Til hvers skammbyssur?

Pétur Gunnarsson rithöfundur segir að í ljósi nýlegra atburða sé brýnt að endurnýja bann við skammbyssum með viðauka um vélbyssur og sjálfvirka riffla, að viðlögðum himinháum sektum og refsingum.

Auglýsing

Það bar við snemma árs 1968 að tvö morð voru framin með skömmu milli­bili í Reykja­vík, það fyrra á Þorra, hið síð­ara á Góu og bæði með skamm­byss­um. Óhug sló á þjóð­ina og lög­reglan gaf út til­kynn­ingu þar sem allar skamm­byssur voru inn­kall­að­ar, hvar sem þær kynnu að leyn­ast og hvernig sem til þeirra hefði verið stofn­að, að við­lögðum háum sekt­um. Enn er í minnum byssu­haug­ur­inn sem barst til höf­uð­stöðva lög­regl­unn­ar, allt frá fram­hlaðn­ingum og byssu­stingjum til nútíma víg­tóla. Skamm­byssur voru lýstar óalandi og óferj­andi á Íslandi, enda aug­ljós­lega ekki ætl­aðar til ann­ars en valda ógn og dauða. Eða hvert er nota­gildi skamm­byssu? Varla gengur nokkur maður til rjúpna með skamm­byssu, hvað þá hrein­dýra? Skamm­byssa er aftur á móti kjörin ætli við­kom­andi að fremja vopnað rán eða stytta náunga sínum aldur með skjótum og skil­virkum hætti.

Bannið gerði að verkum að það var ein­fald­lega ekki í boði á Íslandi að kála manni með skamm­byssu og öðru hverju þegar byssu­æði keyrir um þver­bak vestur í Amer­íku, er gjarnan rifjað upp þetta for­dæmi Íslend­inga.

Auglýsing
Hvernig stendur þá á því að hér er skyndi­lega allt vað­andi í byssum og skotárásum hægri vinstri? Hvaða óhappa­maður skyldi hafa borið upp til­lögu á Alþingi um að skamm­byssur skyldu lög­leyfðar á Íslandi?

Nú er svo komið að talað er um að tveir hópar glæpa­gengja starfi í land­inu og lög­reglan greinir frá þessu eins og ekk­ert sé og sýnir því jafn­vel vissan skiln­ing – hinn almenni borg­ari þurfi ekk­ert að ótt­ast. Maður hefði þvert á móti haldið að áþekk yfir­lýs­ing yrði til þess að allt þjóð­fé­lagið yrði sett á við­bún­að­ar­stig og þetta mál eitt á mála­skrá þings­ins þar til yfir lyk­i. 

Í ljósi nýlegra atburða er brýnt að end­ur­nýja bann við skamm­byssum með við­auka um vél­byssur og sjálf­virka riffla, að við­lögðum him­in­háum sektum og refs­ing­um. Í hverri ein­ustu flug­vél og ferju sem kæmi að utan ættu flug­þjónar og -freyjur að dreifa miðum þar sem erlendur far­þegi væri upp­lýstur um bannið og við­ur­lögin við að brjóta það. Líkt og til skamms tíma tíðk­að­ist í flug­vélum vestur um haf þar sem far­þegi þurfti að greina frá bráðsmit­andi sjúk­dómum eða óæski­legum stjórn­mála­skoð­un­um. En sport­veiði­menn gætu því aðeins haft vopn undir höndum að þau væru með heim­il­is­fang og kenni­tölu og þeir sjálfir með not­hæft heil­brigð­is­vott­orð.

Vett­linga­tök að ekki sé talað um skiln­ing sem yfir­völd sýni byssu­mönnum er ávísun á skálmöld í þeim Kar­dimommubæ sem Ísland hefur verið og hlýtur jafnan að vera þegar kemur að lög­gæslu­mál­um. Með banni við skot­vopnum yrði glæpa­gengjum gert óhæg­ara um vik að starfa hér og hinn almenni borg­ari gæti farið allra sinna ferða án þess að eiga von á skotárás úr laun­sátri.

Höf­undur er rit­höf­und­ur.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kaupfélag Skagfirðinga hefur hagnast um 18 milljarða króna á fjórum árum
Eigið fé Kaupfélags Skagfirðinga, samvinnufélags í eigu 1.465 félagsmanna með höfuðstöðvar á Sauðárkróki, hefur þrefaldast frá árinu 2010 og er 49,5 milljarðar. Eignir félagsins eru metnar á tæplega 80 milljarða. Verðmætasta bókfærða eignin er kvóti.
Kjarninn 15. ágúst 2022
Áfengi spilar afar stjórt hlutverk í danskri unglingamenningu.
Danskir menntaskólar endurhugsi drykkjumenninguna
Danska heilbrigðisstofnunin hefur sent menntaskólum landsins bréf þar sem óskað er eftir því að hætt verði að gera áfengi hátt undir höfði á viðburðum á vegum skólanna.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Vilja gera óperuna aðgengilega fyrir Íslendinga
Kammeróperan ætlar að flytja meistarverkið Così fan tutte eftir Mozart íslensku á óperukvöldverði í Iðnó. Safnað er fyrir verkefninu á Karolina fund.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Korn frá Úkraínu loks á leið til Afríku á barmi hungursneyðar
Flutningaskip á vegum Sameinuðu þjóðanna er á leið til Afríku með fullan farm af korni frá Úkraínu. Um er að ræða fyrstu kornflutninga frá Úkraínu til Afríku síðan Rússland réðst inn í Úkraínu.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Vindmyllurnar sem yrðu notaðar í vindorkuverið í Hvalfirði yrðu um 250 metrar á hæð. Þær yrðu á fjalli sem er 647 metrar á hæð og því sjást mjög víða að.
Vindorkuverið hefði „veruleg áhrif á ásýnd“ Hvalfjarðar og nágrennis
Hvalfjörður er þekktur fyrir fjölbreytt og fallegt landslag. Stofnanir segja „mjög vandasamt“ að skipuleggja svo stórt inngrip sem vindorkuver er á slíku svæði og að það yrði „mikil áskorun“ að ná sátt um byggingu þess.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Mikið var látið með HBO Max þegar streymisþjónustan var kynnt til leiks vorið 2020 og hún auglýst gríðarlega.
Bylting á HBO Max veldur því að veitan kemur seinna til Íslands og efnisframboð minnkar
Bið Íslendinga eftir HBO Max mun lengjast um rúm tvö ár. Ástæðan er sameining móðurfélags HBO við fjölmiðlarisann Discovery. Ný stjórn er í brúnni og allt virðist vera gert til að spara pening.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Kristjanía er eins konar undraland í miðri Kaupmannahöfn.
Kristjaníubúar fá tilboð
Danska ríkið hefur gert íbúum Kristjaníu tilboð sem felur í sér umtalsverðar breytingar frá núverandi skipulagi. Íbúum „fríríkisins“ myndi fjölga talsvert ef breytingarnar ganga eftir. Samningaviðræður milli íbúanna og ríkisins standa yfir.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands birti samkomulag um sátt við FX Iceland í liðinni viku.
Fékk 2,7 milljóna króna sekt fyrir margháttuð og alvarleg brot á peningaþvættislögum
Annmarkar voru á flestum þáttum starfsemi gjaldeyrisskiptamiðstöðvar sem hóf starfsemi snemma árs 2020. Fyrirtækið stundaði meðal annars áfram viðskipti við aðila eftir að peningaþvættiseftirlitið hafði sent tilkynningu um grunsamleg viðskipti þeirra.
Kjarninn 13. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar