Áratugur Árósasamnings

Engin krafa umhverfisverndarsamtaka hefur fengið efnisumfjöllun dómstóla frá því Árósasamningurinn var fullgiltur fyrir áratug. Hvernig má þetta vera? spyr Sif Konráðsdóttir lögmaður í aðsendri grein.

Auglýsing

Í dag, 16. sept­em­ber 2021, eru liðin tíu ár frá því að Alþingi sam­þykkti að fela rík­is­stjórn Íslands að full­gilda alþjóða­samn­ing um aðgang umhverf­is­vernd­ar­sam­taka að upp­lýs­ing­um, þátt­töku almenn­ings í ákvarð­ana­töku og aðgang að rétt­látri máls­með­ferð í umhverf­is­mál­um.

Samn­ing­ur­inn tak­markast, eins og heiti hans vísar til, við rétt til ákveð­innar máls­með­ferð­ar. Hann við­ur­kennir að það þurfi fólk, almenn­ing og sam­tök þeirra, til að gæta þeirra almanna­hags­muna sem fel­ast í heil­næmu umhverfi og vernd nátt­úru. Ekki höfðar víst umhverfið eða nátt­úran sjálf dóms­mál eða skrifar umsagn­ir.

Efnd­irnar

Það hefur ekki gengið að öllu leyti vel að fram­kvæma Árósa­samn­ing­inn, eins og hann er jafnan nefnd­ur, á Íslandi. Sjálf­stæð úrskurð­ar­nefnd var stofn­uð, úrskurð­ar­nefnd umhverf­is- og auð­linda­mála. Hún reynd­ist í fyrstu gagns­lítil í umhverf­is­mál­um, þar sem mál voru síst skjót­ari í með­förum hennar en dóms­mál. Það lag­að­ist svo. Þetta úrræði, úrskurð­ar­nefnd­in, hefur reynst alveg ágæt­lega síðan og nefndin efl­st, þó vissu­lega mætti ýmis­legt laga til að hún gegndi hlut­verki sínu sem best. Það eru hins­vegar aðrir armar rík­is­valds­ins sem hafa brugð­ist. Nefndin hefur í tvígang kveðið upp úrskurði sem hafa orðið til­efni þess að rík­is­stjórnir hafa lagt fram laga­frum­vörp þeim til höf­uðs. Þetta eru mál um stöðvun lagn­ingu raf­lína um nátt­úru­vernd­ar­svæði og ógild­ingu leyfa fyrir sjó­kvía­eldi. Þannig hefur fram­kvæmda­vald­ið, og í seinna til­vik­inu líka Alþingi sjálft, grafið undan nefnd­inni, og sér ekki fyrir end­ann á því máli. Þetta eru vissu­lega ekki einu til­vikin und­an­farið þar sem fram­kvæmda­valdið grefur undan sjálf­stæðum úrskurð­ar­nefnd­um.

Auglýsing

En lög­gjaf­inn og dóms­valdið hafa þó einkum brugð­ist þess­ari tíu ár gömlu skuld­bind­ingu Alþing­is. Síð­asta föstu­dag komu fram alvar­legar ábend­ingar pró­fess­ors í umhverf­is­rétti og dós­ents í rétt­ar­fari í HÍ um að veru­lega skorti á að upp­fyllt séu ákvæði Árósa­samn­ings­ins um aðgang umhverf­is­vernd­ar­sam­taka að dóm­stól­um. Í raun virð­ist sem staðan þar hafi hrein­lega versnað frá því deilan um Kára­hnjúka­virkjun stóð og um var fjallað í röð Hæsta­rétt­ar­mála uppúr síð­ust alda­mót­um. Á þetta reyndi í dóms­málum sem vörð­uðu Gálga­hraun og í fáeinum dóms­málum síð­an.

Dóm­stólum lokað

Í stuttu máli: engin krafa umhverf­is­vernd­ar­sam­taka hefur fengið efn­isum­fjöllun dóm­stóla frá því Árósa­samn­ing­ur­inn var full­giltur fyrir ára­tug.

Hvernig má þetta vera? Af hverju lok­uð­ust dóm­stólar fyrir umhverf­is­vernd­ar­sam­tökum fyrir tíu árum, um leið og Árósa­samn­ing­ur­inn var full­gilt­ur? Við því er ekki ein­falt svar. Síð­asta dóms­málið af þessu tagi var fyrir Lands­rétti árið 2018 og af umfjöllun fyrr­nefndra háskóla­kenn­ara að dæma virð­ast í senn brotin ákvæði Árósa­samn­ings­ins, EES samn­ings­ins og almennra rétt­ar­farslaga á Íslandi. Dóm­ur­inn hafn­aði aðgangi að dóm­stól­um, dæmdi að auki tvenn umhverf­is­vernd­ar­sam­tök í millj­óna króna máls­kostn­að, sem þeim var gert að greiða rík­is­stofnun og sveit­ar­fé­lagi. Má ætla að kostn­aður þeirra af mála­rekstr­inum hafi numið sam­tals um fimm millj­ónum króna – og það þola engin umhverf­is­vernd­ar­sam­tök að taka á sig nema einu sinni.

Ónefnt er að dóms­mála­ráðu­neytið telur sér óheim­ilt að veita umhverf­is­vernd­ar­sam­tökum gjaf­sókn fyrir dómi, þar sem þau eru lög­að­ili en ekki ein­stak­ling­ur. Slíkt mál liggur nú á borði umboðs­manns Alþing­is, og er það ekki hið fyrsta slíkra.

Það þarf að taka veru­lega til í lög­gjöf­inni til þess að alþjóða­skuld­bind­ingar séu virt­ar. Nú hefst annar ára­tugur Árósa­samn­ings­ins. Von­andi verður hann betri en sá fyrsti.

Höf­undur er lög­mað­ur.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Eggert Gunnþór Jónsson er hér til vinstri í leik gegn Hvíta-Rússlandi á Evrópumóti U-21 landsliða árið 2011.
Eggert Gunnþór segist saklaus
Knattspyrnumaðurinn Eggert Gunnþór Jónsson hafnar ásökunum um kynferðisbrot í Kaupmannahöfn árið 2010 og segist fullkomlega saklaus.
Kjarninn 22. október 2021
Ingrid Kuhlman
Munurinn á dánaraðstoð og sjálfsvígi er mikill
Kjarninn 22. október 2021
Sérfræðingar frá Syndis og Advania hafa tekið þátt í að skoða málið undanfarna daga.
Hætta á að tölvuþrjótar hafi komist yfir tölvupósta frá starfsmönnum HR
Rektor HR tilkynnti starfsfólki skólans það eftir hádegi í dag að möguleiki væri á því að tölvupóstar, jafnvel ár aftur í tímann, væru í höndum tölvuþrjóta. Ekki er þó ljóst hvort svo sé eða ekki, eða hvort afleiðingar af því verði einhverjar.
Kjarninn 22. október 2021
Ari Trausti Guðmundsson
Rafmagnað Grænland og Ísland?
Kjarninn 22. október 2021
Biður hagsmunasamtök að tjá sig ekki um verðhækkanir
Samkeppniseftirlitið brýnir fyrir forsvarsmönnum hagsmunasamtaka að taka ekki þátt í umfjöllunum um hækkandi vöruverð, þar sem samtökin eiga að fara gætilega þegar kemur að umræðu sem hefur áhrif á verðlagningu fyrirtækja.
Kjarninn 22. október 2021
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – 44. þáttur: Drukkni sjóguninn
Kjarninn 22. október 2021
Samherji hf. er á lista yfir framúrskarandi fyrirtæki og raunar einnig Samherji Ísland ehf. og fleiri dótturfélög Samherja. Hins vegar er Samherji Holding ehf. ekki á lista, líklega þar sem félagið hefur ekki enn skilað ársreikningi fyrir árið 2019.
Bæði Samherji og Init ofarlega á listum yfir „framúrskarandi fyrirtæki“ ársins
Alls eru 878 fyrirtæki á lista CreditInfo yfir Framúrskarandi fyrirtæki árið 2021. Sum þeirra sem skipa efstu sætin á listum hafa verið til umfjöllunar undanfarin misseri fyrir hátterni sem erfitt er að tengja við það að skara fram úr.
Kjarninn 22. október 2021
Hallgrímskirkja
„Við eigum sögu sem við þurfum heldur betur að læra af“
Sam­skipta­stjóri Bisk­ups­stofu segir að það sé skylda kirkj­unnar að læra af sögu hennar er varðar við­brögð við kyn­ferð­is­legri áreitni og ofbeldi. Ein formleg ásökun hefur borist á borð Biskupsstofu frá því Agnes M. Sigurðar­dóttir tók við embætti.
Kjarninn 22. október 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar