Hefjum störf – saman byrjum við viðspyrnuna!

Félags- og barnamálaráðherra skrifar um átak ríkisstjórnarinnar sem er ætlað að búa til alls sjö þúsund störf.

Auglýsing

Vegna þeirra áhrifa sem Covid-19 far­ald­ur­inn hefur haft á heim­inn, mæld­ist atvinnu­leysi á Íslandi í febr­úar 12,5% eða alls 21.352 ein­stak­ling­ar. Til þess að bregð­ast við þessum for­dæma­lausu aðstæðum hef ég sett af stað verk­efni sem miðar að því að hefja hér öfl­uga við­spyrnu. Í síð­ustu viku und­ir­rit­aði ég reglu­gerð um umfangs­miklar aðgerðir handa atvinnu­leit­endum og atvinnu­rek­end­um. Í kjöl­farið settum við af stað sér­stakt atvinnu­á­tak undir yfir­skrift­inni Hefjum störf, en mark­miðið með átak­inu er að til verði alls 7.000 störf í sam­vinnu við atvinnu­líf­ið, opin­berar stofn­an­ir, sveit­ar­fé­lög og félaga­sam­tök. Aðgerð­irnar miða að því að koma af stað öfl­ugri við­spyrnu í íslensku sam­fé­lagi nú þegar hillir undir lokin á Covid-19 far­aldr­in­um. Auð­vitað geta stjórn­mála­menn ekki búið beint til 7.000 störf en við getum búið til hvatana fyrir fyr­ir­tækin og stofn­an­irnar og auð­veldað þeim að ná vopnum sínum á ný með mark­vissum aðgerð­u­m. 

Með Hefjum störf er auð­veld­ara fyrir fyr­ir­tækin í land­inu, sveit­ar­fé­lög, stofn­anir og félaga­sam­tök að ráða fólk og búa sig undir bjart­ari fram­tíð en þessir aðilar geta ráðið atvinnu­leit­endur í nýtt starf með ríf­legum stuðn­ingi. Þannig geta fyr­ir­tæki sem hafa færri en 70 starfs­menn ráðið atvinnu­leit­endur sem hafa verið án atvinnu í 12 mán­uði og hverjum nýjum starfs­manni fylgir allt að 472 þús­und króna stuðn­ingur á mán­uði, auk 11,5% fram­lags í líf­eyr­is­sjóð, í allt að sex mán­uði og getur fyr­ir­tækið ráðið eins marga starfs­menn og það þarf þangað til heildar starfs­manna­fjöldi hefur náð 70. Þá geta fyr­ir­tæki af öllum stærðum og gerðum nýtt sér ráðn­ing­ar­styrki sem auð­velda atvinnu­rek­endum að ráða starfs­fólk og fjölga atvinnu­tæki­færum þeirra sem eru án atvinnu. Með ráðn­ing­ar­styrk getur atvinnu­rek­andi fengið fullar grunnatvinnu­leys­is­bætur með hverjum atvinnu­leit­anda sem hefur verið án vinnu í 30 daga eða lengur í allt að sex mán­uði með hverjum nýjum starfs­manni, eða 307.430 krónur á mán­uði, auk 11,5% fram­lags í líf­eyr­is­sjóð. Ekk­ert þak er á fjölda starfs­manna sem fyr­ir­tæki geta ráðið með þessu úrræði.

Auglýsing
Sveitarfélög, opin­berar stofn­anir og frjáls félaga­sam­tök geta ráðið atvinnu­leit­endur með stuðn­ingi upp á 472.835 á mán­uði sem er hámark tekju­tengdra bóta auk 11,5% mót­fram­lags í líf­eyr­is­sjóð, auk þess sem félaga­sam­tök fá greitt 25% álag til þess að standa straum af kostn­aði við verk­efn­in, svo sem við land­vernd, við­hald göngu­stíga, land­hreins­un, gróð­ur­setn­ingu, íþróttir og afþr­ey­ingu fyrir börn og ung­linga og svo fram­veg­is. Þá er sveit­ar­fé­lögum einnig heim­ilt að ráða til sín ein­stak­linga sem full­nýttu bóta­rétt sinn innan atvinnu­leys­is­trygg­ing­ar­kerf­is­ins á tíma­bil­inu 1. októ­ber. til 31. des­em­ber 2020. Við ætlum líka að ná til þess hóps náms­manna sem ekki fær starf eða aðgang að öðru úrræði í sumar og verður það kynnt síðar í sam­starfi við mennta- og menn­ing­ar­mála­ráðu­neytið og aðra hags­muna­að­ila.   

Þó að Covid-19 far­ald­ur­inn hafi varað lengur en við gerðum ráð fyrir þá stytt­ist hann í annan end­ann. Dag­inn er tekið að lengja, sífellt fleiri Íslend­ingar fá bólu­setn­ingu og nú hefst við­spyrn­an. Við höfum sett af stað gríð­ar­lega stórar aðgerðir fyrir bæði atvinnu­leit­endur og atvinnu­lífið sem hjálpa okkur í öfl­ugri við­spyrnu að loknum far­aldri. Ég hvet fyr­ir­tæki, stofn­an­ir, sveit­ar­fé­lög og félaga­sam­tök til að nýta þetta úrræði og ráða fólk. Við mætum óviss­unni með krafti og bjart­sýni og saman keyrum við þetta í gang. 

Höf­undur er félags- og barna­mála­ráð­herra.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jóhannes Stefánsson er handhafi sænsku sjálfbærniverðlaunanna WIN WIN árið 2021.
Jóhannes Stefánsson í hóp með Kofi Annan og Al Gore
Uppljóstrarinn Jóhannes Stefánsson fær tæpar 15 milljónir króna í verðlaunafé fyrir að vinna sænsku sjálfbærniverðlaunin WIN WIN Gothenburg. Heimsþekkt fólk hefur hlotið þessi verðlaun á fyrri árum.
Kjarninn 21. apríl 2021
Peningum á Íslandi er áfram sem áður stýrt af körlum
Áttunda árið í röð framkvæmdi Kjarninn úttekt á því hver kynjahlutföll séu á meðal þeirra sem stýra peningum á Íslandi. Fyrirtækjunum sem úttektin náði til fjölgaði lítillega á milli ára og samsetning þeirra breyttist aðeins.
Kjarninn 21. apríl 2021
Samtal við samfélagið – English
Samtal við samfélagið – English
Tæknivarpið - Apple kynnir skífur fyrir utangátta, nýjan iMac og iPad Pro
Kjarninn 21. apríl 2021
Stefán Jón Hafstein
Óttast um Elliðaárnar
Kjarninn 21. apríl 2021
Sigríður Á. Andersen sagði af sér sem dómsmálaráðherra vegna málsins
Enn ekki upplýst um kostnað ríkislögmanns vegna ólöglegrar skipunar dómara í Landsrétt
Kostnaður ríkissjóðs vegna þess að þáverandi dómsmálaráðherra sinnti ekki rannsóknarreglu stjórnsýslulaga þegar hún lagði fyrir Alþingi lista yfir dómara sem ætti að skipa við Landsrétt var 141 milljónir króna í lok síðasta árs. Hann er enn að aukast.
Kjarninn 21. apríl 2021
Armin Laschet og Annalena Baerbock. Telja má nánast öruggt að annað þeirra verði næsti kanslari Þýskalands.
Armin eða Annalena?
Sextugur karl og fertug kona eru talin þau einu sem möguleika eiga á að taka við af Angelu Merkel og verða næsti kanslari Þýskalands. Græningjar með Önnulenu Baerbock í fararbroddi eru á flugi í skoðanakönnunum.
Kjarninn 20. apríl 2021
Heimild verði til að skikka alla frá áhættulöndum í sóttvarnahús
Ríkisstjórnin leggur til lagabreytingu sem felur í sér að heimilt verði að skikka alla frá áhættusvæðum í sóttvarnarhús við komuna til landsins og einnig að hægt verði að banna ferðalög frá löndum þar sem faraldurinn geisar hvað mest.
Kjarninn 20. apríl 2021
Jóhann Sigmarsson
Ef það er ekki vanhæfi þá heiti ég Júdas
Kjarninn 20. apríl 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar