greiðsla er bara ákvörðun eig­and­ans um hvað hann flytur mikið fé úr einum vasa sínum í annan en segir ekk­ert af viti um afkom­una.

Auglýsing
Arður að við­bættri breyt­ingu á eigin fé getur hins vegar verið not­hæfur mæli­kvarði á afkomu. Um 2/3 hlutar hagn­að­ar­ins gengu til hækk­unar á eigin fé fyr­ir­tækj­anna. Skv. Deloitte var breyt­ing á eigin fé í sjáv­ar­út­vegi frá 2015 til 2019 104 mrd. kr. sem til við­bótar við 49 mrd. kr. arð­greiðslur gerir hagn­að­inn alls 153 mrd. kr. Árleg ávöxtun eigin fjár er því 8,2% - 23,8% en ekki 3,6 - 6,6% eins og gefið hafði verið í skyn.

Skýrsla Deloitte sýnir góða afkoma fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi þrátt fyrir að hún sé van­metin vegna bjag­andi bók­halds­reglna. Dæmi um bjögun eru afskrifta­regl­ur, einkum þær sem snúa að skipum sem afskrifuð eru á mikið styttri tíma en svara til end­ing­ar­tíma þeirra. Geng­is­breyt­ingar lána í erlendum gjald­eyri eru færðar til tekna eða gjalda þrátt fyrir að tekjur sjáv­ar­út­vegs séu að lang­mestu leyti í erlendri mynt eins og skuldir hans. Á árinu 2020 voru t.d. 19 millj­arðar króna gjald­færðir sem geng­is­tap og dregnir frá tekj­um. Sama er að segja vexti. Á árunum 2019 og 2020 eru 10 og 11 mrd. kr. vaxta­greiðslur dregnir frá tekjum af sjáv­ar­út­vegi sem vextir þótt að fyr­ir­tækin eigi hund­ruð millj­arða í eignum sem nær engum tekjum skila skv. bók­haldi.

Eign­ar­halds­fé­lög, leynd og skatta­skjól

Reikn­ingar sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækja sýna mik­inn hagnað og reikn­ingar einka­hluta­fé­laga sem fara með eign­ar­hald á útgerð­ar­fé­lög­unum fyrir hönd raun­veru­legra eig­enda þeirra bólgna út ár frá ári vegna arðs frá rekstr­ar­fé­lög­unum og auk­ins verð­gildis eign­ar­hluta í þeim. 

Þessi háttur á eign­ar­haldi hefur ýmsa kosti fyrir eig­end­urna. Í einn stað felur það upp­lýs­ingar um eign og eign­ar­hald í sjáv­ar­út­vegi og það hvernig fjár­streymi úr honum hefur verið notað til að ná eign­ar­haldi á annarri atvinnu­starf­semi í land­inu. Stjórn­völd hafa stuðlað að þess­ari leynd með því að láta ekki vinna og birta til­tækar upp­lýs­ingar um eign­ar­hald á fyr­ir­tækjum og með því að birta ekki slíkar upp­lýs­ingar þegar eftir því hefur verið leitað sbr. beiðni alþing­is­manna um skýrslu frá sjáv­ar­út­vegs- og land­bún­að­ar­ráð­herra um eign­ar­hald 20 stærstu útgerð­ar­fé­laga lands­ins í íslensku atvinnu­lífi.

Í annan stað eru eign­ar­halds­fé­lögin skatta­skjól fyrir eig­end­urna. Eftir að rekstr­ar­fé­lagið hefur greitt lágan skatt af hagn­aði sín­um, þ.e. 20% af nið­ur­færður hagn­aði, er arður greiddur inn í eign­ar­halds­fé­lagið og/eða verð­mæti eign­ar­hlut­ans hefur vax­ið. Arð­ur­inn sem greiddur var eign­ar­halds­fé­lag­inu og hagn­aður þess af sölu á eign­ar­hlutum í rekstr­ar­fé­lag­inu eða öðrum félögum er einnig skatt­frjáls. Eignir og tekjur eign­ar­halds­fé­lags­ins eru þannig varðar gegn skatt­lagn­ingu svo lengi sem eig­and­inn vill eða þar til hann geispar gol­unni. Þá kann að falla til lágur erfða­fjár­skattur hafi ekki tek­ist að koma eign­unum til verð­andi erf­ingja með ein­hverjum hætti. Tals­menn auð­manna á Alþingi hafa reyndar gert atlögu að því að lækka erfða­fjár­skatt í þeim til­gangi að tryggja betur að eignir og tekjur skili sér að mestu óskatt­lagðar til erf­ingja útgerð­ar­auðs­ins.

Það skal tekið fram að notkun eign­ar­halds­fé­laga sem skatta­skjóla er ekki bundin við sjáv­ar­út­veg en á við um stóran hluta einka­hluta­fé­laga sem eru í reynd eins konar skatt­frjálsir fjár­vörslu­reikn­ingar á meðan sömu tekjur ein­stak­linga af hluta­bréf­um, verð­bréfa­sjóðum o.s.frv. sæta árlegri skatt­lagn­ing­u. 

Sam­an­tekt

Skýrsla Deloitte, sem unnin er fyrir SFS, stað­festir að hagn­aður sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækja hefur verið mik­ill og arð­semi þeirra meiri en það sem almennt er í öðrum atvinnu­rekstri. Óbjag­aðar tölur Deloitte styðja nið­ur­stöðu þess­arar greinar um auð­lind­arentu í sjáv­ar­út­veg­i. 

Skv. Deloitte var greiddur arður og aukn­ing eigin fjár sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækja á árunum 2016 til 2020 153 mrd. kr. og árleg arð­semi 8 til 24% en ekki 3,6 til 6,6% eins og gefið var í skyn.

Staða stórra útgerð­ar­fé­laga er falin í ógegn­sæju neti eign­ar­halds­fé­laga sem leyna eignum og koma í veg fyrir að tekjur sæti eðli­legri skatt­lagn­ingu.

Höf­undur er hag­fræð­ing­ur.

——————

Í næstu grein verður í 5. kafla rætt um áhrif af verð­sveiflum og geng­is­breyt­ingum á afkomu sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækja og sýnt hvernig virð­is­auk­inn hefur í reynd skipst á vinnu, fjár­magn og auð­lind og spurt hvort hluti þjóð­ar­innar í auð­lind­arent­unni sé eðli­leg­ur. Í 6. kafla verður fjallað um skatta sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækja á síð­ustu árum og skattar af þátta­tekjum í sjáv­ar­út­vegi bornir sam­an.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar