Jörðin brennur

Daglega berast fregnir af hitabylgjum, gróðureldum, þurrkum og bráðnun jökla, skrifar Þórunn Sveinbjarnardóttir. Samfylkingin leggur til að dregið verði úr losun hér á landi um 60% eigi síðar en 2030 og að Ísland verði orðið kolefnisneikvætt árið 2040.

Auglýsing

Fátt er betra en íslensk sum­ar, ég tala nú ekki um þegar hit­inn nær tveggja stafa tölu og sólin skín. Í íslenskri sum­ar­sælu er kannski ekki mikil spurn eftir nýj­ustu fréttum af lofts­lags­breyt­ingum og ham­fara­hlýn­un­inni en samt verður ekki undan því vik­ist að kynna sér þær – og bregð­ast við.

Dag­lega ber­ast fregnir af hita­bylgj­um, gróð­ur­eld­um, þurrkum og bráðnun jökla. Í norð­vest­ur­hluta Banda­ríkj­anna og Kanada hafa hita­metin verið slegin svo um munar og fólk deyr, vegna hit­ans. Bráðnun heim­skauta­íss­ins er hröð og úthöfin súrna vegna hlýn­un­ar.

Greint var frá skelfi­legum tíma­mótum í vik­unni þegar var sagt frá rann­sókn sem sýnir að Amazon-regn­skóg­ur­inn losar nú meira af gróð­ur­húsa­loft­teg­undum en hann bind­ur. Skóg­ur­inn er ruddur og brenndur undir soja- og naut­gripa­rækt og ekk­ert kemur í stað­inn. Það er auð­velt að missa móð­inn við þennan lestur og halda að ekk­ert geti stöðvað hlýnun jarð­ar. Sem betur fer er það ekki þannig, en tím­inn er naum­ur. Og öll höfum við okkar skyldum að gegna.

Auglýsing

Vís­indin sögðu fyrir um hlýn­un­ina

Allt frá því að vís­inda­nefnd Sam­ein­uðu þjóð­anna um lofts­lags­breyt­ingar af manna­völdum skil­aði sinni fyrstu skýrslu fyrir ald­ar­fjórð­ungi hafa spár hennar gengið eft­ir. Sviðs­mynd­irnar eru nokkrar og sýna marg­vís­legar afleið­ingar hlýn­unar á vist­kerfi og búsvæði jarð­ar. Sú hætta er raun­veru­lega fyrir hendi að hlýn­unin í loft­hjúpnum nái vendi­punkti (e. tipp­ing poin­t). Þangað viljum við ekki fara því að sé vendi­punkti náð er staðan orðin óvið­ráð­an­leg og hlýnun af manna­völdum fær ótrufluð að eyða nátt­úru­fari, bræða jökla og útrýma dýra­teg­und­um.

Á lofts­lags­ráð­stefnu Sam­ein­uðu þjóð­anna árið 2015 náðu ríki heims sam­komu­lagi sem kennt er við París um að halda hlýnun jarðar undir 2°C (miðað við stöð­una fyrir iðn­bylt­ingu) og reyna að halda henni innan við 1,5°C. En síðan eru liðin nærri sex ár og skuld­bind­ingar sem þessi sömu ríki hafa sjálf­viljug axlað duga ekki til. Nú horfir heims­byggðin til lofts­lags­ráð­stefn­unnar í Glas­gow í árs­lok í von um skýr­ari skuld­bing­ingar svo að mark­mið­inu verði náð í tæka tíð.

For­gangs­mál að draga úr los­un­inni. Bind­ingin er bónus

Hvert ein­asta ríki heims þarf að leggja sitt af mörkum í bar­átt­unni gegn ham­fara­hlýn­un, hálf­kák og fögur orð duga ekki og aðgerða­leysi er ekki í boði. Við verðum að draga úr losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda með öllum til­tækum ráðum og það er brýnt að horfast í augu við að raun­veru­legur sam­dráttur í losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda verður að vera í for­gangi. Bind­ing koldí­oxíðs í land­græðslu og skóg­rækt skiptir vissu­lega máli en en eins og málum er komið er hún bara bón­us.

Sam­fylk­ingin leggur til að dregið verði úr losun hér á landi um 60% eigi síðar en 2030 og að Ísland verði orðið kolefn­isnei­kvætt árið 2040. Til að svo megi verða þurfa allar opin­berar fjár­fest­ingar hér á landi að hafa það að mark­miði að draga úr los­un. Upp­bygg­ing atvinnu­greina verður að hafa það að aðal­mark­miði að draga úr los­un. Skattaí­viln­anir og efna­hags­legir hvatar verða að sjálf­sögðu að hafa sama mark­mið og nýt­ast öllu launa­fólki, ekki bara þeim sem hafa efni á að kaupa sér nið­ur­greidda en rán­dýra raf­magns­bíla. Upp­bygg­ing borg­ar­lín­unnar er auð­vitað for­gangs­mál. Til að skapa breiða sam­stöðu um nauð­syn­legar aðgerðir þurfa stjórn­völd að eiga náið sam­starf við verka­lýðs­hreyf­ing­una og sam­tök atvinnu­rek­enda.

Í takt við til­mæli OECD

Það var ánægju­legt að sjá til­mæli OECD um lofts­lags­að­gerðir í nýrri skýrslu um Ísland en þau eru í góðu sam­ræmi við stefnu Sam­fylk­ing­ar­inn­ar. Þar er lagt til að þróa sam­ræmda umgjörð um lofts­lags­að­gerðir með skýrri for­gangs­röðun og aðgerða­á­ætlun og draga úr vægi tækni­legra ráð­staf­ana; fram­kvæma kostn­að­ar- og ábata­grein­ingu fyrir lofts­lags­að­gerð­ir; leggja kolefn­is­skatta eða aðra loft­lags­skatta á allar greinar út frá losun þ.á.m. jarð­hita, sorp­hirðu og land­bún­að. Og að lokum að auka fjár­fest­ingu í lág­kolefna sam­göngu­innvið­um, orku­skiptum og staf­rænum innvið­um.

Þetta er vel hægt!

Fram­bjóð­endur Sam­fylk­ing­ar­innar skoð­uðu hið stór­merka Car­bFix verk­efni við Hell­is­heið­ar­virkjun nýlega. Þar er fjár­fest­ing í hug­viti og mannauði að skila okkur ávinn­ingi sem engan hefði órað fyr­ir: að binda koldí­oxíð útblástur frá jarð­varma­virkjun í berg­lög­um. Ekki furða að Car­bFix verk­efnið hafi vakið heims­at­hygli. Ég er þess full­viss að fram­farir á sviði vís­inda og nýsköp­unar munu vinna með mann­kyni í bar­átt­unni við lofts­lags­breyt­ingar en þær gefa okkur ekki leyfi til að sitja með hendur í skauti og vona það besta. Brýn­asta verk­efni okkar næst ártug­inn er að draga úr losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda þannig að Ísland geti með sanni sagt þegar frá líð­ur: Við gerðum okkar til að koma í veg fyrir ham­fara­hlýnun á 21. öld­inni.

Höf­undur leiðir fram­boðs­lista Sam­fylk­ing­ar­innar í Suð­vest­ur­kjör­dæmi fyrir alþing­is­kosn­ing­arnar í haust og er fyrr­ver­andi umhverf­is­ráð­herra.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar