Úkraínu blæðir í boði Pútíns

Það er skylda Vesturlanda að styðja Úkraínu í baráttu sinni gegn yfirgangi, ofbeldi og glæpum Rússa, ritar Gunnar Hólmsteinn Ársælsson í aðsendri grein. Hann segir innrásina byggða á ranghugmyndum og að leiðtogi Rússa sé ofbeldismaður.

Auglýsing

Það er brennu­vargur laus í Evr­ópu, sem staðið hefur fyrir stríði í Úkra­ínu frá því á vor­dögum 2014. Þá hófst það sem ég vil kalla ,,fyrra Úkra­ínu­stríð­ið“, þegar aðskiln­að­ar­sinnar í aust­ur-Úkra­ínu, með aðstoð Rússa sögðu sig úr lögum við Úkra­ínska ríkið í kjöl­far stjórn­ar­bylt­ingar sem kall­ast Eurom­ai­d­an.

Þá reis úkra­ínskur almenn­ingur upp gegn ríkj­andi vald­hafa, Viktor Janúkó­vits, sem var leppur Rússa, og steypti honum af stóli. Úkra­ínu­menn vildu nálg­ast Evr­ópu og horfa til vest­urs, en ekki aust­urs. Janúkó­vits flúði til Rúss­lands með fúlgur fjár að því að talið er.

Á sama tíma hrifs­aði Vla­dimír Pútín, for­seti Rúss­lands, til sín Krím­skaga með ólög­legum hætti, sem hann sagði að hefði alltaf til­heyra Rúss­landi og ætti því að vera þar. Sem er rangt, því Krím­skagi til­heyrði Úkra­ínu frá 1954, en var vissu­lega lengi hluti af rúss­neska heims­veld­inu, sem ekki er til leng­ur. Aðgerð þessi er skýrt brot á alþjóða­lög­um. Í þessu fyrra stríði lét­ust um 14.000 manns.

Auglýsing

Það sem svo kalla mætti ,,seinna Úkra­ínu­stríð­ið“ hófst svo þann 24. febr­úar síð­ast­lið­inn þegar Vla­dimír Pútín skip­aði her sínum (sem var búinn að vera á ,,her­æf­ingu“ mán­uðum saman við landa­mæri ríkj­anna), að gera alls­herj­ar­inn­rás í Úkra­ínu.

Inn­rásin er byggð á rang­hug­myndum á borð við að ,,af-nas­ista­væða“ Úkra­ínu og koma í veg fyrir ,,þjóð­ar­morð“ á Rússum í aust­ur­hluta lands­ins (Don­bass). Hvor­ugt stenst skoð­un, og t.d. er for­seti Úkra­ínu, Vla­dimír Zel­en­skí, af gyð­inga­ætt­um!

Nas­istar stjórna ekki Úkra­ínu, bara svo það sé á hreinu og ekk­ert þjóð­ar­morð hefur verið framið á Rúss­um. Reyndar mætti snúa þessu við, því rúss­neski her­inn hefur gert sig sekan um hrika­lega stríðs­glæpi í nokkrum borgum Úkra­ínu, t.d. Bucha. Almennir borg­arar hafa verið drepnir af mik­illi grimmd og aðgerð­irnar jaðra við þjóð­ar­morð og glæpi gegn mann­kyni.

Inn­rásin og skipu­lögð skemmd­ar­verk Pútíns á Úkra­ínu eiga sér meðal annar rætur í þeirri stað­reynd að Pútín þolir ekki þá til­hugsun að Úkra­ína verði vest­rænt lýð­ræð­is­ríki og að þar hafi fólk rétt til þess að hugsa frítt og njóta mann­rétt­inda, sem og borg­ara­legra rétt­inda. Nokkuð sem er búið að bæla skipu­lega niður undir stjórn Pútíns í Rúss­landi, frá árinu 2000, enda landið orðið eitt mesta alræð­is­ríki á jörð­inni.

Pútin hefur sagt NATO ógna Rúss­landi, en aðild­ar­ríkjum þess fjölg­aði eftir hrun Sov­ét­ríkj­anna árið 1991. Þá völdu mörg lönd sem voru á áhrifa­svæði Rússa að ganga bæði í ESB og NATO. Þau eru frjáls og full­valda og ráða hvernig þau haga sínum mál­um. Úkra­ína vill það líka, en það þolir Pútín ekki. Pútín vill því ráða hlutum sem hann hefur í raun ekk­ert með að gera.

Hvernig þessu stríði í Úkra­ínu lýkur og hvenær er erfitt að segja til um. Það er hins vegar skylda Vest­ur­landa að styðja landið í bar­áttu sinni gegn yfir­gangi, ofbeldi og glæpum Rússa gegn úkra­ínsku þjóð­inni. Því það eru ill öfl við völd í Moskvu, öfl sem byggja á þjóð­ern­is­hatri og van­virð­ingu fyrir frelsi og mann­rétt­ind­um.

Þeirri skoðun er gjarnan haldið að okkur hér á Vest­ur­löndum að Rúss­land sé svo flókið og að við getum ekki skilið rúss­neska sögu og sam­fé­lag. En þetta er frekar ein­falt; und­an­farin 3-400 ár hefur ofbeldi og botn­laus van­virð­ing gagn­vart manns­lífum verið rauður þráður í rúss­nesku sam­fé­lagi. Keis­ar­arnir kúg­uðu bæði inn­an­lands og utan, almenn­ingur svalt. Eftir bylt­ingu komm­ún­ista 1917 hélt kúg­unin og ofbeldið áfram; Stalín lét drepa millj­ónir og henda öðrum eins fjölda í Gúlag (þrælk­un­ar­búð­ir). Meðal ann­ars í Úkra­ínu, þar sem hung­ursneyð var notuð sem vopn. Rússar drápu líka einir Banda­manna sína eigin menn í bar­átt­unni við nas­ista í seinni heims­styrj­öld, ekki einu sinni nas­istar gerðu það (,,Not a step back“- stefn­an).

Inn­rás í Ung­verja­land 1956, Tékkóslóvakíu 1968 og Afganistan 1979. Eftir upp­lausn Sov­ét­ríkj­anna hélt þetta svo áfram undir Boris Jeltsín í Téténíu (1994-6 og 2000-2009, þá undir Pútín) og nú gegn­um­sýrir ofbeldið rúss­neskt sam­fé­lag undir stjórn Pút­ins; inn­rás í Georgíu 2008, Úkra­ína 2014 (að­stoð við aðskiln­að­ar­sinna) og svo aftur núna, rúss­neski her­inn í heild sinni og  með aðstoð Hvíta-Rúss­lands og kúg­ar­ans þar, Alex­ander Lúk­a­sjénkó. Nýleg lög leyfa einnig rúss­neskum mönnum að berja nán­ast eig­in­konur sínar til dauða, ákveðnar teg­undir heim­il­is­of­beldis voru afglæpa­vædd­ar. Ofbeldið er því í raun lög­leitt og hefur ákveðið lög­mæti.

Nið­ur­staðan er: Leið­togi Rúss­lands er ofbeld­is­maður sem verður að stoppa, hann er stór­hættu­legur fyrir alla heims­byggð­ina, því hann hefur jafn­vel gefið til kynna að hann sé til­bú­inn að beita kjarn­orku­vopn­um. Það er brjál­æði, sem og öll þessi ömur­lega her­ferð hins grama Pútíns gegn Úkra­ínu.

Höf­undur er MA í stjórn­málum A-Evr­ópu frá Upp­sala­há­skól­anum í Sví­þjóð.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kaupfélag Skagfirðinga hefur hagnast um 18 milljarða króna á fjórum árum
Eigið fé Kaupfélags Skagfirðinga, samvinnufélags í eigu 1.465 félagsmanna með höfuðstöðvar á Sauðárkróki, hefur þrefaldast frá árinu 2010 og er 49,5 milljarðar. Eignir félagsins eru metnar á tæplega 80 milljarða. Verðmætasta bókfærða eignin er kvóti.
Kjarninn 15. ágúst 2022
Áfengi spilar afar stjórt hlutverk í danskri unglingamenningu.
Danskir menntaskólar endurhugsi drykkjumenninguna
Danska heilbrigðisstofnunin hefur sent menntaskólum landsins bréf þar sem óskað er eftir því að hætt verði að gera áfengi hátt undir höfði á viðburðum á vegum skólanna.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Vilja gera óperuna aðgengilega fyrir Íslendinga
Kammeróperan ætlar að flytja meistarverkið Così fan tutte eftir Mozart íslensku á óperukvöldverði í Iðnó. Safnað er fyrir verkefninu á Karolina fund.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Korn frá Úkraínu loks á leið til Afríku á barmi hungursneyðar
Flutningaskip á vegum Sameinuðu þjóðanna er á leið til Afríku með fullan farm af korni frá Úkraínu. Um er að ræða fyrstu kornflutninga frá Úkraínu til Afríku síðan Rússland réðst inn í Úkraínu.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Vindmyllurnar sem yrðu notaðar í vindorkuverið í Hvalfirði yrðu um 250 metrar á hæð. Þær yrðu á fjalli sem er 647 metrar á hæð og því sjást mjög víða að.
Vindorkuverið hefði „veruleg áhrif á ásýnd“ Hvalfjarðar og nágrennis
Hvalfjörður er þekktur fyrir fjölbreytt og fallegt landslag. Stofnanir segja „mjög vandasamt“ að skipuleggja svo stórt inngrip sem vindorkuver er á slíku svæði og að það yrði „mikil áskorun“ að ná sátt um byggingu þess.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Mikið var látið með HBO Max þegar streymisþjónustan var kynnt til leiks vorið 2020 og hún auglýst gríðarlega.
Bylting á HBO Max veldur því að veitan kemur seinna til Íslands og efnisframboð minnkar
Bið Íslendinga eftir HBO Max mun lengjast um rúm tvö ár. Ástæðan er sameining móðurfélags HBO við fjölmiðlarisann Discovery. Ný stjórn er í brúnni og allt virðist vera gert til að spara pening.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Kristjanía er eins konar undraland í miðri Kaupmannahöfn.
Kristjaníubúar fá tilboð
Danska ríkið hefur gert íbúum Kristjaníu tilboð sem felur í sér umtalsverðar breytingar frá núverandi skipulagi. Íbúum „fríríkisins“ myndi fjölga talsvert ef breytingarnar ganga eftir. Samningaviðræður milli íbúanna og ríkisins standa yfir.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands birti samkomulag um sátt við FX Iceland í liðinni viku.
Fékk 2,7 milljóna króna sekt fyrir margháttuð og alvarleg brot á peningaþvættislögum
Annmarkar voru á flestum þáttum starfsemi gjaldeyrisskiptamiðstöðvar sem hóf starfsemi snemma árs 2020. Fyrirtækið stundaði meðal annars áfram viðskipti við aðila eftir að peningaþvættiseftirlitið hafði sent tilkynningu um grunsamleg viðskipti þeirra.
Kjarninn 13. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar