Hvað verður gert fyrir þá eldri borgara sem berjast um í fátækt?

Halldór Gunnarsson fjallar um lífeyrismál í aðsendri grein. Hann segir að forystumenn ríkisstjórnarinnar virðist ekkert ætla að gera á þessu þingi til að bæta stöðu þeirra eldri borgara sem berjast um í fátækt.

Auglýsing

Nýj­ustu boð­aðar fjöl­breyttar ráð­staf­anir rík­is­stjórnar fyrir millj­arða með ein­greiðsl­um, lok­un­ar­styrkj­um, við­spyrnu­styrkjum og frestun skatt­greiðslna vekur upp spurn­ing­una: Hvað verður núna gert fyrir þá eldri borg­ara sem berj­ast um í fátækt? Það er ekki upp­örvandi fyrir þennan hóp, þegar sagt er að að greiða eigi við­bót­ar­styrk 200 millj­ónir vegna far­ald­urs­ins til barna, eldri borg­ara, öryrkja, fólks af erlendum upp­runa og fólks í félags­lega við­kvæmum hóp­um, þá sér­stak­lega til að vinna gegn heim­il­is­of­beldi. Það verður því fróð­legt að fylgj­ast með útfærslu á þessu fyr­ir­heiti, því for­ystu­menn rík­is­stjórn­ar­innar virð­ast ekk­ert ætla að gera á þessu þingi til að bæta stöðu þeirra eldri borg­ara sem berj­ast um í fátækt.

Þetta hefur komið fram í aðgerð­ar­leysi þeirra í fjögur ár varð­andi þessi kjör. Nú síð­ast kemur þetta fram í svari þeirra við spurn­ingum í Félags­tíð­indum FEB í Reykja­vík. Þar kemur fram að rík­is­stjórnin hafi mikið gert, þau vilji vel og brenni fyrir mál­stað­inn, en erfitt sé að bera kjörin saman við aðra erlend­is, vegna gegn­um­streym­is­kerfis þar, en sjóðs­streym­is­kerfis hér. Þetta for­ystu­fólk, sem svar­aði spurn­ing­un­um, virð­ist ekki gera sér grein fyrir hver bak­grunnur almanna­trygg­inga hafi verið og hvað skyldu­greiðsla allra vinn­andi ein­stak­linga alla starfsævi til líf­eyr­is­sjóða þýði: Ann­ars vegar lág­marks­trygg­ingu rík­is­ins, jafna greiðslu til allra eldri en 67 ára og hins vegar við­bót­ar­trygg­ingu hvers og eins frá líf­eyr­is­sjóði, í hlut­falli af því sem við­kom­andi greiddi til líf­eyr­is­sjóðs eða sjóða alla starfsævi. Það ætti að vera erf­an­leg eigna­myndun við­kom­andi ein­stak­lings, en hlýtur alla­vega að vera ósnertan­lega trygg­ing hans, sem ríkið ætti ekki að geta eigna­fært til sín með því að spara greiðslur TR til sama ein­stak­lings á móti þeim greiðslum um 45% umfram kr. 25.000.- á mán­uði.

Grunnur að greiðslum TR til eldri borg­ara

Það var setn­ing laga um alþýðu­trygg­inga­lög 1936 og sjúkra­sam­lög, sem náði yfir líf­eyr­is­trygg­ingu, slysa­trygg­ingu og sjúkra­trygg­ingu, sem hver skatt­skyldur ein­stak­lingur átti að greiða, með árlega ákveð­inni upp­hæð, óháð tekj­um, með jafn­hárri áætl­aðri greiðslu rík­is­ins á móti. Hér var því ekki um skatt að ræða. Í lögum um TR 1963 segir í 12. gr. um greiðslu líf­eyr­is: Líf­eyrir tek­inn við 67 ára á ári kr. 16.240.- síðan hækk­andi á hverju ári til 72 ára á ári kr. 30.480.- Í 23. gr. lag­anna er fjallað um mán­að­ar­lega greiðslu rík­is­ins og í 26. gr. um iðgjöld­in, þar sem allir með lög­heim­ili á Íslandi 16 til 67 ára greiði til TR, sama gjald á hvern ein­stak­ling. Einnig var í lögum ákveðin árleg greiðsla ein­stak­lings til sjúkra­sam­lags í hverjum hreppi. Þessar skyldu­greiðslur frá ein­stak­lingum voru teknar árlega með skatta­upp­gjöri til 1986, þegar stað­greiðsla var tekin upp, en þá var sagt að iðgjöldin væru áfram tekin inn með áætl­aðri skatta­hækk­un.

Auglýsing

Rétt væri að finna út hver heild­ar­greiðsla ein­stak­lings, sem hefði greitt þannig árlega alla starfsævi sína í 51 ár frá 16 ára til 67 ára til TR upp­fært til verð­lags í dag með mót­fram­lagi rík­is­ins. 1963 greiddi ein­stak­lingur þetta iðgjald til TR kr. 2090. Upp­fært til dags­ins í dag, þá eru til margar við­mið­an­ir: Ein er sú, að þá var hægt að greiða fyrir útselda vinnu bif­reiða­virkja­meist­ara í 48 tíma fyrir það iðgjald­ið. Í dag er þessi útselda vinna um 14 þús­und á tím­ann, eða sem sam­svarar 672 þús­und ársið­gjaldi.

Reikn­aður grunn­elli­líf­eyrir TR, án heim­il­is­upp­bótar til þeirra sem búa ein­ir, sem eru um 1/3 af eldri borg­ur­um, var síð­asta ár fyrir kerf­is­breyt­ingu 1.1. 2016 kr. 209.831.- , sem skipt­ist eft­ir­far­andi: Elli­líf­eyr­ir: 39.862, tekju­trygg­ing: 125.793 og fram­færslu­upp­bót: 44.176. Heim­il­is­upp­bótin var þá 37.071. Þetta ár 2021 er með óbreyttum grunn­líf­eyri mán­að­ar­lega út árið kr. 266.033.- en heim­il­is­upp­bótin er til við­bótar kr. 67.225.- Eftir að hafa greitt skatt af fyrr­nefndum grunn­líf­eyri nemur upp­hæðin um kr. 233 þús­und mán­að­ar­lega, óbreytt út árið. Sá sem býr einn, fær heim­il­is­upp­bót til við­bótar kr. 67.225.- á mán­uði og eftir að hafa greitt skatt af þeirri upp­hæð eru eftir um kr. 279 þús­und.

Þetta er hin ískalda reikn­ings­staða grunn­líf­eyris sem íslenska ríkið leggur til grund­vallar á greiðslu grunn­líf­eyris til eldri borg­ara frá TR. Staðan er þó enn snaut­legri fyrir rík­is­sjóð, því að þessi grunn­líf­eyrir var aðeins greiddur til um 1300 ein­stak­linga árið 2018, lík­lega nærri 2500 í ár. Þetta þýðir að um 31 þús­und ein­stak­lingar fá lækk­andi greiðslur frá TR vegna 45% skerð­ingar á móti líf­eyr­is­sjóðs­greiðslum og fjár­magnstekjum umfram kr. 25.000.- á mán­uði og vinnu­fram­lagi þeirra sjálfra í launum umfram kr. 100.000.- á mán­uði. Sam­kvæmt svari við fyr­ir­spurn á alþingi 2017 má áætla að upp­hæðin sé í dag um 40 millj­arð­ar, sem rík­i­s­jóður sparar sér að greiða til eldri borg­ara, - eða hirðir af þeim.

Líf­eyr­is­sjóð­irnir

Þeir eru sjóðs­myndun ein­stak­linga alla starfsævi, til að tryggja afkomu sína á efri árum og ætti ekki að koma rík­is­stjórnum við, hvorki til að skerða lág­marks­greiðslur frá TR eða sem verra er, að reikna sér fram­lag þeirra til eldri borg­ara, í sam­an­burði við greiðslu ann­arra þjóða til mála­flokks­ins. Greiðslur til líf­eyr­is­sjóða erlendis eru í nær öllum löndum hluti af skatt­greiðslu við­kom­andi til um þriggja líf­eyr­is­sjóða, sem rík­is­stjórnir fylgj­ast þá náið með. Hér voru stofn­aðir nær 100 líf­eyr­is­sjóðir út um allt land. Nú eru um 22 eft­ir, þar af um 8 virkir með ótrú­lega miklum mis­mun á greiðslum til líf­eyr­is­þega. Ann­ars vegar líf­eyr­is­sjóður opin­berra starfs­manna í A og B-deild, þar sem t.d. B-deildin skuldar um 600 millj­arða til að geta upp­fyllt áætl­aðar greiðsl­ur, sem aldrei skerð­ast og hækka mán­að­ar­lega eftir vísi­töl­um. Hins vegar almennu sjóð­irnir sem skerða greiðslur til félaga sinna, ef ávöxtun hjá þeim skerð­ist. Greiðsla þeirra til eldri borg­ara er að stærstum hluta frá 60 til 120 þús­und á mán­uði, sé miðað við skýrslu vinnu­hóps fjár­mála­ráðu­neyt­is­ins um líf­eyr­is­mál gefin út 2015. Að skerða greiðslu TR á móti lágum líf­eyr­is­greiðslum er algjör­lega óásætt­an­legt.

Leið­rétt­ingar

Und­ir­rit­aður vill leið­rétta að hafa í greinum í Kjarn­anum 3. og 15. des­em­ber s.l. lagt út frá fram­setn­ingu í fréttum og orðum ráð­herra í des­em­ber 2020 um að hækk­anir yrðu gerðar í fjár­laga­til­lögu til öryrkja og eldri borg­ara um 2,5% umfram fyrri til­lögu, sem var til eldri borg­ara 3,6% eins og árið áður, vegna fastra hækk­ana á tekjum í fjár­lög­um. Þessi umfram­hækkun var hins vegar færð yfir á atvinnu­leys­is­bæt­ur. Hækk­unin í grunn­líf­eyri án heim­il­is­upp­bótar varð því aðeins kr. 9.244.- óbreytt á mán­uði út árið 2021. Pró­sentur og með­al­töl eru ætíð til­greind í rök­stuðn­ingi emb­ætt­is­manna og ráð­herra fyrir bættri stöðu eldri borg­ara, aldrei eru krón­urnar nefnd­ar. Þeir sem minnst fá, lifa ekki á pró­sentum eða með­al­töl­um. Til sam­an­burðar var hækkun launa að með­al­tali síð­ustu 12 mán­uði frá 11 til 17%. Þar má til­nefna hækkun launa til alþing­is­manna í upp­hafi árs um kr. 100.000 með hækkun á ýmsum við­bótargreiðslum á mán­uði. Einnig vil ég nefna, að ég fæ það háa greiðslu frá líf­eyr­is­sjóði rík­is­ins, að ég fæ ekki greiðslu frá TR og er því hvergi með neinar skerð­ing­ar. Greiðslur til mín hækka alltaf mán­að­ar­lega, en ekki einu sinni á ári í árs­byrjun eins og frá TR, óbreytt út árið, án við­mið­unar við launa­hækk­anir eða aðrar hækk­anir árið á und­an.

Þetta verður að leið­rétta á þessu þingi, ella eiga eldri borg­arar aðeins eina nauð­vörn til að ná fram ein­hverjum leið­rétt­ingum næstu fjögur ár: Að bjóða sjálfir fram í næstu kosn­ing­um.

Höf­undur for­maður kjara­ráðs eldri borg­ara í Rang­ár­valla­sýslu.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar