Ísland er ónýtt

mynduppi.jpg
Auglýsing

Hvað gerð­ist eig­in­lega? Af hverju segi ég svona? Mér sem hefur verið inn­rætt að hér sé gott að búa. Öruggt og allir svo miklir vinir og svo mikið jafn­ræði og lífs­gæði. Af hverju ætti ég að skamm­ast mín fyrir land sem hefur gefið mér svo margt?

Það tók mig nokkur ár að átta mig á því að þjóð­ern­is­ást er til­bún­ing­ur, hönnuð af mönnum sem græða mjög mikið á því að þú haldir að hér sé best að vera. Að Ísland sé ein­stakt blóm og að brott­för væri föð­ur­lands­svik. Þeim tókst alveg að halda mér hérna í nokkur ár út á þetta kjaftæði.

En svo kom skell­ur­inn. Hrunið sem var svo dásam­legt. Algjört wake up call. Allt í einu ferskir vindar og fólk að tala um ójöfn­uð­inn og brjál­æðið sem hafði við­geng­ist. Ég trúði því í alvör­unni að bragikarish78.1eitt­hvað gæti breyst. Til hins betra.

Auglýsing

En það hefur ekk­ert breyst.

Við kusum yfir okkur lygara og glæpa­menn til að stjórna land­inu. Leppa sömu lygar­anna og stjórn­uðu fyrir hrun. Hér var partí en svo fór allt í rass­gat, og það eina sem virð­ist skipta máli er að starta partí­inu aft­ur. Hætta að tala hlut­ina nið­ur. Peppa pung­inn. Reka alla blaða­menn sem segja óþægi­lega hluti. Bara út með þá! Kaupa upp fjöl­miðla sem segja óþægi­lega hluti til að þagga niður í þeim. Sus­s... Púa á púarana. Pú! Fáum Hannes Hólm­stein til að kenna útlend­ingum um þetta allt og dettum svo í það! Vú!

Það síð­asta sem ég hefði veðjað á var að við færum í nákvæm­lega sama far­ið. Ég man eftir því að hafa hugsað í miðri Krepp­unni (sem mér er sagt að sé búin) að þegar bygg­inga­kran­arnir myndu birt­ast aftur væri stutt í næsta hrun. Ég sá frétt um dag­inn þar sem taldir voru 150 bygg­inga­kranar í Reykja­vík. Iðn­að­ar­menn segja mér að ekki hafi verið eins mikið að gera síðan 2007. Íbúða­verð hækk­ar. Leigu­verð hækk­ar. Mat­væla­verð hækk­ar. Kaup­máttur lækk­ar. Blaðran þenst út. Við erum í óða­önn að detta í það aftur en það stefnir samt ekki í neitt partí. Bara blanka martröð. Hrun tvö.

Vú.

Og hvað er þá með kaptein­inn?

Sig­mundur Davíð virk­aði á mig, þegar hann sett­ist á þing, sem full­trúi, kannski ekki minnar kyn­slóð­ar, en a.m.k. kyn­slóð­ar­innar á und­an. Það þurfti ein­hvern til að ferja okkur inn í nútím­ann og hann var bara ok-­let‘s-go. Studdi minni­hluta­stjórn VG og Sam­fó, reif kjaft í InDefence og leit raun­veru­lega út fyrir að geta tekið blóð­ugt trúða­nefið af Fram­sókn­ar­­flokkn­um. Í dag virkar hann bara á mig eins og sósíópati. Ein­hver sem trúir því ekki að hann geti haft rangt fyrir sér. Í þau örfáu skipti sem hann kemur í við­töl er hann svo hroka­fullur og vand­ræða­legur að allt landið er með hroll í marga daga á eft­ir. Hann er í alvör­unni svo stór­hættu­lega van­hæfur að ef hann segði að þetta væri gjörn­ingur þá myndi ég trúa því.

Nýja stjórn­ar­skráin okk­ar, sem við kusum um og átti að tákna breytta og bætta tíma, var sett rak­leiðis ofan í skúffu hjá LÍÚ. Kerf­is­bundið hafa öfl breyt­inga og jöfn­uðar verið brotin nið­ur. Pen­ing­arnir stjórna hér öllu. Og þegar pen­ingar stýra er það ekki í náunga­kær­leik, heldur græðgi. Fram­sókn og Sjálf­stæð­is­flokkur eru hags­muna­sam­tök fjár­magns­eig­enda. Pælum aðeins í eyju sem er umkringd fiski og að eina fólkið sem má veiða fisk­inn stjórnar eyj­unni. Land­inu er stýrt af fólk­inu sem á pen­ing­ana. Fólki sem er mjög lún­kið í því að telja almúg­anum trú um að hann stjórni. Hann ­stjórnar engu. Við stjórnum engu. Þú ræður engu. Ekki halda að þú ráðir ein­hverju. Þú ræður ekki neinu. Við köllum þá ekki kvóta­KÓNGA að ástæðu­lausu.

Svo 10% treysta Alþingi. Spurt er hvers vegna ungt fólk kýs ekki. Ég skal svara: Af því það virkar ekki! Við kjósum hægri vinstri upp og niður norðnorð­vest­ur, og sama hvernig fer er okkur riðið í and­lit­ið. Sama hver „vinn­ur“ þá töpum við. Við erum pískaðir þrælar valda­stétt­ar­innar og fáum öðru hvoru að velja hver heldur á svip­unni. Einn af hverjum tíu treysta æðsta lög­jaf­ar­valdi lands­ins. Hvernig endar þetta?

Feisum það bara: Ísland er ónýtt.

Og ég er ekki að segja hluti hérna að gamni mínu. Ég hef engra hags­muna að gæta. Landið er bara ein rúst. En þegar fólk viðrar svona skoð­anir þá er það stimplað „nið­ur­rifs- og aft­ur­halds­öfl.“ Hvaða hel­vítis Brave New World 1984 Animal Farm kjaftæði er í gangi?

Ég vil bara fá sann­gjörn laun fyrir sann­gjarna vinnu og að aðrir fái það sama. Ég vil bara geta eign­ast börn með kon­unni sem ég elska og ég vil geta búið með þeim við öryggi og jöfn­uð. Eins og ástandið er akkúrat núna er ekki útlit fyrir það. Grín­laust. Ég væri til í að skrifa hérna pistil um hvað allt er æðis­legt. Ég meina það. Af því einu sinni fannst mér frá­bært að búa á Íslandi. En ekki leng­ur. Það er búið að skemma allt.

Þannig að Sig­mundur Dav­íð, éttu skít.

Hanna Birna, éttu skít.

Sig­urður G., éttu skít.

Vig­dís Hauks, éttu skít.

Skammist ykk­ar. Í alvör­unni. Skammist ykkar bara.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar
None