Flokkaflakkarinn

Birgitta Jónsdóttir viðurkennir að hún hafi aldrei kosið Framsókn eða Sjálfstæðisflokkinn, en styðji einna helst nýja flokka sem enn eru óskrifað blað.

Auglýsing

Ég var ekki alin upp við að gift­ast flokk­um, heldur kjósa þann sem mér þykir bestur hverju sinni. Ég við­ur­kenni að ég hef aldrei kosið Fram­sókn eða Sjálf­stæð­is­flokk­inn, en ég hef kosið alls­konar flokka og aðeins einu sinni skilað auðu. Ég hef einna helst kosið nýja flokka vegna þess að þeir eru enn óskrifað blað og hafa ekki fallið inn í viðjar hefða og boða og banna. Þar ríkir oft­ast orka nýsköp­unar og fram­kvæmda­gleði, þar ríkir von um breyt­ingar og óbilandi trú á að nú sé komið að þeim breyt­ingum sem fólkið þráir hverju sinni og hefur tekið sig saman um að bjóða upp á. Það er skemmti­leg og dríf­andi orka sem auð­velt er að hríf­ast að og hríf­ast með. Eftir að hafa tekið þátt í að stofna tvo flokka úr engu nema þess­ari sömu orku og óbilandi trú á mik­il­vægi þess að gefa fólki sem aldrei hefur gengið með drauma um þing­mennsku tæki­færi til að finna röddu sinni og bar­áttu­vilja far­veg, hef ég komist að þeirri nið­ur­stöðu að sú svart­hvíta mynd sem dregin er upp að mönnum og mál­efn­um, stefn­um, lof­orðum og auð­vitað svikum er bara dæg­ur­fluga og skiptir ekki meg­in­máli til lang­tíma.  

Fyrir mér eru ráð­herra­sæti eða þing­mennska ekki loka­mark­mið stjórn­mála­afla, heldur miklu frekar það sem er að ger­ast í gras­rót­inni óháð kosn­ingum og öllu því róti  og spennu sem því fylg­ir.  Ef að rótin er van­rækt og ekk­ert súr­efni að finna í jarð­veg­inum þá er bara tíma­spurs­mál hvenær nýja­brumið fellur án þess að bera nokk­urt fræ inn í fram­tíð­ina og rot kemst í rót og allt fellur um sjálft sig og stöðn­un­ar­kór­inn fyllist þórð­ar­gleði án þess að átta sig á að þeirra mik­il­feng­legu tré eru löngu hætt að bera fræ, gras­rótin löngu horfin og eng­inn eftir nema þeir sem eiga ein­hverja hags­muni að gæta við að við­halda tál­sýn um stöð­ug­leika og halda dauð­ans helj­ar­taki utan um leik­tjöld­in. En öll leik­tjöld falla á end­an­um. 

Ástæða þess að flokka­flakk­ar­inn ég, sem þó hef aðeins skráð mig í einn flokk utan sós­í­alista, en stofnað tvo að auki, hef ákveðið að taka þátt í gras­rót­ar­starfi sós­í­alista er ein­föld. Gras­rótin er full af lífi á milli kosn­inga. Sós­í­alistar hafa átt stóran þátt í end­ur­reisn verka­lýðs­hreyf­inga þeirra sem mest eiga undir þegar barist er um rétt­indi verka­fólks. Sós­í­alistar hafa átt stóran þátt í að hvetja áfram fólk til þátt­töku í stjórnum alls­konar hags­muna­sam­taka sem berj­ast fyrir rétt­inum fólks á t.d. leigu­mark­aði. Sós­í­alistar hafa gert til­raunir með þátt­töku­lýð­ræði eins og t.d. að nýta slembival til að velja full­trúa í alls­konar stefnu­mótum sem og val á lista flokks­ins. Það er nýja­brum byggt á alda­gömlum hefðum og vilji til að prófa alls­konar leiðir til vald­efl­ingar þeirra sem flestir horfa fram hjá nema í kringum kosn­ing­ar. 

Auglýsing
Þeir sem þekkja mig vel, vita að ég hef barist gegn ofbeldi yfir­valda, óháð hverskyns stefnu þau segj­ast aðhyllast, ég hef barist gegn yfir­völdum í Kína, Banda­ríkj­un­um, Rúss­landi, Ísr­ael og svo mætti lengi telja og get ekki ferð­ast til þess­ara ríkja vegna þess. Þannig að seint væri hægt að spyrða mig við ein­hverja blindni um hvað ger­ist ef yfir­völd verða ger­ræð­is­leg. Hvar ég er nákvæm­lega á hinum póli­tíska ási er ekki endi­lega auð­velt að segja, ég er alþjóðasinni, ég styð mann­helgi til handa öll­um, hef barist fyrir alvöru valda­til­færslu til handa lýðnum í lýð­ræð­inu. Ég hef barist fyrir rétt­indum fátækra, hef verið fátæk sjálf­stæð móðir nær allt mitt líf að und­an­teknum árunum sem ég var á Alþingi og veit hvernig það er að eiga ekki fyrir mat. Ég hef barist og barist og ég held að ég muni aldrei geta almenni­lega hætt því, það er mér ein­fald­lega í blóð bor­ið.  Ég þrái að búa í heimi, landi, borg, þar sem við erum öll jafn­rétthá og þar sem við öll getum gengið að sömu tæki­færum til lífs­gæða. Græðg­i­svæð­ingin sem drífur áfram sér­hags­muna­hag­vöxt­inn er það sem hefur komið mann­kyn­inu út á ystu nöf og ekki aftur snú­ið. Þessi græðg­i­svæð­ing varð til úr hug­mynda­fræði nýfrjáls­hyggj­unnar og brauð­mola­hag­fræð­ina þar sem þeir alls­lausu geta lifað af brauð­molum sem falla af gnægt­ar­borði þeirra sem kunna hve best að spila með kerfið sér til handa á meðan þeir þræla út ósýni­lega einnota fólk­in­u. 

Ég gekk til liðs við sós­í­alista vegna þess að þar eru svo margir vinir mínir úr bús­á­halda­bylt­ing­unni og svo mikið af fólki þar inn­an­borðs sem skilur hvar þarf að kerf­is­breyta fyrst og að það er ekki tjaldað til einna kosn­inga, heldur hugsað til lang­tíma, með yfir­sýn þeirra sem hafa þroska og þor til að láta verkin tala, þar sem fólk nærir mold­ina áður en fræin falla og veigrar sér ekki við að rífa brenni­netlur sjálfs­hyggj­unnar með berum hönd­um. Ég hrífst af bar­áttu­fólki sem hefur á eigin skinni fengið að upp­lifa tím­ana tvenna og veit hvar kreppir að. Ég skora á alla þá sem vilja breyta órétt­læti í rétt­læti að koma og taka þátt í að móta fram­tíð­ina saman og vera með nú en ekki síður eftir kosn­ing­ar. Allar bylt­ingar byrja innra með okkur og næsta skref þar á eftir er að átta sig á því að það verða engar breyt­ingar nema að maður sjálfur sé til­bú­inn að taka þátt í að gera þær að veru­leika. Ef þér finnst mik­il­vægt að búa við jafn­ræði og félags­hyggju þá ertu kannski bara sós­í­alisti eins og ég án þess endi­lega að hafa komið því áður í orð.

Höf­undur er skáld.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Stóra salamandra, svokölluð, verður um 10-16 sentimetrar á lengd. Vegna þessa litla dýrs eru fyrirætlanir um uppbyggingu húsnæðis á Amager fælled í Kaupmannahöfn í uppnámi.
Froskaflækjur
Froskar hafa sig að jafnaði lítt í frammi og vilja helst fá að vera í friði með sitt kvakk. Þetta litla dýr veldur nú miklum deilum í Kaupmannahöfn, þótt það hafi ekki annað til saka unnið en að vera til.
Kjarninn 28. nóvember 2021
Málsmeðferð kærunefndar fær falleinkunn hjá Héraðsdómi Reykjavíkur
Kærunefnd útboðsmála er sögð hafa farið á svig við lög og stuðst við vafasama útreikninga er hún komst að þeirri niðurstöðu að rétt væri að óvirkja samning Orku náttúrunnar við Reykjavíkurborg um hraðhleðslustöðvar.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur undirritað reglugerð sem markar fyrstu viðbrögð íslenskra stjórnvalda við hinu svokallað Ómíkrón-afbrigði veirunnar.
Síðasta kórónuveiruverk Svandísar að bregðast við „Ómíkrón“
Á sunnudag tekur gildi reglugerð sem felur í sér að þeir sem koma til landsins frá skilgreindum hááhættusvæðum þurfa að fara í tvö PCR-próf með sóttkví á milli. Ómíkrón-afbrigðið veldur áhyggjum víða um heim og líka hjá sóttvarnalækni.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Vinstri græn fá sjávarútvegsmálin og Framsókn sest í heilbrigðisráðuneytið
Miklar breytingar verða gerðar á stjórnarráði Íslands, ný ráðuneyti verða til og málaflokkar færðir. Ráðherrarnir verða tólf og sá sem bætist við fellur Framsóknarflokknum í skaut. Vinstri græn stýra sjávarútvegs- og landbúnaðarmálum.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Hjalti Hrafn Hafþórsson
Það sem ekki var talað um á COP26
Kjarninn 27. nóvember 2021
Bankastjórar þriggja stærstu banka landsins.
Útlán til heimila hafa aukist en útlán til fyrirtækja dregist saman það sem af er ári
Bankarnir nýttu svigrúm sem var gefið til að takast á við efnahagslegar afleiðingar kórónuveirunnar til að stórauka útlán til íbúðarkaupa. Útlán til fyrirtækja hafa hins vegar dregist saman.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Lerbjergskógurinn er nú kominn í eigu og umsjá Danska náttúrusjóðsins.
Danir gripnir kaupæði – „Við stöndum frammi fyrir krísu“
Lerbjergskógurinn mun héðan í frá fá að dafna án mannlegra athafna. Hann er hluti þess lands sem Danir hafa keypt saman til að auka líffræðilegan fjölbreytileika og draga úr áhrifum loftslagsbreytinga.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Þolendur kynfæralimlestinga, nauðgana, ofbeldis og fordóma sendir til baka til Grikklands
Tvær sómalskar konur standa nú frammi fyrir því að verða sendar til Grikklands af íslenskum stjórnvöldum og bíða þær brottfarardags. Þær eru báðar þolendur grimmilegs ofbeldis og þarfnast sárlega aðstoðar fagfólks til að vinna í sínum málum.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar