Mennsk í forsæti

Dóttursonur og nafni eins hinna ranglega dæmdu í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu skrifar um aðkomu forsætisráðherra að málinu eftir sýknudóma Hæstaréttar árið 2018.

Auglýsing

Þeir þræðir Guð­mund­ar- og Geir­finns­máls sem for­sæt­is­ráð­herra fékk til sín í kjöl­far sýknu­dóma Hæsta­réttar þann 27. sept­em­ber 2018 hafa nú flestir verið hnýttir eða færðir ann­að. Dóma þurfti til að losa end­an­lega um við­nám ráð­herr­ans í þremur atrið­um: Fyrst um bóta­rétt þeirra sem lifðu það að vera sýkn­aðir af mann­dráp­um, svo um lög­mæti úrskurðar end­ur­upp­töku­­nefndar varð­andi hinar röngu sak­ar­giftir á hendur svoköll­uðum Klúbb­mönn­um, og loks um bóta­rétt erf­ingja þeirra sak­lausu manna sem látnir eru. Fyrir öllum þessum málum fór fremstur Ragnar Aðal­steins­son og sig­ur­hrinan und­ir­strikar hans mik­ils­verða þátt til verndar mann­rétt­indum þeirra sem veikast standa í þessu sam­fé­lagi.

Bar­átta Erlu Bolla­dóttur fyrir end­ur­upp­töku röngu sak­ar­gift­anna heldur áfram, en settur rík­is­sak­sókn­ari á að reka það mál fyrir stjórn­völd á næstu stig­um, ekki hand­val­inn og hand­stýrður lög­maður for­sæt­is­ráð­herra. Eftir situr þó á ráð­herr­ans könnu krafa frá Alberti Skafta­syni, en hann einan snið­gekk hún um boð um bætur í takti við þá nýlegu dóma sem áður eru nefnd­ir.

Á þessum tíma­mótum í sögu máls­ins finnst mér við hæfi að rifja upp og rýna í aðkomu Katrínar Jak­obs­dóttur for­sæt­is­ráð­herra að því. Mark­mið mitt er að varpa ljósi á þá þoku­kenndu mynd sem les­endur eru lík­legir til að hafa af þeirri aðkomu. Hér tog­ast nefni­lega á ein­földuð útgáfa Katrínar sjálfrar ann­ars vegar og flók­inn og loð­inn veru­leik­inn hins veg­ar. Sem aðstand­andi eins hinna rang­lega dæmdu hef ég fylgst vel með og finnst áríð­andi að koma á fram­færi því helsta sem ég hef veitt eft­ir­tekt – þó ekki væri nema í þágu kom­andi kyn­slóða.

Upp­rifjun

Þeir atburðir sem segja senni­lega mest til um Katrínar þátt hófust þegar rétt ár var liðið frá því Hæsti­réttur felldi sína sér­stæðu sýknu­dóma í manns­hvarfa­hlutum máls­ins og for­sæt­is­ráð­herra bar fram afsök­un­ar­beiðni til allra þeirra (mögu­lega hund­ruða) „sem hafa átt um sárt að binda vegna máls­ins“. Þá fyrst, ári eftir sýknu, náðu umkvart­anir okkar um „sátta­­um­leit­an­ir“ stjórn­­­valda, sem við höfðum reynt að koma á fram­færi í marga mán­uði, en ráð­herra stað­fast­­lega afneitað, loks­ins í gegn til almenn­ings. Stjórn­völdum höfðu nefni­lega orðið á taktísk mis­tök er lög­maður for­sæt­is­ráð­herra festi afstöðu þeirra á blað með grein­ar­gerð fyrir dómi, en fram að því hafði inn­tak þeirrar afstöðu aðeins óform­lega verið nýtt til að rífa niður bóta­kröfur hinna rang­lega dæmdu. Þessir ein­stak­lingar gætu engum öðrum en sjálfum sér um kennt hvernig fyrir þeim fór, var meðal þess sem stjórn­völd sögðu – þeir væru jafn­vel sekir um mann­drápin eftir allt sam­an. Guð­jón Skarp­héð­ins­­­son komst vel að orði þegar hann taldi sig hepp­inn að með þessum ömur­lega mála­til­bún­aði fylgdi ekki rukkun fyrir „fæði og hús­næði og flutn­ing og gæslu“.

Bola­brögð af þessu tagi, sem ríkið beitir í krafti algjörrar yfir­burða­stöðu sinni, þríf­ast auð­vitað best í skúma­skotum og á bak við luktar dyr. Dags­ins ljós þoldu þau alla­vega ekki, heldur drógu athygli almenn­ings loks­ins að mál­inu og þeim vonda far­vegi sem það var komið í. Línan sem félögum Katrínar var þá skaffað var sú að „hefð­bund­ið“ væri í íslensku stjórn­ar­fari að grípa til „ýtr­ustu varna“ – einskis minna en fulls þunga rík­is­valds­ins – þegar borg­arar lands­ins kvört­uðu undan ofbeldi og rang­læti hins opin­bera. Sá sem drægi per­sónu Katrínar inn í því­líkan harm­leik, sem hún hafði að sögn ekk­ert með að gera, væri bæði smekk­laus og fáfróð­ur. En borg­ar­arnir ítrek­uðu að þeir myndu ekki þola svo blygð­un­ar­lausa kúgun – ekki þegar þeir vissu betur um hreyfiöfl máls­ins sem um ræð­ir. Áfram stóðu því öll spjót á Katrínu, eins og Frétta­blaðið sló upp á for­síðu sinni 27. sept­em­ber 2019.

Auglýsing

Köld ráð kerfiskarla og kerfiskerl­inga myndu greini­lega ekki duga til í þetta sinn til að sefa rétt­láta reiði almenn­ings. For­sæt­is­ráð­herra gekkst við því að hún væri ábyrg fyrir sínum lög­manni, og kom stuttu síðar út úr ráðu­neyti sínu með laga­frum­varp sem átti að „taka af öll tví­mæli um ein­dreg­inn sátta­vilja rík­is­stjórnar og Alþing­is“. Í því var að finna sjálf­sagða frasa á borð við: „Enda þótt fjár­munir geti aldrei bætt það tjón sem rang­látur dómur olli hinum sýkn­uðu og fjöl­skyldum þeirra er eigi að síður nauð­syn­legt að rík­is­valdið greiði bætur sem hluta af upp­gjöri og við­ur­kenn­ingu á rang­ind­um.“ Fyrir for­sæt­is­ráð­herra hafði sem­­sagt verið skrif­aður texti sem erfitt yrði að lesa í enn eina útgáf­una af ára­tuga­löngum ofsóknum og þöggun rík­is­ins í garð þess­ara fórn­ar­lamba sinna.

Skjól­stæð­ingar Katrínar á hægri væng stjórn­mál­anna brugð­ust við þessum leik hennar með að kunn­gera hina hefð­bundnu afstöðu, þ.e. þeir slógu skjald­borg um dóms­kerf­ið, lög­regl­una og stjórn­­völd almennt. Ef eitt­hvað var þá merkti þetta frum­varp Katrínar árás á sjálfan grund­völl dóms­­valds­ins; það braut stjórn­ar­skrána ein­fald­lega með því að bjóða fram bæt­ur. Það var greini­legt að þetta frum­varp var á skjön við hug­myndir og áform rík­is­stjórn­ar­innar um það hvernig þessu átti öllu að vinda fram eftir sýknu­dóma Hæsta­rétt­ar. Ferlið eftir sýknu hefði átt að „ljúka mál­in­u“, opin­ber­aði Sig­ríður And­er­sen (sem vænt­an­lega teikn­aði upp téð áform ásamt Katrínu, enda dóms­mála­ráð­herra á þeim tíma) þegar hún gerði grein fyrir atkvæði sínu um hið „mein­gall­aða“ frum­varp á Alþingi. Vit­an­lega þýddi þetta að við í liði hinna rang­lega dæmdu hefðum sam­kvæmt áætlun átt að sam­þykkja að stöðva okkar bar­áttu í þágu sann­leiks og rétt­lætis fyrir skjót­fengið mútu­fé. Því­lík við­skipti voru hins vegar ekki í kort­unum með þessu frum­varpi for­sæt­is­ráð­herra sem úti­lok­aði t.a.m. ekki þann mögu­leika að fólk sækti rétt sinn hjá dóm­stól­um.

Með trú­verð­ug­leika sinn í mála­flokki mann­rétt­inda að veði hafði for­sæt­is­ráð­herra skipt um kúrs, og virt­ist nú standa með okkur and­spænis harð­skeyttri og ómann­úð­legri afstöðu sam­­starfs­­flokks síns í rík­is­stjórn. En það var kannski einmitt sú stefnu­breyt­ing sem olli því að hún end­aði ein og óstudd á þing­inu kvöldið sem hún mælti fyrir frum­varpi sínu, þar sem skotin dundu á henni úr ekki aðeins einni átt heldur öll­um. Á einni kvöld­stund var for­sæt­is­ráð­herra sögð stunda óein­læga sýnd­ar­mennsku, opna á lág­kúru­legar umræður um hversu mikla pen­inga þetta fólk ætti að fá, og jú, hún var skömmuð fyrir að koma okkur út í þessi neyð­ar­legu vand­ræði til að byrja með. Úr horni stjórn­ar­liða heyrð­ist fyrst og fremst taut um meinta lin­kind ráð­herr­ans og „stjórn­mál­anna“ gagn­vart þessu ógæfu­fólki sem stuðl­aði enda sjálft að ofbeld­inu gegn sér á sínum tíma.

Það var í þessu til­tekna sam­hengi – þing­menn í röðum frá bæði vinstri og hægri að ávíta for­sæt­is­ráð­herr­ans verk – að Katrín, þar sem hún stóð uppi í pontu, bug­að­ist; hún brotn­aði nið­ur, „beygði af“. „Mér þykir það leitt ef hátt­virtir þing­menn gera mér [slíkar ann­ar­legar hvat­ir] upp“, var það síð­asta sem hún náði að segja áður en röddin brast. Í þetta skiptið var það hún sem virt­ist upp­lifa sig sem rang­lega ásak­aða mann­eskju. En líkt og fjöl­breyttur skari ráð­herra sem á undan henni kom vildi þessi ráð­herra ekki kann­ast við að hafa gert neitt rangt. Hún væri bara, hafði hún útskýrt, að reyna að tryggja jafn­ræði innan hóps hinna sýkn­uðu og til þess þyrfti víst að „renna laga­stoð“ undir greiðslu bóta til aðstand­enda.

Gagn­rýnendur hennar gætu á því augna­bliki sem hún þerraði tárin hafa fengið á til­finn­ing­una að þeir vissu hvorki hvað væri raun­veru­lega á seyði í Stjórn­ar­ráði Katrín­ar, né innra með henni sjálfri. Katrín hafði talað um að „lands­lið lög­fræð­inga“ stæði á bak­við frum­varp­ið. Og nú var góð­vilj­uð, til­finn­inga­­leg taug hennar sjálfrar til þess fyrir allra aug­um. Ráð­leg­ast væri því kannski bara að líta und­an, hleypa ráð­herr­anum áfram með málið án frek­ari vand­ræða­gangs.

Tárin túlkuð

Eins og gjarnan á við um þann dul­ar­fulla vökva áttu tár Katrínar sér haf­sjó af mögu­legum skýr­ing­um. Vænt­an­lega gáfu gagn­rýnendur hennar á þingi sér þá sem örlát­ust var gagn­vart þess­ari valda­mestu mann­eskju lands­ins sem þeir flestir höfðu þekkt og unnið með í árarað­ir. Sjálfur sá ég í þeim mögu­leg vatna­skil – að nú myndi for­sæt­is­ráð­herra kannski losna undan þeim bagga sem hún sat greini­lega uppi með: þann að ætla að loka mál­inu án þess þó að ljúka því, borga bara bætur án þess að við­ur­kenna neitt af viti eða draga af þeim nokkurn lær­dóm. Þarna á þingi hefði kannski losnað um ákveðna spennu, mann­eskjan Katrín fengið sitt kaþars­is. Því næst gætum við komið öll sam­an, tekið ofan grím­urnar og byggt upp ein­hvers­konar rými fyrir ósvikin tengsl og gagn­kvæman skiln­ing milli stjórn­valda og þess for­smáða hóps af fólki sem ég fædd­ist inn í. (Þetta var raunar það sem ég taldi að hefði átt að ger­ast strax eftir sýknu­dóma Hæsta­rétt­ar.)

Ekki leið þó á löngu uns Katrín setti sjálf fram sína eigin túlkun á því sem gerst hafði á Alþingi þetta kvöld. Í við­tali við Jóhönnu Vig­dísi Hjalta­dóttur í Kast­ljósi sagði Katrín ein­fald­lega að sér þætti það „full­kom­lega eðli­legt að gráta yfir þessu stóra máli, og í raun og veru miklu óeðli­legra að gráta ekki yfir því“. Hún færði sem­sagt athygl­ina yfir á þá spurn­ingu hvort óeðli­legt eða eðli­legt væri að gráta þann harm­leik sem „mál­ið“ er. Sú gremja for­sæt­is­ráð­herra að gagn­rýnin í hennar garð væri sífellt ein­földuð og henni gerðar upp illar hvatir – gremjan sem kall­aði, við fyrstu sýn, á hennar til­finn­inga­legu við­brögð á Alþingi – hafði verið brotin svo ræki­lega niður að ekki var að sjá að nokkuð væri eftir af henni. Eitt­hvað allt ann­að, auð­melt­an­legra og sam­fé­lags­­miðla­vænna, hafði verið kokkað upp og borið á borð fyrir almenn­ing, nú í boði Rík­is­út­varps­ins.

Og áhrifin voru ótví­ræð. „Mennskan lifir enn í póli­tík“, ómaði sam­stundis frá stuðn­ings­kór Katrín­ar. „Á svip­stundu varð allt skýrt“, skrif­aði einn þeirra sem hreifst með; Katrínu „hafði verið falin ábyrgð á trega­ljóði, hún þurfti að svara fyrir harm­sögu, sem hún skrif­aði ekki, og hjarta hennar brast“. Samt höfðu engar umræður átt sér stað á Alþingi um t.d. orsakir og afleið­ingar rangra dóma, rík­is­of­beldis og siða­fára af því tagi sem reið yfir íslenskt sam­fé­lag á átt­unda ára­tugnum og end­aði á því að sex sak­lausum blóra­bögglum var bók­staf­lega fórnað fyrir allra augum til að koma á ein­hvers konar friði. Eng­inn hafði talað beinum orðum um „mál­ið“ og fórn­ar­lömb þess, því síður hið póli­tíska sam­hengi sem alla tíð hefur umlukið það. Umræðan sner­ist ein­göngu um það hvað þessi kjörni full­trúi og for­sæt­is­ráð­herra rík­is­stjórnar hafði gert (eða van­rækt að gera) eftir að þetta sak­lausa fólk var sýkn­að.

Katrín kaus víst í þess­ari stöðu að hag­nýta sér eigin per­sónu­legu ber­skjöldun til að hefta frek­ari átök um hennar skyldu­störf og verk­efni. Nú gæti ein­hverjum eflaust þótt það göf­ugt af henni, en þar með úti­lok­aði hún jafn­framt mögu­leik­ann á gagn­kvæmum skiln­ingi og sann­kall­aðri teng­ingu með því að setja sjálfa sig – ekki í fyrsta sinn – „of­ar“ djúp­stæðum og þýð­ing­ar­miklum ágrein­ingi. Hún veit lík­lega að uppi á því háa­lofti, þar sem hún dvelur nú æ oft­ar, hafa brögð þeirra sem skortir völd og áhrif yfir­leitt öfuga virkni. Þar getur hún setið undir áskor­unum án þess að aðhafast, snið­gengið alla rök­ræðu, leyft fólki að hrópa, ham­ast og þreyt­ast – og stuðn­ings­menn hennar líta á það sem stjórn­visku.

Þannig var víg­línan líka löguð í til­felli okkar máls, hin opin­bera og ein­falda sögu­skýr­ing end­ur­­reist: Katrín væri sú góða sem alltaf hefði unnið af heilum hug við að „gera yfir­bót“ í þessu „stóra og erf­iða máli“, en við hin særðu og skiln­ings­lausu þiggj­endur hverra gagn­rýni væri rétt­ast og best að sitja bara undir án þess að svara.

Víg­línan innra

Upp­lifun valda­leys­is, frekar en bein­línis þögg­un­ar, var það sem ég og mitt fólk fundum helst fyrir eftir þetta djarfa útspil Katrín­ar. Hvar í ósköp­unum áttum við ann­ars að höggva næst? Auð­vitað fór sama gamla leik­ritið aftur af stað, þar sem Katrín lýsti ein­hverju fögru og óskýru yfir opin­ber­­lega en fékk síðan lög­mann sinn til að sinna skít­verk­unum í dóm­sal: að rægja, smætta og þræta fyrir allt sem frá okkur kom. Enn þurftum við því að berj­ast gegn mála­til­bún­aði rík­is­ins um meinta eigin sök sak­born­inga. Enn þurftum við að heyra að heims­met íslenska rík­is­ins í brúkun ein­angr­un­ar­vistar hefði átt rétt á sér. Enn þurftum við að hlusta á að við hefðum engan (eða mjög veik­an) bóta­rétt, og þar fram eftir göt­un­um. Nú hefur þessu öllu hins vegar verið hrint, og dóm­stólar end­an­lega lýst sem lög­lausum þeim und­ar­legu skeytum sem sendi­sveinn for­sæt­is­ráð­herra skrif­aði fyrir hana síð­ast­liðin ár, íslenska rík­inu til skammar og tölu­verðs kostn­að­ar.

Auglýsing

Verra er að með því að sópa sinni tví­bentu afstöðu undir teppið hefur ráð­herra misst af raun­veru­legu tæki­færi til að læra eitt­hvað af mál­inu – lær­dómi sem hún hefði betur til­einkað sér og breitt út um Stjórn­ar­ráðið í stað þess að bæla nið­ur. Að hún vilji í senn vel en sé tak­mörkuð af ytri þrýst­ingi segir nefni­lega ýmis­legt um þær hindr­anir – per­sónu­legu, kerf­is­lægu og menn­ing­ar­bundnu – sem hafa komið í veg fyrir það í hart­nær hálfa öld að ein­hvers konar rétt­læti náist fram til handa fórn­ar­lömbum þess­arar sögu.

Ef ég ætti að ætla Katrínu ein­hverjar kenndir þá myndi ég giska á að það hafi einmitt verið þessi mót­sögn sem að lokum bar hana ofur­liði þessa til­finn­inga­þrungnu kvöld­stund á Alþingi. Ekki bara „mál­ið“, ekki bara óvægin gagn­rýni, heldur hennar eigin erf­iða staða: Að þurfa að þjóna mis­kunn­ar­lausri lógík kerf­is­ins og láta um leið sem hún stæði með þolendum þess.

Úr þessu er þó ólík­legt að Katrín Jak­obs­dóttir játi nokkuð í þá átt. Aðkoma hennar að þessu máli sýnir að fyrir henni skiptir hrein­leiki ímynd­ar­innar öllu en sam­visk­unnar engu. Erfitt er að hugsa sér per­sónu betur til þess fallna að við­halda fyrir stjórn­völd óbreyttu ástandi og tefja að þetta mál verði raun­veru­lega gert upp.

Höf­undur er dótt­ur­sonur og nafni eins hinna rang­lega dæmdu í GG-­máli.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar