Það verður kosið um umhverfið

Þingmaður Viðreisnar segir að mælikvarði Ungra umhverfissinna um stefnur flokka í umhverfis- og loftslagsmálum hafi verkað sem vítamínsprauta í umræðuna og fengið alla flokka til að spyrja sig alvöru spurninga um ágæti eigin stefnu.

Auglýsing

Kosn­ing­arnar í ár eru frá­brugðnar kosn­ingum fyrri ára að því leyti að loks­ins virð­ast flestir stjórn­mála­flokkar taka lofts­lags­breyt­ingar alvar­lega. Bar­áttan fyrir betra sam­fé­lagi bygg­ist að miklu leyti á við­brögðum allrar heims­byggð­ar­innar við þeirri vá sem nú steðjar að. En hversu til­búnir eru flokk­arnir til þess að taka næstu skref? Hvernig standa þeir að vígi þegar óháður aðili metur stefnu þeirra í þessu sam­hengi?

Sólin skín á Við­reisn

Frjálsu félaga­sam­tökin Ungir umhverf­is­sinnar kynntu nið­ur­stöður Sól­ar­kvarð­ans þann 3. sept­em­ber sl. Kvarð­inn var unn­inn að for­dæmi banda­rísku sam­tak­anna Sun­rise Movem­ent og verkar sem tól fyrir kjós­endur til þess að kynna sér áform og við­horf stjórn­mála­flokka þegar kemur að umhverf­is­mál­um. Sólin var unnin af mik­illi fag­mennsku af þver­fag­legu teymi ungra fræði­kvenna sem eiga það sam­eig­in­legt að vera í fram­halds­námi í sjálf­bærni­fræð­um.

Í sneisa­fullum sal Nor­ræna húss­ins heyrð­ust and­köf þegar stigin voru birt á skjá. Einn flokkur í einu fékk athygli og for­maður sam­tak­anna, Tinna Hall­gríms­dótt­ir, kynnti nið­ur­stöð­urnar af mik­illi fag­mennsku. Nið­ur­stöð­urnar voru afger­andi. Aðeins fjórir flokkar stóð­ust próf­ið, með yfir 45/100 í ein­kunn og bilið milli flokk­ana var væg­ast sagt slá­andi.

Auglýsing

Við­reisn fékk flest stig allra flokka fyrir fram­sækna stefnu sína í mála­flokknum hringrás­ar­hag­kerf­ið. Við­reisn er enda flokkur sem talar fyrir skil­virku hag­kerfi og hvað er skil­virkara en þegar hrá­efni og orka er nýtt eins vel og unnt er. Fyrir lofts­lags­stefnu lentum við í öðru sæti sem sýn­ir, svart á hvítu, að það er vel hægt að sam­ræma fram­sækna stefnu í lofts­lags­málum og efna­hags­stefnu sem byggir á traustri hag­stjórn og frjálsu mark­aðs­hag­kerfi.

Tekju­hlut­lausir grænir skattar

Við­reisn hefur alltaf lagt höf­uð­á­herslu á jafn­rétti. Sú áhersla hrísl­ast inn í umhverf­is­stefnu flokks­ins, rétt eins og aðrar stefn­ur, enda sjá öll órétt­lætið og ójöfn­uð­inn sem lofts­lags­breyt­ingar leiða af sér. Nei­kvæðar afleið­ingar lofts­lags­breyt­inga leggj­ast þyngst á þau sem minnst mega sín í heims­sam­fé­lag­inu.

Við­reisn vill nýta kolefn­is­gjald enda er það í sam­ræmi við þær áherslur okkar að þau borgi sem mengi. Þannig sláum við tón­inn fyrir það græna sam­fé­lag sem við öll viljum búa í. Það er hins vegar ljóst að grænir skatt­ar, séu þeir ekki útfærðir rétt, leggj­ast þyngra á tekju­lægra fólk. Það er ekki í anda stefnu Við­reisn­ar. Við höfum því lagt áherslu á að gera græna skatta tekju­hlut­lausa. Með hækkun kolefn­is­gjalds verði sam­svar­andi lækkun gerð á öðrum sköttum og gjöld­um. Þannig gerum við sam­fé­lagið okkar grænna á meðan við tryggjum að for­sendur þeirrar veg­ferðar séu ekki þyngri byrði á tekju­lægra fólk og þau sem búa í dreif­býli.

Megum við öll sigra

Sól­ar­kvarð­inn er að mínu mati algjör vítamín­sprauta í umræð­una. Fram­tak sem fékk stjórn­mála­flokka til þess að staldra við og spyrja sig alvöru spurn­inga um ágæti eigin stefnu í fyrr­nefndum mála­flokk­um. Ég segi við Unga umhverf­is­sinna og þau sem standa umhverf­is­vakt­ina: Takk fyrir ykkar fram­lag til sam­fé­lags­ins og megum við öll sigra í bar­átt­unni við lofts­lags­vánna!

Höf­undur er þing­maður Við­reisnar og odd­viti í Reykja­vík­ur­kjör­dæmi suð­ur.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Einar S. Hálfdánarson
Meðreiðarsveinar Pútíns
Kjarninn 24. maí 2022
Indriði H. Þorláksson
Allt orkar tvímælis þá gert er
Kjarninn 24. maí 2022
Kristrún Frostadóttir þingmaður Samfylkingarinnar.
Húsnæði ætti ekki að vera uppspretta ávöxtunar – heldur heimili fólks
Þingmaður Samfylkingarinnar segir að húsnæðismarkaðurinn eigi ekki að vera fjárfestingarmarkaður. Það sé eitt að fjárfesta í eigin húsnæði til að eiga samastað og búa við húsnæðisöryggi, annað þegar íbúðarkaup séu orðin fjárfestingarkostur fyrir ávöxtun.
Kjarninn 24. maí 2022
Kalla eftir hækkun atvinnuleysisbóta
Í umsögn sinni við frumvarp um mótvægisaðgerðir vegna verðbólgu segir ASÍ að nokkrir hópar séu viðkvæmastir fyrir hækkandi verðlagi og vaxtahækkunum. ASÍ styður þá hugmyndafræði að ráðast í sértækar aðgerðir í stað almennra aðgerða.
Kjarninn 24. maí 2022
Meirihlutaviðræður Viðreisnar, Framsóknar, Pírata og Samfylkingar í Reykjavík eru hafnar.
Málefnin rædd fyrst og verkaskipting í lokin
Oddvitar Framsóknarflokks, Samfylkingar, Pírata og Viðreisnar í Reykjavík lýsa öll yfir ánægju með viðræður um myndun meirihluta í Borgarstjórn Reykjavíkur sem eru formlega hafnar. Öll áhersla verður lögð á málefni áður en verkaskipting verður rædd.
Kjarninn 24. maí 2022
Emil Dagsson.
Emil tekinn við sem ritstjóri Vísbendingar
Ritstjóraskipti hafa orðið hjá Vísbendingu. Jónas Atli Gunnarsson kveður og Emil Dagsson tekur við. Kjarninn hefur átt Vísbendingu í fimm ár.
Kjarninn 24. maí 2022
Einar Þorsteinsson og Þordís Lóa Þórhallsdóttir leiða tvö af þeim fjórum framboðum sem munu ræða saman um myndun meirihluta.
Framsókn býður Samfylkingu, Pírötum og Viðreisn til viðræðna um myndun meirihluta
Bandalag þriggja flokka mun ræða við Framsókn um myndun meirihluta í Reykjavík sem myndi hafa 13 af 23 borgarfulltrúum á bakvið sig. Boðað hefur verið til blaðamannafundar klukkan 11 til að svara spurningum fjölmiðla um málið.
Kjarninn 24. maí 2022
„Á meðan helvítis eftirspurnin er þá er framboð“
Vændi venst ekki og verður bara verra með tímanum, segir viðmælandi í nýrri bók þar sem rætt er við sex venjulegar konur sem hafa verið í vændi. Þær lýsa m.a. ástæðum þess af hverju þær fóru út í vændi og þeim skelfilegu afleiðingum sem það hafði á þær.
Kjarninn 24. maí 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar