Hvenær ætlum við að jafna laun kvenna og karla?

Katrín Ólafsdóttir, PhD, dósent við Viðskiptadeild HR, segir að til þess að útrýma launamisrétti þurfi annað tveggja að útrýma ómeðvituðum bjaga, eða leita leiða til að meta störf á hlutlausan hátt.

Auglýsing

Alþingi sam­þykkti árið 1961 lög um launa­jöfnuð kvenna og karla. Laun kvenna skyldu hækka í áföngum til jafns við laun karla fyrir sömu störf í almennri verka­kvenna­vinnu, verk­smiðju­vinnu og versl­un­ar- og skrif­stofu­vinnu, fyrst með hækkun um 1/6 launa­mis­mun­ar­ins og síðan árlega þar til fullum launa­jöfn­uði væri náð árið 1967. Ríf­lega hálfri öld síðar hefur launa­jafn­rétti ekki enn náðst.

Launa­munur kynj­anna hefur vissu­lega farið minnk­andi. Frá 2008-2019 lækk­aði óleið­réttur launa­munur úr 20,5% í 13,9% og leið­réttur launa­munur fór úr 6,4% í 4,3% sam­kvæmt nýút­gef­inni launa­rann­sókn Hag­stof­unn­ar. Mark­mið­inu hefur því ekki enn verið náð.

Lengi var talið að orsök launa­munar kynj­anna væri ekki síst vegna þess að konur hefðu minni menntun en karl­ar. Í rann­sókn Hag­stof­unnar kemur fram að sú ástæða á ekki lengur við. Stærsta ástæða launa­munar kynj­anna, líkt og á öðrum Norð­ur­lönd­um, er að konur og karlar starfa í mis­mun­andi atvinnu­greinum og gegna mis­mun­andi störfum innan þeirra. Með öðrum orðum er kyn­bund­inn vinnu­mark­aður meg­in­or­sök kyn­bund­ins launa­mun­ar.

Það er hægt að mæla kyn­bund­inn vinnu­markað með svo­kall­aðri DI-­vísi­tölu þar sem DI stendur fyrir Dissim­ila­rity Index. Vísi­talan mælir hversu margar konur og hversu margir karlar þyrftu að skipta um starf til að hvert starf hefði jafn­margar konur og karla. Vísi­talan fyrir Ísland á árinu 2010 var 0,41 sem þýðir að 41% þeirra sem eru á vinnu­mark­aði þyrftu að skipta um starf svo það næð­ist að jafna hlut­fall karla og kvenna í öllum störf­um. Á sama tíma var vísi­talan 0,44 í Dan­mörku, 0,47 í Nor­egi, 0,53 í Sví­þjóð og 0,60 í Finn­landi, sam­an­borið við 0,49 að með­al­tali í Evr­ópu­ríkj­unum

Auglýsing
Stórt skref í átt að launa­jafn­rétti var stigið þegar jafn­launa­vottun var inn­leidd. Helsti kostur hennar er að ábyrgð er lögð á vinnu­veit­endur að greiða starfs­fólki sínu eftir því sem það raun­veru­lega leggur fram á sínum vinnu­stað. Helstu gallar jafn­launa­vott­unar er að hún tekur ekki til þeirra atriða sem leggja skuli til grund­vallar við mat á virði ein­stakra starfs­manna. Ekki er því hægt að úti­loka að þar telj­ist til tekna atriði sem ekki eru laus við kynja­skekkju. Á sama tíma tekur jafn­launa­vott­unin ein­göngu til sama vinnu­stað­ar. Ekki er gert ráð fyrir að hægt sé að bera saman ólíka vinnu­staði.

En af fram­an­greindu virð­ist nokkuð ljóst að launa­jafn­rétti næst seint eða aldrei ef ekk­ert er að gert. Rann­sóknir síð­ustu ára hafa sýnt að eitt af því sem heldur aftur af þró­un­inni er ómeð­vit­aður bjagi (e. unconci­ous bias). Ósjálfrátt metum við karla og konur á mis­mun­andi máta þótt upp­lýs­ing­arnar sem við höfum í hönd­unum gefi okkur ekk­ert til­efni til þess. Ósjálfrátt teljum við karl­inn betri en kon­una, þótt upp­lýs­ing­arnar sem við höfum séu nákvæm­lega þær sömu. Ósjálfrátt teljum við kon­una frekju, en karl­inn flottan þrátt fyrir að upp­lýs­ing­arnar séu nákvæm­lega þær sömu. Við gerum þetta ekki vegna þess að við séum á móti jafn­rétti, nei við gerum þetta ósjálfrátt. Þetta liggur djúpt í hefð­um, venjum og menn­ingu okk­ar.

Til að þess að útrýma launa­mis­rétti þarf því annað tveggja að útrýma ómeð­vit­uðum bjaga, eða leita leiða til að meta störf á hlut­lausan hátt. Einmitt sú aðferð er lögð til í skýrsl­unni Verð­mæta­mat kvenna­starfa sem inni­heldur til­lögur starfs­hóps for­sæt­is­ráð­herra um end­ur­mat á virði kvenna­starfa. 

Í skýrsl­unni, sem finna má í Sam­ráðs­gátt stjórn­valda, er lagt til að skip­aður verði aðgerða­hópur stjórn­valda um launa­jafn­rétti sem hafi það hlut­verk meðal ann­ars að greina vand­ann með því að koma á fót til­rauna­verk­efni um mat á virði starfa til að greina hvaða þættir það eru sem ein­kenna kvenna­störf og og kunna að vera van­metn­ir. Sam­hliða þess­ari grein­ingu yrðu þróuð verk­færi til að aðstoða atvinnu­rek­endur við að upp­fylla laga­skil­yrði um jöfn laun fyrir jafn­verð­mæt störf.

Þá verði þróuð samn­inga­leið að Nýsjá­lenskri fyr­ir­mynd um jafn­launa­kröf­ur. Samn­inga­leiðin verði þróuð með aðilum vinnu­mark­að­ar­ins og horft til áhrifa breyt­inga á ráðn­inga­sam­böndum og útvistun starfa á launa­mun kynj­anna. Jafn­framt verði aukin þekk­ing og vit­und um jafn­virð­is­nálgun jafn­rétt­islaga með fræðslu og ráð­gjöf.

Hér er um að ræða mik­il­vægt fram­lag í átt til þess að útrýma launa­muni kynj­anna á íslenskum vinnu­mark­aði og verði verði til­lögur starfs­hóps­ins fram­kvæmdar getur Ísland enn einu sinni sest á fremsta bekk þeirra ríkja sem fremst standa í jafn­rétt­is­mál­u­m. 

Höf­undur er dós­ent við Við­skipta­deild HR.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar