Betri vist

IMG-4768.jpg
Auglýsing

Snorri Bald­urs­son, líf­fræð­ingur og þjóð­garðs­vörð­ur, skrifar öðru sinni í Kjarn­ann 31. ágúst og svarar þá svari mínu við fyrstu grein hans. Snorri segir um skrifin mín að ég afflytji sumt og skauti fram­hjá öðru. Ekki rök­styður hann það.

Ekk­ert ein­ræði um stefn­unaSnorri skrifar að skóg­rækt­ar­fólk hafi verið einrátt um mótun skóg­rækt­ar­stefn­unn­ar. Það er rangt. Umhverf­is­ráð­herra fól skóg­rækt­ar­fólki að móta þessa stefnu. Óskað var eftir athuga­semdum við upp­kast og bár­ust m.a. athuga­semdir frá Snorra sem tekið var til­lit til, m.a. þegar ákveðið var að stefna að 12% skóg­ar­þekju á Íslandi. Lögð voru saman mark­mið lands­hluta­verk­efna í skóg­rækt um 2% skóg­ar­þekju (5% lág­lend­is) og mark­miðin um 10% þekju birki­skóga í skýrsl­unni Vernd og end­ur­heimt íslenskra birki­skóga sem gefin var út af umhverf­is­ráðu­neyt­inu 2007. Að þessu komu alþing­is­menn og full­trúar bæði Nátt­úru­fræði­stofn­unar og Umhverf­is­stofn­unar og ósann­gjarnt að segja að skóg­rækt­ar­fólk hafi verið einrátt um mótun skóg­rækt­ar­stefnu.

Pétur Halldórsson, kynningarstjóri hjá Skógrækt ríkisins Pétur Hall­dórs­son, kynn­ing­ar­stjóri hjá Skóg­rækt rík­is­ins

Mér finnst þó gott hjá Snorra að krefj­ast skýr­ari stefnu og að úttekt verði gerð um hvernig við viljum sjá gróð­ur­far lands­ins þró­ast. Skóg­rækt­ar­fólk hefur ítrekað óskað eftir end­ur­skoðun laga um skóg­rækt og í þeirri stefnu sem unnin hefur verið um skóga á Íslandi á 21. öld er lagt til að gerð verði lands­á­ætlun í skóg­rækt sem verði grunn­ur­inn að skóg­rækt­ar­starf­inu í land­inu. Þessi háttur er hafður á víða um heim að for­skrift FAO og kall­ast National For­estry Programme. Í stefnu­skjal­inu segir orð­rétt:

Auglýsing

„Lands­á­ætl­unin skal eiga sér stoð í lögum og vera unnin með aðkomu allra við­kom­andi aðila innan og utan skóg­rækt­ar­geirans. Hana skal end­ur­skoða á fjög­urra ára fresti og verður þannig virkt ferli frekar en dautt plagg.“ (Skógar á Íslandi, bls. 18).

Vill þjóðin skóg?Eft­ir­far­andi spurn­ingar Snorra eru mjög góðar og vert að fá svör við þeim: „Gerir almenn­ingur sér fulla grein fyrir þeim feikn­ar­legu áformum sem skóg­ar­stefnan felur í sér? Á hvernig landi á að rækta allan þennan skóg? Hvað hverfur í stað­inn? Hvað hverfur mikið af lyng­mó­um, fléttu­mó­um, berja­laut­um, mýrum, deig­lendi, blóm­lendi, engj­um, mel­um, vikrum o.s.frv.? Hver er núver­andi þjón­usta þeirra gróð­ur­lenda og land­gerða sem hverfa (ferða­mennska, upp­lifun, nytjar)? Hvað verður um mó- og vað­fugl­ana? Hvaða áhrif hefur fyr­ir­huguð umbylt­ing gróð­ur­fars og lands­lags á ferða­manna­straum til lands­ins? Og þannig má áfram telja.“

„G­leymum því heldur ekki að með öfl­ugri skóg­rækt leggjum við okkar af mörkum í bar­áttu mann­kyns við loftslags­breytingar.“

Í Gallup-könnun frá 2003 sást að þjóðin var ánægð með íslenska skóg­rækt. Minna en einu pró­senti þótti of mik­ill skógur í land­inu og um fimmt­ungur þjóð­ar­innar tók beinan þátt í skóg­rækt­ar­starfi. Nú þyrfti að kanna aft­ur, til dæmis hvort fleirum þykir nú of mik­ill skógur í land­inu en þótti það 2003.

Hvar og hvar ekki?Hér­lendis er nytja­skógur að mestu rækt­aður á land­bún­að­ar­landi undir 200 metra hæð yfir sjó. Valdið er bónd­ans. Oft­ast verður rýrt beiti­land fyrir val­inu þegar rækta skal skóg. Margt getur horfið þegar skógur er rækt­að­ur, til dæmis lyng­móar og berja­laut­ir, en það sama getur líka gerst ef land er friðað fyrir beit. Vot­lend­is­fuglum ætti ekki að stafa hætta af skóg­rækt því hún er ekki stunduð í mýr­um. Skógur er sjaldan rækt­aður á landi sem ræst var fram löngu fyrr. End­ur­heimt mýra er líka góð og gild en betur þarf að rann­saka hver ávinn­ingur hennar er í kolefn­is­bók­hald­inu þótt ávinn­ingur fyrir fugla­líf sé aug­ljós.

Um gengi mófugla með auk­inni skóg­rækt virð­ast vera áhöld. Betur þarf að rann­saka hvort aðferðir og umfang skóg­ræktar hefur áhrif á stofn­stærðir fugla. Aðrar breyt­ingar á land­notkun og veð­ur­fari verður líka að taka með í þann reikn­ing. Öflug vist­kerfi eins og skógar smita út frá sér og næsta nágrenni skóg­ar­ins verður fyr­ir­taks búsvæði fyrir fugla sem ekki vilja þó vera í skógi. Er ekki allt eins lík­legt að ef við bönnum lausa­göngu sauð­fjár um mis­vel gróið fjall­lendi og öræfi lands­ins muni búsvæði mófugla stækka marg­falt á við þau sem fara undir þá hóf­legu skóg­rækt sem stunduð er á Íslandi?

„Margt getur horfið þegar skógur er rækt­að­ur, t.d. lyng­móar og berja­laut­ir, en það sama getur líka gerst ef land er friðað fyrir beit.“

Skóg­rækt­ar- og land­græðslu­fólk hefur talað fyrir breyttum beit­ar­háttum í meira en öld án mik­ils árang­urs. Það veit ég að Snorra finnst jafn­súrt og mér. Þær nið­ur­stöður sem hafa feng­ist með lang­tíma­rann­sókn­inni Skóg­vist eru þegar nýttar til að skipu­leggja rækt­un­ar­starfið þannig að nei­kvæð áhrif verði sem minnst og ávinn­ingur sem mestur fyrir bæði menn og umhverfi. Skóg­vist er sam­eig­in­legt verk­efni Skóg­ræktar rík­is­ins, Nátt­úru­fræði­stofn­unar Íslands og Land­bún­að­ar­há­skóla Íslands og þar eru meðal ann­ars rann­sökuð áhrif nytja­skóg­ræktar á vist­kerfi. Eitt af því sem þar hefur komið í ljós er að hrossa­gaukur er jafn­vígur á skóg og skóg­laust land.

Skóg­rækt­ar­fólk vill birkiMér finnst Snorri snúa út úr orðum Þrastar Eysteins­sonar og Sveins Run­ólfs­sonar í rit­inu Hvít­björk, þar sem Skóg­ræktin og Land­græðslan settu fram til­lögur að leiðum til end­ur­reisnar birki­skóga á Íslandi. Það er erfitt að kom­ast um þétt birkikjarr eða smala þar fé. Af kjarr­inu eru litlar nytjar og því getur það verið til meiri ama en gagns í augum sauð­fjár­bónda. Á þetta benda þeir Þröstur og Sveinn í Hvít­björk en það þýðir alls ekki að skóg­rækt­ar- eða land­græðslu­fólk sé á móti birki­skóg­um. Þvert á móti. Nytja­skógar eiga hins vegar ekki að vera ill­færir nema í mesta lagi í tak­mark­aðan tíma fyrir fyrstu grisj­un. Góðir skóg­ar­bændur hirða um skóga sína þannig að þeir verði sem verð­mæt­astir og þá er grisjað á réttum tíma þannig að trén sem eftir standa hafi rými og birtu til að vaxa. Um leið verða skóg­arnir greið­fær­ari fyrir fólk og jafn­vel fén­að. Birkikjarr verður ekki hirt á sama hátt nema á mjög tak­mörk­uðum svæð­um, því að slík umhirða er tíma­frek og dýr en gefur litlar tekj­ur.

Fjöl­breytnin er góðÞá spyr Snorri hvers vegna ríkið hafi ekki sett það sem skil­yrði fyrir styrk­veit­ingum til land­græðslu­skóga að þar skuli bara not­aðar upp­runa­legar trjá­teg­und­ir. Í verk­efni þessu er reynt að koma til móts við sem flest sjón­ar­mið, bæði almenn­ings og þeirra sem styrk­ina fá. Íslend­ingar virð­ast t.a.m. vilja fjöl­breyttan skóg. Í skóg­rækt á rýru landi næst líka oft betri árangur með öðrum trjá­teg­undum en birki. Land­græðslu­skóga­átakið var aldrei hugsað sem hreint birki­skóg­rækt­ar­verk­efni. Í ára­móta­ávarpi sínu árið 1990 ræddi frú Vig­dís Finn­boga­dóttir for­seti um verk­efnið sem þá stóð fyrir dyrum í tengslum við sex­tugs­af­mæli Skóg­rækt­ar­fé­lags Íslands: „[L]and­græðslu­skógur er skil­greindur sem allar þær land­græðslu- og gróð­ur­vernd­ar­að­gerð­ir, sem leiða til þess að örfoka eða lítt gróið land verði klætt trjá­gróðri að nýju, eða öðrum jurta­gróðri sem bindur mold og býr í hag­inn.“

Sama rósin sprettur aldrei afturAð krefj­ast þess að ein atvinnu­grein fari í frí á meðan þjóðin hugsar sinn gang er óraun­hæft og óskyn­sam­legt. Það er heldur ekki boð­legt þeim sem í grein­inni starfa eða þeim sem eiga að njóta stöðugs arðs af skóg­unum í fram­tíð­inni. Úrvinnslu­iðn­að­ur­inn sem bygg­ist upp í land­inu með vax­andi skógum á næstu ára­tugum þolir það ekki að skyndi­lega komi tíma­bil þegar ekk­ert hrá­efni er að hafa í skóg­in­um. Snorri dregur reyndar nokkuð í land frá fyrri grein sinni með því að skrifa „að minnsta kosti stór­lega dregið úr“. Það hefur þegar verið gert, því að árleg gróð­ur­setn­ing með opin­berum styrkjum er nú helm­ingi minni en var fyrir banka­hrun­ið. Mark­miðið frá 2009 um 5% skóg­ar­þekju á lág­lendi fyrir 2040 næst því ekki að óbreyttu. Gleymum því heldur ekki að með öfl­ugri skóg­rækt leggjum við okkar af mörkum í bar­áttu mann­kyns við lofts­lags­breyt­ing­ar.

Í nátt­úr­unni er aldrei snúið til baka til ein­hvers sem áður var. Veð­ur­far er aldrei eins á einum tíma og öðr­um. Jarð­vegur sem mynd­ast á ný er ekki eins og sá sem fauk burt. Aðstæður í byggðu landi eru gjör­ó­líkar aðstæðum í ónumdu landi. Sama rósin sprettur aldrei aft­ur. Flóran breyt­ist með hlýnun jarð­ar. Við viljum betri og öfl­ugri vist­kerfi í land­inu okk­ar. En við viljum líka betri vist fyrir okkur sjálf í land­inu okk­ar.

Kanntu vel við Kjarnann?

Við á Kjarnanum þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir
Nýsköpunarmiðstöð Íslands lögð niður um næstu áramót
Niðurstaða greiningarvinnu atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins er sú að hluta verkefna Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands megi framkvæma undir öðru rekstrarformi.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Ríkisstjórnin vill auka gagnsæið hjá 30 óskráðum en þjóðhagslega mikilvægum fyrirtækjum
Í drögum að nýju frumvarpi, sem ríkisstjórnin hefur lagt fram til að auka traust á íslenskt atvinnulíf, er lagt til að skilgreining á „einingum tengdum almannahagsmunum“ verði víkkuð verulega út og nái meðal annars til stóriðju og sjávarútvegsrisa.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Virkjanir undir 10 MW hafa verið kallaðar smávirkjanir.
Vilja einfalda lög og reglur um smávirkjanir
Þingmenn Framsóknarflokksins segja umsóknarferli varðandi minni virkjanir fjárfrekt og langt og að smávirkjanir séu umhverfisvænir orkugjafar þar sem þær stuðli „að minni útblæstri óæskilegra efna sem hafa áhrif á hitastig jarðar“.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Aðalsteinn Leifsson
Aðalsteinn Leifsson nýr ríkissáttasemjari
Félags- og barnamálaráðherra hefur skipað Aðalstein Leifsson framkvæmdastjóra hjá EFTA sem ríkissáttasemjara frá og með 1.apríl næstkomandi.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Stefán Eiríksson, sem nýverið var valinn af stjórn RÚV til að stýra fyrirtækinu til næstu fimm ára hið minnsta.
Verðandi útvarpsstjóri vill opna safn RÚV fyrir fjölmiðlum og almenningi
Stefán Eiríksson vill að allt efni sem er til staðar í safni RÚV, og er ekki bundið rétthafatakmörkunum, verði opið og aðgengilegt öllum almenningi og öðrum fjölmiðlum til frjálsra nota.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Ástráður með það til skoðunar að stefna íslenska ríkinu ... aftur
Ástráður Haraldsson hefur fjórum sinnum sóst eftir því að komast að sem dómari við Landsrétt. Þrívegis hefur honum verið hafnað en ekki hefur verið tekin ákvörðun um eina umsókn hans. Ástráður telur sig hafa mátt þola ítrekuð réttarbrot.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Mannréttindadómstóll Evrópu: Ríkið þarf að greiða Elínu bætur
Mannréttindadómstóll Evrópu hefur kveðið upp dóm í máli Elínar Sigfúsdóttur, fyrrverandi framkvæmdastjóra fyrirtækjasviðs Landsbankans, gegn íslenska ríkinu.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Margar konur af erlendum uppruna vissi ekki af kvennafrídeginum 2018 og unnu á meðan íslenskar konur tóku þátt.
Konur af erlendum uppruna vinna meira, eru í einhæfari störfum og á lægri launum
Ný skýrsla unnin fyrir félagsmálaráðuneytið sýnir að líta þurfi til margra þátta þegar hugað er að því hvar kreppir að varðandi stöðu kvenna af erlendum uppruna á Íslandi.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Meira úr sama flokkiÁlit
None