Markvissar aðgerðir skila árangri

Forsætisráðherra skrifar um efnahagsaðgerðir ríkisstjórnarinnar vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar.

Auglýsing

Um þessar mundir er ár liðið frá því að sam­komu­tak­mark­anir voru settar á Íslandi í fyrsta sinn í lýð­veld­is­sög­unni til að vernda líf og heilsu lands­manna gegn heims­far­aldri kór­ónu­veirunn­ar. Í kjöl­farið kynnti rík­is­stjórnin fyrstu aðgerðir sínar til að skapa sam­fé­lags­lega við­spyrnu við þeim efna­hags­legu áhrifum sem fylgdu óhjá­kvæmi­lega í kjöl­far far­ald­urs­ins. 

Skyggnið var ekki sér­lega gott á þeim tíma en við ákváðum að stíga strax fast til jarð­ar, gera heldur meira en minna. Nú ári síðar er tíma­bært að staldra við og líta í bak­sýn­is­speg­il­inn áður en við höldum áfram í því verk­efni að koma Íslandi áfram, út úr kóf­inu.

Staðan sem blasir við er að aðgerðir stjórn­valda hafa skilað árangri og margt hefur unnið með okkur sem skilar því að horfur eru bjart­ari en nokkur þorði að spá – eða vona. Það er gott að sjá þetta stað­fest í nýjum þjóð­hags­reikn­ingum Hag­stof­unnar fyrir síð­asta ár. Sam­dráttur lands­fram­leiðslu í fyrra reynd­ist ekki jafn mik­ill og spár gerðu ráð fyrir – en þær gerðu ráð fyrir 7,1% til 8,5% sam­drætti – og reyndar mátti sjá enn dekkri mynd í sviðs­mynda­grein­ingum ólíkra aðila. Nið­ur­staðan varð 6,6% sam­drátt­ur. Við­brögð stjórn­valda og Seðla­bank­ans hafa reynst vel og orðið til þess að útkoman varð þessi á mjög krefj­andi tím­um. 

Hvað hefur verið gert?

Á þessu ári hefur stefnu­mótun í rík­is­fjár­málum og pen­inga­stefna Seðla­bank­ans unnið vel sam­an. Seðla­bank­inn hefur lækkað vexti og haldið þeim lágum ásamt því að auka svig­rúm fjár­mála­fyr­ir­tækj­anna til að takast á við erf­iða stöðu fólks og fyr­ir­tækja. Rík­is­stjórnin hefur gengið lengra en áður hefur verið gert í að styðja við heim­ili og fyr­ir­tæki með beinum fjár­fram­lög­um. Þar má nefna um 24 millj­arða sem nýttir hafa verið til að tryggja tekjur og verja atvinnu meira en 30 þús­und manns með hluta­bótum og draga þannig úr skað­legum áhrifum atvinnu­leys­is. 

Þegar ljóst varð að far­ald­ur­inn myndi drag­ast á lang­inn og að þau fyr­ir­tæki sem orðið hefðu fyrir þyngsta högg­inu gætu ekki við­haldið starf­semi sinni greiddi rík­is­sjóður um 10 millj­arða vegna greiðslu launa á upp­sagn­ar­fresti. Því úrræði var ætlað að tryggja launa­fólki full rétt­indi sín; að fólk fengi greidd laun í upp­sagn­ar­fresti til að ógna ekki lífs­af­komu þeirra auk þess að styrkja stöðu fyr­ir­tækj­anna til að geta spyrnt aftur við þegar áhrif far­ald­urs­ins dvína.

Auglýsing
Fyrirtækin hafa getað frestað skatt­greiðslum fyrir um 20 millj­arða og átt mögu­leika á stuðn­ings­lánum með rík­is­á­byrgð. Greiddir hafa verið lok­un­ar­styrkir til þeirra fyr­ir­tækja sem gert hefur verið að loka vegna sótt­varna­ráð­staf­ana. Þá voru kynntir í haust tekju­falls­styrkir til að mæta þeim fyr­ir­tækjum sem orðið hafa fyrir miklu tekju­falli til þess að greiða laun og halda starf­semi sinni gang­andi. Aðeins nú í jan­úar og febr­úar fengu lítil og með­al­stór fyr­ir­tæki hátt í 10 millj­arða í tekju­falls­styrki. Nú hafa við­spyrnu­styrkir tekið við. Við leggjum áherslu á að umsóknir um þá verði afgreiddar fljótt og vel en gert er ráð fyrir allt að 20 millj­örðum í þá styrki. 

Langstærstur hluti aðgerða stjórn­valda hefur nýst litlum og með­al­stórum fyr­ir­tækjum en 97% íslenskra fyr­ir­tækja eru með færri en 50 starfs­menn. 

Vinnu­mark­að­ur­inn

Atvinnu­leysið er stærsta og mik­il­væg­asta við­fangs­efni okkar í þess­ari kreppu. Við höfum gripið til marg­þættra aðgerða til að styðja við þau sem misst hafa vinn­una. Hluta­starfa­leiðin hefur þar vegið þyngst eins og áður var nefnt. Á kjör­tíma­bil­inu hefur rík­is­stjórnin hækkað atvinnu­leys­is­bætur um 35%. Vegna heims­far­ald­urs var tíma­bil tekju­tengdra bóta lengt úr þremur mán­uðum í sex og stuðn­ingur við atvinnu­leit­endur með börn á fram­færi var auk­inn. Þá höfum við beint stuðn­ingi sér­stak­lega til félags­legra verk­efna og mála­flokka til að geta tek­ist á við afleið­ingar far­ald­urs­ins og tryggt þjón­ustu og stuðn­ing til við­kvæmra hópa.

Í lið­inni viku kynnti rík­is­stjórnin svo frek­ari úrræði til að vinna gegn atvinnu­leys­inu sem byggj­ast á þeirri skýru sýn að atvinnu­leysi megi ekki verða lang­tíma­böl í sam­fé­lagi okk­ar. Besta leiðin til þess er að styðja við fjölgun starfa og stuðla að því að fólk fái tæki­færi til þess að kom­ast aftur á vinnu­mark­að­inn. Það gerum við undir yfir­skrift­inni Hefjum störf með hærri og víð­tæk­ari ráðn­ing­ar­styrkjum sem geta skapað allt að 7000 tíma­bundin störf. Þannig hvetjum við lítil og með­al­stór fyr­ir­tæki, sveit­ar­fé­lög, opin­berar stofn­anir og frjáls félaga­sam­tök til að fjölga störfum – hraðar en ella – og ráða í þau fólk af atvinnu­leys­is­skrá. Víða eru ærin verk­efni sem þarf að sinna og þarna gefst tæki­færi til þess ásamt því að styðja við við­spyrnu efna­hags­lífs­ins. 

Útvíkk­aðir ráðn­ing­ar­styrkir verða mik­il­vægur liður í end­ur­reisn­inni, ásamt auknum krafti í hefð­bundnum fjár­fest­ing­ar­verk­efnum og auk­inni fjár­fest­ingu í rann­sókn­um, nýsköp­un, lofts­lagstengdum verk­efnum og skap­andi grein­um. Mikil aukn­ing hefur verið í fjár­fest­ingu rík­is­ins á kjör­tíma­bil­inu og við gerum ráð fyrir tæp­lega 20% vexti í opin­berri fjár­fest­ingu árið 2021. Á sama tíma trúum við því að ferða­þjón­ustan muni hægt og bít­andi rétta úr kútnum eftir það áfall sem greinin hefur orðið fyrir í heims­far­aldr­in­um. Þannig mun þetta allt hjálp­ast að til að þoka Íslandi áfram á réttri braut. 

Sterkt sam­fé­lag

Ein stærsta ákvörð­unin í við­brögðum stjórn­valda við þess­ari kreppu var að verja vel­ferð­ina og grunn­stoð­irn­ar. Þannig nýttum við rík­is­sjóð af fullum þunga á sama tíma og hinir sjálf­virku sveiflu­jafn­arar (sem birt­ast í auknum útgjöldum atvinnu­leys­is­trygg­inga og lægri skatt­tekj­um) virka eins og við höfum ákveðið að þeir ættu að gera. Það er ekki til­viljun að þeir séu svona sterkir hér á landi – þeir eru órjúf­an­legur hluti okkar sam­fé­lags­gerð­ar. Halli rík­is­sjóðs er umfangs­mik­ill ­vegna þess að við tókum við þá póli­tísku ákvörðun að fara ekki ein­göngu í sér­tækar stuðn­ings­að­gerðir heldur verja alla sam­fé­lags­lega inn­viði; að beita ekki nið­ur­skurði heldur verja vel­ferð­ina og afkomu fólks og tryggja þannig að áfram verði jöfn­uður mik­ill á Íslandi. Þessi sam­fé­lags­gerð hefur sannað gildi sitt í heims­far­aldri: Öfl­ugt heil­brigð­is­kerfi, þar sem við öll eigum jafnan aðgang, öfl­ugt mennta­kerfi sem hefur skilað öfl­ugum rann­sóknum og nýsköpun og öfl­ugt félags­legt kerfi sem styður fólk í gegnum erf­iða tíma. Þannig sam­fé­lag eigum við nú og þannig sam­fé­lag viljum við hafa og styrkja enn betur til fram­tíðar – sam­fé­lag fyrir okkur öll.

Höf­undur er for­sæt­is­ráð­herra.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar