Innanlandsflugið: Nútíma lausnir?

Ari Trausti Guðmundsson fyrrum þingmaður Vinstri grænna skrifar um innanlandsflug. Hann segir meðal annars að lest til Keflavíkur verði „of stórt verk­efni um langa hríð, miðað við sam­fé­lags­stærð og ferða­manna­fjölda“.

Auglýsing

Þróun til vist­vænni og sjálf­bær­ari borg­ara­legs flug­rekst­urs er hröð. Stærstu fram­leið­endur far­þega- og flutn­inga­véla, frá Air­bus og Boeing til kín­verska Comac og brasil­íska Embra­er, (að öðrum ónefnd­um) og hönn­uðir minni flug­véla vinna hörðum höndum að orku­skiptum og stutt­braut­ar­lausn­um. Unnið er að nýsköpun flug­tækja til vist­vænni nær­sam­gangna, svo sem dróna og smá­flug­véla til mjög stuttra far­þega- og flutn­inga­ferða. For­vitni­legt er að skoða alls konar svið­myndir um loft­ferðir um miðja öld­ina. Stóru flug­mála­sam­tökin eru mik­il­vægir drátt­ar­klár­ar. Alþjóða­flug­mála­stofn­unin (IACO - 196 ríki) stefnir að sjálf­bærum vexti í borg­ara­legu flugi og Alþjóða­sam­band flug­fé­laga (IATA - um 270 flug­fé­lög) leiðir sam­starf um umbætur og nýj­ungar í flug­þjón­ustu sem fag­sam­tök. Hollt er að hafa þennan alþjóð­lega ramma í umræðum um skipu­lag flug­leiða og flug­valla á Íslandi.

Alþingi setur stefnu

Á þingárum mín­um, sem annar vara­for­maður umhverf­is- og sam­göngu­nefnd­ar, var sam­þykkt metn­að­ar­full sam­göngu­á­ætlun 2020-2034 ásamt fyrstu flug­stefnu lands­ins. Hún er fram­sæk­in, m.a. vegna Loft­brú­ar­innar og skipan inn­an­lands­flugs í almenn­ings­sam­göng­ur. Að auki var stefnan ein­róma styrkt með þings­á­lyktun í nafni nefnd­ar­innar um orku­skipti í flugi. Sam­kvæmt henni á m.a. að hefja notkun vist­vænna orku­gjafa fyrir 2030. Flug­þjón­usta er löngu við­ur­kennd sem lyk­il­þáttur sam­gangna á Íslandi, inn­an- og utan­lands. Skerfur íslensks flugs í orku­skipt­um, og þar með minni losun kolefn­is, er stór, t.d. miðað við losun frá fólk­bílum hér­lend­is. Á heims­vísu er 2,8% heild­ar­kolefn­islos­unar frá borg­ara­legu flugi (2020) og þar með um 13% af sam­göng­um. Okkur ber að skila íslensku fram­lagi með fullum orku­skipt­um, miðað við tækni­þró­un, fyllsta öryggi og sem lægst vistspor, ávallt í sam­hengi við aðra notkun jarð­efna­elds­neytis og lífs­ferl­is­greiningu tækja og tóla sem til þarf.

Ríkar sam­fé­lags­skyldur

Ríki, sveit­ar­fé­lög og þá umfram önn­ur, sjálf Reykja­vík­ur­borg, hafa sam­göngu­skyldum að gegna við íbúa lands­ins. Að frá­töldum ferðum um hafnir og vegi er brýnt að geta náð milli þétt­býl­iskjarna og til höf­uð­borg­ar­innar eftir sæmi­lega greiðri leið, fyrir sæmi­legt verð og á sæmi­lega stuttum tíma. Þar er flug ein­boð­ið. Því minni kolefn­islosun á mann í heild og styttri ferða­tími, þeim mun betra.

Auglýsing

Horfa verð­ur, sam­hliða orku­skiptum í flugi, til orku­skipta í bíla­sam­göng­um. Akst­ur, lengd og tími, hefur áhrif á stað­setn­ingu flug­valla sem næst bæj­ar/­borg­ar­landi, eða innan þess. Eðli­legt má telja að öllum gef­ist tæki­færi að ná sem greið­ast milli lyk­il­staða eða lyk­il­bæja, hvert sem erindið er. Það raun­ger­ist í flestum löndum með lagn­ingu járn­brauta eða flug­vall­ar­gerð. Hjá smá­þjóðum eru flug­vellir nálægt helstu borg­um, eða innan þeirra, og megin járn­braut­ar­stöðvar mið­læg­ar. Hér eru flug­vellir t.d. á Ísa­firði, Bíldu­dal, Blöndu­ósi, Sauð­ár­króki, Akur­eyri, Húsa­vík, Rauf­ar­höfn, Vopna­firði, Egils­stöð­um, Norð­firði, í Horna­firði, Vest­manna­eyjum og Reykja­vík ígildi járn­braut­ar­stöðva og Reykja­vík­ur­flug­völlur ígildi aðal­járn­braut­ar­stöðvar lands­ins.

Bestu fáan­legu gögn og álit

Stað­setn­ing höf­uð­borg­ar­flug­vallar er marg­þætt. Sam­fé­lags­legi þátt­ur­inn varðar alla byggð í land­inu, ekki síður en í Reykja­vík, nokkra þætti umhverf­is- og lofts­lags­mála, marg­vís­lega starf­semi og atvinnu og skipu­lag höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins. Enn fremur nokkra mik­il­væga þætti þjón­ustu og inn­viða sem bundnir eru höf­uð­borg­inni einni og ýmis örygg­is­mál. Nátt­úru­fars­þættir snú­ast um aðflugs- og lend­ing­ar­gæði (veð­ur­far og lands­lag), nátt­úruvá af völdum jarð­skjálfta, högg­unar og eld­gosa, fyr­ir­sjá­an­lega hækkun sjáv­ar­borðs og aðlögun að henni. Upp­taln­ingin er ekki tæm­andi. Nú er unnið að sér­fræði­skýrslu um helstu þætti sem snúa að því að gera upp á milli flug­vallar í Vatns­mýri og flug­vallar í Hvassa­hrauni m.a. með nýjum mæl­ing­um, m.a. á ókyrrð og veð­ur­fari, og í ljósi nýhaf­ins óróa­tíma­bils á Reykja­nesskaga. Um það eru til jarð­fræði­legar heim­ildir og gögn. Hvassa­hrauns­flug­völlur er alls ekki ein­hlítur kostur að svo komnu máli.

Reykja­vík – flug­stöð Leifs Eiríks­sonar

Þróun flug­þjón­ustu, m.a. flug­hæfni véla og stærð flug­valla, og þróun inn­an­lands­sam­gangna á vegum úti (stytt­ing vega­lengda og meiri samnýt­ing stórra og smárra bíla) er and­stæð flutn­ingi inn­an­lands­flugs til Mið­nes­heið­ar. Enn fremur er rekstr­ar­fjár­frek járn­braut­ar­lest sem þolir veð­ur­far­ið, liggur um ótryggar nátt­úru­vá­r­slóðir og senni­lega um þrenn, all­löng jarð­göng, allt of stórt verk­efni um langa hríð, miðað við sam­fé­lags­stærð og ferða­manna­fjölda. Leysa verður teng­ingu við alþjóða­flugið SV-lands með fólks­bílum og raf­knúnum rút­um.

Sér­staða sjúkra­flugs

Þjón­usta aðal­sjúkra­húsa krefst þrenns konar sjúkra­flugs. Nú stefnir í flug­ferðir til spít­al­anna á Akur­eyri og í Reykja­vík verði um eitt þús­und á ári. Ríf­lega þriðj­ungur sýn­ist vera for­gangs­verk­efni. Sér­hæfð­ar, fremur litlar sjúkra­þyrlur, sem vænt­an­lega verður látið reyna á sunn­an­lands, nýta aðflug yfir byggð og lend­ing­ar­pall á, eða upp við, spít­ala. Sér­hæfðar tveggja hreyfla skrúfu­þotur þurfa með­al­langar flug­brautir fyrir nán­ast öll veð­ur­skil­yrði. Stórar þyrlur á borð við Gæslu­vél­arnar nýta aðflug eftir flug­braut eða opnu, óbyggðu landi. Þessi sam­fé­lags­legu örygg­is­skil­yrði benda ein­dregið til mik­il­vægis núver­andi flug­vallar svo lengi sem Lands­spít­al­inn er á sínum stað og það sama gild­ir, væri hann í Foss­vogs­dal. Til frek­ari fróð­leiks um sjúkra­flug.

Hvað nú?

Nýjum borg­ar­stjórn­ar­meiri­hluta ber að tryggja nýt­ingu flug­vall­ar­ins, má vera í end­ur­hann­aðri mynd, að lág­marki sem full­burða inn­an­lands- og sjúkra­flug­völl, þar til (og ef) annar jafn góður kostur í einu og öllu er ljós. Vara­flug­vellir lands­ins eru nú ákvarð­aðir á Akur­eyri og Egils­stöðum og ekki þörf á löngum þotuflug­brautum í Vatns­mýri. Nokkuð af bygg­ing­ar­landi gæti verið til reiðu við og innan hluta núver­andi flug­brauta. Þar verður að hyggja að hraðri hækkun sjáv­ar­borðs. Það á einnig við um opnar flug­braut­ir, verði flug­vell­inum haldið virkum í marga ára­tugi, og þær t.d. lengdar í sjó fram til að nýta bygg­ing­ar­svæði eða vernda vot­lendi innar í land­inu. Rík­is­vald­inu ber einnig að vinna með borg­ar­stjórn, öðrum sveit­ar­fé­lögum og aðilum flug­þjón­ust­unnar að öfl­ugu inn­an­lands­flug í almanna­þágu. Alls konar flug­þjón­usta inn­an­lands er þjóð­þrifa­mál sem þarfn­ast sam­fé­lags­legra, nútíma lausna.

Höf­undur er fyrrum þing­maður VG í Suð­ur­kjör­dæmi.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra.
Fylgi Vinstri grænna hefur aldrei mælst minna í könnun Gallup – 7,2 prósent styðja flokkinn
Píratar hafa næstum því tvöfaldað fylgi sitt frá síðustu kosningum og Samfylkingin hefur aukið sitt fylgi um tæplega 40 prósent. Sjálfstæðisflokkur mælist undir kjörfylgi en Framsókn siglir lygnan sjó.
Kjarninn 2. júlí 2022
Það sem er sérstakt við spjöld þessi er að í stað þess að á þeim séu myndir og upplýsingar um landsliðsmenn í knattspyrnu eru þar að finna sögur verkafólks sem látist hafa við undirbúning mótsins.
Gefa út „fótboltaspil“ með verkafólki sem látist hefur við undirbúninginn í Katar
Þúsunda farandsverkamanna er minnst í átaki sænsku rannsóknarblaðamannasamtakanna Blankspot til að vekja athygli á mannlega kostnaðnum við Heimsmeistaramótið sem hefst í nóvember.
Kjarninn 2. júlí 2022
Alls fóru 0,0002% af fjármagni í COVID-viðbragðsáætlunum í að uppræta kynbundið ofbeldi
Ríki sem eiga sterka femíníska hreyfingu hafa verið talsvert líklegri til að taka tillit til kynjasjónamiða í COVID-19 áætlunum sínum en þau ríki þar sem engin eða veik femínísk hreyfing er við lýði, samkvæmt nýrri skýrslu.
Kjarninn 2. júlí 2022
Heimili eru talin ábyrg fyrir tonnum á tonn ofan af matvælum sem fara í ruslið.
Svona spornar þú við sóun í sumarfríinu
Það vill enginn koma heim í ýldulykt eftir gott frí. Þá vilja eflaust flestir ekki umturnast í umhverfissóða á ferðalaginu. Hér eru nokkur ráð til njóta sumarleyfisins langþráða án þess að koma heim í fýlu.
Kjarninn 2. júlí 2022
Þórður Snær Júlíusson
Partíið er búið
Kjarninn 2. júlí 2022
Alls 16 prósent ungra kjósenda fylgdist ekkert með pólitískum fréttum í kosningabaráttunni
Það færist í aukana að fólk fái fréttir af íslenskum stjórnmálum í gegnum netið og sérstaklega samfélagsmiðla. Fleiri 18 til 25 ára kjósendur notuðu samfélagsmiðla til að nálgast upplýsingar um síðustu kosningar en sjónvarpsfréttir.
Kjarninn 2. júlí 2022
Þorbjörg Sigríður spurði Bjarna Benediktsson um grænar fjárfestingar ríkisins.
Um 2 prósent af fjárfestingum ríkisins teljast „grænar“
Miðað við þrönga skilgreiningu námu grænar fjárfestingar um 2 prósentum af heildarfjárfestingum ríkisins í fyrra. Ef notast er við víðari skilgreiningu og t.d. framlög til nýs Landspítala tekin með, er hlutfallið 20 prósent.
Kjarninn 1. júlí 2022
Bjarni Beneditsson fjármála- og efnahagsráðherra.
„Gjör rétt – ávallt“
Fjármála- og efnahagsráðherra segir að laun dómara eins og annarra æðstu embættismanna séu ekki lækka. Um sé að ræða leiðréttingu. Hann segir að það sé ekkert minna en siðferðisbrestur að skila því ekki sem ofgreitt var úr opinberum sjóðum.
Kjarninn 1. júlí 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar