„Ástæður til að hafa ákveðnar áhyggjur af smitinu sem greindist í gær“

Líklegast er búið að ná utan um hópsýkingu sem kom upp fyrir um tveimur vikum. „Við sjáum það að veiran er ekki með öllu horfin og ef við pössum okkur ekki getum við fengið aðra bylgju í bakið,“ sagði Þórólfur

Þórólfur Guðnason
Auglýsing

Á upplýsingafundi Almannavarna í dag sagðist Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, binda vonir við að sú hrina smita sem greinst hafi hér innanlands fyrir tæplega tveimur vikum væri nú afstaðin. Ekki sé þó hægt að útiloka samfélagslegt smit en einn greindist innanlands með virkt smit í gær en sá einstaklingur var ekki í sóttkví. 

Auglýsing

„Það eru ástæður til að hafa ákveðnar áhyggjur af smitinu sem greindist í gær utan sóttkvíar. Við erum nú á fullu að rekja það smit og setja fólk í sóttkví og skima í kringum þennan einstakling eins og hægt er,“ sagði Þórólfur. Hann hvatti fólk eindregið til að huga að persónulegum sóttvörnum eftir sem áður og til að fara í sýnatöku ef fólk yrði vart við einkenni COVID-19. Nú sé mikilvægt að passa sig: „Við sjáum það að veiran er ekki með öllu horfin og ef við pössum okkur ekki getum við fengið aðra bylgju í bakið.“

Hann sagði að enn greindist fólk smitað á landamærunum og heldur fleiri undanfarið en verið hefur oft áður. Í gær hefi einn einstaklingur greinst með virkt smit en 340 sýni voru tekin. Flestir sem greindust á landamærunum væru með breska afbrigði veirunnar en hingað til hefði einn einstaklingur greinst með suður-afríska afbrigðið.

Frá 19. febrúar hafa 30 manns af þeim 34 sem greinst hafa með COVID-19 eftir komuna til landsins framvísað neikvæðu PCR vottorði. Þetta kom fram í máli Þórólfs Guðnasonar á upplýsingafundi almannavarna í dag. Hann sagði helminginn af þeim 34 sem greinst með COVID-19 eftir komuna til landsins hafa greinst á landamærunum en hinn helmingurinn hafa greinst í seinni skimun.

Ekki skynsamlegt að taka bara við vottorðum frá fólki innan EES

Þá fjallaði Þórólfur um undanþágur fyrir þá sem hafa bólusetningarvottorð eða vottorð um fyrri sýkingu. Hann sagði að frá 15. janúar hafi verið í gildi reglugerð um að einstaklingar frá löndum innan EES með vottorð um bólusetningar hafi verið undanþegnir skimunum sem og einstaklingar utan EES með bólusetningarvottorð frá alþjóða heilbrigðismálastofnuninni. 

„Þessi ráðstöfun hefur gengið ágætlega. Til þessa hafa um fimm prósent farþega framvísað slíkum vottorðum. Ég var sjálfur dálítið hikandi um þessa ráðstöfun í byrjun en þá einkum vegna þess að það lá ekki fyrir niðurstöður rannsókna um hvort bólusettir einstaklingar gætu borið með sér smit eða ekki,“ sagði Þórólfur. Fréttir frá Ísrael benda hins vegar til að áhættan af smitum sé lítil. 

Þá hafa vottorð um fyrri sýkingu verið tekin gild fyrir fólk sem kemur frá EES löndum og það því ekki þurft að fara í skimun síðan í desember. „Að mínu mati fannst mér ekki skynsamlegt að taka bara vottorð frá fólki innan EES heldur fannst mér það skynsamlegt að það myndi líka gilda um fólk sem hefur sýkst og smitast utan EES. Þess vegna lagði ég það til við ráðherra þann 13. síðastliðinn að vottorð um fyrri sýkingu hjá fólki utan EES yrði líka tekin gild.“

Opnun ytri landamæra Schengen hins vegar ákvörðun dómsmálaráðherra. „Það sem dómsmálaráðherra hefur lagt til um það að opna ytri landamæri Schengen fyrir öllum sem eru með bólusetningarvottorð eða vottorð um fyrri sýkingu, það er ákvörðun sem að dómsmálaráðherra hefur tekið og sóttvarnalæknir eða ég hef ekki haft neina aðkomu að því. Þessi reglugerð hefur ekki tekið gildi og mér er ekki kunnugt hvenær reglugerðin mun koma til framkvæmda,“ sagði Þórólfur.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorsteinn Már Baldvinsson er forstjóri Samherja og sonur hans, Baldvin Þorsteinsson, er yfir Evrópuútgerð Samherja.
Norskur ráðherra segist ekki sjá ástæðu til að hjálpa Samherja að safna meiri kvóta
Norsk stjórnvöld hafa gripið formlega til aðgerða vegna tilraunar Samherja til að komast yfir aukin fiskveiðikvóta þar í landi. Reglur verða hertar og fjárfestingar erlendra aðila í sjávarútvegi þar í landi verða bundnar sérstakri heimild.
Kjarninn 9. maí 2021
Women Empowerment – bók eftir Eddu Falak
„Kynþokki er allavega og við ættum ekki að vera hræddar við að sýna hann“
Edda Falak safnar nú fyrir bók sem ber nafnið „Women Empowerment“ á Karolina Fund.
Kjarninn 9. maí 2021
Mótmælandi steytir hnefa í borginni Cali en þar hafa átök milli mótmælenda og lögreglu orðið hve hörðust í mótmælunum sem staðið hafa yfir frá því 28. apríl í Kólumbíu.
Mótmæla harðræði lögreglu í Kólumbíu
Mótmæli hafa staðið yfir í Kólumbíu í á aðra viku. Upphaflega voru það breytingar á sköttum sem fólk mótmælti en síðar varð það harðræði lögreglu sem dró fólk af stað. Félagasamtök segja að hátt á fjórða tug mótmælanda hafi látist vegna aðgerða lögreglu.
Kjarninn 9. maí 2021
Odd Emil Ingebrigtsen, sjávarútvegsráðherra Noregs.
Norski sjávarútvegsráðherrann segir að Samherji sé með „laskað mannorð“
Sjávarútvegsráðherra Noregs segist gruna að Samherji sé að reyna að komast í kringum reglur um eignarhald erlendra aðila á norskum fiskveiðikvóta og hefur gripið til aðgerða. Hann felur ekki neikvæðni sína í garð Samherja.
Kjarninn 9. maí 2021
Jón Gnarr
Af þrælmennum
Kjarninn 9. maí 2021
Borgarstjórar skyldaðir til handabanda
Umræður um handabönd hafa, og það ekki í fyrsta sinn, ratað inn í danska þingið. Þingmenn vilja skylda borgarstjóra landsins til að taka í höndina á nýjum ríkisborgurum, en handabandið er skilyrði ríkisborgararéttar.
Kjarninn 9. maí 2021
Ari
„Vægi loftslagsmálanna minnkar ekki þessa dagana“
Þingmaður VG segir að ef Íslendingar standi við það sem þeir hafa samþykkt af áætlunum um loftslagsmál og geri aðeins betur hafi þeir að minnsta kosti staðið við sinn skerf í málaflokknum.
Kjarninn 8. maí 2021
Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Býður sig fram í 2. sæti – stefnir á að verða í framvarðasveit flokksins í Reykjavík
Brynjar Níelsson ætlar að bjóða fram krafta sína fyrir Sjálfstæðisflokkinn fyrir næstu kosningar en hann hefur verið á þingi síðan 2013.
Kjarninn 8. maí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent