Varnargarðurinn um krónuna

Hagfræðingur og þingframbjóðandi Samfylkingarinnar skrifar um íslensku krónuna.

Auglýsing

Það mynd­að­ist gat á þjóð­ar­reikn­ingnum í fyrra út af COVID en við reynum að halda dampi. Fyrir því er tekið lán. Mikil ánægja var með mögu­leika Seðla­bank­ans að lækka vexti í kreppu, ekki hækka eins og síð­ast og svo oft áður. Af hverju var það hægt? Vegna þess að krónan var ekki í frjálsu falli og verð­bólga því hóf­leg. Krónan veikt­ist nefni­lega „að­eins“ um 11% í fyrra.

Við sitjum á 800 millj­arða króna gjald­eyr­is­vara­forða, stríðskist­unni okkar sem við söfn­uðum í þegar ferða­þjón­ustan var í blóma. Þegar áfallið dundi á ferða­þjón­ust­unni var þarna sjóð­ur, m.a. fyrir til­stuðlan grein­ar­inn­ar, sem við gátum sótt í til að halda aftur af hraðri veik­ingu krón­unnar í fyrra.

Ásamt því að stýra söfnun í gjald­eyr­is­vara­forða var fyrrum seðla­banka­stjóri drif­kraft­ur­inn á bak við reglur um tak­mark­anir á inn­flæði erlends fjár­magns til lands­ins. Á þessum árum mæld­ist mun meiri hag­vöxt­ur, mun minna atvinnu­leysi og mun meiri launa­vöxtur hér en í lönd­unum í kringum okk­ur. Hit­inn var mik­ill í hag­kerf­inu. Heit­ara hag­kerfi, hærri vext­ir. Þetta hefur verið helsta rétt­læt­ing þess að ríg­halda í sjálf­stæðan gjald­mið­il; að þannig höfum við stjórn á vaxta­stigi inn­an­lands.

Auglýsing

Munur á vaxta­stigi hér og erlendis laðar aftur á móti að „heitt fjár­magn“. Pen­ing sem stoppar stutt, kemur inn í háa ávöxtun en fer um leið og aðstæður breyt­ast. Svona fjár­magns­flæði felldi krón­una árið 2008. Ákveðið var að setja á höft á skamm­tíma fjár­magnsinn­flæði 2016 til að koma í veg fyrir að ójafn­vægi myndi skap­ast á ný – hér var heitt hag­kerfi, háir vext­ir. Þessi aðgerð var gagn­rýnd, sér­stak­lega af öflum í fjár­mála­geir­anum og ein­staka hags­muna­að­ilum í við­skipta­líf­inu.

Ásamt gjald­eyr­is­forð­anum er þessi aðgerð hins vegar ein stærsta ástæðan fyrir því að krónan veikt­ist „að­eins“ um 11% í fyrra. Hér var ekki mikið erlent fjár­magn sem hljóp út. Það litla sem var til staðar fór að miklu leyti þegar gjald­eyr­is­tekj­urnar hurfu tíma­bundið af sjón­ar­svið­inu. Staðan á gjald­miðl­inum okkar væri lík­lega enn verri ef ekki hefði verið gripið til þess­ara ráð­staf­ana árin fyrir COVID.

Sjálf­stæði í pen­inga­mál­um, getan til að setja eigin vaxta­stig – um það hefur krónu­um­ræðan svo oft snú­ist. Að þegar loks­ins yrði hægt að lækka hér vexti gæti rík­is­sjóður tekið lang­tíma­lán á lágum vöxtum eins og Banda­ríkin og Evr­ópu­löndin gera þessa dag­ana. Aust­ur­ríska ríkið gaf út 100 ára bréf á 0,88% vöxtum í fyrra. En það hafa ekki margir viljað kaupa rík­is­skuldir til langs tíma í íslenskum krónum á lágum vöxtum síð­ast­liðið ár. Eft­ir­spurnin er tak­mörkuð eftir íslenskum krón­um. Líf­eyr­is­sjóðir lands­ins, í eigu okkar allra, eru stærstu fjár­magns­eig­end­urnir í land­inu en fyrir þá eru langar rík­is­skuldir í íslenskum krónum á lágum vöxtum ekki ákjós­an­legur val­kost­ur.

Rík­is­sjóður hefur því und­an­farið ár gripið til þess að fjár­magna sig á víxl­um, eins árs bréfum og undir lok árs­ins á tveggja ára bréf­um. Bank­arnir hafa verið stærstu kaup­endur þeirra bréfa og raunar má rekja meiri­hluta keyptrar útgáfu rík­is­sjóðs í krónum til bank­anna. Krónu­skuldir rík­is­sjóðs virð­ast vera góður staður til að geyma pen­inga í skamman tíma. Lágir vextir sem rík­is­sjóður greiðir nú er því skamm­tíma­staða. Lít­ill hluti af nýjum skuldum rík­is­sjóðs er á lágum vöxtum til langs tíma.

En stærsta lán­takan í þessu ástandi hefur falist í því að sækja meira fé til að verja krón­una. Á vöxtum sem eru ákvarð­aðir af erlendum seðla­banka, ekki þeim íslenska. Rík­is­stjórnin í sam­starfi við Seðla­bank­ann hefur bætt enn við varn­ar­garð­inn um gjald­mið­il­inn með 117 millj­arða króna erlendu láni sem tekið var í jan­úar – þetta er ekk­ert annað en við­bót­ar­veð fyrir krón­una. Rík­is­sjóður fékk lán hjá erlendum fjár­festum ekki í krón­um, heldur í erlendum gjald­eyri. Frá því að COVID hófst hefur erlend lán­taka numið 200 millj­örðum króna. Það er meira en öll hrein lán­taka rík­is­sjóðs á tíma­bil­inu í krón­um. Umtals­verð umfram eft­ir­spurn var eftir þessum skuldum – enda í evr­um. Þessi lán­taka fer bein­ustu leið í forð­ann. Lán á núll pró­sent vöxtum sem liggur svo á nei­kvæðum vöxtum á banka­bók erlendis og bíður örlaga sinna í bar­áttu fyrir krón­una.

Aðal­á­stæðan fyrir því að ekki fór verr fyrir krón­unni í fyrra er sú að hér var sjálf­stæða gjald­miðl­inum stýrt af mjög mik­illi festu – það þurfti höft og risa­gjald­eyr­is­forða, og enn meiri gjald­eyr­is­forða með erlendri lán­töku. Meðan krónan er gjald­mið­ill Íslands er slíkur varn­ar­garður nauð­syn­legur og brýnt að settar séu fyr­ir­sjá­an­legar leik­reglur og skýrar laga­heim­ildir um beit­ingu þess­ara stýri­tækja. En eftir því sem varn­ar­garð­ur­inn stækkar hlýtur að leita á okkur spurn­ing­in: er þetta ekki að verða óþarf­lega flók­ið?

Höf­undur er hag­fræð­ingur og þing­fram­bjóð­andi Sam­fylk­ing­ar­inn­ar.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jóhannes Stefánsson er handhafi sænsku sjálfbærniverðlaunanna WIN WIN árið 2021.
Jóhannes Stefánsson í hóp með Kofi Annan og Al Gore
Uppljóstrarinn Jóhannes Stefánsson fær tæpar 15 milljónir króna í verðlaunafé fyrir að vinna sænsku sjálfbærniverðlaunin WIN WIN Gothenburg. Heimsþekkt fólk hefur hlotið þessi verðlaun á fyrri árum.
Kjarninn 21. apríl 2021
Peningum á Íslandi er áfram sem áður stýrt af körlum
Áttunda árið í röð framkvæmdi Kjarninn úttekt á því hver kynjahlutföll séu á meðal þeirra sem stýra peningum á Íslandi. Fyrirtækjunum sem úttektin náði til fjölgaði lítillega á milli ára og samsetning þeirra breyttist aðeins.
Kjarninn 21. apríl 2021
Samtal við samfélagið – English
Samtal við samfélagið – English
Tæknivarpið - Apple kynnir skífur fyrir utangátta, nýjan iMac og iPad Pro
Kjarninn 21. apríl 2021
Stefán Jón Hafstein
Óttast um Elliðaárnar
Kjarninn 21. apríl 2021
Sigríður Á. Andersen sagði af sér sem dómsmálaráðherra vegna málsins
Enn ekki upplýst um kostnað ríkislögmanns vegna ólöglegrar skipunar dómara í Landsrétt
Kostnaður ríkissjóðs vegna þess að þáverandi dómsmálaráðherra sinnti ekki rannsóknarreglu stjórnsýslulaga þegar hún lagði fyrir Alþingi lista yfir dómara sem ætti að skipa við Landsrétt var 141 milljónir króna í lok síðasta árs. Hann er enn að aukast.
Kjarninn 21. apríl 2021
Armin Laschet og Annalena Baerbock. Telja má nánast öruggt að annað þeirra verði næsti kanslari Þýskalands.
Armin eða Annalena?
Sextugur karl og fertug kona eru talin þau einu sem möguleika eiga á að taka við af Angelu Merkel og verða næsti kanslari Þýskalands. Græningjar með Önnulenu Baerbock í fararbroddi eru á flugi í skoðanakönnunum.
Kjarninn 20. apríl 2021
Heimild verði til að skikka alla frá áhættulöndum í sóttvarnahús
Ríkisstjórnin leggur til lagabreytingu sem felur í sér að heimilt verði að skikka alla frá áhættusvæðum í sóttvarnarhús við komuna til landsins og einnig að hægt verði að banna ferðalög frá löndum þar sem faraldurinn geisar hvað mest.
Kjarninn 20. apríl 2021
Jóhann Sigmarsson
Ef það er ekki vanhæfi þá heiti ég Júdas
Kjarninn 20. apríl 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar