Kosningar, ekki spilavíti, takk!

Jean-Rémi Chareyre skrifar um kosningakerfið í aðsendri grein en það er að hans mati bilað og stendur í vegi fyrir því að sumir kjósendur geti kosið samkvæmt sannfæringu sinni.

Auglýsing

Ég vildi að ég gæti hvatt fólk til að kjósa eftir sann­fær­ingu sinni á laug­ar­dag­inn. Við eigum jú að velja þá stefnu sem við finnum sam­hljóm með og taka undir hana með atkvæði okk­ar. En því miður er það ekki svo ein­falt. Við erum komin í þá stöðu að stefna flokka fyrir kosn­ingar er orðin ein­hver sýnd­ar­veru­leiki sem er nán­ast úr öllum tengslum við raun­veru­leik­ann eftir kosn­ing­ar. Og þá er ég ekki að vísa í óheið­ar­lega stjórn­mála­menn sem lofa upp í erm­ina á sér, þó þeir séu vissu­lega til. Það er kerfið sem er óheið­ar­legt.

Ég er að tala um kosn­inga­kerfið okk­ar, sem er að bregð­ast okk­ur. Kerfið er bil­að, og hér er bil­ana­grein­ingin á því:

1- Fjölgun flokka á síð­ustu árum hefur mikið verið rædd. Sumir vilja meina að meira úrval sé af hinu góða. Það eru þó tak­mörk fyrir því. Í þessu landi eru um það bil 300.000 mis­mun­andi skoð­an­ir, en sem betur fer eru ekki jafn margir flokk­ar. Hlut­verk flokka­kerf­is­ins er meðal ann­ars að ein­falda valið sem kjós­endur standa frammi fyr­ir. Þegar stefnu­skrár eru margar og fram­bjóð­endur enn fleiri er hætt við að sumir kjós­endur nenni ein­fald­lega ekki að setja sig inn í mál­in. Það hafa nefni­lega ekki allir brenn­andi áhuga á stjórn­mál­um, sem er bara hið besta mál. Við þurfum helst fáa, en skýra og ólíka kosti, en fáum einmitt hið gagn­stæða: marga, óskýra og að mörgu leyti sam­bæri­lega kosti. Við erum ekki bara beðin um að velja á milli 10 mis­mun­andi flokka, heldur á milli 50 mis­mun­andi stjórn­ar­mynstra með 50 mis­mun­andi stefnu­skrám sem eng­inn veit hvernig líta út. Það mætti alveg eins koma með tvo ten­inga í kjör­klef­ann og kjósa eftir þeim. Sem betur fer hafa nokkrir flokkar úti­lokað sam­starf við suma aðra flokka, og þannig hefur mögu­leikum fækk­að. Þeir eru samt margir eft­ir.

2- Fjölgun flokka verður líka til þess að fleiri þeirra eiga á hættu að ná ekki 5% lág­marki sem er nauð­syn­legt til að kom­ast inn á þing. Það gæti hæg­lega gerst til dæmis að tveir flokkar fengju hvor 4,5% fylgi, sem þýðir að atkvæði hjá 9% kjós­enda myndu falla dauð. Þessir kjós­endur þurfa nú að fara í ein­hverja flókna útreikn­inga til að átta sig á því hvort það borgi sig frekar að kjósa flokk­inn sem þeir telji vera besta kost­inn, eða þann næst­besta, eða jafn­vel þann þriðja besta. Ekki einu sinni gam­al­reyndir stjórn­mála­skýrendur geta skorið úr um það.

Auglýsing

3- Eitt mik­il­væg­asta hlut­verk kosn­inga er að veita sitj­andi rík­is­stjórn aðhald, sem felst meðal ann­ars í því að dæma um hvort hún hafi staðið við lof­orðin sem hún setti fram í stefnu­skrá sinni. En þegar margir flokkar eru í stjórn sam­tímis er óhjá­kvæmi­legt að stór hluti lof­orð­anna fari í vaskinn. Þá er ill­mögu­legt að meta frammi­stöðu flokk­anna hvað það varð­ar. Kjós­and­inn getur ekki sinnt aðhaldi ef hann stendur í myrkr­inu. Um leið hvetur þetta kerfi til lof­orða­verð­bólgu þar sem flokk­arnir vita að þeir verða hvort sem er aldrei í meiri­hluta, og þar með aldrei í stöðu til að hrinda stefnu­skrá sinni í fram­kvæmd óbreyttri.

4- Og þá erum við komin að kjarna máls­ins sem er þessi: lýð­ræði snýst ekki bara um kosn­ing­ar, það snýst um gagn­sæi. Til þess að gagn­sæi sé til staðar þurfa mála­miðl­anir að eiga sér stað fyrir kosn­ingar í gegnum flokks­starf­ið, því þannig geta allir sem það vilja tekið þátt í þeim, fylgst með og reynt að hafa áhrif á stefnu­mótun flokks­ins. Fjöl­miðlar geta sagt frá mála­miðl­unum og túlkað þær. En nú fer sífellt stærri hluti þess­ara mála­miðl­ana fram eftir kosn­ing­ar, á milli örfárra manna í reyk­fylltum bak­her­bergj­um, og eng­inn veit neitt. Sem dæmi má nefna að nú 4 árum eftir síð­ustu stjórn­ar­mynd­un­ar­við­ræður eru stjórn­mála­menn enn að tala um að það hafi „slitnað upp úr“ við­ræðum flokka frá miðju til vinstri eftir síð­ustu kosn­ing­ar. Á hvaða mál­efni strönd­uðu við­ræð­urn­ar? Hver var það var sem dró lapp­irn­ar? Hver ákvað að það skyldi hætta við samn­inga? Hvað gerð­ist? Eng­inn veit nema örfá­ir, og þeir neita að segja frá því. Það er nákvæm­lega ekk­ert gegn­sætt eða lýð­ræð­is­legt við slíkar stjórn­ar­mynd­un­ar­við­ræð­ur, en samt er nið­ur­staða þess­ara við­ræðna hin raun­veru­lega stefnu­skrá flokk­ana. Hinar eru til skrauts.

Við hljótum að geta fundið leiðir til að bæta þetta kerfi þannig að það lík­ist meira lýð­ræði og minna lott­erí. Blokka­myndun er ein leið og flokkar ættu að hug­leiða það alvar­lega fyrir næstu kosn­ingar að fara í miklu nán­ara sam­starf sín á milli, sam­ein­ast um fáar en öruggar umbætur og bjóða þannig kjós­endum upp á skýra val­kosti. Ef flokk­arnir eru ekki færir um þetta er ef til vill engin önnur lausn en að hækka þrösk­uld­inn til að kom­ast inn á þing og þvinga þá þannig til sam­ein­ing­ar.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar