Ódýr töfrabrögð og dýrari matur

Auglýsing

Fjár­lög árs­ins 2015 eru um margt áhuga­verð. Breyt­ingar á virð­is­auka­skatts­kerf­inu sem þar eru kynntar vekja aug­ljós­lega mesta athygli. Tekjur rík­is­sjóðs vegna virð­is­auka­skatts, hins skatts­ins sem við greiðum af allri neyslu og þjón­ustu eftir að ríkið er búið að taka stóran hluta af laun­unum okkar í skatt, eiga enda að hækka um 20 millj­arða króna á milli ára.

Rúmur helm­ingur þeirrar upp­hæð­ar, um ell­efu millj­arðar króna, mun koma til vegna þess að lægra þrep skatts­ins, hinn svo­kall­aði mat­ar­skatt­ur, verður hækk­aður úr sjö ­pró­sentum í tólf. Sam­kvæmt ASÍ eyðir tekju­lægri hluti þjóð­ar­innar um það bil tvö­falt stærri hluta af laun­unum sínum í að kaupa mat en þeir sem eru tekju­hærri. Til að milda þetta högg fá tekju­lægri einn millj­arð króna í við­bót í barna­bæt­ur.

Vand­ræða­legt fyrir Sig­mund DavíðÞað mun hins vegar verða mjög erfitt fyrir Sjálf­stæð­is­flokk­inn að keyra hækk­un­ina á mat­ar­skatt­inum í gegn. Stjórn­ar­and­staðan mun standa fast gegn henni og svo virð­ist sem margir þing­menn Fram­sókn­ar­flokks­ins muni gera það líka.

Þá er síðan stór­kost­lega vand­ræða­legt að það sé rík­is­­­stjórn undir for­sæti Sig­mundar Davíð Gunn­laugs­sonar sem leggur fram til­lögu um slíka hækk­un. Hann skrif­aði nefni­lega pistil á heima­síðu sína fyrir þremur árum, þegar hann taldi sig hafa heim­ildir fyrir því að síð­asta rík­is­stjórn ætl­aði að hækka mat­ar­skatt­inn. Í pistl­inum sagði Sig­­mundur að „Það er löngu sannað að skatta­hækk­anir á mat­væli koma verst við þá sem lægst hafa launin og þegar virð­is­auka­skattur á mat­væli var lækk­aður á sínum tíma skipti það mjög miklu máli fyrir fjár­hag heim­il­anna. Að hækka virð­is­auka­skatt á mat­væli í þeirri stöðu sem nú ríkir er hrein aðför að lág­launa­fólki. Þetta er rangt og þetta verður að stöðva. Ef af slíkum skatta­hækk­unum verður er alger­lega ljóst að fyrsta verk Fram­sóknar í rík­is­stjórn verður að afnema þær“.

Auglýsing

Ódýr­ari ísskápar fyrir dýra mat­innÁ móti þess­ari hækkun verður hærra virð­is­auka­skatts­þrepið lækkað og almenn vöru­gjöld afnum­in. Það er hið besta mál. Íslensk þjóð borgar allt of mikið í virð­is­auka­skatt nú þegar og vöru­gjöld eru úr sér gengin neyslu­stýr­ing­ar­fá­sinna sem löngu tíma­bært er að afnema. Álagn­ing þeirra hefur verið handa­hófs­kennd. Til dæmis bera brauðristar ekki vöru­gjöld en sam­loku­grill hafa borið 20 pró­senta vöru­gjald.

Alls kyns dýr­ari raf­magns­vara mun lækka í verði. Það verður ódýr­ara fyrir þá sem eiga afgang eftir fram­færslu að kaupa sér jeppa og flat­skjái. Hinir tekju­lægri geta líka keypt sér ódýr­ari íss­kápa fyrir mat­inn sem þeir munu ekki lengur eiga fyr­ir.

Þá verður und­an­þága ýmissa ferða­þjón­ustu­geira frá greiðslu virð­is­auka­skatts afnum­in, enda kannski orðið tíma­bært að rútu- og hvala­skoð­un­ar­fyr­ir­tæki og vél­sléða­ferða­þjón­ustan borgi í sam­neysl­una þegar túrist­arnir sem dæla í þá fé eru orðnir um milljón á ári.

Frekar vafa­samar for­sendurAnnað árið í röð er lagt upp með að skila halla­lausum fjár­­lög­um. Annað árið í röð verður að telj­ast að ­for­sendur þess séu frekar vafa­sam­ar. Í fjár­lögum árs­ins í ár skal halla­­leys­inu náð með því að auka banka­skatt um nægi­lega marga ­millj­arða króna, með því að gera skuld rík­is­ins við Seðla­bank­ann vaxta­lausa og með því að láta rík­is­bank­ann greiða mjög háan arð. Með þessum hætti var hægt að búa til nokkra tugi millj­arða króna í nýjar tekj­ur. Til að fólk átti sig á því hvað þetta er stór hluti af halla­leysi rík­is­sjóðs þá námu arð­greiðslur til rík­is­ins, sem voru aðal­lega greiddar af Lands­banka og Seðla­banka, sam­tals 56,9 millj­örðum króna. Banka­skatt­ur­inn á að skila 38,7 millj­örðum krónum til ­við­bót­ar. Þetta eru sam­an­lagt sirka 15 pró­sent af öllum tekjum rík­is­sjóðs.

Ekk­ert af þessum töfra­brögðum hefur þó neitt með und­ir­liggj­andi rekstur ­rík­is­ins að gera. Og ljóst að ekki er hægt að leika þau aftur til eilífð­ar­nóns.

Áfram treyst á brell­urnarÍ nýju fjár­lög­unum er áfram treyst á þessar brellur til að ná fram réttri nið­ur­stöðu. Banka­skatt­ur­inn á að skila 39,2 ­millj­örðum króna og arð­greiðslur verða rúm­lega 15 ­millj­arðar krón­ar. Það er auk þess treyst á að breyt­ingar á virð­is­auka­skatti, sem er veltu­skatt­ur, skili 20 millj­örðum króna í nýjar tekj­ur.

Það að skatt­leggja þrotabú og skuld­ir, líkt og gert er með banka­skatt­in­um, er meiri­háttar nýlunda í heim­in­um. Það virð­ist aug­ljóst að á rétt­mæti þess muni reyna fyrir dóm­stól­um. Von­andi er ríkið í rétti og fær að inn­heimta þessa skatta, þótt þeim sé að mestu illa varið í glóru­lausa skulda­nið­ur­fell­ingu. Það er þó ekki meit­lað í stein að svo verði. Ef banka­skatt­ur­inn verður dæmdur ólög­mætur er ansi stórt gat í fjár­lögum rík­is­stjórn­ar­inn­ar.

Það að treysta á margra millj­arða króna arð­greiðslur til að loka fjár­lagagat­inu ár eftir ár er líka frekar hæp­ið, sér­stak­lega þar sem til stendur að selja stóran hluta af mjólk­ur­­kúnni Lands­bank­anum á næstu tveimur árum. Tekjur af virð­is­auka­skatti geti síðan verið afar sveiflu­kenndar og erfitt að áætla þær. Slíkar tekjur eru mjög tengdar hag­vexti og alls ekk­ert aug­ljóst að hann muni skila sér með þeim ofsa sem fjár­laga­frum­varpið gerir ráð fyr­ir.

Þegar öll þessi vafa­at­riði eru talin til þá hefði kannski ­verið skyn­sam­legt fyrir Bjarna Bene­dikts­son fjár­mála­ráð­herra að vera með meira en fjög­urra millj­arða króna króna jákvæðan mun á fjár­lög­un­um. Töfra­brögð virka nefni­lega bara á meðan að töfra­mað­ur­inn nær að telja ­áhorf­endum trú um að þau séu ekta.

Kanntu vel við Kjarnann?

Við á Kjarnanum þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir
Nýsköpunarmiðstöð Íslands lögð niður um næstu áramót
Niðurstaða greiningarvinnu atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins er sú að hluta verkefna Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands megi framkvæma undir öðru rekstrarformi.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Ríkisstjórnin vill auka gagnsæið hjá 30 óskráðum en þjóðhagslega mikilvægum fyrirtækjum
Í drögum að nýju frumvarpi, sem ríkisstjórnin hefur lagt fram til að auka traust á íslenskt atvinnulíf, er lagt til að skilgreining á „einingum tengdum almannahagsmunum“ verði víkkuð verulega út og nái meðal annars til stóriðju og sjávarútvegsrisa.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Virkjanir undir 10 MW hafa verið kallaðar smávirkjanir.
Vilja einfalda lög og reglur um smávirkjanir
Þingmenn Framsóknarflokksins segja umsóknarferli varðandi minni virkjanir fjárfrekt og langt og að smávirkjanir séu umhverfisvænir orkugjafar þar sem þær stuðli „að minni útblæstri óæskilegra efna sem hafa áhrif á hitastig jarðar“.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Aðalsteinn Leifsson
Aðalsteinn Leifsson nýr ríkissáttasemjari
Félags- og barnamálaráðherra hefur skipað Aðalstein Leifsson framkvæmdastjóra hjá EFTA sem ríkissáttasemjara frá og með 1.apríl næstkomandi.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Stefán Eiríksson, sem nýverið var valinn af stjórn RÚV til að stýra fyrirtækinu til næstu fimm ára hið minnsta.
Verðandi útvarpsstjóri vill opna safn RÚV fyrir fjölmiðlum og almenningi
Stefán Eiríksson vill að allt efni sem er til staðar í safni RÚV, og er ekki bundið rétthafatakmörkunum, verði opið og aðgengilegt öllum almenningi og öðrum fjölmiðlum til frjálsra nota.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Ástráður með það til skoðunar að stefna íslenska ríkinu ... aftur
Ástráður Haraldsson hefur fjórum sinnum sóst eftir því að komast að sem dómari við Landsrétt. Þrívegis hefur honum verið hafnað en ekki hefur verið tekin ákvörðun um eina umsókn hans. Ástráður telur sig hafa mátt þola ítrekuð réttarbrot.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Mannréttindadómstóll Evrópu: Ríkið þarf að greiða Elínu bætur
Mannréttindadómstóll Evrópu hefur kveðið upp dóm í máli Elínar Sigfúsdóttur, fyrrverandi framkvæmdastjóra fyrirtækjasviðs Landsbankans, gegn íslenska ríkinu.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Margar konur af erlendum uppruna vissi ekki af kvennafrídeginum 2018 og unnu á meðan íslenskar konur tóku þátt.
Konur af erlendum uppruna vinna meira, eru í einhæfari störfum og á lægri launum
Ný skýrsla unnin fyrir félagsmálaráðuneytið sýnir að líta þurfi til margra þátta þegar hugað er að því hvar kreppir að varðandi stöðu kvenna af erlendum uppruna á Íslandi.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Meira úr sama flokkiLeiðari
None