Í Dal hinna föllnu

Dóttursonur og nafni fyrrum dómþola í Guðmundar- og Geirfinnsmáli skrifar um þá sem þola hafa mátt ofbeldi úr hendi ríkisins.

Auglýsing

Í tals­verðum æsingi ark­aði ég frá klaustr­inu El Escorial – hinsta dval­ar­stað margra helstu kónga og drottn­inga Spánar – upp í nálæg fjöll þar sem ég vissi af forn­minjum og fersku drykkj­ar­vatni. Þar ætti ég líka á end­anum að fá ágætis útsýni yfir svo­kall­aðan Dal hinna föllnu, Valle de los caídos, sem ég hafði verið að lesa mér dálítið til um: risa­vax­inn minn­is­varða sem ein­ræð­is­herr­ann Francisco Franco lét reisa eftir að hafa hrifsað völdin í land­inu og þar sem hann sjálfur var loks graf­inn við and­lát sitt. 

*

Minn­is­varð­inn var að hluta byggður af póli­tískum and­stæð­ingum Francos, föngum og nauð­ugum, og átti að senda þau skila­boð að spænska borg­ara­styrj­öldin væri búið spil. Í því augna­miði lét sig­ur­liðið – hægrið – safna líkum ein­stak­linga sem fallið höfðu í val­inn á víð og dreif um land­ið, óháð því hvaða mál­stað þeir börð­ust fyr­ir, og færa inn í þennan litla dal á miðjum Íber­íu­skag­an­um. Var sá gjörn­ingur kynntur sem tákn­rænn fyrir sættir og sam­ein­ingu and­stæðra fylk­inga inn í eilífð­ina, en til dæmis um offors og hræsni nýju stjórn­ar­innar skaut­aði hún alveg fram­hjá því að láta aðstand­endur og aðra vita af þessum fyr­ir­ætl­unum sín­um, hvað þá sækj­ast eftir sam­þykki fyrir þeim.

Síð­ast­liðna tvo ára­tugi eða svo hefur Dalur hinna föllnu verið mið­lægur í opin­berum deilum um arf­leifð valda­ráns, rík­is­of­beldis og þögg­unar – ver­andi hví­líkt kenni­leiti um slíkt sem engin leið er að fela. Mörgum þótti óboð­legt að Franco lægi í þessu graf­hýsi (sjálfs)­upp­hafn­ing­ar. Eins kröfð­ust nokkrar fjöl­skyldur þess að leitað yrði að myrtum eða horfnum ást­vinum þarna í hvelf­ing­unum og þeim svo skilað til síns heima. Hitt í fyrra var Franco loks fjar­lægður úr daln­um, en krafan um end­ur­heimt fórn­ar­lamba virð­ist enda­laust ætla að velt­ast um í spænska dóms­kerf­inu.

Þessi bar­átta hefur ekki ein­skorð­ast við það sem hægt er að sjá með berum augum og grafa eft­ir. Þetta hefur líka snú­ist um, segir einn leit­andi afkom­andi, að búa Spáni sam­fé­lag sem getur „sagt sög­una á sannan hátt“.

Meðal þess sem gerir þetta allt saman hins vegar snúið og við­kvæmt, vilja sumir meina, er sú stað­reynd að stjórn- og valda­kerfi sam­tím­ans er á veiga­mikla vegu skylt (og/eða sympat­ískt) því sem ber ábyrgð á öllum ósköp­un­um. Þrátt fyrir kosn­ingar og nýja stjórn­ar­skrá urðu á Spáni engin skýr skil milli þess sem var og þess sem tók við. Stofn­anir og ein­stak­lingar sem brutu af sér fyrir 1975, árið sem Franco dó og Spánn fór að fær­ast nær lýð­ræði eins og við þekkjum það, fengu þannig yfir­leitt frið­sælt fram­halds­líf án telj­an­legs hnjasks fyrir sína hagi.

Auglýsing
Þá hafa sós­í­alde­mókratar – stærsta og áhrifa­mesta stjórn­mála­afl síð­ustu fjög­urra ára­tuga á Spáni – verið sak­aðir um að hafa komið sér einum of vel fyrir innan þessa sama kerf­is, og kannski þess vegna sýnt tak­mark­aðan vilja til raun­veru­legrar end­ur­skoð­un­ar, end­ur­nýj­unar og upp­gjörs við sögu þess. Samt er það svo að þeir, eins og allir aðrir þing­flokk­ar, þurfa að halda úti ein­hverri póli­tískri stefnu í þessum mál­um. Vigt krafn­anna um upp­gjör er ein­fald­lega það mik­il.

*

Í þessu fólst sumsé aðdrátt­ar­kraftur þessa óhugn­an­lega staðar fyrir mig: ég ímynd­aði mér að for­tíðin væri þarna ein­hvern veg­inn opn­ari og sýni­legri, meira lif­andi en gengur og ger­ist. Ég myndi jafn­vel rekast á hvers­dags­lega fas­ista sem gætu útskýrt fyrir mér afstöðu þeirra til þess­ara stóru deilna og sam­hengis þeirra.

Sem ég náði marki mínu og leit yfir Dal hinna föllnu fann ég hins vegar til allt ann­arra kennda. Fyrir utan það að úr hæð virk­aði þetta mann­virki bara frekar smátt og lít­il­fjör­legt voru þar engar aðrar mann­eskjur á stjá. Það var eins og öll þau sem þessi staður og saga skiptu ein­hverju máli væru á bak og burt. Ef ég dytti niður kletta­na, hugs­aði ég með mér, yrði ég bara enn eitt rotn­andi líkið í þessum lík­geymslu­dal.

Til­finn­ing ein­semdar var ekki sú sem hér stóð upp­haf­lega til að vekja hjá fólki. Fasísk hönn­unin miðar þvert á móti að því að ein­stak­ling­ur­inn finni til smæðar og und­ir­gefni and­spænis ein­hvers konar ímynd­aðri heild; styttur af þung­vopn­uðum munkum og öðrum kynja­verum horfa þannig kulda­lega niður til manns svo að maður á að fyll­ast lotn­ingu og ótta í garð þeirra sem hafa völd­in.

En ætli mín ein­mana­lega upp­lifun af Dal hinna föllnu lýsi ekki ágæt­lega ósk núver­andi stjórn­valda? Því er það ekki einmitt til­finn­ing ein­semdar – ásamt elli, gleymsku og dauða bar­áttu­fólks­ins – sem hvað mest getur hjálpað rík­is­vald­inu við að kom­ast „lýð­ræð­is­lega“ hjá því að gefa kröfum um upp­gjör og upp­stokkun raun­veru­legan gaum?

*

Ég hafði ekki fyrr klárað þá hugsun en ég var kom­inn inn á kunn­ug­legar brautir heiman frá Íslandi – úr mínum eigin minn­ing­um, reynslu og rann­sókn­um. Eitt byrj­aði að bland­ast öðru. Upp­lif­anir köll­uð­ust á. Varla var um sól­sting að ræða þar sem ég var nýbú­inn að baða haus­inn upp úr svölu vatni.

Það hafði ekki verið ætlun mín að þröngva eigin reynslu, frá landi sem á enga minn­is­varða til tákns um rík­is- og stofn­ana­of­beldi, á þennan fjar­læga stað. En ég gat ekki af því gert. Hug­ur­inn bara teikn­aði upp þessar línur þarna á milli. Heima hafði ég nefni­lega fátt fengið að sjá frá yfir­völdum annað en tafir, smætt­un, yfir­borðs­mennsku og afneitun um það ofbeldi sem þau eða þeirra for­verar beittu mína nán­ustu og annað fólk sem mér er orðið afar vænt um. Af hverju ætti þetta að vera öðru­vísi, opn­ara og fram­sækn­ara hér á Spáni?

Í lest­inni aftur til Madrídar frá klaustr­inu kon­ung­lega skrif­aði ég hjá mér nokkrar glósur til upp­rifj­unar á því hver mun­ur­inn væri í raun milli þess hvernig ríkin tvö eiga við sína (vissu­lega ólíku og ein­stöku) for­tíð­ar­drauga. Og jú, ég þótt­ist þrátt fyrir allt vita að mun­ur­inn væri mark­verð­ur. Frum­nið­ur­stöður þess­arar lestar­ferðar voru eft­ir­far­andi:

Auglýsing
Ólíkt stöð­unni á Spáni eru á Íslandi engar átaka­línur á vett­vangi stjórn­mál­anna um arf­leifð mis­beit­ingar rík­is­valds og rík­is­of­beld­is, hvorki almennt séð né í ein­stökum mál­um. Þar dettur for­ystu­fólki flokk­anna lík­lega ekki í hug að móta ein­hvers konar stefnu um þennan hluta for­tíð­ar­inn­ar. Þegar mál af þessum toga koma upp, þegar ein­hver opin­ber stofnun er sökuð um að hafa brotið gegn varn­ar­lausu og við­kvæmu fólki og krafa er gerð um rann­sókn eða upp­gjör, þá einmitt hefur stjórn­mála­stéttin það eitt að segja að slík mál verði að „hefja yfir skot­grafir póli­tík­ur­inn­ar“. Eins og þau hafi ekki verið og séu ekki póli­tísk. En það lýsir auð­vitað bara þeirri skoðun að eini hæfi­legi vett­vang­ur­inn fyrir ofbeld­is­mál hins opin­bera séu ein­hverjar enn aðrar ógegn­sæjar stofn­an­ir, ráðu­neyti, nefndir og svo vænt­an­lega dóm­stól­ar. Alls ekki Alþingi, og ekki vett­vangur opin­berrar umræðu.

Spænska dæmið sýnir að þetta eru ekki eins sjálf­sögð sann­indi og hægt væri að álykta út frá orð­ræðu íslensks stjórn­mála­fólks. Spurn­ingin stendur þó enn og eflaust er hægt að tína til rök í báðar átt­ir: hvort ætli sé holl­ara fyrir lýð­ræðið og lík­legra til árang­urs fyrir þolendur að stjórn­málin taki af skar­ið, eða þetta renni í nið­ur­skornum bitum til emb­ætt­is­manna eða dóm­ara? 

Reynsla mín og minnar fjöl­skyldu ætti að geta gefið nokkuð afdrátt­ar­lausa vís­bend­ingu um svar­ið. Í skuggum íhalds­samra og ætt­gengra stjórn­kerfa, eins og því sem haldið er við á Íslandi, erum við alla­vega ekki lík­leg til að sækja stóra sigra.

Auð­vitað mætti halda áfram og spyrja hverju vett­vang­ur­inn og formið breyta ef við komum hvort sem er til með að ganga ein og ein­mana um afskekkt eyði­býli for­tíð­ar­inn­ar. Ég held þó að þessir hlutir skipti máli. Það skiptir máli að fá stuðn­ing og eins að ná fram í dags­birt­una sjón­ar­miðum aft­ur­halds og afneit­un­ar.

Þangað til það hins vegar raun­ger­ist á Íslandi megum við sem eftir stöndum til með að minna á okkur og segja í kór með öðrum málsvörum þolenda rík­is­of­beldis um víða ver­öld: fólkið okkar er kannski dáið, fólkið okkar er kannski lúið; en við erum hér enn, við minn­umst fólks­ins okkar og ætlum ekki að gleyma hvernig komið var fram við það.

Höf­undur er dótt­ur­sonur og nafni fyrrum dóm­þola í Guð­mund­ar- og Geir­finns­máli.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Eggert Gunnþór Jónsson er hér til vinstri í leik gegn Hvíta-Rússlandi á Evrópumóti U-21 landsliða árið 2011.
Eggert Gunnþór segist saklaus
Knattspyrnumaðurinn Eggert Gunnþór Jónsson hafnar ásökunum um kynferðisbrot í Kaupmannahöfn árið 2010 og segist fullkomlega saklaus.
Kjarninn 22. október 2021
Ingrid Kuhlman
Munurinn á dánaraðstoð og sjálfsvígi er mikill
Kjarninn 22. október 2021
Sérfræðingar frá Syndis og Advania hafa tekið þátt í að skoða málið undanfarna daga.
Hætta á að tölvuþrjótar hafi komist yfir tölvupósta frá starfsmönnum HR
Rektor HR tilkynnti starfsfólki skólans það eftir hádegi í dag að möguleiki væri á því að tölvupóstar, jafnvel ár aftur í tímann, væru í höndum tölvuþrjóta. Ekki er þó ljóst hvort svo sé eða ekki, eða hvort afleiðingar af því verði einhverjar.
Kjarninn 22. október 2021
Ari Trausti Guðmundsson
Rafmagnað Grænland og Ísland?
Kjarninn 22. október 2021
Biður hagsmunasamtök að tjá sig ekki um verðhækkanir
Samkeppniseftirlitið brýnir fyrir forsvarsmönnum hagsmunasamtaka að taka ekki þátt í umfjöllunum um hækkandi vöruverð, þar sem samtökin eiga að fara gætilega þegar kemur að umræðu sem hefur áhrif á verðlagningu fyrirtækja.
Kjarninn 22. október 2021
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – 44. þáttur: Drukkni sjóguninn
Kjarninn 22. október 2021
Samherji hf. er á lista yfir framúrskarandi fyrirtæki og raunar einnig Samherji Ísland ehf. og fleiri dótturfélög Samherja. Hins vegar er Samherji Holding ehf. ekki á lista, líklega þar sem félagið hefur ekki enn skilað ársreikningi fyrir árið 2019.
Bæði Samherji og Init ofarlega á listum yfir „framúrskarandi fyrirtæki“ ársins
Alls eru 878 fyrirtæki á lista CreditInfo yfir Framúrskarandi fyrirtæki árið 2021. Sum þeirra sem skipa efstu sætin á listum hafa verið til umfjöllunar undanfarin misseri fyrir hátterni sem erfitt er að tengja við það að skara fram úr.
Kjarninn 22. október 2021
Hallgrímskirkja
„Við eigum sögu sem við þurfum heldur betur að læra af“
Sam­skipta­stjóri Bisk­ups­stofu segir að það sé skylda kirkj­unnar að læra af sögu hennar er varðar við­brögð við kyn­ferð­is­legri áreitni og ofbeldi. Ein formleg ásökun hefur borist á borð Biskupsstofu frá því Agnes M. Sigurðar­dóttir tók við embætti.
Kjarninn 22. október 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar