Hefjum störf – saman byrjum við viðspyrnuna!

Félags- og barnamálaráðherra skrifar um átak ríkisstjórnarinnar sem er ætlað að búa til alls sjö þúsund störf.

Auglýsing

Vegna þeirra áhrifa sem Covid-19 faraldurinn hefur haft á heiminn, mældist atvinnuleysi á Íslandi í febrúar 12,5% eða alls 21.352 einstaklingar. Til þess að bregðast við þessum fordæmalausu aðstæðum hef ég sett af stað verkefni sem miðar að því að hefja hér öfluga viðspyrnu. Í síðustu viku undirritaði ég reglugerð um umfangsmiklar aðgerðir handa atvinnuleitendum og atvinnurekendum. Í kjölfarið settum við af stað sérstakt atvinnuátak undir yfirskriftinni Hefjum störf, en markmiðið með átakinu er að til verði alls 7.000 störf í samvinnu við atvinnulífið, opinberar stofnanir, sveitarfélög og félagasamtök. Aðgerðirnar miða að því að koma af stað öflugri viðspyrnu í íslensku samfélagi nú þegar hillir undir lokin á Covid-19 faraldrinum. Auðvitað geta stjórnmálamenn ekki búið beint til 7.000 störf en við getum búið til hvatana fyrir fyrirtækin og stofnanirnar og auðveldað þeim að ná vopnum sínum á ný með markvissum aðgerðum. 

Með Hefjum störf er auðveldara fyrir fyrirtækin í landinu, sveitarfélög, stofnanir og félagasamtök að ráða fólk og búa sig undir bjartari framtíð en þessir aðilar geta ráðið atvinnuleitendur í nýtt starf með ríflegum stuðningi. Þannig geta fyrirtæki sem hafa færri en 70 starfsmenn ráðið atvinnuleitendur sem hafa verið án atvinnu í 12 mánuði og hverjum nýjum starfsmanni fylgir allt að 472 þúsund króna stuðningur á mánuði, auk 11,5% framlags í lífeyrissjóð, í allt að sex mánuði og getur fyrirtækið ráðið eins marga starfsmenn og það þarf þangað til heildar starfsmannafjöldi hefur náð 70. Þá geta fyrirtæki af öllum stærðum og gerðum nýtt sér ráðningarstyrki sem auðvelda atvinnurekendum að ráða starfsfólk og fjölga atvinnutækifærum þeirra sem eru án atvinnu. Með ráðningarstyrk getur atvinnurekandi fengið fullar grunnatvinnuleysisbætur með hverjum atvinnuleitanda sem hefur verið án vinnu í 30 daga eða lengur í allt að sex mánuði með hverjum nýjum starfsmanni, eða 307.430 krónur á mánuði, auk 11,5% framlags í lífeyrissjóð. Ekkert þak er á fjölda starfsmanna sem fyrirtæki geta ráðið með þessu úrræði.

Auglýsing
Sveitarfélög, opinberar stofnanir og frjáls félagasamtök geta ráðið atvinnuleitendur með stuðningi upp á 472.835 á mánuði sem er hámark tekjutengdra bóta auk 11,5% mótframlags í lífeyrissjóð, auk þess sem félagasamtök fá greitt 25% álag til þess að standa straum af kostnaði við verkefnin, svo sem við landvernd, viðhald göngustíga, landhreinsun, gróðursetningu, íþróttir og afþreyingu fyrir börn og unglinga og svo framvegis. Þá er sveitarfélögum einnig heimilt að ráða til sín einstaklinga sem fullnýttu bótarétt sinn innan atvinnuleysistryggingarkerfisins á tímabilinu 1. október. til 31. desember 2020. Við ætlum líka að ná til þess hóps námsmanna sem ekki fær starf eða aðgang að öðru úrræði í sumar og verður það kynnt síðar í samstarfi við mennta- og menningarmálaráðuneytið og aðra hagsmunaaðila.   

Þó að Covid-19 faraldurinn hafi varað lengur en við gerðum ráð fyrir þá styttist hann í annan endann. Daginn er tekið að lengja, sífellt fleiri Íslendingar fá bólusetningu og nú hefst viðspyrnan. Við höfum sett af stað gríðarlega stórar aðgerðir fyrir bæði atvinnuleitendur og atvinnulífið sem hjálpa okkur í öflugri viðspyrnu að loknum faraldri. Ég hvet fyrirtæki, stofnanir, sveitarfélög og félagasamtök til að nýta þetta úrræði og ráða fólk. Við mætum óvissunni með krafti og bjartsýni og saman keyrum við þetta í gang. 

Höfundur er félags- og barnamálaráðherra.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, í forystusætinu á RÚV í gærkvöldi.
Það liggur ekki fyrir hvort Ísland geti gert tvíhliða samning til að tengja krónu við evru
Staðreyndavakt Kjarnans skoðar fullyrðingu Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur um það sé mögulegt fyrir Ísland að gera samkomulag við Seðlabanka Evrópu um að tengja krónuna við evru.
Kjarninn 23. september 2021
Sigríður Ólafsdóttir
Draumastarf og búseta – hvernig fer það saman?
Kjarninn 23. september 2021
Árni Stefán Árnason
Dýravernd: Í aðdraganda kosninganna er blóðmeraiðnaðurinn svarti blettur búfjáreldis – Hluti II
Kjarninn 23. september 2021
Segist hafa reynt að komast að því hvað konan vildi í gegnum tengilið – „Við náðum aldrei að ræða við hana“
Fyrrverandi formaður KSÍ segir að sambandið hafi frétt af meintu kynferðisbroti landsliðsmanna í gegnum samfélagsmiðla. Formleg ábending hafi aldrei borist.
Kjarninn 23. september 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, og Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna.
Fleiri kjósendur Sjálfstæðisflokks vilja Katrínu sem forsætisráðherra en Bjarna
Alls segjast 45,2 prósent kjósenda Sjálfstæðisflokksins að þeir vilji fá formann Vinstri grænna til að leiða þá ríkisstjórn sem mynduð verður eftir kosningar.
Kjarninn 23. september 2021
Hugarvilla að Ísland sé miðja heimsins
Þau Baldur, Kristrún og Gylfi spjölluðu um Evrópustefnu stjórnvalda í hlaðvarpsþættinum Völundarhús utanríkismála.
Kjarninn 23. september 2021
Völundarhús utanríkismála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands – Þáttur 4: Byggir Evrópustefna íslenskra stjórnvalda á áfallastjórnun?
Kjarninn 23. september 2021
Rósa Björk Brynjólfsdóttir
Kosningarnar núna snúast um loftslagsmál
Kjarninn 23. september 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar