Skipt um í brúnni í Brussel

junckernota.jpg
Auglýsing

Þessa dag­ana sitja 28 evr­ópskir stjórn­mála­menn sveittir í Brus­sel við að búa sig undir starfsvið­töl lífs síns. Jean-Claude Juncker, fyrrum for­sæt­is­ráð­herra Lúx­em­borg­ar, var kos­inn til að stýra fram­kvæmda­stjórn Evr­ópu­sam­bands­ins 15. júlí sl. og kynnti í gær til­lögu sína að verka­skipt­ingu innan henn­ar. Juncker vill meina að hann tefli fram öfl­ugu og reyndu teymi sem geti komið breyt­ingum til leiða. Í lok sept­em­ber mæta fram­bjóð­end­urnir fyrir þing­nefnd­ir, sem munu spyrja þá spjör­unum úr til að meta hvort þetta sé rétti hóp­ur­inn til stýra sam­band­inu næstu fimm árin.

Ótal sjón­ar­mið að sættaSá hópur sem mun skipa fram­kvæmda­stjórn­ina ræðst af löngu ferli þar sem þarf að sætta ótal ólík sjón­ar­mið og upp­fylla ýmsa kvóta - hvort sem þeir eru form­legir eða ekki. Skýr­asti kvót­inn er ríkja­kvót­inn. Hvert aðild­ar­ríkj­anna 28 á heimt­ingu á einu sæti í fram­kvæmda­stjórn­inni. Rík­is­stjórnir eru sjálf­stæðar í því að til­nefna fólk í hóp­inn, en end­an­leg ákvörðun er oft tekin í nánu sam­starfi við verð­andi for­seta fram­kvæmda­stjórn­ar­inn­ar, enda þarf hann á end­anum að sam­þykkja að setja nöfnin í pott­inn.

Útkoman er hópur þraut­reyndra stjórn­mála­manna. Bæði búa fram­bjóð­end­urnir yfir mik­illi reynslu af Evr­ópu­mál­um, sjö þeirra hafa áður setið í fram­kvæmda­stjórn­inni og átta hafa verið Evr­ópu­þing­menn, og ekki síður af stjórn­málum heima fyr­ir. Í hópnum eru fimm fyrrum for­sæt­is­ráð­herrar og 23 af fram­bjóð­end­unum 28 hafa gegnt ráð­herra­emb­ættum heima­fyr­ir.

Hóp­ur­inn er hins vegar gagn­rýndur fyrir að vera eins­leitur að ýmsu leyti. Fyrir það fyrsta til­heyrir helm­ingur fram­bjóð­end­anna þing­hópi íhalds­manna og kristi­legra demókrata, sama hópi og Juncker sjálf­ur. Þetta er tals­vert meira en styrkur hóps­ins innan Evr­ópu­þings­ins og end­ur­speglar frekar sterka stöðu hægri­flokk­anna í rík­is­stjórnum víða um Evr­ópu. Þá hefur verið bent á að með­al­ald­ur­inn í hópnum sé í hærra lagi, eða rúm 53 ár, sem er þó á svip­uðu róli og með­al­aldur Evr­ópu­þing­manna.

Auglýsing

Sá kvóti sem mest hefur verið ræddur und­an­farnar vikur er síðan kynja­kvót­inn. Stuttu eftir að Juncker var kynntur sem vænt­an­legur for­seti fram­kvæmda­stjórn­ar­innar ­skor­uðu kon­urnar í frá­far­andi fram­kvæmda­stjórn á hann að tryggja hlut kvenna í þeirri næstu.

Átakið nefndu þær #Ten­Or­More, konum skyldi fjölga um að minnsta kosti eina frá þeim níu sem sitja í frá­far­andi fram­kvæmda­stjórn. Juncker tók vel í áskor­un­ina og hvatti rík­is­stjórnir til að til­nefna sem flestar kon­ur, en eftir því sem fleiri lönd settu nöfn í pott­inn varð ljóst að þetta yrði allt annað en auð­velt verk­efni. Í ágúst­lok, þegar aðeins 4 konur voru meðal þeirra 23 til­nefn­inga sem komnar voru, setti Juncker auk­inn þrýst­ing á þær rík­is­stjórnir sem áttu eftir að skila inn til­nefn­ing­um. Næstu dag­ana skil­uðu síð­ustu fimm rík­is­stjórn­irnar af sér til­nefn­ingum - allt kon­um, sem náði þeim upp í níu.

Þing­hóp­arnir sem mynda meiri­hluta á Evr­ópu­þing­inu, íhalds­menn og jafn­að­ar­menn, hafa gefið út að þeir sætti sig við níu kven­kyns fram­kvæmda­stjóra, enda sé það sami fjöldi og í síð­ustu fram­kvæmda­stjórn. Búast má við að aðra hópa innan þings­ins greini á um þetta í fram­hald­inu. Þing­hópar græn­ingja og vinstri­manna hafa bent á að kon­urnar níu nái því ekki að vera þriðj­ungur fram­kvæmda­stjórn­ar­inn­ar, sem skjóti skökku við þá kröfu ESB að hlut­fall hvors kyns fari ekki undir 40%, sem sam­bandið gerir víða í störfum sín­um. Raunar er Evr­ópu­þingið sjálft litlu skárra, með rúm­lega þriðj­ungs­hlut kvenna. Ýmis kvenna­sam­tök hafa því með stuðn­ingi þing­manna græn­ingja og vinstri­manna sett af stað her­ferð­ina „Women for European Commission“ til að skora á þing­menn að hafna fram­kvæmda­stjórn­inni nema hún sé jafnt skipuð konum og körl­um.

Stokkað upp fyrir breyttar áherslurEitt af því sem Juncker hefur gert til að setja mark sitt á kom­andi kjör­tíma­bil er að stokka veru­lega upp verk­efnum innan fram­kvæmda­stjórn­ar­inn­ar. Þetta er að hluta til gert af nauð­syn, til að bregð­ast við því að staða ESB hefur að ýmsu leyti breyst á síð­ustu fimm árum, en ekki síður svo hægt sé að breyta póli­tískum áhersl­um. Til að und­ir­strika þetta ætlar Juncker að fela vara­for­set­unum sjö að stýra teymum til að ná fram mark­miðum fram­kvæmda­stjórn­ar­inn­ar.

Einn þess­ara vara­for­seta, Alenka Brat­ušek, mun stýra stefnu sam­bands­ins í orku­mál­um, með það fyrir augum að koma ESB nær því að vera sjálfu sér nægt með orku. Nauð­syn þessa hefur orðið ljós­ari á und­an­förnum árum, þegar mis­góð sam­skipti við Rússa minna ESB-­ríkin reglu­lega á það hversu háð þau eru gasinn­flutn­ingi það­an. Brat­ušek mun sjá um „stóru lín­urn­ar“ í orku­mál­un­um, en að öðru leyti verða þau á hendi Miguel Arias Cañete, sem einnig mun fara með lofts­lags­mál í fram­kvæmda­stjórn­inni. Með þess­ari sam­ein­ingu verk­efna seg­ist Juncker vilja und­ir­strika nauð­syn end­ur­nýj­an­legra orku­gjafa, jafnt til að tryggja orku­fram­boð í álf­unni og til að berj­ast gegn lofts­lags­breyt­ing­um.

Þá mun eft­ir­lit með fjár­mála­mark­að­inum fá stór­aukna athygli - og sjálf­sagt verð­skuld­aða í ljósi fjár­mála­krepp­unn­ar. Bret­inn Jon­athan Hill mun setj­ast í nýtt emb­ætti fram­kvæmda­stjóra fjár­mála­stöð­ug­leika og fjár­mála­mark­aða. Hill verður í þessu skyni falið að setja á lagg­irnar og stýra nýju ráðu­neyti sem hefur sér­stak­lega með þessi verk­efni að gera, sem áður dreifð­ust á ólíka staði innan stjórn­kerfis ESB. Með þessu ­þykir Juncker koma nokkuð til móts við áhyggjur Breta, sem eru almennt efins um aukin afskipti ESB af fjár­mála­mark­að­in­um. En af sömu ástæðu má gera ráð fyrir að Hill þurfi að hafa tals­vert fyrir því að sann­færa þingið um að hann sé rétti mað­ur­inn í starf­ið.

Tvennt sem vekur athygliFyrir áhuga­sama um sam­skipti Íslands og Evr­ópu­sam­bands­ins er sér­stak­lega tvennt sem vekur athygli í til­lögu Junckers að fram­kvæmda­stjórn. Ann­ars vegar að sjálf­stætt emb­ætti stækk­un­ar­stjóra verður lagt nið­ur, en Johannes Hahn mun sinna stækk­un­ar­mál­unum ásamt Evr­ópsku nágranna­­stefn­unni, sem snýr að sam­skiptum við nágranna ESB í A-Evr­ópu, N-Afr­íku og fyrir botni Mið­jarð­ar­hafs. Í kynn­ingu á skipu­lagi fram­kvæmda­stjórn­ar­innar segir Juncker að ESB þurfi að taka sér hlé frá stækk­unar­á­form­um. Samn­inga­við­ræðum verði haldið áfram þar sem þær voru komnar af stað, en frek­ari stækkun muni ekki eiga sér stað næstu fimm árin.

Hins vegar vekur athygli að smá­ríkið Malta - minnsta aðild­ar­ríki ESB - mun fara með sjáv­ar­út­vegs­mál í fram­kvæmda­stjórn­inni, ásamt raunar umhverf­is­mál­un­um. Þetta styður nokkuð mál­flutn­ing íslenskra aðild­ar­sinna, sem hafa gjarnan bent á að allar líkur séu á að Ísland gæti vegna sér­stöðu sinnar gert sig gild­andi í sjáv­ar­út­vegs­málum innan ESB, ef til aðildar kæmi. Kar­menu Vella, malt­verski fram­bjóð­and­inn, hefur setið á þingi frá 1976 og verið ráð­herra í fjór­gang. Þrátt fyrir þennan gríð­ar­langa stjórn­mála­feril má gera ráð fyrir að þing­menn muni gagn­rýna Vella fyrir reynslu­leysi - þar sem hann hefur hvorki komið að Evr­ópu­málum né sjáv­ar­út­vegs- eða umhverf­is­málum að heitið geti.

Á skóla­bekk fyrir atvinnu­við­talFram­kvæmda­stjór­arnir eru til­nefndir af rík­is­stjórn hvers lands, en end­an­leg skipan þeirra er í höndum Evr­ópu­þings­ins sjálfs. Framundan eru strembin atvinnu­við­töl, þar sem fram­kvæmda­stjóra­efnin sitja fyrir svörum í þeim þing­­nefndum sem þeir munu mest starfa með. Þing­nefnd­irnar munu gera kröfu um yfir­grips­mikla þekk­ingu á við­kom­andi mála­flokkum og skýra fram­tíð­ar­sýn. Það má því búast við að þeir séu búnir að koma sér vel fyrir og sitji sveittir yfir skrudd­unum við að setja sig inn í gang­verk ESB og þau verk­efni sem þeir koma til með að sinna.

Yfir­heyrslur þing­nefnd­anna munu vænt­an­lega ekki ein­ungis snú­ast um þau verk­efni sem framundan eru, heldur í sumum til­vikum um hæfni fram­bjóð­end­anna til að gegna svo veiga­miklum emb­ætt­um. Þetta á sér­stak­lega við um umdeilda stjórn­mála­menn og gæti jafn­vel leitt til þess að þingið hafn­aði ein­hverjum þeirra, en það hefur gerst við myndun síð­ustu tveggja fram­kvæmda­stjórna.

Yf­ir­heyrslur þing­nefnd­anna munu fara fram síð­ustu vik­una í sept­em­ber og stefnt er að því að þingið kjósi um til­lögu Junckers 4. októ­ber. Ef allt gengur sam­kvæmt áætlun Junckers ætti ný fram­kvæmda­stjórn að taka við 1. nóv­em­ber.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar
None