Úkraínu blæðir í boði Pútíns

Það er skylda Vesturlanda að styðja Úkraínu í baráttu sinni gegn yfirgangi, ofbeldi og glæpum Rússa, ritar Gunnar Hólmsteinn Ársælsson í aðsendri grein. Hann segir innrásina byggða á ranghugmyndum og að leiðtogi Rússa sé ofbeldismaður.

Auglýsing

Það er brennu­vargur laus í Evr­ópu, sem staðið hefur fyrir stríði í Úkra­ínu frá því á vor­dögum 2014. Þá hófst það sem ég vil kalla ,,fyrra Úkra­ínu­stríð­ið“, þegar aðskiln­að­ar­sinnar í aust­ur-Úkra­ínu, með aðstoð Rússa sögðu sig úr lögum við Úkra­ínska ríkið í kjöl­far stjórn­ar­bylt­ingar sem kall­ast Eurom­ai­d­an.

Þá reis úkra­ínskur almenn­ingur upp gegn ríkj­andi vald­hafa, Viktor Janúkó­vits, sem var leppur Rússa, og steypti honum af stóli. Úkra­ínu­menn vildu nálg­ast Evr­ópu og horfa til vest­urs, en ekki aust­urs. Janúkó­vits flúði til Rúss­lands með fúlgur fjár að því að talið er.

Á sama tíma hrifs­aði Vla­dimír Pútín, for­seti Rúss­lands, til sín Krím­skaga með ólög­legum hætti, sem hann sagði að hefði alltaf til­heyra Rúss­landi og ætti því að vera þar. Sem er rangt, því Krím­skagi til­heyrði Úkra­ínu frá 1954, en var vissu­lega lengi hluti af rúss­neska heims­veld­inu, sem ekki er til leng­ur. Aðgerð þessi er skýrt brot á alþjóða­lög­um. Í þessu fyrra stríði lét­ust um 14.000 manns.

Auglýsing

Það sem svo kalla mætti ,,seinna Úkra­ínu­stríð­ið“ hófst svo þann 24. febr­úar síð­ast­lið­inn þegar Vla­dimír Pútín skip­aði her sínum (sem var búinn að vera á ,,her­æf­ingu“ mán­uðum saman við landa­mæri ríkj­anna), að gera alls­herj­ar­inn­rás í Úkra­ínu.

Inn­rásin er byggð á rang­hug­myndum á borð við að ,,af-nas­ista­væða“ Úkra­ínu og koma í veg fyrir ,,þjóð­ar­morð“ á Rússum í aust­ur­hluta lands­ins (Don­bass). Hvor­ugt stenst skoð­un, og t.d. er for­seti Úkra­ínu, Vla­dimír Zel­en­skí, af gyð­inga­ætt­um!

Nas­istar stjórna ekki Úkra­ínu, bara svo það sé á hreinu og ekk­ert þjóð­ar­morð hefur verið framið á Rúss­um. Reyndar mætti snúa þessu við, því rúss­neski her­inn hefur gert sig sekan um hrika­lega stríðs­glæpi í nokkrum borgum Úkra­ínu, t.d. Bucha. Almennir borg­arar hafa verið drepnir af mik­illi grimmd og aðgerð­irnar jaðra við þjóð­ar­morð og glæpi gegn mann­kyni.

Inn­rásin og skipu­lögð skemmd­ar­verk Pútíns á Úkra­ínu eiga sér meðal annar rætur í þeirri stað­reynd að Pútín þolir ekki þá til­hugsun að Úkra­ína verði vest­rænt lýð­ræð­is­ríki og að þar hafi fólk rétt til þess að hugsa frítt og njóta mann­rétt­inda, sem og borg­ara­legra rétt­inda. Nokkuð sem er búið að bæla skipu­lega niður undir stjórn Pútíns í Rúss­landi, frá árinu 2000, enda landið orðið eitt mesta alræð­is­ríki á jörð­inni.

Pútin hefur sagt NATO ógna Rúss­landi, en aðild­ar­ríkjum þess fjölg­aði eftir hrun Sov­ét­ríkj­anna árið 1991. Þá völdu mörg lönd sem voru á áhrifa­svæði Rússa að ganga bæði í ESB og NATO. Þau eru frjáls og full­valda og ráða hvernig þau haga sínum mál­um. Úkra­ína vill það líka, en það þolir Pútín ekki. Pútín vill því ráða hlutum sem hann hefur í raun ekk­ert með að gera.

Hvernig þessu stríði í Úkra­ínu lýkur og hvenær er erfitt að segja til um. Það er hins vegar skylda Vest­ur­landa að styðja landið í bar­áttu sinni gegn yfir­gangi, ofbeldi og glæpum Rússa gegn úkra­ínsku þjóð­inni. Því það eru ill öfl við völd í Moskvu, öfl sem byggja á þjóð­ern­is­hatri og van­virð­ingu fyrir frelsi og mann­rétt­ind­um.

Þeirri skoðun er gjarnan haldið að okkur hér á Vest­ur­löndum að Rúss­land sé svo flókið og að við getum ekki skilið rúss­neska sögu og sam­fé­lag. En þetta er frekar ein­falt; und­an­farin 3-400 ár hefur ofbeldi og botn­laus van­virð­ing gagn­vart manns­lífum verið rauður þráður í rúss­nesku sam­fé­lagi. Keis­ar­arnir kúg­uðu bæði inn­an­lands og utan, almenn­ingur svalt. Eftir bylt­ingu komm­ún­ista 1917 hélt kúg­unin og ofbeldið áfram; Stalín lét drepa millj­ónir og henda öðrum eins fjölda í Gúlag (þrælk­un­ar­búð­ir). Meðal ann­ars í Úkra­ínu, þar sem hung­ursneyð var notuð sem vopn. Rússar drápu líka einir Banda­manna sína eigin menn í bar­átt­unni við nas­ista í seinni heims­styrj­öld, ekki einu sinni nas­istar gerðu það (,,Not a step back“- stefn­an).

Inn­rás í Ung­verja­land 1956, Tékkóslóvakíu 1968 og Afganistan 1979. Eftir upp­lausn Sov­ét­ríkj­anna hélt þetta svo áfram undir Boris Jeltsín í Téténíu (1994-6 og 2000-2009, þá undir Pútín) og nú gegn­um­sýrir ofbeldið rúss­neskt sam­fé­lag undir stjórn Pút­ins; inn­rás í Georgíu 2008, Úkra­ína 2014 (að­stoð við aðskiln­að­ar­sinna) og svo aftur núna, rúss­neski her­inn í heild sinni og  með aðstoð Hvíta-Rúss­lands og kúg­ar­ans þar, Alex­ander Lúk­a­sjénkó. Nýleg lög leyfa einnig rúss­neskum mönnum að berja nán­ast eig­in­konur sínar til dauða, ákveðnar teg­undir heim­il­is­of­beldis voru afglæpa­vædd­ar. Ofbeldið er því í raun lög­leitt og hefur ákveðið lög­mæti.

Nið­ur­staðan er: Leið­togi Rúss­lands er ofbeld­is­maður sem verður að stoppa, hann er stór­hættu­legur fyrir alla heims­byggð­ina, því hann hefur jafn­vel gefið til kynna að hann sé til­bú­inn að beita kjarn­orku­vopn­um. Það er brjál­æði, sem og öll þessi ömur­lega her­ferð hins grama Pútíns gegn Úkra­ínu.

Höf­undur er MA í stjórn­málum A-Evr­ópu frá Upp­sala­há­skól­anum í Sví­þjóð.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar