Samkeppnishæfni er ekki sama og verð

Sérfræðingur á fjármálasviði Landsnets skrifar um samkeppnishæfni íslenskrar raforku.

Auglýsing

Mikið hefur verið fjallað um samkeppnishæfni iðnaðar á Íslandi og þá sérstaklega út frá raforkukostnaði. Þýska ráðgjafafyrirtækið Fraunhofer gaf úr skýrslu um málefnið þar sem niðurstöðurnar voru að íslenskur raforkukostnaður væri í grófum dráttum samkeppnishæfur. Þetta eru auðvitað góðar fréttir í sjálfu sér en ýmislegt hefur vantað í þá umræðu að mati okkar hjá Landsneti. Hér verður snert stuttlega á nokkrum atriðum sem okkur finnst hafa vantað í umræðuna.

Það þekkja það allir af eigin reynslu að til eru misdýrar vörur og þjónustur sem eiga að þjóna sama tilgangi. Verðmunur er þá yfirleitt réttlættur með gæðamun, vistvænna framleiðsluferli, aukinni þjónustu eða öðrum rökum. Þessar dýrari vörur eru ekki sjálfkrafa sagðar ósamkeppnishæfar. Sams konar rök eiga við um rekstur raforkukerfa. Í greiningu Fraunhofer var ekki farið í slíkan samanburð og því ber að taka niðurstöðum með fyrirvara.

Uppselt, lítið og dreift kerfi

Hér verður því gerð tilraun til að benda á nokkur lykilatriði um hvernig kostnaður við flutningskerfi myndast. Hann fer nefnilega að mjög miklu leyti eftir tegund raforkuvinnslu og landfræðilegum þáttum en einnig áreiðanleika og aðgengi.

Auglýsing

Það er vel þekkt staðreynd að endurnýjanlegir raforkukostir eru óháðir staðsetningu mannabyggða og leiða af sér flutning um meiri vegalengdir. Það sama á við um landfræðilega þætti. Dreifbýli leiðir óhjákvæmilega til þess að flytja þarf hlutfallslega minni orku meiri vegalengdir. Hér á landi er orkuframleiðsla miðað við flatarmál einungis lítill hluti af því sem hún er í samanburðarlöndunum. Því þótt Íslendingar framleiði mikla orku miðað við höfðatölu er ekki framleidd mikil orka á Íslandi í samanburði við önnur lönd. Fámennið skýrir muninn. Dreifbýli og lítil orkuvinnsla leiðir hvort tveggja óhjákvæmilega til meiri kostnaðar á einingu.

Bestu virkjanakostirnir á Íslandi eru fjarri notendum og leiða af sér aukinn flutningskostnað. Því þarf að skoða samanlagðan kostnað við orkuvinnslu og flutning. Að taka annan liðinn út fyrir sviga er villandi. Fraunhofer gerir það enda ekki í niðurstöðum sínum og segir að íslenska orkukerfið sé samkeppnishæft.

Mynd 1: Raforkuvinnsla á ferkílómeter. Ísland er undir heimsmeðaltali.

Aðgengi að vöru eða þjónustu er einnig lykilatriði í samkeppnishæfni hennar. Það er tilgangslaust að tala um verð á vöru eða þjónustu sem er ekki í boði. Sem stendur er einfaldlega ekki mögulegt að auka orkunotkun víðast hvar á Íslandi. Flutningskerfið er uppselt. Við munum aldrei vita hvað þau glötuðu tækifæri sem af því hafa hlotist hafa kostað. Til að bæta samkeppnishæfnina þarf því fjárfesta í styrkingum þótt það geti tímabundið aukið kostnað.

Mynd 2: Tiltæk afhendingargeta í kerfi Landsnets. Flutningskerfið er uppselt.

En svona þungt lestað kerfi kemur ekki bara í veg fyrir ný atvinnutækifæri heldur minnkar það áreiðanleika kerfisins. Í svona þungt lestuðu kerfi veldur bilun á röngum stað því að raforkan getur ekki flætt á rétta staði og víðtækt rafmagnsleysi getur af hlotist. Þetta raungerðist þegar atvik tengt Norðuráli á Grundartanga sló út Suðausturlandi 2017. Áreiðanleiki flutningskerfis raforku er skiptir miklu máli fyrir samkeppnishæfni hvers konar atvinnustarfsemi. Kostnaður við truflanir á afhendingu raforku er langt umfram það sem borgað er fyrir hana. Til dæmis hefur kostnaður við rafmagnsleysið sem fylgdi desemberóveðrinu árið 2019 verið metinn á tæpa sex milljarða króna. Það má því ganga býsna langt í því að tryggja afhendingaröryggi áður en það verður óhagkvæmt, enda hefur Alþingi samþykkt stefnu um að stórbæta afhendingaröryggi raforku á Íslandi.

Heildarverð afhentrar raforku

Samanburður verður að fela í sér verð á afhentri raforku. Fyrir notanda raforku skiptir það engu máli í sjálfu sér hvernig heildarverðið er sundurliðað. Það sem skiptir máli er heildarverðið og því getur í sumum tilfellum verið hagkvæmt og samkeppnishæfara að sætta sig við hærri flutningskostnað ef það felur í sér aðgang að hagkvæmari virkjunarkosti.

En hvernig hefur heildarverð raforku þróast? Þegar almenni markaðurinn er skoðaður má sjá að hlutur Landsnets í rafmagnsreikningi dæmigerðs heimilis var sá nánast sá sami árið 2018, 2,25 kr/kWst, og hann var árið 2006, 2,20 kr/kWst. Lengri tíma meðaltal hefur hins vegar verið undir kostnaðinum sem var 2006.

Séu allir liðir dæmigerðs heimilisreiknings skoðaðir kemur í ljós að hækkanir koma annars staðar frá. Vinnsla og sala hefur hækkað um 10% og dreifiveitur um 6%. Þessar upplýsingar má sjá í skýrslu verkfræðistofunnar Eflu frá 2019, Raforkuverð og þróun samkeppni á raforkumarkaði.

Að sama skapi er flutningskostnaður stórnotenda mun lægri en hann var árið 2006 enda lækkaði hann samfleytt frá 2013 til 2020. Á síðasta ársfjórðungi síðasta árs komu svo til hækkanir vegna takmarkaðra heimilda Landsnets til þess að veita sveigjanleika í gjaldskrám sínum. En sú breyting nær ekki þróun verðlags og því er um raunlækkun að ræða á tímabilinu.

Hafi notendur áhyggjur af hækkandi raforkuverði væri því réttara að beina athygli sinni annað en að Landsneti.

Hvernig aukum við samkeppnishæfni?

Ef standa á vörð um samkeppnishæfni landsins til frambúðar þýðir ekki að hengja sig til frambúðar á byggðalínuna sem er víðast hvar komin á fimmtugsaldurinn og löngu orðin hamlandi fyrir þróun atvinnulífs á landsbyggðinni og öryggi raforkukerfisins um allt land. Landsnet áformar þess vegna að endurnýja byggðalínuna í áföngum næstu 10 árin í samræmi við lögbundna stefnu stjórnvalda og samþykktir Alþingis. Þannig tryggjum við að fyrirtækið geti mætt lögbundnum skyldum sínum um rekstur aðgengilegs, öruggs og þjóðhagslega hagkvæms kerfis fyrir alla landsmenn. Þannig tryggjum við best samkeppnishæfni.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, í forystusætinu á RÚV í gærkvöldi.
Það liggur ekki fyrir hvort Ísland geti gert tvíhliða samning til að tengja krónu við evru
Staðreyndavakt Kjarnans skoðar fullyrðingu Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur um það sé mögulegt fyrir Ísland að gera samkomulag við Seðlabanka Evrópu um að tengja krónuna við evru.
Kjarninn 23. september 2021
Sigríður Ólafsdóttir
Draumastarf og búseta – hvernig fer það saman?
Kjarninn 23. september 2021
Árni Stefán Árnason
Dýravernd: Í aðdraganda kosninganna er blóðmeraiðnaðurinn svarti blettur búfjáreldis – Hluti II
Kjarninn 23. september 2021
Segist hafa reynt að komast að því hvað konan vildi í gegnum tengilið – „Við náðum aldrei að ræða við hana“
Fyrrverandi formaður KSÍ segir að sambandið hafi frétt af meintu kynferðisbroti landsliðsmanna í gegnum samfélagsmiðla. Formleg ábending hafi aldrei borist.
Kjarninn 23. september 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, og Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna.
Fleiri kjósendur Sjálfstæðisflokks vilja Katrínu sem forsætisráðherra en Bjarna
Alls segjast 45,2 prósent kjósenda Sjálfstæðisflokksins að þeir vilji fá formann Vinstri grænna til að leiða þá ríkisstjórn sem mynduð verður eftir kosningar.
Kjarninn 23. september 2021
Hugarvilla að Ísland sé miðja heimsins
Þau Baldur, Kristrún og Gylfi spjölluðu um Evrópustefnu stjórnvalda í hlaðvarpsþættinum Völundarhús utanríkismála.
Kjarninn 23. september 2021
Völundarhús utanríkismála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands – Þáttur 4: Byggir Evrópustefna íslenskra stjórnvalda á áfallastjórnun?
Kjarninn 23. september 2021
Rósa Björk Brynjólfsdóttir
Kosningarnar núna snúast um loftslagsmál
Kjarninn 23. september 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar