Leiðréttum launaskekkjuna

Formaður Viðreisnar segir að íslenskt samfélag sé allt of lítið til að fjölmennar kvennastéttir séu látnar bera uppi velferðarkerfi á launum sem byggja á skökku gildismati. Það sé pólitísk ákvörðun að breyta þeirri stöðu.

Auglýsing

Það eru ríf­lega fimm ár síðan stjórn­ar­flokk­arnir tóku við völd­um. Á hálfum ára­tug hefur stjórn­inni því gef­ist nægur tími til verka. Staðan á vinnu­mark­aði sýnir þó að enn er langt í land í jafn­rétt­is­mál­um.

Kerf­is­bundna órétt­lætið

Að und­an­förnu hefur Banda­lag háskóla­manna beint spjótum að þessum vanda. Í gagn­rýni þeirra segir að enn sé ójafnt gefið í íslensku sam­fé­lagi og að þar halli veru­lega á kon­ur. Á næstu árum þurfi atvinnu­líf og heild­ar­sam­tök því að vinna saman að sam­fé­lags­sátt og leið­rétta skakkt verð­mæta­mat „kvenna­starfa“ á opin­berum mark­aði. Sam­hliða því þyrfti í sam­ein­ingu að hemja mögu­legt höfr­unga­hlaup sem af slíkri leið­rétt­ingu gæti hlot­ist. Til þess þurfi skiln­ing meðal almenn­ings og atvinnu­lífs á því kerf­is­bundna órétt­læti sem tíðkast í virð­is­mati „kvenna­starfa“ á opin­bera mark­aðn­um.

Hér er ég sam­mála BHM enda eru þessi orð í fullu sam­ræmi við þings­á­lykt­un­ar­til­lögu okkar í Við­reisn frá 2017 sem fjall­aði um þjóð­ar­sátt um bætt launa­kjör kvenna­stétta. Til­lagan var sam­þykkt ári síðar og var fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra falið þetta hlut­verk og fá aðila vinnu­mark­að­ar­ins og sveit­ar­fé­lög til að tryggja jafn­ræði við launa­setn­ingu ólíkra starfs­stétta. Síðan hefur lítið til þess­arar til­lögu spurst enda málið komið til rík­is­stjórn­ar­inn­ar, sem enn og aftur finnst skipta máli hvaðan til­lögur koma í stað þess að taka á vanda­mál­inu og fara af krafti í þetta brýna við­fangs­efni.

Auglýsing

Samt blasir við ófremd­ar­á­stand í heil­brigð­is­kerf­inu þar sem álag er gríð­ar­legt og hjúkr­un­ar­fræð­ingar leita í önnur störf, hætta eða enda í örorku. Þessi snjó­bolta­á­hrif leiða síðan til þess að mikil þekk­ing og reynsla hverfur út úr heil­brigð­is­kerf­inu. Staðan á Land­spít­al­anum og í opin­bera geir­anum er bein afleið­ing þess að ekki hefur tek­ist að bæta kjör kvenna­stétta. Sú mis­skipt­ing er eitt stærsta vanda­mál heil­brigð­is­kerf­is­ins. Fólk veigrar sér við að leita til spít­al­ans eða á heilsu­gæslu vegna álags­ins. Á meðan laun hjúkr­un­ar­fræð­inga og ann­arra kvenna­stétta eru ekki sam­keppn­is­hæf verður staðan áfram þessi. Það er póli­tísk ákvörð­un.

Póli­tíska for­ystu vantar

Þegar álagið er ómennskt og hjúkr­un­ar­fræð­ingar neyddir til að segja upp vegna bug­unar felur rík­is­stjórnin nefnd að skoða mál­ið. Það kann hún. En stað­reynd­irnar tala sínu máli og ástandið í heil­brigð­is­kerf­inu þar með.

Við erum vissu­lega í fyrsta sæti þegar kemur að jafn­rétt­is­mál­um. For­sæt­is­ráð­herra bendir rétti­lega á að jafn­laun­vottun hafi skipt miklu máli, þótt eitt fyrsta verk rík­is­stjórn­ar­innar hafi verið að fresta gild­is­töku hennar um eitt ár. Margt hefur áunn­ist. En þetta þýðir líka að við þurfum að vera í for­ystu til að laga það ójafn­rétti sem til staðar er. Þetta jafn­rétt­is­mál, að leið­rétta kjör kvenna­stétta innan opin­bera geirans, er mik­il­vægt vel­ferð­ar­mál og eitt það brýn­asta sem þarf að taka föstum tökum nú í aðdrag­anda kjara­samn­inga.

Við erum lítið sam­fé­lag. Allt of lítið til að fjöl­mennar kvenna­stéttir séu látnar bera uppi vel­ferð­ar­kerfi á launum sem byggja á skökku gild­is­mati. Þessu er hægt að breyta. Hæg eru heima­tökin ef póli­tísk for­ysta er til stað­ar.

Fyrir síð­ustu kjara­samn­inga missti rík­is­stjórnin þennan bolta. Nú er aftur tæki­færi til að grípa bolt­ann og beita sér raun­veru­lega í þágu þess að bæta launa­kjör kvenna­stétta. Skapa þjóð­ar­sátt um þá leið. Eða eins og BHM orð­aði það: „Ójöfn launa­setn­ing, þar sem hallar á konur á opin­berum mark­aði, er ein­fald­lega ekki verj­andi fyrir íslenskt sam­fé­lag lengur – og hefur reyndar aldrei verið það.“

Höf­undur er for­maður Við­reisn­ar.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra.
Fylgi Vinstri grænna hefur aldrei mælst minna í könnun Gallup – 7,2 prósent styðja flokkinn
Píratar hafa næstum því tvöfaldað fylgi sitt frá síðustu kosningum og Samfylkingin hefur aukið sitt fylgi um tæplega 40 prósent. Sjálfstæðisflokkur mælist undir kjörfylgi en Framsókn siglir lygnan sjó.
Kjarninn 2. júlí 2022
Það sem er sérstakt við spjöld þessi er að í stað þess að á þeim séu myndir og upplýsingar um landsliðsmenn í knattspyrnu eru þar að finna sögur verkafólks sem látist hafa við undirbúning mótsins.
Gefa út „fótboltaspil“ með verkafólki sem látist hefur við undirbúninginn í Katar
Þúsunda farandsverkamanna er minnst í átaki sænsku rannsóknarblaðamannasamtakanna Blankspot til að vekja athygli á mannlega kostnaðnum við Heimsmeistaramótið sem hefst í nóvember.
Kjarninn 2. júlí 2022
Alls fóru 0,0002% af fjármagni í COVID-viðbragðsáætlunum í að uppræta kynbundið ofbeldi
Ríki sem eiga sterka femíníska hreyfingu hafa verið talsvert líklegri til að taka tillit til kynjasjónamiða í COVID-19 áætlunum sínum en þau ríki þar sem engin eða veik femínísk hreyfing er við lýði, samkvæmt nýrri skýrslu.
Kjarninn 2. júlí 2022
Heimili eru talin ábyrg fyrir tonnum á tonn ofan af matvælum sem fara í ruslið.
Svona spornar þú við sóun í sumarfríinu
Það vill enginn koma heim í ýldulykt eftir gott frí. Þá vilja eflaust flestir ekki umturnast í umhverfissóða á ferðalaginu. Hér eru nokkur ráð til njóta sumarleyfisins langþráða án þess að koma heim í fýlu.
Kjarninn 2. júlí 2022
Þórður Snær Júlíusson
Partíið er búið
Kjarninn 2. júlí 2022
Alls 16 prósent ungra kjósenda fylgdist ekkert með pólitískum fréttum í kosningabaráttunni
Það færist í aukana að fólk fái fréttir af íslenskum stjórnmálum í gegnum netið og sérstaklega samfélagsmiðla. Fleiri 18 til 25 ára kjósendur notuðu samfélagsmiðla til að nálgast upplýsingar um síðustu kosningar en sjónvarpsfréttir.
Kjarninn 2. júlí 2022
Þorbjörg Sigríður spurði Bjarna Benediktsson um grænar fjárfestingar ríkisins.
Um 2 prósent af fjárfestingum ríkisins teljast „grænar“
Miðað við þrönga skilgreiningu námu grænar fjárfestingar um 2 prósentum af heildarfjárfestingum ríkisins í fyrra. Ef notast er við víðari skilgreiningu og t.d. framlög til nýs Landspítala tekin með, er hlutfallið 20 prósent.
Kjarninn 1. júlí 2022
Bjarni Beneditsson fjármála- og efnahagsráðherra.
„Gjör rétt – ávallt“
Fjármála- og efnahagsráðherra segir að laun dómara eins og annarra æðstu embættismanna séu ekki lækka. Um sé að ræða leiðréttingu. Hann segir að það sé ekkert minna en siðferðisbrestur að skila því ekki sem ofgreitt var úr opinberum sjóðum.
Kjarninn 1. júlí 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar