Jökulsá á Fjöllum sem hitamælir

Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur skrifar um rennsli jökuláa og segir það hæglega geta verið mælikvarða á þann sumarhita sem þurfi til að jöklar haldist í jafnvægi.

Auglýsing

Í til­efni af alþjóð­legri ráð­stefnu sem haldin er hér á landi þessa vik­una, Cryosphere 2022, þ.e. freð­hvolf jarð­ar, er hér brugðið upp litlu sýni­dæmi um hvernig ein­faldar mæl­ingar geta aukið skiln­ing okkar á tengslum hitafars og rýrn­unar jökla.

Rennsli jök­uláa að sumri end­ur­speglar eðli­lega jökla­bráðn­un. Jökl­arnir safna á sig snjó 9-10 mán­uði árs­ins og leys­ing­ar­tím­inn þar sem hluti vetr­ar­f­irn­ing­anna bráðn­ar, er ekki nema um 2-3 mán­uð­ir. Þau árin sem leys­ingin er meiri en sem nemur vetr­ar­á­kom­unni, rýrna jökl­arn­ir. Sú hefur verið raunin nán­ast allar götur frá 1995. Árið 2015 sker sig úr, en þá var leys­ingin ívið minni en ákoman á stóru jöklun­um; Vatna­jökli, Hofsjökli og Langjökli. 2018 mæld­ist afkoman síðan í jafn­vægi.

Auglýsing

Í fyrra­sum­ar, 2021, var rýrn­unin umtals­verð, þó ívið minni en maður hefði getað hald­ið, miðað hvað sum­arið var hlýtt, einkum norð­an- og aust­an­lands. En þá verðum við að hafa í huga að leys­ingin ein ræður ekki afkom­unni, heldur líka hve mikið snjóar á jöklana vet­ur­inn á und­an. Ef við horfum fram hjá ákom­unni og lítum á leys­ing­una eina og sér þá gefa ein­faldar afrennsl­is­mæl­ingar ágæta mynd.

Jök­ulsá á Fjöllum er fyrst og síð­ast jök­ulá. Afrennsli Dyngju­jök­uls, Kverk­fjalla og vest­ari hluta Brú­ar­jök­uls er til Jök­ulsár. Um 1.500 km2 vatna­sviðs hennar er á jökli. Að vetr­inum þegar engin bráðnun er á jökli er rennsli Jök­ulsár á Fjöllum um 100 m3/s. Þar er um að ræða linda­rennsli undan hraunum sem er mjög stöðugt. Í raun grunn­rennsli árinnar og sam­svarar rennsli í Sog­inu.

Picture3-Esv.jpg

Framan af sumri eykst rennsli Jök­ulsár á Fjöllum rólega, en tekur kipp fljót­lega í júlí þegar leys­ing á jökli hefst fyrir alvöru. Nær hámarki að jafn­aði um og fyrir miðjan ágúst og verður þá um 400 m3/s. Í sept­em­ber dregur síðan úr vatns­magni og fer mikið til eftir tíð­ar­fari eða hversu langt fram eftir hiti er nægur til að við­halda ísbráðn­un.

Renns­l­is­töl­urnar eru fengnar úr vatns­hæð­ar­mæli neð­ar­lega í ánni eða við brúna á þjóð­veg­inum við Gríms­staði á Fjöll­um. Þar hefur rennsli verið mælt frá árinu 1965. Með­al­tal er reiknað fyrir tíma­bilið 1971-2016 (Veð­ur­stofa Íslands).

Yfir­stand­andi sumar er með allt öðrum brag. Má segja að rennsli Jök­ulsár á Fjöllum hafi til þessa ekki náð eig­in­legu sum­ar­rennsli, þó svo að dæg­ur­sveiflan hafi skilað renns­l­istoppum rúm­lega 350 m3/s. Sjá má greini­lega hvernig dró úr rennsl­inu um mán­aða­mótin júlí og ágúst. Þá var svo kalt að uppi á jökl­inum snjó­aði ítrekað og það um hásum­ar. Skála­vörður í Dreka við Öskju lét hafa eftir sér að hvít jörð hefði verið þar að morgni átta daga í röð.

Athygl­is­vert er að bera saman mjög mikið rennsli í Jök­ulsá á Fjöllum í fyrra­sumar 2021 við yfir­stand­andi sum­ar. Sá sam­an­burður er nán­ast eins og svart og hvítt. Ef við skil­greinum 350 m3/s sem nokkuð venju­legt sum­ar­rennsli og drögum þá línu inn á línu­ritin fyrir rennsl­is­mæl­ing­arn­ar, sjáum við hve gríðar miklu mun­ar. Í fyrra­sumar má segja að þetta skil­greinda sum­ar­rennsli hafi staðið sam­fellt frá því um 16.- 17. júlí til og með 15. sept­em­ber. Mest var það um 700 m3/s, 31. ágúst. Einkar til­komu­mikið hefur verið að standa við Detti­foss þann dag!

Nýsnævi sem fellur á yrj­óttan jök­ul­ís­inn end­ur­kastar sól­ar­ljós­inu í miklu mun meira mæli en áður. Við það hægir mjög á bráðn­un. Þar fyrir utan var líka kalt þessa daga. Til sam­ans vógu þessir þættir þungt. Þaðan í frá hefur jök­ul­bráðn­unin ekki náð sér á strik að ráði. Vissu­lega er hlýr sept­em­ber alveg í mynd­inni, en alveg jafn lík­legt er að það taki fljótt fyrir leys­ing­una eftir jafn kalt sumar og raun ber vitni.

Mynd af Vatnajökli sem tekin er með gervitungli frá MODIS.

Vel gæti farið svo þetta árið að afkoma jökla verði í járn­um, í það minnsta norð­an­verður Vatna­jök­ull. Áhuga­vert verður að bera saman þessi tvö sum­ur, leys­ingu jöklanna eins og hún birt­ist í renns­l­is­tölum og þætti loft­hit­ans. Tvö sam­liggj­andi og mjög svo gjör­ó­lík sumur gætu þannig hæg­lega gefið okkur mæli­kvarða um þann sum­ar­hita sem þurfi til að halda jöklunum í jafn­vægi að óbreyttri vetr­ar­á­komu. Eða á manna­máli; hve þurfi að kólna hér að jafn­aði frá því sem verið hefur til að rýrnun stóru jöklanna stöðv­ist.

Árleg og uppsöfnuð afkoma (vatnsgildi) Vatnajökuls, Hofsjökuls og Langjökuls frá upphafi mælinga á hverjum jökli fyrir sig. Þessir jöklar geyma yfir 95% af rúmmáli íss í jöklum landsins. Taflan er úr frétt af vedur.is, 13. júlí sl. Gögnin eru frá HÍ, Landsvirkjun og Veðurstofu Íslands.

Á Akur­eyri var með­al­hiti júlí og ágúst 2021 þannig meira en 14,2°C og þar aldrei verið hlýrra. Þetta sum­arið stefnir í að með­al­hiti þess­ara mán­aða verði ekki nema um 10,5°C. Hit­inn í sept­em­ber skiptir líka máli, en í fyrra­sumar var mjög hlýtt fram eftir mán­uð­in­um.

Góðar rennsl­is­mæl­ingar nokk­urra lýsandi jök­uláa ættu því að geta gefið okkur hina stóru og almennu mynd jökla­breyt­inga. Mik­il­vægi vand­aðra vatna­mæl­inga ásamt góðu aðgengi gagna verður seint van­metið fyrir rann­sóknir á lofts­lagi og nátt­úru­fari.

Höf­undur er veð­ur­fræð­ingur og eig­andi Veð­ur­vakt­ar­innar og rit­stjóri blika.­is.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar