Íslensk veðrátta dæmd í júlí

Konráð S. Guðjónsson, efnahagsráðgjafi Samtaka atvinnulífsins, svarar nýlegri grein Stefáns Ólafssonar, sérfræðings hjá Eflingu.

Auglýsing

Þegar fjallað er um mál­efni er mik­il­vægt að það sé gert heild­stætt. Eng­inn getur til dæm­is. ályktað um að veður sé almennt gott á Íslandi með því að líta til hlýj­ustu daga júlí. Ályktun í þá veru var þó að finna í grein Stef­áns Ólafs­son­ar, sér­fræð­ings hjá Efl­ingu, í Kjarn­anum 20. des­em­ber.

­Greinin fjallar um hvernig nýsam­þykktir kjara­samn­ingar SA og Starfs­greina­sam­bands­ins henta ekki Efl­ingu þar sem fram­færslu­kostn­aður sé tölu­vert hærri á höf­uð­borg­ar­svæð­inu vegna meiri hús­næð­is­kostn­að­ar. Það er út af fyrir sig rétt að hús­næð­is­kostn­aður á félags­svæði Efl­ingar er almennt séð hærri en ann­ars staðar á land­inu.

Rétt eins og veður í júlí á Íslandi segir ekki alla sög­una, segir sú stað­reynd ekki alla sög­una um lífs­kjör eftir lands­hlut­um.

Hús­næð­is­kostn­aður er ekki einu sinni hálf sagan

Í fyrsta lagi kenna aldagamlar hag­fræði­kenn­ingar okkur að fast­eigna- og leigu­verð ráð­ist af stað­setn­ingu - nánar til­tekið nálægð við atvinnu­svæði og tekju­mögu­leika. Það þýðir að hærri hús­næð­is­kostn­aður á höf­uð­borg­ar­svæð­inu end­ur­spegli ýmis­konar ávinn­ing sem íbú­arnir njóta. T.d. í fjöl­breytt­ari og meiri tekju­mögu­leikum eða nálægð við mik­il­væga þjón­ustu. Til dæmis voru atvinnu­tekjur á mann 9% hærri á höf­uð­borg­ar­svæð­inu en utan þess árið 2021. Við blasir að Efl­ing­ar­fólk, sem aðrir íbúar höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins, hafa í þessu sam­hengi tölu­vert for­skot á lands­byggð­ina. Það er ekki til­viljun að byggða­stefna, óháð ágæti og útfærslu henn­ar, hér og í öðrum löndum hefur snú­ist um stuðn­ing við dreifð­ari byggð­ir, ekki höf­uð­borg­ir.

Auglýsing
Í öðru lagi er ein­fald­lega rangt að líta á ein­göngu einn þátt fram­færslu­kostn­aðar og full­yrða út frá hon­um. Sá sem þetta skrifar þekkir af eigin raun að í minni bæjum lands­ins er t.d. mat­vöru­verð hærra og oft þarf að sækja ýmis konar þjón­ustu um langan veg – jafn­vel þvert yfir land­ið. Á Vopna­firði eru til að mynda ekki lág­vöru­versl­an­ir, þó að verslun bæj­ar­ins sé vissu­lega frá­bær þá getur hún ekki boðið sam­bæri­leg verð og lág­vöru­versl­anir á höf­uð­borg­ar­svæð­inu geta gert. Þá kostar raf­magn og hús­hitun oft á tíðum tölu­vert meira á lands­byggð­inni.

Í þriðja lagi má nefna að háum hús­næð­is­kostn­aði er mætt í opin­berum hús­næð­is­stuðn­ingi. Í aðgerðum stjórn­valda vegna nýgerðra kjara­samn­inga hækka bæði hús­næð­is- og vaxta­bætur – oft um tugi þús­unda. Slíkur stuðn­ingur rennur nú þegar í hlut­falls­lega mun meira mæli til höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins. Af þessum stuðn­ingi má ætla að Efl­ing­ar­fólk njóti góðs af.

Í fjórða lagi, sem er kannski mik­il­vægast, er ekki að finna heild­stæð gögn sem styðja full­yrð­ingar Stef­áns, heldur þvert á móti. Til að gæta sann­girni skal nefna að gögn um sam­an­burð á lífs­kjörum og kaup­mætti milli lands­hluta eru af skornum skammti. Einn mæli­kvarð­inn er skortur á efn­is­legum gæðum barna og þar er nið­ur­staðan sú að hann er mun meiri utan höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins. Árið 2021 bjó 1,9% barna á höf­uð­borg­ar­svæð­inu við skort á efn­is­legum gæðum til sam­an­burðar við 8,6% utan höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins. Þær nið­ur­stöður benda því til þess að hag­sæld sé minni á lands­byggð­inni og því ætti með rökum Stef­áns að hækka laun meira hjá öðrum SGS félögum en Efl­ingu.

Sam­eig­in­legur ávinn­ingur skiptir máli

Í grein­inni er einnig bent á að sér­stakar hækk­anir fólks á kaup­töxtum eftir starfs­aldri henti síður Efl­ingu þar sem meira en helm­ingur Efl­ingar félaga séu á byrj­enda­laun­um. Það skýtur svo­lítið skökku við að hækka þurfi frekar laun fólks sem stoppar stutt við á vinnu­stað heldur en þeirra sem hafa öðl­ast reynslu. Hægt er að nýta sam­eig­in­legan ábata sem felst í reynslu­miklu starfs­fólki með því að hækka laun í takt við reynslu. Það er fyr­ir­tækjum verð­mætt að halda í slíkt fólk og það gildir fyrir öll störf og stétt­ar­fé­lög.

Auglýsing
Því er eðli­legt að auka á ný bil starfs­ald­urs­þrepa í samn­ingum við SGS, VR/LÍV og iðn­að­ar- og tækni­fólk, sem hafa þjapp­ast mikið saman á síð­ustu árum. Það gagn­ast líka Efl­ingu og gæti hækkað hlut­fall þeirra sem starfa lengur hjá sama fyr­ir­tæki enda yrði ávinn­ingur þess meiri, bæði fyrir starfs­menn og fyr­ir­tæki. Eins og fram hefur komið er þó til umræðu af hálfu Sam­taka atvinnu­lífs­ins að útfæra samn­inga Efl­ingar með til­liti til sér­kenna félags­ins, innan þess ramma sem aðrir samn­ingar marka. Í því sam­hengi má segja að grein Stef­áns sé gagn­leg.

Mikil kaup­mátt­ar­aukn­ing hjá lág­launa­fólki ef mark­mið nást

Að lokum er rétt að benda á aðal­at­riði launa­þró­unar í nýjum samn­ingum SA við verka­fólk, versl­un­ar­menn og iðn­að­ar­menn. Þar var lögð sér­stök áhersla á hækk­anir kaup­taxta og þar með þeirra lægst laun­uðu á vinnu­mark­aði. Um er að ræða 10-13% hækkun launa á 15 mán­aða tíma­bili þar sem flestar spár gera ráð fyrir ríf­lega 5% hækkun verð­lags yfir tíma­bil­ið. Það bæði þýðir kaup­mátt­ar­aukn­ingu í ár og óvenju mikla kaup­mátt­ar­aukn­ingu á næsta ári hjá þeim sem fá mestar hækk­anir – allt að 8%. Stefán hefur í fyrri skrifum á frum­legan hátt reynt að snúa út úr þessu og sýna hið gagn­stæða. Sú til­raun hefur gengið heldur brös­ug­lega enda sjá t.d. aðrir félagar SGS hvað í samn­ing­unum felst og sam­þykktu með 86% atkvæða. Sömu sögu er að segja um versl­un­ar- og iðn­að­ar­menn.

Allt ger­ist þetta á tímum þar sem kaup­máttur rýrnar hratt í lönd­unum í kringum okkur og efna­hags­horfur eru tví­sýn­ar. Von Sam­taka atvinnu­lífs­ins og þeirra stétt­ar­fé­laga sem hafa nú þegar sam­þykkt samn­inga er að stuðla megi að auknum stöð­ug­leika og skapa þannig for­sendur fyrir nýjum lang­tíma­samn­ingi. Um það eru stétt­ar­fé­lög ríf­lega 80 þús­und launa­manna á almennum vinnu­mark­aði sam­mála að Efl­ingu einni und­an­skil­inni. Efl­ing er hér eftir sem áður vel­komin að taka þátt í því verk­efni.

Höf­undur er efna­hags­ráð­gjafi Sam­taka atvinnu­lífs­ins.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar