Hvað er eðlilegt gjald?

Sighvatur Björgvinsson skrifar um gjöld fyrir afnotarétt af fiskveiðiauðlindinni og nýja stefnuskrá Samfylkingarinnar í þeim efnum.

Auglýsing

Ég heyrði í fréttum í morgun, föstudag, að Viðreisn myndi leggja til þá breytingu við stjórnarskrártillögur forsætisráðherra, að EÐLILEGT (leturbreyting mín) veiðileyfagjaldi verði greitt fyrir afnotarétt af fiskveiðiauðlindinni. Sama heyrði ég Kristrúnu Frostadóttur frambjóðanda Samfylkingarinnar í Reykjavík segja sem sína skoðun í viðtali um hagfræðileg málefni á Útvarpi Sögu. En hvað er EÐLILEGT VEIÐILEYFAGJALD? Gjaldið, sem handhafar kvótans greiða nú til eigenda auðlindarinnar eða gjaldið, sem þeir sömu handhafar krefja aðra um að greiða leigi þeir kvóta frá sér til annara – en það leiguverð hefur numið talsvert á þriðja hundrað krónur fyrir þorskkílóið? EÐLILEGT veiðileyfagjald telur ríkisstjórnin vera það gjald, sem greitt er nú. Er Viðreisn sammála? Ef ekki, hvert telur hún þá eiga að vera „EÐLILEGT“ veiðileyfagjald – og hvernig á það að finna? Með því að spyrja Þorgerði Katrínu? Ef ekki, þá hvern?

Skýr stefnumörkun

Verið er að afgreiða stefnuskrá Samfylkingarinnar; skýrt og skilmerkilegt stefnuskjal. Þar er skýlaust krafist þess, að auðlindir á Íslandi, sem ekki hafa verið lýstar eign einhvers eða einhverra, verði lýstar þjóðareign. Um nýtingarrétt slíkra þjóðarauðlinda segir: „Að nýtingarréttur á náttúruauðlindum í þjóðareign sé TÍMABUNDINN (leturbreyting mín) og úthlutað gegn fullu gjaldi“. Um hvernig ákveða skuli fullt gjald segir: „Fullt gjald fyrir nýtingu náttúruauðlinda má fá á sanngjarnan og gagnsæjan hátt með útboði á nýtingarrétti til takmarkaðs tíma í senn“. Hér er skýr og skilmerkileg stefna mótuð. Gjaldið á ekki að ákveða með því að spyrja Bjarna Benediktsson, Katrínu Jakobsdóttur, Þorgerði Katrínu – eða ónefndan hagfræðing- hvað þeim finnist. Nota á markaðslausnina þar sem aðilar sjálfir ákveða hvað eru tilbúnir til þess að greiða fyrir tímabundinn aðgang að auðlind í eigu annara. Skýrt og klárt. Stefna, sem allir frambjóðendur Samfylkingarinnar eiga að þekkja. Nema auðvitað sé svo, að þeir þekki þar best til sem aldrei hafa þar komið.

Höfundur var einn af stofnendum Samfylkingarinnar.

Auglýsing

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, í forystusætinu á RÚV í gærkvöldi.
Það liggur ekki fyrir hvort Ísland geti gert tvíhliða samning til að tengja krónu við evru
Staðreyndavakt Kjarnans skoðar fullyrðingu Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur um það sé mögulegt fyrir Ísland að gera samkomulag við Seðlabanka Evrópu um að tengja krónuna við evru.
Kjarninn 23. september 2021
Sigríður Ólafsdóttir
Draumastarf og búseta – hvernig fer það saman?
Kjarninn 23. september 2021
Árni Stefán Árnason
Dýravernd: Í aðdraganda kosninganna er blóðmeraiðnaðurinn svarti blettur búfjáreldis – Hluti II
Kjarninn 23. september 2021
Segist hafa reynt að komast að því hvað konan vildi í gegnum tengilið – „Við náðum aldrei að ræða við hana“
Fyrrverandi formaður KSÍ segir að sambandið hafi frétt af meintu kynferðisbroti landsliðsmanna í gegnum samfélagsmiðla. Formleg ábending hafi aldrei borist.
Kjarninn 23. september 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, og Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna.
Fleiri kjósendur Sjálfstæðisflokks vilja Katrínu sem forsætisráðherra en Bjarna
Alls segjast 45,2 prósent kjósenda Sjálfstæðisflokksins að þeir vilji fá formann Vinstri grænna til að leiða þá ríkisstjórn sem mynduð verður eftir kosningar.
Kjarninn 23. september 2021
Hugarvilla að Ísland sé miðja heimsins
Þau Baldur, Kristrún og Gylfi spjölluðu um Evrópustefnu stjórnvalda í hlaðvarpsþættinum Völundarhús utanríkismála.
Kjarninn 23. september 2021
Völundarhús utanríkismála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands – Þáttur 4: Byggir Evrópustefna íslenskra stjórnvalda á áfallastjórnun?
Kjarninn 23. september 2021
Rósa Björk Brynjólfsdóttir
Kosningarnar núna snúast um loftslagsmál
Kjarninn 23. september 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar