Áratugur Árósasamnings

Engin krafa umhverfisverndarsamtaka hefur fengið efnisumfjöllun dómstóla frá því Árósasamningurinn var fullgiltur fyrir áratug. Hvernig má þetta vera? spyr Sif Konráðsdóttir lögmaður í aðsendri grein.

Auglýsing

Í dag, 16. sept­em­ber 2021, eru liðin tíu ár frá því að Alþingi sam­þykkti að fela rík­is­stjórn Íslands að full­gilda alþjóða­samn­ing um aðgang umhverf­is­vernd­ar­sam­taka að upp­lýs­ing­um, þátt­töku almenn­ings í ákvarð­ana­töku og aðgang að rétt­látri máls­með­ferð í umhverf­is­mál­um.

Samn­ing­ur­inn tak­markast, eins og heiti hans vísar til, við rétt til ákveð­innar máls­með­ferð­ar. Hann við­ur­kennir að það þurfi fólk, almenn­ing og sam­tök þeirra, til að gæta þeirra almanna­hags­muna sem fel­ast í heil­næmu umhverfi og vernd nátt­úru. Ekki höfðar víst umhverfið eða nátt­úran sjálf dóms­mál eða skrifar umsagn­ir.

Efnd­irnar

Það hefur ekki gengið að öllu leyti vel að fram­kvæma Árósa­samn­ing­inn, eins og hann er jafnan nefnd­ur, á Íslandi. Sjálf­stæð úrskurð­ar­nefnd var stofn­uð, úrskurð­ar­nefnd umhverf­is- og auð­linda­mála. Hún reynd­ist í fyrstu gagns­lítil í umhverf­is­mál­um, þar sem mál voru síst skjót­ari í með­förum hennar en dóms­mál. Það lag­að­ist svo. Þetta úrræði, úrskurð­ar­nefnd­in, hefur reynst alveg ágæt­lega síðan og nefndin efl­st, þó vissu­lega mætti ýmis­legt laga til að hún gegndi hlut­verki sínu sem best. Það eru hins­vegar aðrir armar rík­is­valds­ins sem hafa brugð­ist. Nefndin hefur í tvígang kveðið upp úrskurði sem hafa orðið til­efni þess að rík­is­stjórnir hafa lagt fram laga­frum­vörp þeim til höf­uðs. Þetta eru mál um stöðvun lagn­ingu raf­lína um nátt­úru­vernd­ar­svæði og ógild­ingu leyfa fyrir sjó­kvía­eldi. Þannig hefur fram­kvæmda­vald­ið, og í seinna til­vik­inu líka Alþingi sjálft, grafið undan nefnd­inni, og sér ekki fyrir end­ann á því máli. Þetta eru vissu­lega ekki einu til­vikin und­an­farið þar sem fram­kvæmda­valdið grefur undan sjálf­stæðum úrskurð­ar­nefnd­um.

Auglýsing

En lög­gjaf­inn og dóms­valdið hafa þó einkum brugð­ist þess­ari tíu ár gömlu skuld­bind­ingu Alþing­is. Síð­asta föstu­dag komu fram alvar­legar ábend­ingar pró­fess­ors í umhverf­is­rétti og dós­ents í rétt­ar­fari í HÍ um að veru­lega skorti á að upp­fyllt séu ákvæði Árósa­samn­ings­ins um aðgang umhverf­is­vernd­ar­sam­taka að dóm­stól­um. Í raun virð­ist sem staðan þar hafi hrein­lega versnað frá því deilan um Kára­hnjúka­virkjun stóð og um var fjallað í röð Hæsta­rétt­ar­mála uppúr síð­ust alda­mót­um. Á þetta reyndi í dóms­málum sem vörð­uðu Gálga­hraun og í fáeinum dóms­málum síð­an.

Dóm­stólum lokað

Í stuttu máli: engin krafa umhverf­is­vernd­ar­sam­taka hefur fengið efn­isum­fjöllun dóm­stóla frá því Árósa­samn­ing­ur­inn var full­giltur fyrir ára­tug.

Hvernig má þetta vera? Af hverju lok­uð­ust dóm­stólar fyrir umhverf­is­vernd­ar­sam­tökum fyrir tíu árum, um leið og Árósa­samn­ing­ur­inn var full­gilt­ur? Við því er ekki ein­falt svar. Síð­asta dóms­málið af þessu tagi var fyrir Lands­rétti árið 2018 og af umfjöllun fyrr­nefndra háskóla­kenn­ara að dæma virð­ast í senn brotin ákvæði Árósa­samn­ings­ins, EES samn­ings­ins og almennra rétt­ar­farslaga á Íslandi. Dóm­ur­inn hafn­aði aðgangi að dóm­stól­um, dæmdi að auki tvenn umhverf­is­vernd­ar­sam­tök í millj­óna króna máls­kostn­að, sem þeim var gert að greiða rík­is­stofnun og sveit­ar­fé­lagi. Má ætla að kostn­aður þeirra af mála­rekstr­inum hafi numið sam­tals um fimm millj­ónum króna – og það þola engin umhverf­is­vernd­ar­sam­tök að taka á sig nema einu sinni.

Ónefnt er að dóms­mála­ráðu­neytið telur sér óheim­ilt að veita umhverf­is­vernd­ar­sam­tökum gjaf­sókn fyrir dómi, þar sem þau eru lög­að­ili en ekki ein­stak­ling­ur. Slíkt mál liggur nú á borði umboðs­manns Alþing­is, og er það ekki hið fyrsta slíkra.

Það þarf að taka veru­lega til í lög­gjöf­inni til þess að alþjóða­skuld­bind­ingar séu virt­ar. Nú hefst annar ára­tugur Árósa­samn­ings­ins. Von­andi verður hann betri en sá fyrsti.

Höf­undur er lög­mað­ur.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Milljónir barna búa við hrikalegar aðstæður á átakasvæðum.
Pyntuð. Nauðgað. Drepin.
Börn á átakasvæðum eru ekki óhult á leiðinni í skólann. Ekki heldur á leiðinni á heilsugæslustöðina. Eða inni á heimilum sínum. Ofbeldi er kerfisbundið beitt gegn þeim. Þau eru látin bera sprengjur, þvinguð í hjónabönd. Svipt öryggi og vernd.
Kjarninn 28. júní 2022
Sigrún Huld Þorgrímsdóttir
Það er líf eftir greiningu
Kjarninn 28. júní 2022
Nicola Sturgeon fyrsti ráðherra Skotlands.
Stefnir á atkvæðagreiðslu um sjálfstætt Skotland í október 2023
Nicola Sturgeon leiðtogi Skoska þjóðarflokksins stefnir á að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði Skotlands á ný næsta haust – með eða án leyfis bresku ríkisstjórnarinnar.
Kjarninn 28. júní 2022
Guðmundur Andri Thorsson
Ráfað um í Keflavíkurgöngu
Kjarninn 28. júní 2022
Samkvæmt tilkynningu frá Borgarlínu er gert ráð fyrir því að vagnar Borgarlínunnar byrji að ganga á milli Hamraborgar og Háskóla Íslands árið 2025, þrátt fyrir að framkvæmdum á þeim kafla verði ekki að fullu lokið þá.
Tímalínu framkvæmda við fyrstu lotu Borgarlínu seinkað
Endurskoðuð tímaáætlun framkvæmda við fyrstu lotu Borgarlínu gerir ráð fyrir því að framkvæmdalok verði á árunum 2026 og 2027, en ekki 2024 eða 2025 eins og lagt var upp með. Samstilling við aðrar framkvæmdir, eins og Sæbrautarstokk, spila inn í.
Kjarninn 28. júní 2022
Það að vera kvenkyns lögmaður eykur líkur á að mál falli umbjóðandanum í vil samkvæmt nýrri íslenskri rannsókn.
Kvenkyns lögmenn líklegri til að vinna mál í héraði
Kvenkyns málflytjendur skila betri árangri fyrir dómstólum og eldri dómarar eru líklegri til að dæma varnaraðila í vil en þeir sem yngri eru, samkvæmt nýrri íslenskri rannsókn.
Kjarninn 28. júní 2022
Örn Bárður Jónsson
Þungunarrof, samkynhneigð og kynusli
Kjarninn 28. júní 2022
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra, og Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri.
Ætlar ekki að láta Seðlabankann afhenda sér gögn um ráðstöfun opinberra hagsmuna
Seðlabanki Íslands hefur ekki viljað leggja mat á hagsmuni almennings af birtingu upplýsinga um þá sem fengu að nýta sér fjárfestingaleið hans né af því að stöðugleikasamnirnir við kröfuhafa verði gerðir opinberir.
Kjarninn 28. júní 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar