Ódýr töfrabrögð og dýrari matur

Auglýsing

Fjár­lög árs­ins 2015 eru um margt áhuga­verð. Breyt­ingar á virð­is­auka­skatts­kerf­inu sem þar eru kynntar vekja aug­ljós­lega mesta athygli. Tekjur rík­is­sjóðs vegna virð­is­auka­skatts, hins skatts­ins sem við greiðum af allri neyslu og þjón­ustu eftir að ríkið er búið að taka stóran hluta af laun­unum okkar í skatt, eiga enda að hækka um 20 millj­arða króna á milli ára.

Rúmur helm­ingur þeirrar upp­hæð­ar, um ell­efu millj­arðar króna, mun koma til vegna þess að lægra þrep skatts­ins, hinn svo­kall­aði mat­ar­skatt­ur, verður hækk­aður úr sjö ­pró­sentum í tólf. Sam­kvæmt ASÍ eyðir tekju­lægri hluti þjóð­ar­innar um það bil tvö­falt stærri hluta af laun­unum sínum í að kaupa mat en þeir sem eru tekju­hærri. Til að milda þetta högg fá tekju­lægri einn millj­arð króna í við­bót í barna­bæt­ur.

Vand­ræða­legt fyrir Sig­mund Davíð



Það mun hins vegar verða mjög erfitt fyrir Sjálf­stæð­is­flokk­inn að keyra hækk­un­ina á mat­ar­skatt­inum í gegn. Stjórn­ar­and­staðan mun standa fast gegn henni og svo virð­ist sem margir þing­menn Fram­sókn­ar­flokks­ins muni gera það líka.

Þá er síðan stór­kost­lega vand­ræða­legt að það sé rík­is­­­stjórn undir for­sæti Sig­mundar Davíð Gunn­laugs­sonar sem leggur fram til­lögu um slíka hækk­un. Hann skrif­aði nefni­lega pistil á heima­síðu sína fyrir þremur árum, þegar hann taldi sig hafa heim­ildir fyrir því að síð­asta rík­is­stjórn ætl­aði að hækka mat­ar­skatt­inn. Í pistl­inum sagði Sig­­mundur að „Það er löngu sannað að skatta­hækk­anir á mat­væli koma verst við þá sem lægst hafa launin og þegar virð­is­auka­skattur á mat­væli var lækk­aður á sínum tíma skipti það mjög miklu máli fyrir fjár­hag heim­il­anna. Að hækka virð­is­auka­skatt á mat­væli í þeirri stöðu sem nú ríkir er hrein aðför að lág­launa­fólki. Þetta er rangt og þetta verður að stöðva. Ef af slíkum skatta­hækk­unum verður er alger­lega ljóst að fyrsta verk Fram­sóknar í rík­is­stjórn verður að afnema þær“.

Auglýsing

Ódýr­ari ísskápar fyrir dýra mat­inn



Á móti þess­ari hækkun verður hærra virð­is­auka­skatts­þrepið lækkað og almenn vöru­gjöld afnum­in. Það er hið besta mál. Íslensk þjóð borgar allt of mikið í virð­is­auka­skatt nú þegar og vöru­gjöld eru úr sér gengin neyslu­stýr­ing­ar­fá­sinna sem löngu tíma­bært er að afnema. Álagn­ing þeirra hefur verið handa­hófs­kennd. Til dæmis bera brauðristar ekki vöru­gjöld en sam­loku­grill hafa borið 20 pró­senta vöru­gjald.

Alls kyns dýr­ari raf­magns­vara mun lækka í verði. Það verður ódýr­ara fyrir þá sem eiga afgang eftir fram­færslu að kaupa sér jeppa og flat­skjái. Hinir tekju­lægri geta líka keypt sér ódýr­ari íss­kápa fyrir mat­inn sem þeir munu ekki lengur eiga fyr­ir.

Þá verður und­an­þága ýmissa ferða­þjón­ustu­geira frá greiðslu virð­is­auka­skatts afnum­in, enda kannski orðið tíma­bært að rútu- og hvala­skoð­un­ar­fyr­ir­tæki og vél­sléða­ferða­þjón­ustan borgi í sam­neysl­una þegar túrist­arnir sem dæla í þá fé eru orðnir um milljón á ári.

Frekar vafa­samar for­sendur



Annað árið í röð er lagt upp með að skila halla­lausum fjár­­lög­um. Annað árið í röð verður að telj­ast að ­for­sendur þess séu frekar vafa­sam­ar. Í fjár­lögum árs­ins í ár skal halla­­leys­inu náð með því að auka banka­skatt um nægi­lega marga ­millj­arða króna, með því að gera skuld rík­is­ins við Seðla­bank­ann vaxta­lausa og með því að láta rík­is­bank­ann greiða mjög háan arð. Með þessum hætti var hægt að búa til nokkra tugi millj­arða króna í nýjar tekj­ur. Til að fólk átti sig á því hvað þetta er stór hluti af halla­leysi rík­is­sjóðs þá námu arð­greiðslur til rík­is­ins, sem voru aðal­lega greiddar af Lands­banka og Seðla­banka, sam­tals 56,9 millj­örðum króna. Banka­skatt­ur­inn á að skila 38,7 millj­örðum krónum til ­við­bót­ar. Þetta eru sam­an­lagt sirka 15 pró­sent af öllum tekjum rík­is­sjóðs.

Ekk­ert af þessum töfra­brögðum hefur þó neitt með und­ir­liggj­andi rekstur ­rík­is­ins að gera. Og ljóst að ekki er hægt að leika þau aftur til eilífð­ar­nóns.

Áfram treyst á brell­urnar



Í nýju fjár­lög­unum er áfram treyst á þessar brellur til að ná fram réttri nið­ur­stöðu. Banka­skatt­ur­inn á að skila 39,2 ­millj­örðum króna og arð­greiðslur verða rúm­lega 15 ­millj­arðar krón­ar. Það er auk þess treyst á að breyt­ingar á virð­is­auka­skatti, sem er veltu­skatt­ur, skili 20 millj­örðum króna í nýjar tekj­ur.

Það að skatt­leggja þrotabú og skuld­ir, líkt og gert er með banka­skatt­in­um, er meiri­háttar nýlunda í heim­in­um. Það virð­ist aug­ljóst að á rétt­mæti þess muni reyna fyrir dóm­stól­um. Von­andi er ríkið í rétti og fær að inn­heimta þessa skatta, þótt þeim sé að mestu illa varið í glóru­lausa skulda­nið­ur­fell­ingu. Það er þó ekki meit­lað í stein að svo verði. Ef banka­skatt­ur­inn verður dæmdur ólög­mætur er ansi stórt gat í fjár­lögum rík­is­stjórn­ar­inn­ar.

Það að treysta á margra millj­arða króna arð­greiðslur til að loka fjár­lagagat­inu ár eftir ár er líka frekar hæp­ið, sér­stak­lega þar sem til stendur að selja stóran hluta af mjólk­ur­­kúnni Lands­bank­anum á næstu tveimur árum. Tekjur af virð­is­auka­skatti geti síðan verið afar sveiflu­kenndar og erfitt að áætla þær. Slíkar tekjur eru mjög tengdar hag­vexti og alls ekk­ert aug­ljóst að hann muni skila sér með þeim ofsa sem fjár­laga­frum­varpið gerir ráð fyr­ir.

Þegar öll þessi vafa­at­riði eru talin til þá hefði kannski ­verið skyn­sam­legt fyrir Bjarna Bene­dikts­son fjár­mála­ráð­herra að vera með meira en fjög­urra millj­arða króna króna jákvæðan mun á fjár­lög­un­um. Töfra­brögð virka nefni­lega bara á meðan að töfra­mað­ur­inn nær að telja ­áhorf­endum trú um að þau séu ekta.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiLeiðari
None