Varnargarðurinn um krónuna

Hagfræðingur og þingframbjóðandi Samfylkingarinnar skrifar um íslensku krónuna.

Auglýsing

Það mynd­að­ist gat á þjóð­ar­reikn­ingnum í fyrra út af COVID en við reynum að halda dampi. Fyrir því er tekið lán. Mikil ánægja var með mögu­leika Seðla­bank­ans að lækka vexti í kreppu, ekki hækka eins og síð­ast og svo oft áður. Af hverju var það hægt? Vegna þess að krónan var ekki í frjálsu falli og verð­bólga því hóf­leg. Krónan veikt­ist nefni­lega „að­eins“ um 11% í fyrra.

Við sitjum á 800 millj­arða króna gjald­eyr­is­vara­forða, stríðskist­unni okkar sem við söfn­uðum í þegar ferða­þjón­ustan var í blóma. Þegar áfallið dundi á ferða­þjón­ust­unni var þarna sjóð­ur, m.a. fyrir til­stuðlan grein­ar­inn­ar, sem við gátum sótt í til að halda aftur af hraðri veik­ingu krón­unnar í fyrra.

Ásamt því að stýra söfnun í gjald­eyr­is­vara­forða var fyrrum seðla­banka­stjóri drif­kraft­ur­inn á bak við reglur um tak­mark­anir á inn­flæði erlends fjár­magns til lands­ins. Á þessum árum mæld­ist mun meiri hag­vöxt­ur, mun minna atvinnu­leysi og mun meiri launa­vöxtur hér en í lönd­unum í kringum okk­ur. Hit­inn var mik­ill í hag­kerf­inu. Heit­ara hag­kerfi, hærri vext­ir. Þetta hefur verið helsta rétt­læt­ing þess að ríg­halda í sjálf­stæðan gjald­mið­il; að þannig höfum við stjórn á vaxta­stigi inn­an­lands.

Auglýsing

Munur á vaxta­stigi hér og erlendis laðar aftur á móti að „heitt fjár­magn“. Pen­ing sem stoppar stutt, kemur inn í háa ávöxtun en fer um leið og aðstæður breyt­ast. Svona fjár­magns­flæði felldi krón­una árið 2008. Ákveðið var að setja á höft á skamm­tíma fjár­magnsinn­flæði 2016 til að koma í veg fyrir að ójafn­vægi myndi skap­ast á ný – hér var heitt hag­kerfi, háir vext­ir. Þessi aðgerð var gagn­rýnd, sér­stak­lega af öflum í fjár­mála­geir­anum og ein­staka hags­muna­að­ilum í við­skipta­líf­inu.

Ásamt gjald­eyr­is­forð­anum er þessi aðgerð hins vegar ein stærsta ástæðan fyrir því að krónan veikt­ist „að­eins“ um 11% í fyrra. Hér var ekki mikið erlent fjár­magn sem hljóp út. Það litla sem var til staðar fór að miklu leyti þegar gjald­eyr­is­tekj­urnar hurfu tíma­bundið af sjón­ar­svið­inu. Staðan á gjald­miðl­inum okkar væri lík­lega enn verri ef ekki hefði verið gripið til þess­ara ráð­staf­ana árin fyrir COVID.

Sjálf­stæði í pen­inga­mál­um, getan til að setja eigin vaxta­stig – um það hefur krónu­um­ræðan svo oft snú­ist. Að þegar loks­ins yrði hægt að lækka hér vexti gæti rík­is­sjóður tekið lang­tíma­lán á lágum vöxtum eins og Banda­ríkin og Evr­ópu­löndin gera þessa dag­ana. Aust­ur­ríska ríkið gaf út 100 ára bréf á 0,88% vöxtum í fyrra. En það hafa ekki margir viljað kaupa rík­is­skuldir til langs tíma í íslenskum krónum á lágum vöxtum síð­ast­liðið ár. Eft­ir­spurnin er tak­mörkuð eftir íslenskum krón­um. Líf­eyr­is­sjóðir lands­ins, í eigu okkar allra, eru stærstu fjár­magns­eig­end­urnir í land­inu en fyrir þá eru langar rík­is­skuldir í íslenskum krónum á lágum vöxtum ekki ákjós­an­legur val­kost­ur.

Rík­is­sjóður hefur því und­an­farið ár gripið til þess að fjár­magna sig á víxl­um, eins árs bréfum og undir lok árs­ins á tveggja ára bréf­um. Bank­arnir hafa verið stærstu kaup­endur þeirra bréfa og raunar má rekja meiri­hluta keyptrar útgáfu rík­is­sjóðs í krónum til bank­anna. Krónu­skuldir rík­is­sjóðs virð­ast vera góður staður til að geyma pen­inga í skamman tíma. Lágir vextir sem rík­is­sjóður greiðir nú er því skamm­tíma­staða. Lít­ill hluti af nýjum skuldum rík­is­sjóðs er á lágum vöxtum til langs tíma.

En stærsta lán­takan í þessu ástandi hefur falist í því að sækja meira fé til að verja krón­una. Á vöxtum sem eru ákvarð­aðir af erlendum seðla­banka, ekki þeim íslenska. Rík­is­stjórnin í sam­starfi við Seðla­bank­ann hefur bætt enn við varn­ar­garð­inn um gjald­mið­il­inn með 117 millj­arða króna erlendu láni sem tekið var í jan­úar – þetta er ekk­ert annað en við­bót­ar­veð fyrir krón­una. Rík­is­sjóður fékk lán hjá erlendum fjár­festum ekki í krón­um, heldur í erlendum gjald­eyri. Frá því að COVID hófst hefur erlend lán­taka numið 200 millj­örðum króna. Það er meira en öll hrein lán­taka rík­is­sjóðs á tíma­bil­inu í krón­um. Umtals­verð umfram eft­ir­spurn var eftir þessum skuldum – enda í evr­um. Þessi lán­taka fer bein­ustu leið í forð­ann. Lán á núll pró­sent vöxtum sem liggur svo á nei­kvæðum vöxtum á banka­bók erlendis og bíður örlaga sinna í bar­áttu fyrir krón­una.

Aðal­á­stæðan fyrir því að ekki fór verr fyrir krón­unni í fyrra er sú að hér var sjálf­stæða gjald­miðl­inum stýrt af mjög mik­illi festu – það þurfti höft og risa­gjald­eyr­is­forða, og enn meiri gjald­eyr­is­forða með erlendri lán­töku. Meðan krónan er gjald­mið­ill Íslands er slíkur varn­ar­garður nauð­syn­legur og brýnt að settar séu fyr­ir­sjá­an­legar leik­reglur og skýrar laga­heim­ildir um beit­ingu þess­ara stýri­tækja. En eftir því sem varn­ar­garð­ur­inn stækkar hlýtur að leita á okkur spurn­ing­in: er þetta ekki að verða óþarf­lega flók­ið?

Höf­undur er hag­fræð­ingur og þing­fram­bjóð­andi Sam­fylk­ing­ar­inn­ar.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar