Hvernig viljum við lifa?

Sif Sigmarsdóttir segir að tími sé kominn til að eiga samtal um skipulagsmál.

Auglýsing

Á sófa­borði tengda­for­eldra minna liggur bók í stóru broti, stíl­hrein og fal­lega inn­bundin í striga. Við fyrstu sýn virð­ist um hefð­bundna kaffi­borðs­bók að ræða. Þegar nánar er að gáð kemur hins vegar í ljós að um er að ræða annað og meira en stofustáss.

Mér varð hugsað til bók­ar­innar þegar ég reifst heift­ar­lega við raf­virkj­ann minn þar sem ég bý í London. Hann var kom­inn til að laga bil­aðan raf­magns­ofn. Þegar ég opn­aði úti­dyrnar fyrir honum stóð hann bölvandi og ragn­andi í dyra­gætt­inni.

Hvað hafði ger­st, spurði ég. Hann hvessti á mig aug­un. „Bölvað borg­ar­ráð­ið,“ þrum­aði hann. „Það tók mig hálf­tíma að kom­ast hing­að.“

Auglýsing

Raf­virk­inn minn býr í næstu götu við mig í Isl­ington hverfi Lund­úna­borg­ar. Í Isl­ington fer nú fram rót­tæk til­raun á sviði borg­ar­skipu­lags. Völdum svæðum innan hverf­is­ins hefur verið breytt í „lág­um­ferð­ar­svæði“ (e. low traffic neig­h­bo­ur­hood). Götum er lokað fyrir bíla­um­ferð og gang­andi veg­far­end­um, hjóla­fólki og börnum að leik tryggður for­gang­ur. Er aðgerð­inni ætlað að auka lífs­gæði íbú­anna, bæta loft­gæði, draga úr hljóð­meng­un, end­ur­vekja þorps­menn­ing­una og auka sam­neyti nágranna.

En ekki frá því að Brexit var og hét og fólk stóð í hávaðarifr­ildum á götum úti um útgöngu Breta úr Evr­ópu­sam­band­inu hefur mál­efni klofið sam­fé­lagið jafn­harka­lega í með­-og-á-­móti.

„Ég hefði verið fljót­ari að labba hing­að,“ sagði raf­virk­inn og skellti verk­færa­tösk­unni sinni á stofu­gólf­ið. Hann var aug­ljós­lega á móti.

„Til þess er leik­ur­inn einmitt gerð­ur,“ svar­aði ég, of heitur stuðn­ings­maður með til að bíta í tung­una á mér.

Raf­virkj­anum var ekki skemmt. Á meðan hann reif í sundur bil­aða ofn­inn minn brýndi hann fyrir mér efna­hags­legt mik­il­vægi einka­bíls­ins. Ég brýndi fyrir honum mik­il­vægi þess að geta dregið and­ann. Hann spurði: „Hvað með gamla fólk­ið?“ Ég spurði: „Hvað með börn­in?“ Hann tal­aði um frelsið til að fara um. Ég tal­aði um frelsið til að vera kyrr. Hann sak­aði mig um skort á raun­sæi. Ég sak­aði hann um að skorta fram­tíð­ar­sýn.

Hvor­ugu tókst að sann­færa hitt. Raf­virk­inn átti hins vegar loka­orðið er hann afhenti mér reikn­ing með tutt­ugu pró­senta reiði­á­lagi. „Köllum þetta kostn­að­inn við ferða­höft­in,“ sagði hann. Bros lék um varir hans í fyrsta sinn í heim­sókn­inni.

Hvíl í friði

Upp­tök rifr­ildis okkar raf­virkj­ans má rekja sex ár aftur í tím­ann. Í sept­em­ber árið 2015 báru mót­mæl­endur lík­kistu um götur Walt­ham For­est hverf­is­ins í London með áletr­un­inni „hvíl í friði Walt­ham­stow“. Ástæða mót­mæl­anna var opnun fyrsta „tutt­ugu mín­útna hverf­is­ins“ í Bret­landi.

„Tutt­ugu mín­útna hverf­ið“ er hug­mynd sem ryður sér nú til rúms víða um heim og er inn­blást­ur­inn að götu­lok­unum skipu­lags­yf­ir­valda í Isl­ington hverfi. Er mark­miðið að íbúi hverfis þurfi aldrei að ferð­ast lengra frá heim­ili sínu en tutt­ugu mín­útur – gang­andi, hjólandi eða með almenn­ings­sam­göngum – til að sækja sér nauð­syn­lega þjón­ustu á borð við versl­an­ir, skóla, heil­brigð­is­þjón­ustu og lík­ams­rækt.

Fram­kvæmdin í Walt­ham For­est var hug­ar­fóstur Clyde Loa­kes, aðstoð­ar­hverf­is­stjór­ans. Fyrst um sinn hlaut hann litlar þakkir fyr­ir. Fólk hreytti jafn­vel í hann fúk­yrðum á götum úti. En nú er öldin önn­ur.

Skipu­lags­yf­ir­völd og ráða­fólk alls staðar að úr heim­inum flykkj­ast nú til Walt­ham For­est í leit að hug­myndum til að bæta lífs­skil­yrði í eigin borg­um. Nýverið gekk blaða­maður dag­blaðs­ins The Times með Clyde Loa­kes um miðbæ Walt­ham For­est. „Sjáðu,“ sagði Loa­kes hróð­ugur og benti á versl­anir fullar af fólki, þétt setin kaffi­hús og götur iðandi af mann­lífi þar sem fólk heils­að­ist og stopp­aði jafn­vel til að spjalla. „Hver vill ekki lifa svona?“ spurði Loa­kes.

Æða­kerfi fram­tíð­ar­innar

Bókin á sófa­borði tengda­for­eldra minna fangar kjarn­ann í rifr­ildi mínu og raf­virkj­ans. Bókin er í senn skáld­skapur og sann­leik­ur, ást­ar­saga og hroll­vekja, útópía og distópía – sjón­ar­hornið ræðst af les­and­an­um. Bókin sem um ræðir er Aðal­skipu­lag Reykja­víkur 1962-1983.

Aðal­skipu­lag Reykja­víkur 1962-1983 er talið tíma­móta­verk á sviði skipu­lags­mála hér á landi. Var það unnið af Dan­anum Peter Breds­dorff og var stundum kallað danska skipu­lag­ið. Í þrjú­hund­ruð blað­síðna grein­ar­gerð er fram­tíð borg­ar­innar kort­lögð út frá nýj­ustu straumum og stefnum þess tíma. Lögð eru drög að stórum úthverf­um. Teikn­ingar sýna nútíma­legar bygg­ing­ar, gler og stein­steypu. Mesta eft­ir­tekt vekur þó áætlun um umferð­ar­mann­virki sem jaðrar við vís­inda­skáld­skap að metn­aði.

Þótt bíla­eign hafi ekki verið útbreidd mark­aði far­ar­tækið borg­ar­skipu­lagið allt. Gert var ráð fyrir stórum stoð­brautum sem tengdu saman dreifð íbúða­hverfi. Hrað­braut var fyr­ir­huguð í gegnum mið­bæ­inn, um Grett­is­götu og í gegnum Grjóta­þorp­ið. Gömul hús sem fyrir væru yrðu að víkja. Akbrautir voru æða­kerfi fram­tíð­ar­inn­ar.

Ánægja ríkti með aðal­skipu­lag­ið. Árum saman var það kynnt náms­fólki í skipu­lags­fræðum í nágranna­lönd­unum sem fyr­ir­mynd­ar­skipu­lag. En það sem er fantasía fót­gang­andi Reyk­vík­ings sem arkar holótta mal­ar­vegi við upp­haf sjö­unda ára­tugar síð­ustu aldar kann að vera mal­bikuð martröð afkom­anda hans árið 2021.

Sú hug­mynda­fræði sem Aðal­skipu­lag Reykja­víkur 1962-1983 spratt upp úr mótar enn efn­is­legan veru­leika okk­ar. Hug­ar­farið tekur hins vegar hröðum breyt­ing­um.

Í Reykja­vík, London og öðrum borgum heims á sér nú stað slag­ur; slagur um göt­urn­ar. Fljótt á litið virð­ist borg­ar­skipu­lag – eins og kaffi­borðs­bók – fyrst og fremst stofustáss. En skipu­lags­mál eru meira en yfir­borð­ið. Í skipu­lags­málum birt­ast helstu átaka­línur sam­tím­ans. Skipu­lags­mál eru umhverf­is­mál, lofts­lags­mál, atvinnu­mál, efna­hags­mál, sam­göngu­mál og heil­brigð­is­mál. Í skipu­lags­málum felst að auki stærsta spurn­ing mann­legrar til­veru: Hvernig viljum við lifa?

Það getur reynst kostn­að­ar­samt að hrista upp í borg­ar­skipu­lagi eins og ég fékk að reyna á eigin skinni þegar raf­virk­inn rétti mér reikn­ing­inn. En óbreytt ástand mun kosta okkur ennþá meira. Tími er til kom­inn að við eigum sam­tal um skipu­lags­mál.

Höf­undur er blaða­maður og rit­höf­undur búsett í London.

Þessi pist­ill er hluti greinar­aðar í til­efni af því að 100 ár eru liðin frá­ ­form­legu upp­hafi skipu­lags­gerðar hér á landi með setn­ing­u laga um skipu­lag kaup­túna og sjáv­ar­þorp­a árið 1921.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Eggert Gunnþór Jónsson er hér til vinstri í leik gegn Hvíta-Rússlandi á Evrópumóti U-21 landsliða árið 2011.
Eggert Gunnþór segist saklaus
Knattspyrnumaðurinn Eggert Gunnþór Jónsson hafnar ásökunum um kynferðisbrot í Kaupmannahöfn árið 2010 og segist fullkomlega saklaus.
Kjarninn 22. október 2021
Ingrid Kuhlman
Munurinn á dánaraðstoð og sjálfsvígi er mikill
Kjarninn 22. október 2021
Sérfræðingar frá Syndis og Advania hafa tekið þátt í að skoða málið undanfarna daga.
Hætta á að tölvuþrjótar hafi komist yfir tölvupósta frá starfsmönnum HR
Rektor HR tilkynnti starfsfólki skólans það eftir hádegi í dag að möguleiki væri á því að tölvupóstar, jafnvel ár aftur í tímann, væru í höndum tölvuþrjóta. Ekki er þó ljóst hvort svo sé eða ekki, eða hvort afleiðingar af því verði einhverjar.
Kjarninn 22. október 2021
Ari Trausti Guðmundsson
Rafmagnað Grænland og Ísland?
Kjarninn 22. október 2021
Biður hagsmunasamtök að tjá sig ekki um verðhækkanir
Samkeppniseftirlitið brýnir fyrir forsvarsmönnum hagsmunasamtaka að taka ekki þátt í umfjöllunum um hækkandi vöruverð, þar sem samtökin eiga að fara gætilega þegar kemur að umræðu sem hefur áhrif á verðlagningu fyrirtækja.
Kjarninn 22. október 2021
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – 44. þáttur: Drukkni sjóguninn
Kjarninn 22. október 2021
Samherji hf. er á lista yfir framúrskarandi fyrirtæki og raunar einnig Samherji Ísland ehf. og fleiri dótturfélög Samherja. Hins vegar er Samherji Holding ehf. ekki á lista, líklega þar sem félagið hefur ekki enn skilað ársreikningi fyrir árið 2019.
Bæði Samherji og Init ofarlega á listum yfir „framúrskarandi fyrirtæki“ ársins
Alls eru 878 fyrirtæki á lista CreditInfo yfir Framúrskarandi fyrirtæki árið 2021. Sum þeirra sem skipa efstu sætin á listum hafa verið til umfjöllunar undanfarin misseri fyrir hátterni sem erfitt er að tengja við það að skara fram úr.
Kjarninn 22. október 2021
Hallgrímskirkja
„Við eigum sögu sem við þurfum heldur betur að læra af“
Sam­skipta­stjóri Bisk­ups­stofu segir að það sé skylda kirkj­unnar að læra af sögu hennar er varðar við­brögð við kyn­ferð­is­legri áreitni og ofbeldi. Ein formleg ásökun hefur borist á borð Biskupsstofu frá því Agnes M. Sigurðar­dóttir tók við embætti.
Kjarninn 22. október 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar