Þrjár algengar en hæpnar hugmyndir um hamingjuna

Ingrid Kuhlman segir að ytri þættir eins og heilsan, ástarsambönd eða starf geti vissulega haft talsverð áhrif á líf okkar. En þeir skipti í raun litlu máli þegar kemur að hamingjunni sem við upplifum hvert og eitt.

Auglýsing

Öll viljum við vera ham­ingju­söm. En fæst höfum við hug­mynd um hvað skapar raun­veru­lega ham­ingju í lífi okk­ar. Hér fyrir neðan er fjallað um þrjár algengar en hæpnar hug­myndir um ham­ingj­una.

Hug­mynd #1: Ham­ingjan ræðst af aðstæðum okkar

Sonja Lyu­bom­ir­sky, pró­fessor við Kali­forn­íu­há­skóla og þekktur fræði­maður á sviði jákvæðrar sál­fræði, sagði einu sinni að við gætum ekki fundið ham­ingju neins staðar þar sem hún væri innra með okk­ur. Það virð­ist vissu­lega rök­rétt. Við segjum oft: „Þegar ég fæ stöðu­hækk­un…“, „Þegar ég hitti loks réttu mann­eskj­una…“, „Þegar ég verð búinn að koma mér í gott for­m…, þá mun ég öðl­ast ham­ingju.“

Málið er hins vegar ekki svona ein­falt. Þó að ytri þættir eins og heilsan, ást­ar­sam­bönd eða starf geti vissu­lega haft tals­verð áhrif á líf okk­ar, skipta þeir í raun litlu máli þegar kemur að ham­ingj­unni sem við upp­lifum hvert og eitt. Fræði­menn benda á að eft­ir­far­andi þrír þættir geti leitt til ham­ingju­sam­ara lífs:

 1. Gleði og ánægja: Að fram­kvæma og njóta þess sem veitir okkur gleði og lífs­fyll­ingu.
 2. Virkni, áhugi og þátt­taka: Að verja tíma í það sem gefur okkur tæki­færi til að nýta styrk­leika okkar á jákvæðan hátt.
 3. Merk­ing og til­gangur: Að finna leiðir til að gefa af sér, gera gagn og vera ein­hvers virði.

Þetta hljómar ein­falt, er það ekki? Og það er einmitt mál­ið. Það sem skapar mestu ham­ingj­una er oft svo ein­falt. Gott er að leita að tæki­færum til að skapa meiri ánægju, virkni og merk­ingu í lífi sínu, t.d. með því að:

 • hug­leiða for­tíð­ina. Manstu eftir aðstæðum þar sem þú upp­lifðir sér­lega mikla ánægju? Hvað varstu að gera? Leit­aðu að tæki­færum til að upp­lifa fleiri slíkar stund­ir.
 • ein­beita sér að núinu: Staldr­aðu við það sem þú ert að gera og njóttu upp­lif­un­ar­inn­ar. Kannski er málið að draga djúpt and­ann. Eða skoða myndir af vel heppn­aðri bústað­ar­ferð. Kannski er það rjúk­andi tebolli. Það skiptir ekki máli hvað þú vel­ur, svo lengi sem þú nýtur þess.
 • sjá fyrir sér fram­tíð­ina: Hvernig viltu verða minnst í lok lífs þíns? Hvaða lær­dóm og gjafir viltu skilja eftir sem arf­leifð þína? Hvað get­urðu gert í dag til að auka lík­urnar á því að þín verði minnst með þessum hætti?

Hug­mynd #2 Ham­ingjan minnkar með aldr­inum

Lou­ise Hay, sem er oft kölluð móðir sjálfs­hjálp­ar­bóka, sagði að hver aldur væri full­kom­inn og hvert ár sér­stakt og dýr­mætt af því að maður lifði það bara einu sinni.

Auglýsing
Í okkar menn­ingu komum við ekki alltaf vel fram við þá sem eldri eru. Í fjöl­miðlum og dag­legum sam­tölum leggjum við áherslu á mik­il­vægi æsku, hraða og lík­am­lega orku. Við tengjum ell­ina við minnkað sjálf­ræði og lík­am­lega og and­lega hnignun og gerum ráð fyrir að ham­ingjan minnki eftir því sem árin fær­ist yfir. Samt sem áður eru rann­sóknir á þessu sviði afdrátt­ar­laus­ar. Eldri borg­arar upp­lifa meiri ham­ingju og lífs­á­nægju en þeir sem yngri eru. Þeir upp­lifa ekki aðeins færri nei­kvæðar til­finn­ingar og fleiri jákvæðar til­finn­ingar heldur einnig meiri stöð­ug­leika í sinni til­finn­inga­legu vellíð­an. Þeir virð­ast einnig minna næmir fyrir streitu­völdum dags­legs lífs.

Ástæðan er að eftir því sem við eld­umst leggjum við meiri áherslu á þrosk­andi sam­bönd og upp­lif­anir auk þess sem við varð­veitum og njótum gleði­stunda og finnum fyrir þakk­læti fyrir allt það stóra og smáa sem lífið hefur fært okk­ur.

Gott er að læra af þeim sem eldri eru, m.a. með því að breyta sjón­ar­horni sínu. Spurðu þig t.d.:

 • Hvaða sam­bönd skipta mig mestu máli? Hvernig get ég dýpkað tengsl­in?
 • Hvaða athafnir gefa mér mestan til­gang? Hvernig get ég fjár­fest meira í þessum atrið­um?
 • Hvaða upp­lif­anir veita mér mesta ánægju? Hvernig get ég skapað meira rými til að njóta þeirra?
 • Fyrir hvað er ég þakk­lát(­ur)?

Hug­mynd #3 Það er til ein upp­skrift að ham­ingj­unni

Að sögn Sonju Lyu­bom­ir­sky hefur ham­ingjan mörg and­lit; hún getur verið ein­stak­lingur sem er ákaf­lega for­vit­inn og áhuga­samur um námið sitt. Hún getur verið ein­stak­lingur sem á auð­velt með að greina á milli þess sem skiptir máli og þess sem skiptir ekki máli eða for­eldri sem hlakkar á hverju kvöldi til að lesa fyrir barnið sitt. Sumir þeirra sem eru ham­ingju­samir virka mjög glað­legir eða líta út fyrir að hafa fundið hug­arró á meðan aðrir eru ein­fald­lega önnum kafn­ir. Með öðrum orð­um, við höfum öll mögu­leika á að vera ham­ingju­söm, hvert á sinn hátt.

Þó að ýmsir þættir geti stuðlað að ham­ingju er sann­leik­ur­inn sá að það er engin ein leið eða upp­skrift til að rækta ham­ingj­una. Þess vegna er gott að búa sér til sína eigin upp­skrift og velta fyrir sér spurn­ingum eins og:

 • Ég upp­lifa mestu ham­ingj­una þegar ég er _____________________, _________________ og _____________________.
 • Þegar kemur að ham­ingju minni mun ég ein­beita mér að því að verja meiri orku og tíma í ___________________________________ og minni tíma og orku i _____________________.
 • Það sem ég mun gera í dag til að rækta ham­ingj­una í lífi mínu er _______________________.

Grein­ar­höf­undur er fram­kvæmda­stjóri Þekk­ing­ar­miðl­unar og með meistara­gráðu í hag­nýtri jákvæðri sál­fræði.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Gunnþór Ingvason, forstjóri Síldarvinnslunnar, á kynningarfundi á uppgjöri félagsins í gær.
Hluthafafundur Síldarvinnslunnar samþykkti kaupin á Vísi
Hlutabréf í Síldarvinnslunni hafa rokið upp á síðustu vikum. Sá hlutur sem systkinin úr Grindavík sem eiga Vísi í dag munu fá fyrir að selja útgerðina til Síldarvinnslunnar hefur hækkað um 3,7 milljarða króna í virði á rúmum mánuði.
Kjarninn 19. ágúst 2022
Kristrún Frostadóttir tilkynnti um formannsframboð sitt í Iðnó í dag.
Kristrún í formannsframboð: „Samfylkingin þarf að ná virkari tengingu við venjulegt fólk“
Kristrún Frostadóttir ætlar sér að verða næsti formaður Samfylkingarinnar. Hún ætlar að leggja áherslu á kjarnamál jafnaðarmanna, jákvæða pólitík, meiri samkennd og minni einstaklingshyggju. „Ég veit að það er hægt að stjórna landinu betur.“
Kjarninn 19. ágúst 2022
Í könnuninni var spurt hvaða verkalýðsleiðtoga fólk treysti helst til að leiða ASÍ. Auk þessara fjögurra var nafn Kristjáns Þórðar Snæbjarnarsonar á listanum.
Reykvíkingar, háskólamenntaðir og kjósendur Vinstri grænna báru mest traust til Drífu
Drífa Snædal naut mests trausts kjósenda allra flokka nema Sósíalistaflokks Íslands til þess að leiða Alþýðusamband áfram næstu tvö árin, samkvæmt niðurstöðum nýlegrar könnunar sem Gallup var falið að framkvæma.
Kjarninn 19. ágúst 2022
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið - Húðtóna heyrnartól frá Kardashian
Kjarninn 19. ágúst 2022
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Nýr íslenskur „banki“
Kjarninn 19. ágúst 2022
Sjúklingar þurfa ekki að eiga snjallsíma til að nýta sér þjónustu Uber Health.
Uber haslar sér völl í heilbrigðisþjónustu
Ástralskir læknar geta nú bókað akstur fyrir sjúklinga sína á læknastofur og sjúkrahús hjá farveitunni Uber. Margir hafa lýst yfir efasemdum um að fyrirtækinu sé treystandi fyrir heilbrigðisupplýsingum fólks.
Kjarninn 19. ágúst 2022
Björk um Katrínu Jakobsdóttur: „Hún hefur ekki gert neitt fyrir umhverfið“
Þekktasta tónlistarkona Íslandssögunnar segir að forsætisráðherra hafi gert sig fokreiða árið 2019 með því að draga sig út úr því að lýsa yfir neyðarástandi í loftslagsmálum með henni og Gretu Thunberg.
Kjarninn 19. ágúst 2022
Þorsteinn Víglundsson
Vinnumarkaður í úlfakreppu
Kjarninn 19. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar