Auglýsing

For­svars­menn rík­is­stjórn­ar­innar stíga nú fram hver á fætur öðrum og tala upp árangur sinn í bar­átt­unni við efna­hags­legar afleið­ingar kór­ónu­veirunn­ar. Það er skilj­an­legt að þeir geri slíkt, enda stutt í kosn­ingar og þá eyða ráða­menn að jafn­aði tíma sínum í að tala upp eigin verk.

Bjarni Bene­dikts­son, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, vitn­aði nýverið á Face­book- síðu sinni í grein­ingu hags­muna­sam­taka til þess að selja þá hug­mynd að mik­ill meiri­hluti úrræða stjórn­valda hafi runnið til heim­ila. Ýmsir túlka þessa stöðu þó veru­lega öðru­vísi og færa fyrir því hald­bær rök.

Bjarni var líka til við­tals í frétt í Morg­un­blað­inu í vik­unni um að efna­hags­að­gerðir rík­is­stjórn­ar­innar hafi að mati meiri­hluta stjórn­enda ferða­þjón­ustu­fyr­ir­tækja reynst gagn­leg­ar. Þetta telur Bjarni að feli í sér það útbreidda álit að almennt sé ekki talin þörf á miklu meiri efna­hags­að­gerð­um. Hall­inn á rík­is­sjóði hafi ekki reynst jafn mik­ill og búist var við og því sé rík­is­stjórnin búin að bjarga mál­unum nú þeg­ar.

Katrín Jak­obs­dóttir for­sæt­is­ráð­herra skrif­aði grein í Kjarn­ann í vik­unni þar sem sam­bæri­legt sjálfs­hól var á boðstól­um. Sam­dráttur á lands­fram­leiðslu hafi ekki verið nema 6,6 pró­sent og að það sé við­brögðum stjórn­valda og Seðla­banka Íslands að þakka. „Halli rík­­is­­sjóðs er umfangs­­mik­ill ­vegna þess að við tókum þá póli­­tísku ákvörðun að fara ekki ein­­göngu í sér­­tækar stuðn­­ings­að­­gerðir heldur verja alla sam­­fé­lags­­lega inn­­viði; að beita ekki nið­­ur­­skurði heldur verja vel­­ferð­ina og afkomu fólks og tryggja þannig að áfram verði jöfn­uður mik­ill á Ísland­i,“ skrif­aði Katrín. 

Ásmundur Einar Daða­son, félags- og barna­mála­ráð­herra, fylgdi í kjöl­farið og fjall­aði um yfir­vof­andi átak rík­is­stjórn­ar­innar í atvinnu­málum sem á að skapa sjö þús­und störf, og er blanda af þegar fram komnum úrræðum og nýjum sem bein­ast að mestu að þeim sem hafa verið atvinnu­lausir í meira en eitt ár. Það er talið kosta 4,5-5 millj­arða króna. 

Atvinnu­leysi og verð­bólga

Það er þó hætt við því að fólkið sem verður mest fyrir efna­hags­lega barð­inu á far­aldr­in­um, þeir sem misstu atvinnu og hafa lækkað veru­lega í fram­færslu, taki ekki undir það að rík­is­stjórnin hafi gripið til nægj­an­legra aðgerða til að verja vel­ferð­ina og jöfn­uð­inn í land­inu.

Staðan á Íslandi er nefni­lega sú að hér mælist 12,5 pró­sent atvinnu­leysi og hér eru 25.683 án atvinnu að öllu leyti eða hluta. Þeir hafa aldrei verið fleiri. Lang­flest­ir, 21.352, eru atvinnu­lausir að öllu leyti. Af þeim hafa 12.761 verið atvinnu­lausir í meira en hálft ár, en í þeim hópi hefur fjölgað um 8.941 á einu ári. 

Hér er líka 4,1 pró­sent verð­bólga, sem er það mesta sem mælist á meðal þró­aðra ríkja. Á manna­máli þýðir það að verðið á hlut­unum sem við kaupum bólgn­ar. Það sem kost­aði ákveðna upp­hæð fyrir ári ­kostar meira í dag. 

Auglýsing
Stór breyta í þessu er ell­efu pró­sent veik­ing krón­unnar í fyrra, sem hækk­aði verð á inn­fluttri vöru. Verð­bólga bitnar mest á þeim sem þurfa að eyða öllum sínum pen­ingum í að lifa af, en síður á þeim sem eiga eign­ir. 

Ef þú ert einn þeirra 25.683 sem eru án atvinnu að öllu leyti eða hluta – eða hluti af nán­ustu fjöl­skyldu þeirra – og hefur upp­lifað mikla kjara­skerð­ingu, þá er aukin verð­bólga tvö­föld refs­ing. Tekj­urnar drag­ast saman og verð á nauð­synja­vöru hækk­ar. 

Það sjá auð­vitað allir sem vilja að ef met atvinnu­leysi rík­ir, og verð­bólga er umtals­verð – ef fjórð­ungur launa­fólks og helm­ingur atvinnu­lausra á erfitt með að láta enda ná saman – þá hefur rík­is­stjórn ekki náð góðum árangri í efna­hags­málum fyrir alla lands­menn. Það er ekki verið að tryggja að „jöfn­uður verði áfram mik­ill hér á landi“ eða verja að öllu leyti vel­ferð­ina.

Gildir þar einu á hversu margan máta leið­togar hennar reyna að selja okkur hið gagn­stæða. 

Lítið gert fyrir tap­ara

Sér­tækar efna­hags­að­gerðir íslenska rík­is­ins hafa verið afar mildar í nær öllum eðli­legum sam­an­burði, þrátt fyrir að umbúð­irnar hafi verið íburð­ar­mikl­ar. Og þær hafa að mestu beinst að fyr­ir­tækjum í ferða­þjón­ustu eða þeim heim­ilum sem eiga eign­ir, hafa haldið störfum í gegnum far­ald­ur­inn og hafa getað unnið heima. 

Hlutafé og eigið fé eig­enda ferða­þjón­ustu­fyr­ir­tækja hefur verið varið og pen­ingum hefur verið dælt til hinna betur settu. Þeir sem eiga fast­eignir sáu þær hækka um 7,7 pró­sent í fyrra. Þeir sem eiga hluta­bréf hafa séð þau hækka um tæp 80 pró­sent á einu ári. Og svo fram­veg­is. Ef þú átt eitt­hvað, þá græðir þú á krepp­unni. Ef þú átt ekki neitt og hefur orðið fyrir kjara­skerð­ingu, þá ertu í tap­ara­lið­in­u. 

Í sumum til­fellum hefur hluti þess hóps hrein­lega verið nýttur til tekju­öfl­un­ar. Ein af COVID-19 aðgerðum rík­is­stjórn­ar­innar var að heim­ila fólki að taka út sér­eign­ar­sparn­að­inn sinn tíma­bundið til að takast á við fjár­hags­erf­ið­leika og eiga fyrir reikn­ing­um. Þeir sem hafa tekið út sér­eign­ar­sparnað und­an­farið ár hafa greitt yfir níu millj­arða króna í skatta af hon­um. Þeir sem hafa nýtt sér­eign­ar­sparnað til að borga niður hús­næð­is­lánið sitt und­an­farin tæp sjö ár, í aðgerð sem er kennd við leið­rétt­ingu, hafa hins vegar fengið 21 millj­arð króna í skatta­af­slátt.

Báðir hóp­arnir eru að gera það sama, að nýta sér­eign­ar­sparn­að. Ann­ar, sem er ekki að mynda eign né ávöxtun heldur að lifa af, er lát­inn borga skatta af því. Hinn, sem er að mynda eign og ávaxta virði hennar á hverju ári (íbúða­verð á höf­uð­borg­ar­svæð­inu hefur hækkað um 77 pró­sent frá því að úrræðið var kynnt til leiks), þarf ekki að borga skatta. 

Meiri tekjur og minni fjár­fest­ing

Halli rík­is­sjóðs reynd­ist mun minni í fyrra en áætlað var í októ­ber, þegar rík­is­stjórnin áætl­aði hann 269,2 millj­arða króna. Á end­anum var hann 201 millj­arðar króna, eða 545 þús­und krónur á hvern lif­andi Íslend­ing, að með­töldum hinum sjálf­virku sveiflu­jöfn­urum (auk­inn kostn­aður vegna til dæmis atvinnu­leys­is­bóta og lægri tekjur vegna minnk­andi skatt­heimt­u). Til sam­an­burðar má nefna að þeir þrír pakkar sem sam­þykktir hafa verið í Banda­ríkj­un­um, sem seint verður kallað nor­rænt vel­ferð­ar­ríki með áherslu á jöfn­uð, eru metnir á 1,8 millj­ónir íslenskra króna á hvern lif­andi íbúa. Þar er svo framundan inn­viða­fjár­fest­ing á skala sem er svo stór að erfitt er að ná höfð­inu utan um töl­urn­ar.

Ástæður þess að svona miklu skeik­aði í rík­is­fjár­mál­unum hér var að tekjur á Íslandi reynd­ust ein­fald­lega miklu hærri en lagt var upp með, aðal­lega vegna við­spyrnu­þróttar þeirra heim­ila (heim­ilin bættu á sig 200 millj­örðum króna af skuldum og eyddu 200 millj­örðum krónum sem þau eyddu erlendis árið 2019 inn­an­lands í fyrra) og fyr­ir­tækja sem urðu ekki fyrir beinum nei­kvæðum efna­hags­á­hrifum af kór­ónu­veirunni.

Fjár­fest­ingar hins opin­bera voru hins vegar langt undir áætlun, sér­stak­lega hjá stórum rík­is­stofn­unum og fyr­ir­tækjum á borð við Vega­gerð­ina, Nýja Lands­spít­al­ann og Isa­via. Rétt við­brögð við þeim mikla slaka sem skap­að­ist í efna­hags­líf­inu á síð­asta ári hefðu verið að ráð­ast hratt í mik­il­væga inn­viða­upp­bygg­ing­u. 

Það má alveg segja það fullum fetum að síð­asta ár fór efna­hags­lega betur að mestu þrátt fyrir aðgerð­ar­leysi stjórn­valda, ekki vegna aðgerða þeirra. 

Landið opnað vegna póli­tískra hags­muna

Í þessu sam­hengi verður að skoða ákvörðun stjórn­valda um að opna landið fyrir ferða­mönnum frá 1. maí, löngu áður en bólu­setn­ing mun skapa hjarð­ó­næmi hjá Íslend­ing­um, og það að ráð­ast í aug­lýs­inga­her­ferð erlendis til að draga sem flesta ferða­menn hingað í sum­ar. Sitj­andi rík­is­stjórn veðj­aði nefni­lega hús­inu á að ferða­þjón­ustan myndi bjarga mál­unum hér. Og tengdi þá við­spyrnu þar með við póli­tíska fram­tíð sína.

Til­kynnt var um það 24. júlí í fyrra að kosið yrði næst til þings seint í sept­em­ber 2021. Áður hafði for­sæt­is­ráð­herra ekki úti­lokað að kosið yrði að vori, likt og hefð er fyrir hér­lend­is. Rík­is­stjórnin hafði tekið ákvörðun um að opna landa­mærin fyrir ferða­mönnum um miðjan júní 2020 og fram að yfir­lýs­ingu for­sæt­is­ráð­herra um kosn­ingar hafði allt gengið vel. 

Það er eig­in­lega ómögu­legt að draga aðra ályktun en þá að ákvörð­unin um tíma­setn­ingu kosn­inga hafi verið tekin með von um að hér yrði mikil efna­hags­leg við­spyrna þegar kæmi inn á árið 2021 vegna vaxtar í ferða­þjón­ustu sem myndi skila því að atvinnu­leysi yrði mun minna þegar kosið yrði um haust­ið. Og fjölga fyrir vikið atkvæðum greiddum stjórn­ar­flokk­unum þrem­ur.

Auglýsing
Svo hafa hlut­irnir þró­ast öðru­vísi. Um miðjan ágúst 2020 komu tveir franskir ferða­menn hingað með veiruna á ný, brutu sótt­varna­reglur og önnur alvar­leg bylgja smita hófst með til­heyr­andi tak­mörk­unum á dag­legt líf íbúa mán­uðum sam­an. Bólu­setn­ing hefur gengið hægar en stefnt var að, far­ald­ur­inn hefur tekið sig upp í nýjum bylgjum ann­ars­staðar í heim­in­um, skæð­ari afbrigði hennar eru orðin að veru­leika og svo virð­ist sem ein­hverjar líkur séu á því að bólu­settir geti borið með sér smit milli landa. 

Það hljóta allir að vera sam­mála um að það séu ekki skyn­sam­leg heil­brigð­is­rök til staðar fyrir því að opna landa­mærin upp á gátt fyrir bólu­settum áður en við sjálf erum nægj­an­lega bólu­sett. Þá er málum blandið hvort þau séu efna­hags­lega vit­ræn vegna þeirrar áhættu sem fylgir opn­un.

En allir geta verið sam­mála um að á bak­við ákvörð­un­ina hvíla sterk póli­tísk rök. Stjórn­ar­flokk­arnir þurfa betri árangur fyrir kosn­ing­ar. 

Ávinn­ingur og tap

Sú heil­brigð­is­á­hætta sem verið er að skapa end­ur­spegl­ast í orðum Þór­ólfs Guðna­sonar sótt­varna­lækn­is, sem sagð­ist í vik­unni hafa áhyggjur af ákvörð­unum stjórn­valda um að hvetja til til­efn­is­lausra ferða hingað til lands. Hann benti líka á að frá því að fólk þurfti að skila inn PCR vott­orðum eða prófum til að kom­ast inn í landið hafa 30 af þeim 34 sem greinst hafa með virkt smit skilað inn nei­kvæðu PCR vott­orði. Og af þessum 34 greind­ist helm­ingur í fyrri skimun og helm­ingur í seinni skim­un. 

Í fyrra var sá efna­hags­legi fórn­ar­kostn­aður sem fylgir opnun landamæra ekki met­inn áður en tekið var í gikk­inn. Gylfi Zoega, pró­fessor í hag­fræði, birti grein í Vís­bend­ingu í ágúst þar sem hann færði hag­fræði­leg rök fyrir því að stjórn­völd hefðu gert mis­tök með því að opna landa­mæri Íslands frek­ar. „Með ákvörð­unum sínum um opnun lands­ins hafa stjórn­­völd stefnt mik­il­vægum almanna­­gæðum í hættu sem eru þau gæði að geta hitt annað fólk, lært með öðru fólki, unnið með öðru fólki og verslað við annað fólk. Og þar með er efna­hag lands­ins einnig stefnt í hætt­u.“ Hann reynd­ist hafa rétt fyrir sér að öllu leyti.

Þegar mat var loks­ins fram­kvæmt á hver ávinn­ingur af því að forð­ast harðar sótt­varna­að­gerðir væri kom í ljós að hann hljóp á hund­ruðum millj­arða króna.

Gylfi skrif­aði aðra grein í Vís­bend­ingu sem birt­ist í síð­asta mán­uði. Þar sagði hann að hægt væri að halda því fram að best sé að hafa hóf­legar en sem stöðugastar sótt­varnir innan lands þangað til þjóðin hefur verið bólu­sett sem minnki líkur á að far­sóttin fær­ist í auk­ana. „Stöð­ug­leiki hjálpar ein­stak­lingum og fyr­ir­tækjum að aðlaga sig að þeim reglum sem í gildi eru. Til­slak­anir sem verða til þess að far­sótt breið­ist út á ný sem kallar síðan á harð­ari aðgerðir eru ekki skyn­sam­legar vegna þess að harðar aðgerðir bitna illa á efna­hags­líf­in­u.“

Það að opna landa­mæri fyrir öllum bólu­sett­um, og auka þar með veru­lega lík­urnar á því að smit taki sig aftur upp hér inn­an­lands, skapar ekki góð skil­yrði fyrir stöð­ug­leika.

Við höfum haft það betra en nær allir aðrir

Ísland hefur lifað við lúxus COVID-19. Sótt­varn­ar­yf­ir­völd hafa verið skyn­söm og nán­ast öll þjóðin hefur stutt aðgerðir þeirra. Heil­brigð­is­kerf­ið, og fólkið sem vinnur innan þess, hefur verð­skuldað unnið sér inn traust og aðdá­un. Það að vera fámenn og rík eyja út í ball­ar­hafi með eina gátt inn í landið hefur líka hjálpað veru­lega að hemja óværuna. 

Fyrir vikið höfum við haft miklu meiri lífs­gæði og frelsi en flest önnur lönd í heim­inum á kór­ónu­veiru­tím­um. Skólar og leik­skólar hafa verið meira og minna opn­ir. Flest fólk hefur getað stundað vinnu á vinnu­stað sínum þorra síð­ast­lið­ins árs í ein­hverju formi. Við getum ferð­ast um land­ið. Farið á veit­inga­staði, bari, í leik­hús, kvik­mynda­hús og tón­leika. Hist í stærri hóp­um. Og efna­hags­lega fór þetta allt miklu betur en sér­fræð­ing­arnir í spá­gerð töldu.

Önnur lönd eru að bólu­setja til að öðl­ast það frelsi og þau lífs­gæði sem við erum þegar með. Ísra­el­ar, sem eru lengst komnir með bólu­setn­ing­ar, eru til að mynda nýbyrj­aðir að heim­ila bólu­settum að mæta á nokkur hund­ruð manna tón­leika. Joe Biden, for­seti Banda­ríkj­anna, tal­aði í ræðu fyrir viku síðan um að ef bólu­setn­ing gengi vel næstu mán­uði myndi 4. júlí, þjóð­há­tíð­ar­dagur Banda­ríkj­anna, verða dagur sjálf­stæðis frá veirunni. Í þeirri yfir­lýs­ingu var hann samt ekki að tala um að þar í landi yrðu haldnar tug­þús­unda manna skrúð­göngur eða að hvetja lands­menn sína til að hoppa upp í næstu flug­vél, heldur að þá væri hægt að heim­ila smærri hópum að hitt­ast. 

En við? Við ætlum að galopna landa­mærin okkar fyrir þeim sem fram­vísa mótefna- og bólu­setn­ing­ar­vott­orðum áður en við erum komin nálægt því að bólu­setja nægj­an­legt magn íslensku þjóð­ar­innar til að öðl­ast hjarð­ó­næmi. 

Dragið úr áhættu á eigin hegðun

Rík­is­stjórnin telur þetta rétt­læt­an­legan mögu­legan fórn­ar­kostnað – að auka mögu­leika þess að fá aðra bylgju smita veru­lega – til að geta opnað landið fyrir ferða­mönnum fyrir kosn­ing­ar. Eðli­legt skref í átt að frelsi segja ráð­herr­arn­ir, án þess að minn­ast á að mögu­lega er núver­andi frelsi und­ir.

Áslaug Arna Sig­ur­björns­dóttir dóms­mála­ráð­herra skrif­aði grein í Morg­un­blaðið í vik­unni þar sem hún varði og rök­studdi þessa ákvörð­un. Þar stóð meðal ann­ars: „Við verðum að velta því fyrir okkur hvert og eitt, sem ekki verðum bólu­sett þegar landið opnast, hver ábyrgð okkar sjálfra er við að draga úr áhættu á eigin hegð­un.“ 

Þetta segir ráð­herra sem deilir flokki með tveimur ráð­herrum sem hafa farið gegn sótt­varna­ráð­stöf­unum á síð­ast­liðnum mán­uðum án þess að hafa þurft að axla nokkra ábyrgð á þeim gjörðum sín­um.

Skila­boð rík­is­stjórn­ar­innar eru sam­kvæmt þessu eft­ir­far­andi: Það er ekki ákvörðun okkar um að opna landa­mærin sem er áhættan í þess­ari breytu, heldur það hvernig þið lands­menn hagið ykkur í kjöl­far­ið. Við ætlum að skapa aðstæður fyrir hættu til að koma ferða­þjón­ustu af stað, en það er ykkar að verða ekki fyrir henn­i. 

Það er ekki víst að þetta klikki, en það getur samt gerst

Von­andi fer þetta allt vel. Von­andi tekst ferða­þjón­ust­unni að ná vopnum sín­um. Von­andi minnkar atvinnu­leysið hratt. Von­andi tekst okkur að forð­ast aðra bylgju og von­andi náum við, og heim­ur­inn all­ur, að bólu­setja okkur í eðli­leg­heit sem fyrst. Undir eru miklir heil­brigð­is- og efna­hags­legir hags­mun­ir. 

En við skulum líka vera hrein­skil­in. Kalla hlut­ina það sem þeir heita. Það að reyna að flýta bata­ferl­inu með opnun landamæra og aug­lýs­inga­her­ferðum erlend­is, og leggja fyrir vikið alla ofan­greinda hags­muni í aukna hættu, er ekk­ert annað en póli­tísk ákvörðun rík­is­stjórnar sem er að sjá að upp­haf­lega leik­á­ætlun sín gekk ekki að öllu leyti upp. 

Það mun koma í ljós á næstu vikum hvort póli­tískt veð­mál þeirra með heil­brigði okkar og efna­hag gangi upp eða ekki. Svo vitnað sé aftur í skrif Gylfa Zoega í síð­asta mán­uði: „Stjórn­mála­menn sem grípa til óvin­sælla en nauð­syn­legra aðgerða sem síðar kemur í ljós að hafi verið far­sælar fá góða dóma sög­unn­ar. Hið sama á við um emb­ætt­is­menn sem slá í borðið og gera það sem rétt er og ein­stak­linga í sam­fé­lag­inu sem sýna hug­rekki. Þeir sem fara með straumnum gleym­ast með straumn­um.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiLeiðari