Hefjum störf – saman byrjum við viðspyrnuna!

Félags- og barnamálaráðherra skrifar um átak ríkisstjórnarinnar sem er ætlað að búa til alls sjö þúsund störf.

Auglýsing

Vegna þeirra áhrifa sem Covid-19 far­ald­ur­inn hefur haft á heim­inn, mæld­ist atvinnu­leysi á Íslandi í febr­úar 12,5% eða alls 21.352 ein­stak­ling­ar. Til þess að bregð­ast við þessum for­dæma­lausu aðstæðum hef ég sett af stað verk­efni sem miðar að því að hefja hér öfl­uga við­spyrnu. Í síð­ustu viku und­ir­rit­aði ég reglu­gerð um umfangs­miklar aðgerðir handa atvinnu­leit­endum og atvinnu­rek­end­um. Í kjöl­farið settum við af stað sér­stakt atvinnu­á­tak undir yfir­skrift­inni Hefjum störf, en mark­miðið með átak­inu er að til verði alls 7.000 störf í sam­vinnu við atvinnu­líf­ið, opin­berar stofn­an­ir, sveit­ar­fé­lög og félaga­sam­tök. Aðgerð­irnar miða að því að koma af stað öfl­ugri við­spyrnu í íslensku sam­fé­lagi nú þegar hillir undir lokin á Covid-19 far­aldr­in­um. Auð­vitað geta stjórn­mála­menn ekki búið beint til 7.000 störf en við getum búið til hvatana fyrir fyr­ir­tækin og stofn­an­irnar og auð­veldað þeim að ná vopnum sínum á ný með mark­vissum aðgerð­u­m. 

Með Hefjum störf er auð­veld­ara fyrir fyr­ir­tækin í land­inu, sveit­ar­fé­lög, stofn­anir og félaga­sam­tök að ráða fólk og búa sig undir bjart­ari fram­tíð en þessir aðilar geta ráðið atvinnu­leit­endur í nýtt starf með ríf­legum stuðn­ingi. Þannig geta fyr­ir­tæki sem hafa færri en 70 starfs­menn ráðið atvinnu­leit­endur sem hafa verið án atvinnu í 12 mán­uði og hverjum nýjum starfs­manni fylgir allt að 472 þús­und króna stuðn­ingur á mán­uði, auk 11,5% fram­lags í líf­eyr­is­sjóð, í allt að sex mán­uði og getur fyr­ir­tækið ráðið eins marga starfs­menn og það þarf þangað til heildar starfs­manna­fjöldi hefur náð 70. Þá geta fyr­ir­tæki af öllum stærðum og gerðum nýtt sér ráðn­ing­ar­styrki sem auð­velda atvinnu­rek­endum að ráða starfs­fólk og fjölga atvinnu­tæki­færum þeirra sem eru án atvinnu. Með ráðn­ing­ar­styrk getur atvinnu­rek­andi fengið fullar grunnatvinnu­leys­is­bætur með hverjum atvinnu­leit­anda sem hefur verið án vinnu í 30 daga eða lengur í allt að sex mán­uði með hverjum nýjum starfs­manni, eða 307.430 krónur á mán­uði, auk 11,5% fram­lags í líf­eyr­is­sjóð. Ekk­ert þak er á fjölda starfs­manna sem fyr­ir­tæki geta ráðið með þessu úrræði.

Auglýsing
Sveitarfélög, opin­berar stofn­anir og frjáls félaga­sam­tök geta ráðið atvinnu­leit­endur með stuðn­ingi upp á 472.835 á mán­uði sem er hámark tekju­tengdra bóta auk 11,5% mót­fram­lags í líf­eyr­is­sjóð, auk þess sem félaga­sam­tök fá greitt 25% álag til þess að standa straum af kostn­aði við verk­efn­in, svo sem við land­vernd, við­hald göngu­stíga, land­hreins­un, gróð­ur­setn­ingu, íþróttir og afþr­ey­ingu fyrir börn og ung­linga og svo fram­veg­is. Þá er sveit­ar­fé­lögum einnig heim­ilt að ráða til sín ein­stak­linga sem full­nýttu bóta­rétt sinn innan atvinnu­leys­is­trygg­ing­ar­kerf­is­ins á tíma­bil­inu 1. októ­ber. til 31. des­em­ber 2020. Við ætlum líka að ná til þess hóps náms­manna sem ekki fær starf eða aðgang að öðru úrræði í sumar og verður það kynnt síðar í sam­starfi við mennta- og menn­ing­ar­mála­ráðu­neytið og aðra hags­muna­að­ila.   

Þó að Covid-19 far­ald­ur­inn hafi varað lengur en við gerðum ráð fyrir þá stytt­ist hann í annan end­ann. Dag­inn er tekið að lengja, sífellt fleiri Íslend­ingar fá bólu­setn­ingu og nú hefst við­spyrn­an. Við höfum sett af stað gríð­ar­lega stórar aðgerðir fyrir bæði atvinnu­leit­endur og atvinnu­lífið sem hjálpa okkur í öfl­ugri við­spyrnu að loknum far­aldri. Ég hvet fyr­ir­tæki, stofn­an­ir, sveit­ar­fé­lög og félaga­sam­tök til að nýta þetta úrræði og ráða fólk. Við mætum óviss­unni með krafti og bjart­sýni og saman keyrum við þetta í gang. 

Höf­undur er félags- og barna­mála­ráð­herra.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hygge
Hvað þýðir danska hugtakið hygge? Er það stig sem nær hærra en bara að hafa það kósí? Nær eitthvað íslenskt orð yfir það? Eða er um að ræða sérstaka danska heimspeki?
Kjarninn 9. ágúst 2022
Eitt og annað ... einkum danskt
Eitt og annað ... einkum danskt
Hygge
Kjarninn 9. ágúst 2022
Rúmlega þriðjungur heimila á ekkert eftir í veskinu í lok mánaðar
Næstum átta af hverjum tíu í lægsta tekjuhópnum ná ekki að leggja neitt fyrir, ganga á sparnað eða safna skuldum í yfirstandandi dýrtíð. Hjá efsta tekjuhópnum geta næstum níu af hverjum tíu enn lagt fyrir, sumir umtalsvert.
Kjarninn 9. ágúst 2022
Eilífðarefnin finnast í regnvatni alls staðar um heiminn. Uppruni þeirra er oftast á vesturlöndum en það eru fátækari íbúar heims sem þurfa að súpa seyðið af því.
Regnvatn nánast alls staðar á jarðríki óhæft til drykkjar
Okkur finnst mörgum rigningin góð en vegna athafna mannanna er ekki lengur öruggt að drekka regnvatn víðast hvar í veröldinni, samkvæmt nýrri rannsókn.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Fleiri farþegar fóru um Flugstöð Leifs Eiríkssonar í júlí síðastliðinum en í sama mánuði árið 2019.
Flugið nær fyrri styrk
Júlí var metmánuður í farþegaflutningum hjá Play og Icelandair þokast nær þeim farþegatölum sem sáust fyrir kórónuveirufaraldur. Farþegafjöldi um Keflavíkurflugvöll var meiri í júlí síðastliðnum en í sama mánuði árið 2019.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Verðfall á mörkuðum erlendis er lykilbreyta í þróun eignarsafns íslenskra lífeyrissjóða. Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Eignir lífeyrissjóðanna lækkuðu um 361 milljarða á fyrri hluta ársins
Fallandi hlutabréfaverð, jafn innanlands sem erlendis, og styrking krónunnar eru lykilþættir í því að eignir íslensku lífeyrissjóðanna hafa lækkað umtalsvert það sem af er ári. Eignirnar hafa vaxið mikið á síðustu árum. Í fyrra jukust þær um 36 prósent.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Uppþornað stöðuvatn í norðurhluta Ungverjalands.
Enn ein hitabylgjan og skuggalegur vatnsskortur vofir yfir
Það er ekki aðeins brennandi heitt heldur einnig gríðarlega þurrt með tilheyrandi hættu á gróðureldum víða í Evrópu. En það er þó vatnsskorturinn sem veldur mestum áhyggjum.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Þrjár af hverjum fjórum krónum umfram skuldir bundnar í steypu
Lektor í fjármálum segir ekki ólíklegt að húsnæðisverð muni lækka hérlendis. Það hafi gerst eftir bankahrunið samhliða mikilli verðbólgu. Alls hefur hækkun á fasteignaverði aukið eigið fé heimila landsins um 3.450 milljarða króna frá 2010.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar