Umgjörð um öðruvísi framtíð

Skipulag mótar fleira en hið byggða umhverfi, skrifar sviðsstjóri hjá Skipulagsstofnun. Það hefur margs konar áhrif á okkar daglegu venjur og ákvarðanir í stóru og smáu, stundum jafnvel án þess að við leiðum hugann að því.

Auglýsing

Þegar fyrstu skipu­lags­lög­in, lög nr. 55/1921 um skipu­lag kaup­túna og sjáv­ar­þorpa, voru sam­þykkt á Alþingi fyrir hund­rað árum stóð íslenskt sam­fé­lag á tíma­mót­um. Þétt­býli var að mynd­ast um allt land og höf­uð­stað­ur­inn Reykja­vík var í örum vexti sam­hliða fram­förum í fisk­veiðum og öðrum atvinnu­grein­um. Fólks­flutn­ingar úr sveit í bæi og menn­ing­ar­straumar sem bár­ust frá meg­in­land­inu höfðu í för með sér gríð­ar­miklar breyt­ingar á þjóð­líf­inu. Að mörgu var að huga í skipu­lagi bæj­anna, enda húsa­kostur á þessum tíma víða ófull­nægj­andi, auk þess sem hrein­læti, frá­veitum og lýs­ingu var svo ábóta­vant að mörgum sýnd­ist ekki „björgu­legt á bæj­ar­möl­inni“ eins og Guð­mundur Hann­es­son læknir orð­aði það í riti sínu, Um skipu­lag bæja, árið 1916.

Lögum um skipu­lag kaup­túna og sjáv­ar­þorpa var ætlað að takast á við þessar áskor­anir og stuðla að því að með vönd­uðu skipu­lagi væri sköpuð góð umgjörð um mann­líf á Íslandi til langrar fram­tíð­ar. Skipu­lag hefur síðan þá gegnt lyk­il­hlut­verki við að móta hið mann­gerða umhverfi okkar sem hér búum; íbúð­ar­hverfi, atvinnu­svæði, gatna­fyr­ir­komu­lag, leik­svæði, úti­vist­ar­svæði og svo mætti áfram telja.

Auglýsing

Skipu­lags­mál mótar ákvarð­anir

En skipu­lag mótar fleira en hið byggða umhverfi. Það hefur margs konar áhrif á okkar dag­legu venjur og ákvarð­anir í stóru og smáu, stundum jafn­vel án þess að við leiðum hug­ann að því. Það hefur til dæmis áhrif á það hvar og hvernig við búum, hvernig við ferð­umst til vinnu og skóla, hvar við nálg­umst nauð­synjar og hvert við förum til að njóta nátt­úru og úti­veru.

Þannig vill til að lofts­lags­mál snú­ast einmitt að miklu leyti um þetta sama; ómeð­vit­aðar ákvarð­anir og venj­ur, val á ferða­mát­um, inn­kaup, neyslu og aðra þætti sem statt og stöðugt knýja áfram ósjálf­bær fram­leiðslu- og orku­kerfi heims­ins. Til að bregð­ast við lofts­lags­vand­anum þarf því að hugsa ýmsa grund­vall­ar­þætti í mann­legu sam­fé­lagi upp á nýtt. Í því sam­bandi er gjarnan notað orðið við­miða­skipti, sem má með nokk­urri ein­földun lýsa sem nýju sam­hengi, nýjum for­sendum og nýrri umgjörð um dag­legar ákvarð­an­ir. Eða, svo að vitnað sé í aðgerða­á­ætlun íslenskra stjórn­valda í lofts­lags­mál­um, þá þarf meðal ann­ars „kerf­is­breyt­ingu í sam­göngum – umbylt­ingu á þeim orku­gjöfum sem sam­fé­lög nota til knýja far­ar­tæki áfram, sem og stór­felldar aðgerðir sem gera fólki kleift að breyta ferða­venjum sínum og neyslu­venj­u­m“.

Skipu­lags­mál eru lofts­lags­mál

Allt þetta getur skipu­lag haft áhrif á, beint eða óbeint, og þess vegna er skipu­lags­gerð meðal mik­il­væg­ustu stjórn­tækja hins opin­bera í lofts­lags­mál­um, eins og Milli­ríkja­nefnd um lofts­lags­breyt­ingar hefur bent á í skýrslum sín­um. Í skipu­lagi er horft langt fram í tím­ann og mörkuð stefna um ótal­marga þætti sem hafa áhrif á hæfni sam­fé­laga til að breyta háttum sínum og venj­um, minnka kolefn­is­spor og draga úr ágangi á tak­mark­aðar auð­lind­ir; þætti eins og sam­göng­ur, atvinnu­mál, byggða­mál, land­bún­að, skóg­rækt og umhverf­is­mál.

Útfærsla byggð­ar­innar og gatn­anna ræður til dæmis miklu um hvaða ferða­máta við veljum og gegnir því mik­il­vægu hlut­verki við að draga úr losun frá vega­sam­göng­um. Vel ígrund­aðar ákvarð­anir um byggð og land­notkun eru einnig mik­il­vægt atriði þegar kemur að því að vernda kolefn­is­forða lands­ins, minnka lofts­lags­á­hrif mann­virkja­gerðar og stuðla að sjálf­bærri auð­linda­nýt­ingu og bættri með­höndlun úrgangs. Þá er skipu­lags­gerð mik­il­vægur vett­vangur til að búa sam­fé­lagið undir lofts­lags­breyt­ingar og verja byggð og sam­fé­lags­lega inn­viði gagn­vart afleið­ingum þeirra, svo sem hækk­andi sjáv­ar­stöðu og auk­inni tíðni flóða og óveðra.

Við­miða­skiptin í verki

Um allan heim má sjá dæmi um breyttar skipu­lags­á­herslur í sam­ræmi við áður­nefnd við­miða­skipti. Skipu­lag sam­gangna er þar gjarnan í brennid­epli, enda má ná miklum árangri í lofts­lags­málum með breyt­ingum á ferða­venj­um, ekki síst með því að auka mögu­leika fólks til að nota aðra ferða­máta en einka­bíl­inn. Á und­an­förum árum hafa borgir og bæir víða um jarð­ar­kringl­una til dæmis horft til hug­mynd­ar­innar um 15 eða 20 mín­útna hverf­ið, meðal ann­ars Par­ís, Mílanó, Ottawa, Seattle og Edin­borg, að ógleymdu skipu­lagi höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins hér á landi. Slík nálgun felur í sér áherslu á þétta og bland­aða byggð sem stuðlar að því að íbúar geti sinnt flestum þörfum sínum í göngu- eða hjóla­færi eða með því að nýta almenn­ings­sam­göng­ur. Þannig má draga úr lofts­lags­á­hrifum frá bif­reið­um, auk þess að stuðla að bættri heilsu og vellíð­an, bæta loft­gæði og skapa líf­legt og aðlað­andi bæj­ar­um­hverfi.

Þá hafa fjöl­mörg ríki, borgir og bæir sett sér stefnu um hvernig laga megi byggð og land­notkun að afleið­ingum lofts­lags­breyt­inga. Í Kaup­manna­höfn hefur til dæmis í ára­tug verið unnið eftir ítar­legri áætlun um aðlög­un, sem felur meðal ann­ars í sér að grænir inn­viðir séu nýttir í auknum mæli til að með­höndla ofan­vatn og draga úr hita­mynd­un.

Auglýsing

Ísland er þátt­tak­andi í breyt­ing­unni

Lofts­lags­vand­inn verður án nokk­urs vafa eitt mik­il­væg­asta við­fangs­efni stjórn­valda og almenn­ings hér á landi á kom­andi árum. Íslensk stjórn­völd hafa markað sér stefnu um kolefn­is­hlut­leysi árið 2040 og skuld­bundið sig til að draga hratt úr losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda á allra næstu árum. Viða­mikil vinna á sér nú stað hjá stjórn­völd­um, atvinnu­lífi og almenn­ingi við að inn­leiða við­miða­skipti vegna lofts­lags­mála á öllum sviðum sam­fé­lags­ins.

Sveit­ar­fé­lögin taka virkan þátt í þess­ari þróun og hafa stofnað sér­stakan sam­starfs­vett­vang í lofts­lags­málum til að nýta krafta sína sem best og miðla þekk­ingu og reynslu milli sveit­ar­fé­laga, meðal ann­ars á sviði skipu­lags­mála. Ítar­leg vinna hefur einnig farið fram hjá Skipu­lags­stofnun á síð­ustu miss­erum við end­ur­skoðun lands­skipu­lags­stefnu, þar sem mótuð hefur verið stefna til leið­bein­ingar sveit­ar­fé­lögum um lofts­lags­mið­aða skipu­lags­gerð. Umhverf­is- og auð­linda­ráð­herra lagði til­lög­urnar fram á liðnu þingi og þrátt fyrir að þær hafi ekki hlotið afgreiðslu er víð­tækur stuðn­ingur við þær og því von margra að þær verði lagðar fram að nýju sem fyrst eftir að þing kemur aftur sam­an. Nú stendur einnig yfir und­ir­bún­ingur hjá íslenskum stjórn­völdum fyrir gerð fyrstu áætl­un­ar­innar á lands­vísu um aðlögun að lofts­lags­breyt­ing­um, þar sem sjónum er meðal ann­ars beint að mik­il­vægu hlut­verki skipu­lags­gerð­ar.

Til móts við fram­tíð­ina

Íslenskt sam­fé­lag stendur í marg­vís­legum skiln­ingi á tíma­mót­um, nú þegar öld er liðin frá sam­þykkt fyrstu skipu­lags­lag­anna. Auk lofts­lags­vand­ans blasa ýmsar aðrar áskor­anir við, hvort sem litið er til lýð­fræði­legra og sam­fé­lags­legra breyt­inga, tækni­breyt­inga eða umhverf­is­vanda­mála. Segja má að þessi þróun setji flestar ákvarð­anir um fram­tíð­ina í nýtt sam­hengi, rétt eins og þegar fólk streymdi úr sveit­unum í bæina í upp­hafi 20. ald­ar. Eins og þá skiptir nú höf­uð­máli að nýta sem best þau tæki­færi sem fel­ast í skipu­lags­gerð til að stuðla að því að hið byggða umhverfi geti um langan aldur tek­ist á við við­fangs­efnin sem bíða – og ekki síður til þess að við sjálf verðum í stakk búin til að ganga, eða jafn­vel hjóla, til móts við fram­tíð­ina með öllu sem henni fylg­ir.

Höf­undur er sviðs­stjóri hjá Skipu­lags­stofn­un.

Þessi pist­ill er hluti greinar­aðar í til­efni af því að 100 ár eru liðin frá form­legu upp­hafi skipu­lags­gerðar hér á landi með setn­ingu laga um skipu­lag kaup­túna og sjáv­ar­þorpa árið 1921.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Vinna hafin við að bregðast við ábendingum um aðgengi fatlaðra kjósenda
Yfirkjörstjórn í Reykjavík suður telur að aðbúnaður kjósenda með fötlun hafi í hvívetna verið í samræmi við lög, en ekki hafinn yfir gagnrýni. Yfirkjörstjórnin telur þó að fötluðum hafi ekki verið kerfisbundið mismunað, eins og einn kjósandi sagði í kæru.
Kjarninn 21. október 2021
Arnaldur Árnason
Eru aðgerðir á landamærum skynsamlegar?
Kjarninn 21. október 2021
Kostnaður umfram spár, en eiginfjárstaða betri en á horfðist
Mikið þarf til að tekju- og kostnaðaráætlanir Icelandair fyrir árið 2021 haldist, en rekstrarkostnaður félagsins var töluvert hærri en það gerði ráð fyrir í hlutafjárútboðinu sínu. Þó er lausafjárstaða flugfélagsins betri en búist var við.
Kjarninn 21. október 2021
Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn Reykjavíkur.
Sjálfstæðismenn reyndu að fá Laugardals-smáhýsin færð út í Örfirisey
Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu fram tillögu um það á borgarstjórnarfundi í vikunni að smáhýsi sem samþykkt hefur verið að setja niður á auðu svæði í Laugardal yrðu frekar sett upp í Örfirisey.
Kjarninn 21. október 2021
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður og annar tveggja þingmanna Miðflokksins.
Miðflokkurinn mælist með 3,2 prósent í fyrstu könnun eftir kosningar
Fylgi Framsóknarflokksins mælist yfir kjörfylgi í nýrri könnun frá MMR, sem er sú fyrsta frá kosningum. Píratar og Viðreisn bæta nokkuð við sig frá kosningum – og sömuleiðis Sósíalistaflokkur Íslands. Miðflokkurinn hins vegar mælist afar lítill.
Kjarninn 21. október 2021
Ósamræmi í frásögnum yfirkjörstjórnarmanna í Norðvesturkjördæmi
Yfirkjörstjórnarmenn í Norðvesturkjördæmi eru ekki sammála um hvort umræða hafi farið fram innan kjörstjórnar um þá ákvörðun að telja aftur atkvæðin í kjördæminu eftir hádegi sunnudaginn 26. september.
Kjarninn 21. október 2021
Þingvallakirkja.
Prestafélagið segir að Þjóðkirkjan yrði að bæta prestum tekjutap vegna aukaverkatillögu
Prestafélagið leggst harðlega gegn því að prestar hætti að innheimta fyrir aukaverk á borð við skírnir, útfarir og hjónavígslur. Þriggja mánaða gamall kjarasamningur presta er úr gildi fallinn, ef tillagan verður samþykkt á kirkjuþingi, segir félagið.
Kjarninn 21. október 2021
Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfis- og auðlindaráðherra og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Áherslur Íslands á COP26 munu skýrast samhliða myndun ríkisstjórnar
Stefnumótandi áherslur íslenskra ráðamanna á loftslagsráðstefnunni í Glasgow munu skýrast betur samhliða myndun ríkisstjórnar. Gert er ráð fyrir að forsætisráðherra og auðlinda- og umhverfisráðherra sæki ráðstefnuna í nóvember.
Kjarninn 21. október 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar