Úkraínu blæðir í boði Pútíns

Það er skylda Vesturlanda að styðja Úkraínu í baráttu sinni gegn yfirgangi, ofbeldi og glæpum Rússa, ritar Gunnar Hólmsteinn Ársælsson í aðsendri grein. Hann segir innrásina byggða á ranghugmyndum og að leiðtogi Rússa sé ofbeldismaður.

Auglýsing

Það er brennu­vargur laus í Evr­ópu, sem staðið hefur fyrir stríði í Úkra­ínu frá því á vor­dögum 2014. Þá hófst það sem ég vil kalla ,,fyrra Úkra­ínu­stríð­ið“, þegar aðskiln­að­ar­sinnar í aust­ur-Úkra­ínu, með aðstoð Rússa sögðu sig úr lögum við Úkra­ínska ríkið í kjöl­far stjórn­ar­bylt­ingar sem kall­ast Eurom­ai­d­an.

Þá reis úkra­ínskur almenn­ingur upp gegn ríkj­andi vald­hafa, Viktor Janúkó­vits, sem var leppur Rússa, og steypti honum af stóli. Úkra­ínu­menn vildu nálg­ast Evr­ópu og horfa til vest­urs, en ekki aust­urs. Janúkó­vits flúði til Rúss­lands með fúlgur fjár að því að talið er.

Á sama tíma hrifs­aði Vla­dimír Pútín, for­seti Rúss­lands, til sín Krím­skaga með ólög­legum hætti, sem hann sagði að hefði alltaf til­heyra Rúss­landi og ætti því að vera þar. Sem er rangt, því Krím­skagi til­heyrði Úkra­ínu frá 1954, en var vissu­lega lengi hluti af rúss­neska heims­veld­inu, sem ekki er til leng­ur. Aðgerð þessi er skýrt brot á alþjóða­lög­um. Í þessu fyrra stríði lét­ust um 14.000 manns.

Auglýsing

Það sem svo kalla mætti ,,seinna Úkra­ínu­stríð­ið“ hófst svo þann 24. febr­úar síð­ast­lið­inn þegar Vla­dimír Pútín skip­aði her sínum (sem var búinn að vera á ,,her­æf­ingu“ mán­uðum saman við landa­mæri ríkj­anna), að gera alls­herj­ar­inn­rás í Úkra­ínu.

Inn­rásin er byggð á rang­hug­myndum á borð við að ,,af-nas­ista­væða“ Úkra­ínu og koma í veg fyrir ,,þjóð­ar­morð“ á Rússum í aust­ur­hluta lands­ins (Don­bass). Hvor­ugt stenst skoð­un, og t.d. er for­seti Úkra­ínu, Vla­dimír Zel­en­skí, af gyð­inga­ætt­um!

Nas­istar stjórna ekki Úkra­ínu, bara svo það sé á hreinu og ekk­ert þjóð­ar­morð hefur verið framið á Rúss­um. Reyndar mætti snúa þessu við, því rúss­neski her­inn hefur gert sig sekan um hrika­lega stríðs­glæpi í nokkrum borgum Úkra­ínu, t.d. Bucha. Almennir borg­arar hafa verið drepnir af mik­illi grimmd og aðgerð­irnar jaðra við þjóð­ar­morð og glæpi gegn mann­kyni.

Inn­rásin og skipu­lögð skemmd­ar­verk Pútíns á Úkra­ínu eiga sér meðal annar rætur í þeirri stað­reynd að Pútín þolir ekki þá til­hugsun að Úkra­ína verði vest­rænt lýð­ræð­is­ríki og að þar hafi fólk rétt til þess að hugsa frítt og njóta mann­rétt­inda, sem og borg­ara­legra rétt­inda. Nokkuð sem er búið að bæla skipu­lega niður undir stjórn Pútíns í Rúss­landi, frá árinu 2000, enda landið orðið eitt mesta alræð­is­ríki á jörð­inni.

Pútin hefur sagt NATO ógna Rúss­landi, en aðild­ar­ríkjum þess fjölg­aði eftir hrun Sov­ét­ríkj­anna árið 1991. Þá völdu mörg lönd sem voru á áhrifa­svæði Rússa að ganga bæði í ESB og NATO. Þau eru frjáls og full­valda og ráða hvernig þau haga sínum mál­um. Úkra­ína vill það líka, en það þolir Pútín ekki. Pútín vill því ráða hlutum sem hann hefur í raun ekk­ert með að gera.

Hvernig þessu stríði í Úkra­ínu lýkur og hvenær er erfitt að segja til um. Það er hins vegar skylda Vest­ur­landa að styðja landið í bar­áttu sinni gegn yfir­gangi, ofbeldi og glæpum Rússa gegn úkra­ínsku þjóð­inni. Því það eru ill öfl við völd í Moskvu, öfl sem byggja á þjóð­ern­is­hatri og van­virð­ingu fyrir frelsi og mann­rétt­ind­um.

Þeirri skoðun er gjarnan haldið að okkur hér á Vest­ur­löndum að Rúss­land sé svo flókið og að við getum ekki skilið rúss­neska sögu og sam­fé­lag. En þetta er frekar ein­falt; und­an­farin 3-400 ár hefur ofbeldi og botn­laus van­virð­ing gagn­vart manns­lífum verið rauður þráður í rúss­nesku sam­fé­lagi. Keis­ar­arnir kúg­uðu bæði inn­an­lands og utan, almenn­ingur svalt. Eftir bylt­ingu komm­ún­ista 1917 hélt kúg­unin og ofbeldið áfram; Stalín lét drepa millj­ónir og henda öðrum eins fjölda í Gúlag (þrælk­un­ar­búð­ir). Meðal ann­ars í Úkra­ínu, þar sem hung­ursneyð var notuð sem vopn. Rússar drápu líka einir Banda­manna sína eigin menn í bar­átt­unni við nas­ista í seinni heims­styrj­öld, ekki einu sinni nas­istar gerðu það (,,Not a step back“- stefn­an).

Inn­rás í Ung­verja­land 1956, Tékkóslóvakíu 1968 og Afganistan 1979. Eftir upp­lausn Sov­ét­ríkj­anna hélt þetta svo áfram undir Boris Jeltsín í Téténíu (1994-6 og 2000-2009, þá undir Pútín) og nú gegn­um­sýrir ofbeldið rúss­neskt sam­fé­lag undir stjórn Pút­ins; inn­rás í Georgíu 2008, Úkra­ína 2014 (að­stoð við aðskiln­að­ar­sinna) og svo aftur núna, rúss­neski her­inn í heild sinni og  með aðstoð Hvíta-Rúss­lands og kúg­ar­ans þar, Alex­ander Lúk­a­sjénkó. Nýleg lög leyfa einnig rúss­neskum mönnum að berja nán­ast eig­in­konur sínar til dauða, ákveðnar teg­undir heim­il­is­of­beldis voru afglæpa­vædd­ar. Ofbeldið er því í raun lög­leitt og hefur ákveðið lög­mæti.

Nið­ur­staðan er: Leið­togi Rúss­lands er ofbeld­is­maður sem verður að stoppa, hann er stór­hættu­legur fyrir alla heims­byggð­ina, því hann hefur jafn­vel gefið til kynna að hann sé til­bú­inn að beita kjarn­orku­vopn­um. Það er brjál­æði, sem og öll þessi ömur­lega her­ferð hins grama Pútíns gegn Úkra­ínu.

Höf­undur er MA í stjórn­málum A-Evr­ópu frá Upp­sala­há­skól­anum í Sví­þjóð.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meghan og Harry kynntust á Instagram. Hljómar kannski ekki eins og ævintýri, enda hafa þau sagt skilið við slík, að minnsta kosti konungleg ævintýri.
Sannleikur Harrys og Meghan – frá þeirra eigin sjónarhorni
Harry og Meghan fundu sig knúin til að segja „sinn eigin sannleika“ af samskiptum þeirra við konungsfjölskylduna og ákvörðun þeirra að segja skilið við allar konunglega skyldur. Sannleikurinn er nú aðgengilegur á Netflix en sitt sýnist hverjum.
Kjarninn 9. desember 2022
Ingrid Kuhlman
Sjö tegundir hvíldar
Kjarninn 9. desember 2022
Tillaga Andrésar Inga Jónsson, þingmanns Pírata, um að fresta umræðu um breytingu á lögum um útlendinga fram yfir áramót var felld við upphaf þingfundar. Stjórnarandstaðan sakar meirihlutann um að setja fjölda mála í uppnám með þessu.
Segja stjórnarmeirihlutann stilla öryrkjum upp á móti útlendingum
Tillaga þingmanns Pírata um að taka af dagskrá frumvarp um alþjóðlega vernd var felld á Alþingi. Stjórnarandstöðuþingmenn segja það fáránlegt að afgreiða eigi frumvarpið áður en eingreiðsla til öryrkja verði tekin fyrir á þingi.
Kjarninn 9. desember 2022
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra.
Ekki upplýst formlega en leitað til hennar „í krafti vináttu og persónulegra tengsla“
Forsætisráðherra segir að hún hafi ekki verið upplýst formlega um að ráðherra hafi sýnt af sér vanvirðandi framkomu. Þegar leitað sé til hennar sem trúnaðarvinar sé um persónuleg málefni að ræða sem kalli ekki á að hún setji þau í farveg stjórnsýslumála.
Kjarninn 9. desember 2022
Hægt er að horfa á sjónvarp með ýmsum hætti.
Myndlyklum í útleigu fækkað um 25 þúsund á fimm árum
Þeim sem leigja myndlykla fyrir nokkur þúsund krónur á mánuði af fjarskiptafyrirtækjum til að horfa á sjónvarp hefur fækkað um tíu þúsund á einu ári. Fleiri og fleiri kjósa að horfa á sjónvarp í gegnum app.
Kjarninn 9. desember 2022
Hér sést annar mannanna vera leiddur inn í héraðsdóm eftir handtöku í september.
Búið að birta ákæru gegn tveimur mönnum fyrir að skipuleggja hryðjuverk
Í september voru tveir menn handteknir grunaðir um að hafa ætlað að fremja hryðjuverk á Íslandi. Þeir eru taldir hafa ætlað að ráðast að Alþingi og nafngreindum stjórnmálamönnum. Búið er að birta lögmönnum þeirra ákæru.
Kjarninn 9. desember 2022
Litla-Sandfell stendur um 95 metra upp úr Leitahrauni í Þrengslunum.
Náma í Litla-Sandfelli veldur „miklum neikvæðum umhverfisáhrifum“
Skipulagsstofnun telur Eden Mining vanmeta umhverfisáhrif námu í Litla-Sandfelli. Að fjarlægja fjall velti upp þeirri hugmynd „hvort verið sé að opna á þá framtíðarsýn að íslenskar jarðmyndanir verði í stórfelldum mæli fluttar út til sementsframleiðslu“.
Kjarninn 9. desember 2022
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra.
Fullyrt að stjórnvöld hafi breytt reglugerð til að aðstoða Pussy Riot eftir beiðni Ragnars
Mikil leynd hefur ríkt yfir því hverjir hafa fengið útgefin sérstök íslensk vegabréf á grundvelli reglugerðarbreytingar sem undirrituð var í vor. Nú er fullyrt að hennii hafi verið breytt eftir að Ragnar Kjartansson leitaði til Katrínar Jakobsdóttur.
Kjarninn 9. desember 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar