Hvenær ætlum við að jafna laun kvenna og karla?

Katrín Ólafsdóttir, PhD, dósent við Viðskiptadeild HR, segir að til þess að útrýma launamisrétti þurfi annað tveggja að útrýma ómeðvituðum bjaga, eða leita leiða til að meta störf á hlutlausan hátt.

Auglýsing

Alþingi sam­þykkti árið 1961 lög um launa­jöfnuð kvenna og karla. Laun kvenna skyldu hækka í áföngum til jafns við laun karla fyrir sömu störf í almennri verka­kvenna­vinnu, verk­smiðju­vinnu og versl­un­ar- og skrif­stofu­vinnu, fyrst með hækkun um 1/6 launa­mis­mun­ar­ins og síðan árlega þar til fullum launa­jöfn­uði væri náð árið 1967. Ríf­lega hálfri öld síðar hefur launa­jafn­rétti ekki enn náðst.

Launa­munur kynj­anna hefur vissu­lega farið minnk­andi. Frá 2008-2019 lækk­aði óleið­réttur launa­munur úr 20,5% í 13,9% og leið­réttur launa­munur fór úr 6,4% í 4,3% sam­kvæmt nýút­gef­inni launa­rann­sókn Hag­stof­unn­ar. Mark­mið­inu hefur því ekki enn verið náð.

Lengi var talið að orsök launa­munar kynj­anna væri ekki síst vegna þess að konur hefðu minni menntun en karl­ar. Í rann­sókn Hag­stof­unnar kemur fram að sú ástæða á ekki lengur við. Stærsta ástæða launa­munar kynj­anna, líkt og á öðrum Norð­ur­lönd­um, er að konur og karlar starfa í mis­mun­andi atvinnu­greinum og gegna mis­mun­andi störfum innan þeirra. Með öðrum orðum er kyn­bund­inn vinnu­mark­aður meg­in­or­sök kyn­bund­ins launa­mun­ar.

Það er hægt að mæla kyn­bund­inn vinnu­markað með svo­kall­aðri DI-­vísi­tölu þar sem DI stendur fyrir Dissim­ila­rity Index. Vísi­talan mælir hversu margar konur og hversu margir karlar þyrftu að skipta um starf til að hvert starf hefði jafn­margar konur og karla. Vísi­talan fyrir Ísland á árinu 2010 var 0,41 sem þýðir að 41% þeirra sem eru á vinnu­mark­aði þyrftu að skipta um starf svo það næð­ist að jafna hlut­fall karla og kvenna í öllum störf­um. Á sama tíma var vísi­talan 0,44 í Dan­mörku, 0,47 í Nor­egi, 0,53 í Sví­þjóð og 0,60 í Finn­landi, sam­an­borið við 0,49 að með­al­tali í Evr­ópu­ríkj­unum

Auglýsing
Stórt skref í átt að launa­jafn­rétti var stigið þegar jafn­launa­vottun var inn­leidd. Helsti kostur hennar er að ábyrgð er lögð á vinnu­veit­endur að greiða starfs­fólki sínu eftir því sem það raun­veru­lega leggur fram á sínum vinnu­stað. Helstu gallar jafn­launa­vott­unar er að hún tekur ekki til þeirra atriða sem leggja skuli til grund­vallar við mat á virði ein­stakra starfs­manna. Ekki er því hægt að úti­loka að þar telj­ist til tekna atriði sem ekki eru laus við kynja­skekkju. Á sama tíma tekur jafn­launa­vott­unin ein­göngu til sama vinnu­stað­ar. Ekki er gert ráð fyrir að hægt sé að bera saman ólíka vinnu­staði.

En af fram­an­greindu virð­ist nokkuð ljóst að launa­jafn­rétti næst seint eða aldrei ef ekk­ert er að gert. Rann­sóknir síð­ustu ára hafa sýnt að eitt af því sem heldur aftur af þró­un­inni er ómeð­vit­aður bjagi (e. unconci­ous bias). Ósjálfrátt metum við karla og konur á mis­mun­andi máta þótt upp­lýs­ing­arnar sem við höfum í hönd­unum gefi okkur ekk­ert til­efni til þess. Ósjálfrátt teljum við karl­inn betri en kon­una, þótt upp­lýs­ing­arnar sem við höfum séu nákvæm­lega þær sömu. Ósjálfrátt teljum við kon­una frekju, en karl­inn flottan þrátt fyrir að upp­lýs­ing­arnar séu nákvæm­lega þær sömu. Við gerum þetta ekki vegna þess að við séum á móti jafn­rétti, nei við gerum þetta ósjálfrátt. Þetta liggur djúpt í hefð­um, venjum og menn­ingu okk­ar.

Til að þess að útrýma launa­mis­rétti þarf því annað tveggja að útrýma ómeð­vit­uðum bjaga, eða leita leiða til að meta störf á hlut­lausan hátt. Einmitt sú aðferð er lögð til í skýrsl­unni Verð­mæta­mat kvenna­starfa sem inni­heldur til­lögur starfs­hóps for­sæt­is­ráð­herra um end­ur­mat á virði kvenna­starfa. 

Í skýrsl­unni, sem finna má í Sam­ráðs­gátt stjórn­valda, er lagt til að skip­aður verði aðgerða­hópur stjórn­valda um launa­jafn­rétti sem hafi það hlut­verk meðal ann­ars að greina vand­ann með því að koma á fót til­rauna­verk­efni um mat á virði starfa til að greina hvaða þættir það eru sem ein­kenna kvenna­störf og og kunna að vera van­metn­ir. Sam­hliða þess­ari grein­ingu yrðu þróuð verk­færi til að aðstoða atvinnu­rek­endur við að upp­fylla laga­skil­yrði um jöfn laun fyrir jafn­verð­mæt störf.

Þá verði þróuð samn­inga­leið að Nýsjá­lenskri fyr­ir­mynd um jafn­launa­kröf­ur. Samn­inga­leiðin verði þróuð með aðilum vinnu­mark­að­ar­ins og horft til áhrifa breyt­inga á ráðn­inga­sam­böndum og útvistun starfa á launa­mun kynj­anna. Jafn­framt verði aukin þekk­ing og vit­und um jafn­virð­is­nálgun jafn­rétt­islaga með fræðslu og ráð­gjöf.

Hér er um að ræða mik­il­vægt fram­lag í átt til þess að útrýma launa­muni kynj­anna á íslenskum vinnu­mark­aði og verði verði til­lögur starfs­hóps­ins fram­kvæmdar getur Ísland enn einu sinni sest á fremsta bekk þeirra ríkja sem fremst standa í jafn­rétt­is­mál­u­m. 

Höf­undur er dós­ent við Við­skipta­deild HR.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jair Bolsonaro hefur verið forseti Braslilíu frá árinu 2019.
Bolsonaro ásakaður um glæpi gegn mannkyni vegna viðbragða sinna við COVID-19
Rekja má dauða um 300 þúsund Brasilíumanna til stefnu forsetans í faraldrinum. Ríkisstjórnin hunsaði yfir 100 tölvupósta frá Pfizer, leyfði veirunni að breiðast út meðal frumbyggja og forsetinn hvatti til fjöldasamkoma er sjúkrahúsin voru að fyllast.
Kjarninn 20. október 2021
Heilt yfir myndi stöðugildum presta fækka um 10,7, samkvæmt þeirri tillögu sem liggur fyrir kirkjuþingi.
Lagt til að prestum landsbyggðar verði fækkað í hagræðingaraðgerðum
Í hagræðingartillögum sem liggja fyrir kirkjuþingi er gengið út frá því að prestum á landsbyggðinni fækki um tíu, en að stöðugildum fjölgi hins vegar um 3,5 í prestaköllum á höfuðborgarsvæðinu.
Kjarninn 20. október 2021
Hrafn Magnússon
Slæmur viðsnúningur í lífeyriskerfinu
Kjarninn 20. október 2021
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Aukin samskipti Íslands við Kína: Skjól eða gildra?
Kjarninn 20. október 2021
Nýtt deiliskipulag fyrir reitinn í Sigtúni var samþykkt árið 2015. Síðan þá hefur ekkert hreyfst á svæðinu.
Vonast til að uppbygging á Blómavalsreit geti hafist snemma á næsta ári
Framkvæmdastjóri Íslandshótela vonast til þess að hægt verði að hefjast handa við uppbyggingu á svokölluðum Blómavalsreit bak við Grand Hótel snemma á næsta ári. Þar stendur til að byggja 109 íbúðir í sex fjölbýlishúsum, auk viðbyggingar við hótelið.
Kjarninn 20. október 2021
Allir stóru bankarnir búnir að hækka íbúðalánavexti og heimilin borga meira
Rúmlega helmingur allra sem eru með íbúðalán á Íslandi eru með óverðtryggð lán. Stór hluti þeirra lána er á breytilegum vöxtum og afborganir þeirra hafa hækkað í takti við stýrivaxtahækkanir Seðlabankans undanfarna mánuði.
Kjarninn 20. október 2021
Myndir af kjörgögnum sem starfsmaður Hótels Borgarness birti á Instagram.
Fólk gekk inn og út úr talningarsal á meðan yfirkjörstjórn „brá sér frá“
Á öryggismyndavélum, sem vakta tvo innganga þar sem kjörgögn Norðvesturkjördæmis voru varðveitt í sal í Hótel Borgarnesi, sést hótelstarfsfólk ganga inn og út frá klukkan 7:30 til 11:46 sunnudagsmorguninn 26. september.
Kjarninn 20. október 2021
Kolbeinn Marteinsson
Af hverju skipulag skiptir máli
Kjarninn 20. október 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar