Hverjir eru milljónalífeyrisþegarnir, Bjarni Benediktsson?

„Það þarf enga rándýra nefnd til að einfaldlega leggja niður þessar siðlausu skerðingar. Það er jafn auðvelt og að hækka eigin laun,“ skrifar Ástþrúður K. Jónsdóttir sem setur nýlegar launahækkanir alþingismanna og ráðherra í samhengi við kjör öryrkja.

Auglýsing

Mín árs­greiðsla 2021 eftir alvar­legt slys frá Trygg­ing­ar­stofnun Rík­is­ins vegna skerð­inga eru heilar 658.367.- Árs­greiðslan er á pari við mán­að­ar­lega launa­hækkun á grunn­launum Alþing­is­manna frá árinu 2016 til dags­ins í dag eða 634.000.- á því tíma­bili, 89% hækk­un. Grunn­laun ráð­herra hækk­uðu um 974.000.-  Sjálftakan er álíka gróf og þær skerð­ingar sem sama fólk telur sjálf­sagða fyrir líf­eyr­is­þega. Allt ætl­aði um koll að keyra þegar dóm­arar og efstu lög þjóð­fé­lags­ins voru krafðir um að end­ur­greiða brota­brot af mán­að­ar­tekjum sínum vegna mis­taka kerf­is­ins. Þeir þurfa ekki að lifa við flóknar skerð­ingar sem er dag­legt brauð líf­eyr­is­þega og í raun ekk­ert annað en ofur­skattur á hlægi­lega inn­komu.

Trygg­inga­stofnun gefur sér ansi ríf­legan tíma í að yfir­fara mál okkar óheppnu sem missum heils­una. Veigra þau sér síðan ekki við að gera ein­greiðslur vegna tekju­taps fyrri ára upp­tækar þegar þær loks­ins skila sér á kol­röngu ári án þess maður fái rönd við reist. Eftir margar upp­færslur á tekju­á­ætlun hjá TR þegar gögn eða breyt­ingar röt­uðu til mín þá reikn­að­ist mér loks­ins til heild­ar­greiðslur fyrir árið 2021 1.572.618.- Rúmu ári seinna kemst stofn­unin hins vegar að því að um ofgreiðslu var að ræða upp á 914.251.- mínus skatt upp á 107.509.- og beri mér að end­ur­greiða sam­tals 806.742.- 

Sá hinn sami og taldi brýna þörf fyrir þjóð­fé­lagið að setja sultar­ól­ina á öryrkja og elli­líf­eyr­is­þega með harka­legum skerð­ingum eftir hrun sem átti að vera tíma­bundin lausn og skammt­aði sjálfum sér 974.000.- í mán­að­ar­lega launa hækkun eða á pari við end­ur­greiðsl­una mína. Til að toppa sið­leysið þá er sá hinn sami settur í for­ystu á nefnd til tveggja ára til að end­ur­skoða eigið óhæfu­verk rúmum ára­tugi seinna með sína 89% launa­hækkun í vas­an­um. Það þarf enga rán­dýra nefnd til að ein­fald­lega leggja niður þessar sið­lausu skerð­ing­ar. Það er jafn auð­velt og að hækka eigin laun.

Auglýsing

Hversu lengi eigum við að bíða eftir rétt­læti Katrínar Jak­obs­dótt­ur? 

„VG eru ekki lengur bara með­sek um glæpi þess­arar rík­is­stjórnar gegn mannúð og góðu sið­ferði, þau eru ein­fald­lega sek eins og synd­in. Það er sér­stakur staður í hel­víti fyrir fólk sem selur sál sína fyrir völd og veg­tyll­ur,“ segir séra Davíð Þór Jóns­­son. Mikið er ég sam­mála hon­um. Inni­halds­laust froðu­snakk!!!

Mán­að­ar­legar ráð­stöf­un­ar­tekjur mínar árið 2021 voru 258.821.- frá Trygg­ing­ar­stofnun rík­is­ins og líf­eyr­is­sjóð­um. Sjóð­ur­inn minn meðal ann­ars not­aður til að fjár­magna sið­lausar launa­hækk­anir Alþing­is­manna og til að nið­ur­greiða þá sem ekk­ert lögðu til í sjóð­inn og því áunnið sér lítil eða engin rétt­indi. Nið­ur­greiða þá sem unnu svart eða sjálf­stæða atvinnu­rek­endur sem greiddu sér út arð í stað eðli­legra launa, ráku einka­bíl­inn á fyr­ir­tæk­inu og annað skemmti­legt til frá­dráttar í stað þess að borga sann­gjarnan hlut til sam­neysl­unnar rétt eins og almennir laun­þegar þurfa að gera. Not­aðir til að ­styrkja stöndug stór­fyr­ir­tæki til að þeir geti greitt sér arð, haldið fólki á laun­um, til að segja upp því fólki og til að end­ur­ráða sama fólk.

Sem fyrr­ver­andi milli- og efri milli­tekju mann­eskja sem greitt hefur dyggi­lega í all­nokkra ára­tugi í sam­neysl­una þá er ég ekki sátt, öllu heldur bál­reið! 

Hér fáið þið að sjá ráð­stöf­un­ar­tekjur mínar eftir skatt þegar sið­lausar skerð­ingar hafa átt sér stað fyrir árið 2021. Ævar­andi skömm Stein­gríms, Jóhönnu, Katrínar og Bjarna.

Heildar ráð­stöf­un­ar­tekjur árið 2021 sam­kvæmt banka­reikn­ingi: 3.105.858.-  eða sam­tals 258.821.- í mán­að­ar­legar greiðsl­ur. Þetta er nú allt örlætið frá hinum háu herrum á Alþingi íslands. Hvernig á að draga fram lífið á þessum aumu úthlut­uðu krónum í óstjórn­andi verð­bólgu­báli sem framundan er?

Hvað eru margir sér­fræð­ing­arnir og Alþing­is­menn­irnir á háum launum við að hirða líf­eyr­inn okkar með þessum flóknu skerð­ingum og halda okkur langt undir fram­færslu­við­mið­i? 

Nákvæm­lega hvað fer mikið af okkar líf­eyri í hít­ina til að fjár­magna laun mennt­aðra sér­fræð­inga sem vinna við að útfæra og flækja kerfin svo að engin skilj­i? 

Er þetta nokkuð annað en dulið atvinnu­leysi vel mennt­aðra sér­fræð­inga? 

Hvernig má það vera að þeir Alþing­is­menn sem hafa sig hvað mest frammi um ágæti nýfrjáls­hyggj­unnar og einka­væð­ing­una hafa sjálfir ekki getað plummað sig í því umhverf­i? 

Ötulir eru Alþing­is­menn­irnir í sjálftök­unni á okkar kostnað og dug­legir að skara eld að eigin köku. Margir lifa þeir ansi ríf­lega á spena almenn­ings til lengri tíma. Nái þeir ekki kosn­ingu m.a. þar sem engin frum­vörp voru innt af hendi til fjölda ára, nú þá bíður þeirra bara enn ein hálaunuð inni vinnan sem aðstoð­ar­maður vinar og flokks­fé­laga eða bara eitt­hvað sem flokks­systk­inin geta töfrað fram á okkar kostn­að, þá er ekk­ert til spar­að. Engin nefnd þörf! 

Einn þaul­setn­asti og dýr­asti alþing­is­maður Íslands­sög­unnar fær vel laun­aða nefndar for­ystu sprett­hóps við að end­ur­skoða sitt eigið óhæfu­verk sam­an­ber skerð­ingar á heims­mæli­kvarða á hendur þeirra verst sett­u. 

Ég vil gjarnan fá að ein­beita mér að bata í stað þess að hafa stöðugar áhyggj­ur, kvíða, verki og svefn­leysi vegna mann­fjand­sam­legs kerf­is. Kerfis sem finnst ég eiga ekk­ert betra skilið en að liggja heima upp í rúmi alvar­lega verkj­uð, þung­lynd og upp­lýsa TR reglu­lega um hversu mörg skeini­blöð ég not­aði í mán­uð­inum til að vera viss um að ég hafi það nú ekki of gott. Fram­tíðar örorka í þessu mann­skemm­andi kerfi er álíka öruggt og launa­hækk­anir ráða­manna. Má ekki setja þak á greiðslur til tíð­ræddra millj­óna­líf­eyr­is­þega úr þínum röðum Bjarni?

Í sið­mennt­uðu þjóð­fé­lagi ætti ég að borga skatt á við alla aðra en ekki ofur­skatta kall­aðar skerð­ingar af smánar upp­hæð­um.

Höf­undur er öryrki og fyrr­ver­andi mark­aðs- og sölu­stjóri.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar