Um villur í mati á áhrifum fyrningar aflahlutdeilda á eigið fé og hagnað

Ásgeir Daníelsson hagfræðingur rýnir í niðurstöður skýrslu Daða Más Kristóferssonar um endurskoðun á fiskveiðistjórnunarkerfinu.

Auglýsing

Í aðdrag­anda kosn­inga reyna hags­muna­sam­tök að koma hags­muna­málum félags­manna sinna á fram­færi. Eitt dæmi um slíkt er nýút­komin skýrsla sem Ragnar Árna­son skrif­aði fyrir Sam­tök fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­veg, SFS. Þar upp­færir Ragnar nið­ur­stöður í skýrslu sem Daði Már Krist­ó­fers­son skrif­aði árið 2010 fyrir starfs­hóp um end­ur­skoðun á fisk­veiði­stjórn­un­ar­kerf­inu. Ragnar fylgir í öllum aðal­at­riðum aðferða­fræði Daða Más og fær svip­aðar nið­ur­stöð­ur. Nei­kvæð áhrif fyrn­ing­ar­leið­ar­innar eru þó heldur meiri hjá Ragn­ari.

Í þess­ari grein eru nið­ur­stöður Daða Más frá árinu 2010 rýnd­ar. Aðferða­fræð­ina er skoðuð og sýnt að ef rétt er að farið fást allt aðrar nið­ur­stöður en Daði Már og Ragnar fá. Áður en fjallað er um aðal­efnið er stutt umfjöllun um til­raunir til að mæla hversu mikið af þeim verð­mætum sem fólust í upp­haf­legri úthlutun afla­hlut­deilda eru í höndum útgerða í dag. Það til­heyrir líka efn­inu að fjalla stutt í lokin um svo­nefndan leigj­enda­vanda.

Óseldar afla­hlut­deildir

Bæði Daði Már og Ragnar telja það skipta miklu máli hvort útgerð hefur til umráða afla­hlut­deildir sem hún fékk við upp­haf kvóta­kerf­is­ins. Árið 1984 var upp­hafsár kvóta­kerf­is­ins fyrir botn­fisk, en það ár var gíf­ur­legt tap á rekstri útgerð­ar­fyr­ir­tækja og það þurfti að lofa útgerð­ar­mönnum að þetta nýja kerfi væri bara til skamms tíma til að fá þá um borð. Til að áætla hversu mikið af afla­hlut­deildum er enn skráð á þá sem upp­haf­lega fengu þær horfa Daði Már og Ragnar til upp­lýs­inga um seldar afla­hlut­deildir á ein­staka fisk­veiði­árum frá árinu 1991 og fá síðan nið­ur­stöður sínar með því að gefa sér að „jafn lík­legt sé að öll hlut­deild sé end­ur­seld“ (Daði Már, bls. 8). Ragnar fylgir Daða Má nema hvað hann telur „mun lík­legra … að áður óseldar afla­hlut­deildir séu fram­seldar ….“ (bls. 16)

Auglýsing

Þetta eru óneit­an­lega nokkuð hetju­legar reikn­ings­æf­ing­ar. Litlu skiptir að báðir sleppa sölum á afla­hlut­deildum fyrir árið 1991 en með nýjum lögum var þá fyrst leyft að selja afla­hlut­deildir sér­stak­lega, en áður voru þær seldar sem hluti af fyr­ir­tæki eða með sölu á skipi sem hlut­deild­irnar voru skráðar á. Meiru skiptir að verð­mæti afla­hlut­deilda sem aldrei hafa verið skráðar í sölu mæla ekki þau verð­mæti sem útgerðir fengu við upp­haf­lega úthlutun kvót­ans. Segjum að útgerð ráði yfir afla­hlut­deildum sem ákvarð­aðar voru út frá afla­marki á árinu 1984 og að verð­mæti þeirra á til­teknu ári sé 25 m.kr. Segjum að eig­endur útgerð­ar­innar kom­ist að þeirri nið­ur­stöðu að það sé heppi­legra að hafa meira af afla­hlut­deildum í ufsa og selji afla­hlut­deild fyrir ýsu fyrir 10 m.kr. til að kaupa afla­hlut­deild fyrir ufsa. Þessi 10 m.kr. sala á afla­hlut­deild í ýsu er skráð hjá Fiski­stofu og þar með minnkar umfang aflahlutdeilda sem aldrei hafa verið seldar um 10 m.kr. En skiptir það ein­hverju máli varð­andi mæl­ingu verð­mæta sem útgerðin fékk við upp­haf­lega úthlutun afla­hlut­deild­anna?

­Sam­kvæmt lögum ber útgerð­ar­fyr­ir­tæki sem kaupir afla­hlut­deild að skrá verð­mætið í efna­hags­reikn­ing sinn. Afla­hlut­deildir sem fyr­ir­tækið hefur ekki keypt eru hins vegar ekki skráð­ar. Verð­hækk­anir á afla­hlut­deildum eru ekki skráðar og frá árinu 1999 hefur ekki verið hægt að afskrifa verð­mæti keyptra afla­hlut­deilda en það var leyft í mörg ár!!! Í yfir­liti á heima­síðu Hag­stof­unnar um efna­hag sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækja er sýnt virði bók­færðra afla­hlut­deilda, en lið­ur­inn „óefn­is­legar eign­ir“ er nær ein­göngu keyptar afla­hlut­deild­ir. Í lok árs­ins 2007 er þessi liður 168 mia.kr. en á sama tíma er virði allra afla­hlut­deilda í þorski 386 mia.kr. Ég hugsa að óhætt sé að áætla að verð­mæti afla­hlut­deilda allra teg­unda í kvóta­kerf­inu á þessum tíma hafi verið a.m.k. 500 mia.kr. eða nokkuð hærra en 400 mia.kr. sem Daði Már giskar á. Ef miðað er við 500 mia.kr. var virði afla­hlut­deilda sem ekki voru skráðar í efna­hags­reikn­ing fyr­ir­tækj­anna (500-168)/500 = 66%. Ragnar nefnir (bls. 10) að verð­mæti allra afla­hlut­deilda hafi verið 790 mia.kr. á árinu 2020. Nýjasta talan í töflu Hag­stof­unnar er fyrir stöð­una við lok árs­ins 2019 þegar „óefn­is­legar eign­ir“ námu 296 miö.kr. Hlut­fall verð­mætis afla­hlut­deilda, sem ekki eru skráðar í efna­hags­reikn­ing, verður þá (790-296)/790 = 63%. Þessar tölur eru nokkuð yfir tölum Daða Más sem eru á bil­inu 17-24% og tölum Ragn­ars sem eru á bil­inu 8-18%.

Auð­vitað mæla þessar tölur um virði afla­hlut­deilda sem ekki er skráð í efna­hags­reikn­ing ekki heldur það sem ætl­unin er að mæla. Það er t.d. aug­ljóst að kaup útgerð­ar­fyr­ir­tæk­is­ins sem selur afla­hlut­deild í ýsu til að kaupa hlut­deild í ufsa ætti ekki að telj­ast með þegar verið er að mæla hreinan kostnað sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækja vegna öfl­unar afla­hlut­deilda en verð­mæti hlut­deild­ar­innar í ufsa í þessu dæmi yrði skráð sem „óefn­is­leg eign“.

Fyrn­ing­ar­leiðin og eigið fé

Fyrn­ing­ar­leiðin felst í því að afla­hlut­deildir sem útgerð­irnar ráða yfir sam­kvæmt gild­andi lögum séu minnk­aðar í áföngum og þeim end­ur­út­hlutað með öðrum hætti. Ef fyrn­ingin er hlut­falls­leg er hún fast hlut­fall af afla­hlut­deild­unum á hverju ári, en ef hún er línu­leg er hún fast hlut­fall af stöð­unni í byrj­un. Ef afskriftin er línu­leg og hljóðar uppá 5% á ári eru allar afla­heim­ildir fyrndar eftir 20 ár.

Megin nið­ur­staðan í skýrslu Daða Más er að jafn­vel lágt fyrn­ing­ar­hlut­fall fyrir afla­hlut­deildir leiði til þess að eigið fé útgerð­ar­fyr­ir­tækja þurrk­ist út. Í dæmi sem hann tekur (bls. 12) gerir hann ráð fyrir að „eðli­legt eig­in­fjár­hlut­fall“ sé um 25%. Þar tekur hann mið af tölum Hag­stof­unnar um eig­in­fjár­hlut­föll útgerð­ar­fyr­ir­tækja á árunum 1997-2007. Hann gefur sér einnig að afla­hlut­deildir séu helm­ingur af öllum eign­um. Ef virði afla­hlut­deild­anna er helm­ingað með 6% línu­legri fyrn­ingu rýrna eign­irnar um 25% (helm­ingur af helm­ingi) og þar með þurrkast út allt eigið fé útgerð­ar­inn­ar. Þetta er aug­ljós­lega rétt hjá Daða Má ef for­send­urnar stemma.

Í skýrsl­unni áætlar Daði Már að virði allra afla­hlut­deilda sé 400 mia.kr. Á sama tíma áætlar hann að allar eignir útgerð­ar­fyr­ir­tækj­anna séu 500 mia.kr. Þessar upp­lýs­ingar eiga að sýna að for­sendan um að afla­hlut­deildir séu helm­ingur af öllum eignum feli ekki í sér ofmat. Þvert á móti er þarna um veru­legt van­mat að ræða. Ef miðað er við að virði afla­hlut­deild­anna sé 80% af öllum eignum gefur sama aðferð og Daði Már notar að fyrn­ing­ar­leiðin leiði til þess að eignir útgerð­ar­fyr­ir­tækj­anna skerð­ast um fjár­hæð sem nemur 40% af öllum eignum og hlut­fall eigin fjár eftir ákvörðun um fyrn­ingu verði 25-40 = -15%.

Auglýsing

Villan í rök­semda­færslu Daða Más felst í því að þegar hann notar for­send­una að virði afla­hlut­deild­anna sé helm­ingur af virði allra eigna gleymir hann að leið­rétta fyrir því að í útreikn­ingnum á eigin fé fyr­ir­tækj­anna notar Hag­stofan upp­lýs­ingar um keyptar afla­hlut­deildir í bók­haldi fyr­ir­tækj­anna. Á árinu 2007 var hlut­fall þeirra af heild­ar­eignum 38%. Daði Már notar þannig mun hærra virði afla­hlut­deilda þegar hann reiknar út eigna­skerð­ing­una sem fyrn­ing­ar­leiðin valdi heldur en notuð er við útreikn­ing á eigin fé sem hann notar í sömu útreikn­ing­um. Skoðum þetta aðeins nán­ar. Í töfl­unni á heima­síðu Hag­stof­unnar kemur fram að á árinu 2007 voru heild­ar­eignir fyr­ir­tækj­anna 441 mia.kr., „óefn­is­legar eign­ir“ 168 mia.kr. og eigið fé 106 mia.kr. Ef virði afla­hlut­deilda var ekki 168 mia.kr. heldur 400 mia.kr., verður að hækka matið á heild­ar­eign­unum um 400-168 = 232 mia.kr. Skuldir breyt­ast ekki og eigið fé hækkar því í 106+232 = 338 mia.kr. Ef 6% línu­leg fyrn­ing lækkar virði afla­hlut­deild­anna um helm­ing, eða um 200 mia.kr., verður eigið fé eftir inn­leið­ingu fyrn­ing­ar­innar 338-200 = 138 mia.kr. sem er vel yfir núll­inu og reyndar hærra en það eigið fé sem Hag­stofan skrá­ir. Ef mark­aðsvirði afla­hlut­deild­anna var hærra en 400 mia.kr. verður eigið fé eftir fyrn­ingu enn hærra. Og ef virði afla­hlut­deild­anna var helm­ingur af öllum eignum eins og Daði Már gerir ráð fyrir í sínu dæmi fáum við að virði þeirra hafi verið jafnt virði ann­arra eigna en „óefn­is­legra eigna“ þ.e. 441-168 = 273 mia.kr. Eigið féð verður þá 106 + (273-168) = 211 mia.kr. Ef fyrn­ingin skerðir virði afla­hlut­deild­anna um helm­ing, eða um 136,5 mia.kr., verður eigið fé eftir fyrn­ingu 211-136,5 = 74,5 mia.kr.

Fyrn­ing­ar­leiðin og hagn­aður

Daði Már full­yrðir að „(æ)tla má að hagn­aður útgerðar sem velur að nýta eigið afla­mark sé að minnsta kosti jafn hátt og leigu­verð.“ (bls. 5) og á bls. 6 ræðir hann að „hreinn hagn­aður af veiðum umfram kostnað og eðli­legan hagnað í rekstri sé 35 millj­arðar króna, …“ sem er jafnt leigu­verði afl­marks­ins. Á bls. 18 er svo full­yrt að „(m)eð­al­tal hreins hagn­aðar áranna 1997 til 2007 var um 2 millj­arðar króna. Ekki er óeðli­legt að miða við að þessi hagn­aður sé not­hæfur mæli­kvarði á lang­tíma­hagnað útgerð­ar­fyr­ir­tækja.“ Engin til­raun er gerð til að útskýra þennan mikla mun á „hreinum hagn­aði“ en full­yrt að áætl­aður árlegur kostn­aður útgerð­ar­innar vegna leig­u/­kaupa á afla­heim­ildum sem ríkið fær í gegnum fyrn­ing­una valdi því að „hagn­aður útgerð­ar­innar þurrkast alger­lega út ef fyrn­ingin færi yfir 0,5-1% á ári, miðað við línu­lega fyrn­ing­u.“ (bls. 6)

Daði Már áætlar að kostn­að­ur­inn sem leiði af fyrn­ing­ar­leið­inni sé hlut­fall af hreina hagn­að­inum sem er 35 mia.kr. en svo er útkoman borin saman við hreina hagn­að­inn sem er 2 mia.kr. Það er aug­ljóst að hlut­fallið af 35 mia.kr. má ekki vera hátt til að þessi kostn­aður þurrki út hagnað upp á 2 mia.kr.

Flestum útgerðarmönnum er annt um orðspor sitt og þeir sjálfir og margir starfsmenn þeirra hafa fjárfest í menntun og reynslu við störf sem tengjast útgerð og hafa þannig hag af góðri umgengni um auðlindina, skrifar Ásgeir.

Ef Daði Már hefur rétt fyrir sér og 35 mia.kr. var hagn­aður útgerð­anna af því að nýta afla­heim­ildir árs­ins, þ.e. fram­lag auð­ind­ar­innar til verð­mæta­sköp­un­ar­inn­ar, hefði átt að draga þessa fjár­hæð frá í rétt gerðu rekstr­ar­bók­haldi fyr­ir­tækj­anna og fá út að tap hafi verið á rekstr­inum sem nam 33 miö.kr. Þessi nið­ur­staða er óháð fyrn­ingum afla­hlut­deilda. Fyrir nokkrum árum hélt norskur pró­fessor í fiski­hag­fræði, Ola Flaaten, því fram að íslenska ríkið styrkti sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæki lands­ins um sem nemur mark­aðsvirði afl­marks­ins (að frá­dregnu auð­linda­gjald­i). Þetta væri rétt ef leigu­verð afla­marks­ins að frá­dregnu auð­linda­gjald­inu væri mæli­kvarði á auð­lind­arent­una eins og Daði Már heldur fram.

Að beiðni starfs­hóps­ins um end­ur­skoðun á fisk­veiði­stjórn­un­ar­kerf­inu skrif­aði Jón Steins­son athuga­semdir við grein­ar­gerð Daða Más. Þar ræðir Jón þann mikla mun sem hefur verið á mark­aðsvirði afla­marks­ins og bók­færðum hagn­aði sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækja. Hann skýrir ekki mun­inn, en bendir á að ef end­ur­út­hlutun inn­kall­aðra afla­hlut­deilda yrði fram­kvæmd með mark­aðs­legum aðferð­um, þ.e. með upp­boðum af ein­hverjum toga, væri lík­legt að mark­aðs­verð afla­marks­ins mundi lækka og nálg­ast verð­mæti eig­in­legrar auð­lind­arentu. Þannig væri líka hægt að aðlaga auð­linda­gjaldið betur að aðstæðum fyr­ir­tækj­anna en núver­andi fyr­ir­komu­lag leyf­ir.

Leigj­enda­vand­inn

Margir íslenskir hag­fræð­ingar sem skrifað hafa um kvóta­kerfið hafa lýst miklum áhyggjum af leigj­enda­vand­anum sem birt­ist í slæmri umgengni um auð­lind­ina. Besta ráðið við þessum mikla vanda telja þeir vera að útgerð­ar­menn ráði yfir afla­hlut­deild­unum þannig að það verði hags­muna­mál þeirra að umgengni um auð­lind­ina sé góð enda hækki það verð hlut­deild­anna. Í þess­ari umræðu er aldrei nefnt nákvæm­lega hvað það sé sem menn ótt­ast að útgerð­ar­menn geri þegar þeir hætti að ráða yfir afla­hlut­deildum eða gild­is­tími þeirra rennur út. Láta þeir skipin setja trollin dýpra og rífa meira upp kór­ala og annað á botn­in­um? Mun brott­kast aukast? Eða löndun fram­hjá vigt? Það er ólík­legt að útgerð­ar­menn muni frekar hætta rán­dýrum trollum sínum þegar afla­hlut­deild­irnar eru af skornum skammti. Brott­kast getur auk­ist þegar menn skortir afla­mark fyrir veiddum fiski en það hefur ekk­ert með það að gera hvort afla­hlut­deildir útgerð­ar­innar er á loka­ári eða ekki. Vanda­málið varð­andi brott­kast og löndun fram­hjá vigt er að í báðum til­fellum hefur útgerðin pen­inga­legan hag af því að brjóta regl­urn­ar, ekki bara þeir sem ekki ráða yfir neinum afla­hlut­deild­um, heldur líka þeir sem ráða yfir miklu magni. Það er hægt að reikna út að ávinn­ingur þeirra síð­ar­töldu sé aðeins meiri en hinna, en oft­ast er hann veru­legur fyrir báða, einkum ef verð á afla­heim­ildum er hátt. Það er ekki þar með sagt að allir útgerð­ar­menn séu til­búnir að grípa til aðgerða sem skaða auð­lind­ina. Flestum útgerð­ar­mönnum er annt um orð­spor sitt og þeir sjálfir og margir starfs­menn þeirra hafa fjár­fest í menntun og reynslu við störf sem tengj­ast útgerð og hafa þannig hag af góðri umgengni um auð­lind­ina. Þessi atriði skipta máli, en það er líka nauð­syn­legt að hafa öfl­ugt eft­ir­lit með veið­un­um.

Höf­undur er hag­fræð­ingur og sá um sjáv­ar­út­vegs­mál hjá Þjóð­hags­stofnun á árunum 1989-2002 og vann fyrir nefndir sem fjöll­uðu um fyr­ir­komu­lag fisk­veiði­stjórn­un­ar.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar