Hamingja og vellíðan á sjö dögum?

Katrín Edda Möller skrifar um jákvæða sálfræði og átta markvissar leiðir sem hver sem er getur prófað í sínu daglega lífi. Markmiðið og væntanlegur árangur er aukin hamingja og vellíðan.

Auglýsing

Svona getur þú beitt verkfærum jákvæðrar sálfræði í þínu daglega lífi og snúið þekkingu í framkvæmd. Þessar átta æfingar er tilvalið að prófa eina í einu, til dæmis í viku eða tvær í senn. Þær byggja á áralöngum rannsóknum og grjóthörðum vísindum. Árangurinn ætti að vera öflugri hugur og hamingjusamara líf. Að lokum – ekki gleyma að hafa gaman að ferlinu.

Jákvæð sálfræði er spennandi angi hefðbundinnar sálfræði. Það má segja að sálfræðin hjálpi okkur í erfiðum aðstæðum eða veikindum. Grunnhugmynd jákvæðrar sálfræði er hins vegar að við ættum ekki bara að vera „í þokkalegu lagi“ heldur í frábæru standi. Oft fer þetta tvennt vel saman. Jákvæð sálfræði byggir á viðurkenndum aðferðum sem flestir geta nýtt til að efla hugann og byggja hamingjusamara líf. Hér er kynning á nokkrum þeirra. Höfundur skrifar af reynslu af þessum aðferðum og þekkingu á vísindunum sem liggja að baki þeim. Hjá hverri æfingu eru svo vísanir í myndbönd þar sem sérfræðingar kynna þessi vísindi á skemmtilegan hátt.

Þakklæti

Þakkaðu fyrir þrjú til fimm atriði á dag, stór eða smá. Best er að leiða hugann að þessu í fimm til tíu mínútur í lok hvers dags og velta þeim aðeins fyrir sér. Hér koma margar aðferðir til greina.

Auglýsing
Mörgum finnst gott að skrifa nokkur orð eða setningar með hverju atriði. Sumir vilja skrifa í bók en aðrir búa til skjal í tölvunni, nota hluta úr dagbókinni sinni eða forrit í símanum.

Innlifun

Veldu stund úr deginum þínum til að lifa þig djúpt inn í og njóta (á ensku kallast þetta „savoring.“) Það er eins og þú hægir á tímanum eða víkkir fókusinn til að taka betur inn allar tilfinningar, hljóð og upplifan. Hér er líka best að skrifa örlítið um þá stund sem þú valdir í lok hvers dags.

Hugleiðsla

Gefðu þér minnst tíu mínútur á dag næstu viku eða tvær til að hugleiða. Fyrir óvana er tilvalið að byrja til dæmis á tveimur mínútum og vinna sig upp. Lykillinn er að finna rólegan stað þar sem þú átt ekki von á truflun. Hugleiðsla gengur aðallega út á að beina athyglinni meðvitað frá truflandi hugsunum og að einum fókuspunkti. Flestir velja andardráttinn, ákveðna tilfinningu, eitthvert skynbragð eða hugmynd. Rannsóknir sýna að ávinningur reglulegrar hugleiðslu getur verið verulegur. Hún getur stórbætt skap og athygli, aukið vellíðan, veit aukna ró og styrkt félagsleg tengsl.

Góðvild

Gerðu eitthvað gott fyrir einhvern annan, eitt eða fleiri góðverk á dag í sjö daga. Það þarf alls ekki að vera stórt en þarf að krefjast smá tíma og hugsunar. Aðal atriðið er svo að verkið geri einhverjum öðrum raunverulega gott. Í lok dags er aftur gott að skrifa stuttlega um hvað þú gerðir. Ótal rannsóknir sýna að hamingjusamt fólk er líklegra til að gera vel við aðra. Auk þess reynast góðverk hafa jákvæð áhrif á hamingju og líðan þess sem framkvæmir þau.

Félagsleg tengsl

Hér er verkefnið tvíþætt. Finndu í fyrsta lagi leið til að mynda félagsleg tengsl minnst einu sinni á dag í sjö daga. Þetta getur til dæmis verið að spjalla aðeins aukalega við afgreiðslufólk eða hringja í einhvern sem er langt síðan þú heyrðir í. Eins getur þú átt spjall við einhvern nýjan í skólanum eða samstarfsaðila sem þú talar annars lítið við. Veldu í öðru lagi minnst eitt skipti til að verja góðum klukkutíma eða meira með einhverjum sem þér þykir vænt um. Það skiptir ekki öllu máli hvar eða hvernig. Lykillinn er bara að gefa tíma og hugsun í að eiga saman gæðastund. Rannsóknir sýna að hamingjusamir einstaklingar verja meiri tíma með öðrum og mynda sterkari tengsl við annað fólk. Jafnvel bros og nokkur orð milli ókunnugra geta aukið vellíðan beggja meira en þá grunar. 

Hreyfing

Hreyfðu þig minnst þrjátíu mínútur á dag í heila viku. Þetta þarf ekki að vera stórkostlegt, bara ýfa aðeins púlsinn og hressa liðina. Sem dæmi, göngutúr, jógaæfing, lyftingar eða dans – jafnvel heima í stofu. Ef hreyfingin er ekki þegar hluti af rútínunni er gott að velja stað, stund og föt til þess fyrir fram. Aftur kemur dagatal eða dagbók líklega að góðum notum. Líkamleg hreyfing í allt frá hálftíma á dag bætir ekki bara heilsu heldur eykur almenna vellíðan. Þetta styðja rannsóknir hvað eftir annað.

Svefn

Veldu alla vega fjórar nætur af sjö til að sofa í minnst sjö klukkustundir. Svefnskortur er nánast bein ávísun á verri líðan og áhrifin ágerast með tímanum. Eins sýna rannsóknir að góður svefn er nær ómissandi grunnur að vellíðan og aukinni hamingju. Í dag þekkjum við ótal leiðir til að stuðla að betri svefni. Nokkrar sem er þess virði að prófa er að vakna og sofna á sama tíma alla daga, lágmarka eða sleppa áfengi og sleppa koffíni eftir hádegi og að gefa sér frí frá tækjum og áreiti minnst klukkustund áður en maður leggst á koddann.

Heimildir

Hér er titill og nafn höfundar á sex bókum sem nýttust við skrif á þessari grein. Með hverjum titli fylgir hlekkur á Amazon.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, í forystusætinu á RÚV í gærkvöldi.
Það liggur ekki fyrir hvort Ísland geti gert tvíhliða samning til að tengja krónu við evru
Staðreyndavakt Kjarnans skoðar fullyrðingu Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur um það sé mögulegt fyrir Ísland að gera samkomulag við Seðlabanka Evrópu um að tengja krónuna við evru.
Kjarninn 23. september 2021
Sigríður Ólafsdóttir
Draumastarf og búseta – hvernig fer það saman?
Kjarninn 23. september 2021
Árni Stefán Árnason
Dýravernd: Í aðdraganda kosninganna er blóðmeraiðnaðurinn svarti blettur búfjáreldis – Hluti II
Kjarninn 23. september 2021
Segist hafa reynt að komast að því hvað konan vildi í gegnum tengilið – „Við náðum aldrei að ræða við hana“
Fyrrverandi formaður KSÍ segir að sambandið hafi frétt af meintu kynferðisbroti landsliðsmanna í gegnum samfélagsmiðla. Formleg ábending hafi aldrei borist.
Kjarninn 23. september 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, og Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna.
Fleiri kjósendur Sjálfstæðisflokks vilja Katrínu sem forsætisráðherra en Bjarna
Alls segjast 45,2 prósent kjósenda Sjálfstæðisflokksins að þeir vilji fá formann Vinstri grænna til að leiða þá ríkisstjórn sem mynduð verður eftir kosningar.
Kjarninn 23. september 2021
Hugarvilla að Ísland sé miðja heimsins
Þau Baldur, Kristrún og Gylfi spjölluðu um Evrópustefnu stjórnvalda í hlaðvarpsþættinum Völundarhús utanríkismála.
Kjarninn 23. september 2021
Völundarhús utanríkismála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands – Þáttur 4: Byggir Evrópustefna íslenskra stjórnvalda á áfallastjórnun?
Kjarninn 23. september 2021
Rósa Björk Brynjólfsdóttir
Kosningarnar núna snúast um loftslagsmál
Kjarninn 23. september 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar