Samkeppnishæfni er ekki sama og verð

Sérfræðingur á fjármálasviði Landsnets skrifar um samkeppnishæfni íslenskrar raforku.

Auglýsing

Mikið hefur verið fjallað um sam­keppn­is­hæfni iðn­aðar á Íslandi og þá sér­stak­lega út frá raf­orku­kostn­aði. Þýska ráð­gjafa­fyr­ir­tækið Fraun­hofer gaf úr skýrslu um mál­efnið þar sem nið­ur­stöð­urnar voru að íslenskur raf­orku­kostn­aður væri í grófum dráttum sam­keppn­is­hæf­ur. Þetta eru auð­vitað góðar fréttir í sjálfu sér en ýmis­legt hefur vantað í þá umræðu að mati okkar hjá Lands­neti. Hér verður snert stutt­lega á nokkrum atriðum sem okkur finnst hafa vantað í umræð­una.

Það þekkja það allir af eigin reynslu að til eru mis­dýrar vörur og þjón­ustur sem eiga að þjóna sama til­gangi. Verð­munur er þá yfir­leitt rétt­lættur með gæða­mun, vist­vænna fram­leiðslu­ferli, auk­inni þjón­ustu eða öðrum rök­um. Þessar dýr­ari vörur eru ekki sjálf­krafa sagðar ósam­keppn­is­hæf­ar. Sams konar rök eiga við um rekstur raf­orku­kerfa. Í grein­ingu Fraun­hofer var ekki farið í slíkan sam­an­burð og því ber að taka nið­ur­stöðum með fyr­ir­vara.

Upp­selt, lítið og dreift kerfi

Hér verður því gerð til­raun til að benda á nokkur lyk­il­at­riði um hvernig kostn­aður við flutn­ings­kerfi mynd­ast. Hann fer nefni­lega að mjög miklu leyti eftir teg­und raf­orku­vinnslu og land­fræði­legum þáttum en einnig áreið­an­leika og aðgengi.

Auglýsing

Það er vel þekkt stað­reynd að end­ur­nýj­an­legir raf­orku­kostir eru óháðir stað­setn­ingu manna­byggða og leiða af sér flutn­ing um meiri vega­lengd­ir. Það sama á við um land­fræði­lega þætti. Dreif­býli leiðir óhjá­kvæmi­lega til þess að flytja þarf hlut­falls­lega minni orku meiri vega­lengd­ir. Hér á landi er orku­fram­leiðsla miðað við flat­ar­mál ein­ungis lít­ill hluti af því sem hún er í sam­an­burð­ar­lönd­un­um. Því þótt Íslend­ingar fram­leiði mikla orku miðað við höfða­tölu er ekki fram­leidd mikil orka á Íslandi í sam­an­burði við önnur lönd. Fámennið skýrir mun­inn. Dreif­býli og lítil orku­vinnsla leiðir hvort tveggja óhjá­kvæmi­lega til meiri kostn­aðar á ein­ingu.

Bestu virkj­ana­kost­irnir á Íslandi eru fjarri not­endum og leiða af sér auk­inn flutn­ings­kostn­að. Því þarf að skoða sam­an­lagðan kostnað við orku­vinnslu og flutn­ing. Að taka annan lið­inn út fyrir sviga er vill­andi. Fraun­hofer gerir það enda ekki í nið­ur­stöðum sínum og segir að íslenska orku­kerfið sé sam­keppn­is­hæft.

Mynd 1: Raforkuvinnsla á ferkílómeter. Ísland er undir heimsmeðaltali.

Aðgengi að vöru eða þjón­ustu er einnig lyk­il­at­riði í sam­keppn­is­hæfni henn­ar. Það er til­gangs­laust að tala um verð á vöru eða þjón­ustu sem er ekki í boði. Sem stendur er ein­fald­lega ekki mögu­legt að auka orku­notkun víð­ast hvar á Íslandi. Flutn­ings­kerfið er upp­selt. Við munum aldrei vita hvað þau glöt­uðu tæki­færi sem af því hafa hlot­ist hafa kost­að. Til að bæta sam­keppn­is­hæfn­ina þarf því fjár­festa í styrk­ingum þótt það geti tíma­bundið aukið kostn­að.

Mynd 2: Tiltæk afhendingargeta í kerfi Landsnets. Flutningskerfið er uppselt.

En svona þungt lestað kerfi kemur ekki bara í veg fyrir ný atvinnu­tæki­færi heldur minnkar það áreið­an­leika kerf­is­ins. Í svona þungt lest­uðu kerfi veldur bilun á röngum stað því að raf­orkan getur ekki flætt á rétta staði og víð­tækt raf­magns­leysi getur af hlot­ist. Þetta raun­gerð­ist þegar atvik tengt Norð­ur­áli á Grund­ar­tanga sló út Suð­aust­ur­landi 2017. Áreið­an­leiki flutn­ings­kerfis raf­orku er skiptir miklu máli fyrir sam­keppn­is­hæfni hvers konar atvinnu­starf­semi. Kostn­aður við trufl­anir á afhend­ingu raf­orku er langt umfram það sem borgað er fyrir hana. Til dæmis hefur kostn­aður við raf­magns­leysið sem fylgdi des­em­beró­veðr­inu árið 2019 verið met­inn á tæpa sex millj­arða króna. Það má því ganga býsna langt í því að tryggja afhend­ingar­ör­yggi áður en það verður óhag­kvæmt, enda hefur Alþingi sam­þykkt stefnu um að stór­bæta afhend­ingar­ör­yggi raf­orku á Íslandi.

Heild­ar­verð afhentrar raf­orku

Sam­an­burður verður að fela í sér verð á afhentri raf­orku. Fyrir not­anda raf­orku skiptir það engu máli í sjálfu sér hvernig heild­ar­verðið er sund­ur­lið­að. Það sem skiptir máli er heild­ar­verðið og því getur í sumum til­fellum verið hag­kvæmt og sam­keppn­is­hæf­ara að sætta sig við hærri flutn­ings­kostnað ef það felur í sér aðgang að hag­kvæm­ari virkj­un­ar­kosti.

En hvernig hefur heild­ar­verð raf­orku þróast? Þegar almenni mark­að­ur­inn er skoð­aður má sjá að hlutur Lands­nets í raf­magns­reikn­ingi dæmi­gerðs heim­ilis var sá nán­ast sá sami árið 2018, 2,25 kr/kWst, og hann var árið 2006, 2,20 kr/kWst. Lengri tíma með­al­tal hefur hins vegar verið undir kostn­að­inum sem var 2006.

Séu allir liðir dæmi­gerðs heim­il­is­reikn­ings skoð­aðir kemur í ljós að hækk­anir koma ann­ars staðar frá. Vinnsla og sala hefur hækkað um 10% og dreifi­veitur um 6%. Þessar upp­lýs­ingar má sjá í skýrslu verk­fræði­stof­unnar Eflu frá 2019, Raf­orku­verð og þróun sam­keppni á raf­orku­mark­aði.

Að sama skapi er flutn­ings­kostn­aður stórnot­enda mun lægri en hann var árið 2006 enda lækk­aði hann sam­fleytt frá 2013 til 2020. Á síð­asta árs­fjórð­ungi síð­asta árs komu svo til hækk­anir vegna tak­mark­aðra heim­ilda Lands­nets til þess að veita sveigj­an­leika í gjald­skrám sín­um. En sú breyt­ing nær ekki þróun verð­lags og því er um raun­lækkun að ræða á tíma­bil­inu.

Hafi not­endur áhyggjur af hækk­andi raf­orku­verði væri því rétt­ara að beina athygli sinni annað en að Lands­neti.

Hvernig aukum við sam­keppn­is­hæfni?

Ef standa á vörð um sam­keppn­is­hæfni lands­ins til fram­búðar þýðir ekki að hengja sig til fram­búðar á byggða­lín­una sem er víð­ast hvar komin á fimm­tugs­ald­ur­inn og löngu orðin hamlandi fyrir þróun atvinnu­lífs á lands­byggð­inni og öryggi raf­orku­kerf­is­ins um allt land. Lands­net áformar þess vegna að end­ur­nýja byggða­lín­una í áföngum næstu 10 árin í sam­ræmi við lög­bundna stefnu stjórn­valda og sam­þykktir Alþing­is. Þannig tryggjum við að fyr­ir­tækið geti mætt lög­bundnum skyldum sínum um rekstur aðgengi­legs, öruggs og þjóð­hags­lega hag­kvæms kerfis fyrir alla lands­menn. Þannig tryggjum við best sam­keppn­is­hæfni.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar