Betur vinnur vit en strit

Jón Steindór Valdimarsson segir að Viðreisn vilji ekki skammtímalausnir heldur lausnir sem séu sniðnar þannig að raunverulegar breytingar verði meiri og hraðari.

Auglýsing

Íslenskt atvinnu­líf hefur löngum ein­kennst af fábreytni sem hefur leitt til þess að hagur okkar hefur um of ráð­ist af árferði til sjávar og sveita. Hag­kerfið er auð­linda­drif­ið. Sjáv­ar­út­veg­ur, orku­frekur iðn­aður og nú síð­ast ferða­þjón­usta hafa verið hinar stóru grein­ar. Gall­inn við þetta er sá að sveiflur og áföll í þessum greinum hafa víð­tæk áhrif og valda á víxl upp- og nið­ur­sveiflum í grein­unum sjálfum en ekki síður í hag heim­ila lands­ins með geng­is­sveifl­um, verð­bólgu, kaup­mátt­ar­skerð­ingum og sveiflum í atvinnu­þátt­töku og atvinnu­leysi.

Sagan end­ur­tekur sig

Þegar vel árar virð­ist þetta ágætt og allir vilja meira af því sama. Þegar illa árar opn­ast hins vegar augu flestra fyrir því að sam­setn­ing atvinnu­lífs­ins er ekki eins og best verður á kos­ið. Þá er byrjað að tala um að auka fjöl­breytni, skjóta fleiri stoðum undir atvinnu­lífið og töfra­orðin nýsköp­un, tækni og vís­indi verða á hvers manns vör­um. Þetta hefur end­ur­tekið sig marg­sinnis, m.a. í kjöl­far banka­hruns­ins og nú síð­ast þegar Covid reið yfir.

Auglýsing
Gallinn er hins vegar sá að það skortir úthald og fram­tíð­ar­sýn. Umbreyt­ing í atvinnu­líf­inu sem byggir á stækkun alþjóða­geirans, tækni og hug­viti sem drífur áfram auk­inn útflutn­ing og skapar ný og verð­mæt störf er lang­tíma­verk­efni en ekki kreppu­við­bragð. Fögur fyr­ir­heit og ásetn­ingur fellur strax í skugg­ann þegar grein­arnar sem urðu fyrir áfalli taka að rétta úr kútn­um.

Skortur á fram­sýni

Gott dæmi um þetta eru við­brögð núver­andi rík­is­stjórnar í tengslum við efna­hags­vand­ann sem Covid hefur skap­að. Nú skyldi nýsköpun og sprota­starf­semi bjarga mál­un­um. Sá hængur er þó á að allar úrbætur voru gerðar til bráða­birgða, ekki til langs tíma. Gripið var til nokk­urra ráða:

 • Hækkun á end­ur­greiðslum vegna rann­sókn­ar- og þró­unar

  - til skamms tíma!
 • Hækkun á heim­ildum líf­eyr­is­sjóða til að fjár­festa í nýsköp­un­ar­sjóðum

  - til skamms tíma! 
 • Sjóð­ur­inn Kría stofn­aður eftir langa með­göngu

  - með of litlu fé! 
 • Stuðn­ings Kría sett á lagg­irnar til hjálpar sprota­fyr­ir­tækjum í vanda

  - með of litlu fé og of ströngum skil­yrð­um!

Við­reisn vill aðrar leiðir

Nýsköpun þarfn­ast marg­vís­legra nær­ing­ar­efna, bæði efn­is­legra og hug­lægra. Horfa verður á nýsköpun sem við­var­andi við­fangs­efni en ekki skamm­tíma­úr­ræði til að grípa til þegar að krepp­ir. Móta þarf stuðn­ings­um­hverfi til langs tíma. Þetta á ekki síst við um fjár­mögn­un, styrki, fram­lag til vís­i­sjóða og skatta­legra hvata. Þannig fæst nauð­syn­leg festa sem er grund­vall­ar­at­riði í upp­bygg­ingu útflutn­ings­drif­inna hug­vits­fyr­ir­tækja.

Við­reisn vill ekki skamm­tíma­lausn­ir. Við­reisn vill lausnir sem eru sniðnar þannig að raun­veru­legar breyt­ingar verði meiri og hrað­ari. Þau fyr­ir­tæki og frum­kvöðlar sem leggja út í óviss­una til þess að skapa eitt­hvað nýtt verða að geta treyst því þegar lagt er af stað að starfs­um­hverfi þeirra og stuðn­ingur sé eins stöðugt og unnt er og muni hald­ast að minnsta kosti ára­tug frá þeim tíma að lagt er af stað. Stuðn­ing­inn þarf að sjálf­sögðu sífellt að end­ur­skoða, laga og bæta en það á ekki að ger­ast með þeim hætti að honum sé koll­varpað í miðri á. Ekki er betra að hann dugi ekki þegar í upp­hafi nema út í miðja á eins og hefur verið raunin í tíð núver­andi rík­is­stjórn­ar.

Til við­bótar vitum við öll að krón­an, háir vextir og verð­bólga valda sveiflum sem reyn­ast öllum fyr­ir­tækjum skeinu­hætt­ar, ekki síst þeim sem fást við nýsköpun og ætla sér land­vinn­inga á erlendum mörk­uð­um. Besta lausnin er auð­vitað að tengja gengi krón­unnar strax við evru með samn­ingi við Seðla­banka Evr­ópu og taka síðan upp evru þegar Ísland gengur í Evr­ópu­sam­band­ið.

Gefðu fram­tíð­inni tæki­færi - kjóstu Við­reisn.

Höf­undur er alþing­is­maður og skipar 2. sæti í Reykja­vík norður á lista Við­reisn­ar.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Stóra salamandra, svokölluð, verður um 10-16 sentimetrar á lengd. Vegna þessa litla dýrs eru fyrirætlanir um uppbyggingu húsnæðis á Amager fælled í Kaupmannahöfn í uppnámi.
Froskaflækjur
Froskar hafa sig að jafnaði lítt í frammi og vilja helst fá að vera í friði með sitt kvakk. Þetta litla dýr veldur nú miklum deilum í Kaupmannahöfn, þótt það hafi ekki annað til saka unnið en að vera til.
Kjarninn 28. nóvember 2021
Málsmeðferð kærunefndar fær falleinkunn hjá Héraðsdómi Reykjavíkur
Kærunefnd útboðsmála er sögð hafa farið á svig við lög og stuðst við vafasama útreikninga er hún komst að þeirri niðurstöðu að rétt væri að óvirkja samning Orku náttúrunnar við Reykjavíkurborg um hraðhleðslustöðvar.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur undirritað reglugerð sem markar fyrstu viðbrögð íslenskra stjórnvalda við hinu svokallað Ómíkrón-afbrigði veirunnar.
Síðasta kórónuveiruverk Svandísar að bregðast við „Ómíkrón“
Á sunnudag tekur gildi reglugerð sem felur í sér að þeir sem koma til landsins frá skilgreindum hááhættusvæðum þurfa að fara í tvö PCR-próf með sóttkví á milli. Ómíkrón-afbrigðið veldur áhyggjum víða um heim og líka hjá sóttvarnalækni.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Vinstri græn fá sjávarútvegsmálin og Framsókn sest í heilbrigðisráðuneytið
Miklar breytingar verða gerðar á stjórnarráði Íslands, ný ráðuneyti verða til og málaflokkar færðir. Ráðherrarnir verða tólf og sá sem bætist við fellur Framsóknarflokknum í skaut. Vinstri græn stýra sjávarútvegs- og landbúnaðarmálum.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Hjalti Hrafn Hafþórsson
Það sem ekki var talað um á COP26
Kjarninn 27. nóvember 2021
Bankastjórar þriggja stærstu banka landsins.
Útlán til heimila hafa aukist en útlán til fyrirtækja dregist saman það sem af er ári
Bankarnir nýttu svigrúm sem var gefið til að takast á við efnahagslegar afleiðingar kórónuveirunnar til að stórauka útlán til íbúðarkaupa. Útlán til fyrirtækja hafa hins vegar dregist saman.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Lerbjergskógurinn er nú kominn í eigu og umsjá Danska náttúrusjóðsins.
Danir gripnir kaupæði – „Við stöndum frammi fyrir krísu“
Lerbjergskógurinn mun héðan í frá fá að dafna án mannlegra athafna. Hann er hluti þess lands sem Danir hafa keypt saman til að auka líffræðilegan fjölbreytileika og draga úr áhrifum loftslagsbreytinga.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Þolendur kynfæralimlestinga, nauðgana, ofbeldis og fordóma sendir til baka til Grikklands
Tvær sómalskar konur standa nú frammi fyrir því að verða sendar til Grikklands af íslenskum stjórnvöldum og bíða þær brottfarardags. Þær eru báðar þolendur grimmilegs ofbeldis og þarfnast sárlega aðstoðar fagfólks til að vinna í sínum málum.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar