Listaháskólann í Vatnsmýrina!

Hans Guttormur Þormar skrifar um staðsetningu á nýju heimili fyrir Listaháskóla Íslands.

Auglýsing

Vangaveltur um staðsetningu Listaháskólans (LHÍ) hafa staðið með hléum í áratugi og á þeim tíma hefur LHÍ þurft að greiða amk einn milljarð í aukakostnað eingöngu vegna þess að húsnæði skólans er dreift á fjóra staði í Reykjavík. Hér mun ég færa fram rök fyrir því af hverju LHÍ ætti að vera í Vatnsmýrinni í grennd við hina háskólana og Landspítalann.

  1. Er klókt að spara aurana en kasta krónunum: Þar sem listir, raunvísindi og hugvísindi koma saman hefur raunin orðið óvenju skapandi umhverfi með hugmyndaauðgi sem ekki á sér líka. Ein af forsendum framfara og nýsköpunar á sviði lista og vísinda er virkt og stöðugt samtal milli ólíkra fagsviða. Það samtal verður ekki frjótt né gefur af sér nýjar hugmyndir og lausnir nema í mikilli nálægð og samvinnu. Fyrirtæki sem spretta uppúr svona umhverfi geta orðið verðmætari en heildarbyggingarkostnaður nýs listaháskóla.
  2. Deilihagkerfið: Sérhæfður tækjabúnaður hvers háskóla nýtist miklu betur ef fleiri aðilar úr öðrum háskólum fá aðgengi að honum líka. Til dæmis nýtast smíðaverkstæði, efnistækni, myndgreiningar, laserskerar og 3D málm-, koltrefja-, og plastprentarar öllum sviðum. Þetta er bara örstutt upptalning á samnýtingarmöguleikum milli háskólanna.
    Auglýsing

  3. Hönnun gerir hugvit sýnilegt: Hönnun er forsenda flestra gagnlegra hluta. Listir og hönnun eiga stóran þátt í velgengni og markaðssetningu hátækniafurða eins og snjallsímanna sem við notum dags daglega. Enginn þarf heldur að efast um að samvinna við hönnun, tækniuppsetningu og notkun sjúkrastofa á spítala er þverfaglegt verkefni þar sem arkitektar, hönnuðir, iðjuþjálfar, eðlisfræðingar, verkfræðingar, læknar, hjúkrunarfræðingar, sjúkraþjálfar, líffræðingar ásamt fleirum þurfa að koma að til að tryggja góðan aðbúnað starfsfólks og sjúklinga og eðlilegan rekstur.
  4. Listaháskólinn - lykill að nýsköpunarlandinu Íslandi: Nú þegar hefur LHÍ komið að fjölmörgum áhugaverðum verkefnum á öllum sviðum hug-, félags, heilbrigðis- og raunvísinda. Aðgengi við komu á fæðingardeild Landspítala, hugmyndir um fatnað starfsfólks spítalana, aðbúnaður starfsfólks, rannsóknir á ræktun plantna til manneldis, auðniðurbrjótanlegar umbúðir fyrir matvæli, hönnun lausna fyrir neysluvatnssöfnun, rannsókn á atferli lífvera, framtíðarpælingar um erfðabreytingar lífvera og svo mætti lengi telja.

Það er ekki til réttari staður fyrir LHÍ en Vatnsmýrin. Kostnaðaráætlun upp á 1 milljón á fermetra fyrir allt húsnæði og búnað LHÍ er ansi vel í lagt. Sá kostnaður er samt bara dropi í hafið þegar horft er á þau nýsköpunarfyrirtæki sem hafa blómstrað undanfarin ár beggja vegna Atlantsála vegna tengingar lista og vísinda.

Höf­undur er vís­inda- og upp­finn­inga­mað­ur.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, í forystusætinu á RÚV í gærkvöldi.
Það liggur ekki fyrir hvort Ísland geti gert tvíhliða samning til að tengja krónu við evru
Staðreyndavakt Kjarnans skoðar fullyrðingu Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur um það sé mögulegt fyrir Ísland að gera samkomulag við Seðlabanka Evrópu um að tengja krónuna við evru.
Kjarninn 23. september 2021
Sigríður Ólafsdóttir
Draumastarf og búseta – hvernig fer það saman?
Kjarninn 23. september 2021
Árni Stefán Árnason
Dýravernd: Í aðdraganda kosninganna er blóðmeraiðnaðurinn svarti blettur búfjáreldis – Hluti II
Kjarninn 23. september 2021
Segist hafa reynt að komast að því hvað konan vildi í gegnum tengilið – „Við náðum aldrei að ræða við hana“
Fyrrverandi formaður KSÍ segir að sambandið hafi frétt af meintu kynferðisbroti landsliðsmanna í gegnum samfélagsmiðla. Formleg ábending hafi aldrei borist.
Kjarninn 23. september 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, og Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna.
Fleiri kjósendur Sjálfstæðisflokks vilja Katrínu sem forsætisráðherra en Bjarna
Alls segjast 45,2 prósent kjósenda Sjálfstæðisflokksins að þeir vilji fá formann Vinstri grænna til að leiða þá ríkisstjórn sem mynduð verður eftir kosningar.
Kjarninn 23. september 2021
Hugarvilla að Ísland sé miðja heimsins
Þau Baldur, Kristrún og Gylfi spjölluðu um Evrópustefnu stjórnvalda í hlaðvarpsþættinum Völundarhús utanríkismála.
Kjarninn 23. september 2021
Völundarhús utanríkismála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands – Þáttur 4: Byggir Evrópustefna íslenskra stjórnvalda á áfallastjórnun?
Kjarninn 23. september 2021
Rósa Björk Brynjólfsdóttir
Kosningarnar núna snúast um loftslagsmál
Kjarninn 23. september 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar