Lærðu á þetta

„Það verður að vera hægt að sækja sjúkling sem á heima við göngugötu. Ef það gengur ekki verðum við að kalla til sjúkrabíl í hvert sinn sem vinkona mín þarf að fara milli staða,“ ritar Guðrún Pétursdóttir í aðsendri grein.

Auglýsing

Ég heyrði þann 9. júlí 2022 end­ur­fluttan á Rás 1 árs­gamlan útvarps­þátt Lísu Páls um göngu­göt­una Lauga­veg. Þar ræðir hún m.a. við Hjálmar Sveins­son, þá borg­ar­full­trúa Sam­fylk­ing­ar­innar og fyrrum for­mann umhverf­is- og skipu­lags­ráðs Reykja­vík­ur.

Ég vil byrja á að taka fram að ég hef ekk­ert á móti göngu­göt­um, fjarri því. En hins vegar er ekki sama hvernig að þeim er stað­ið. Við göngu­götur eru ekki bara versl­an­ir, fólk býr líka við þær og það þarf að taka til­lit til þess. Þess vegna hjó ég í við­brögð Hjálm­ars við athuga­semd Lísu, um að það kunni að koma íbúum illa að bannað sé að aka um göngu­götur og þungar sektir liggi við því að aka eða leggja í göngu­götu. Hvað ef það vantar pípara með þungan bún­að, sem hann getur ekki borið langa leið? Hvað með ömmu gömlu sem á að bjóða í mat, en getur ekki gengið spöl­inn að bíln­um? Leigu­bílar fást ekki til að aka inn í göngu­göt­ur, því þeir eiga háar sektir yfir höfði sér. Þetta hlýtur að vera íþyngj­andi fyrir íbú­ana, sagði Lísa. Hjálmar Sveins­son hafði engar áhyggjur af þessu: Það hafa verið göngu­götur í öðrum löndum í ára­tugi. Fólk verður bara að læra á þetta.

Læra hvað, Hjálm­ar?

Auglýsing

Leyfið mér að segja dæmisögu sem er að ger­ast einmitt þessa dag­ana. Góð vin­kona mín er illa veik og nokkrir ætt­ingjar og vinir aðstoða hana eftir föng­um. Það væri ekki í frá­sögur fær­andi, ef hún byggi ekki við götu sem nýlega var gerð að göngu­götu. Sem stendur getur hún ekki gengið nema fáein skref, í mesta lagi niður tröpp­urnar og út í bíl sem lagt er beint fyrir utan. Fyrir nokkru sótti ég hana til að fara í með­ferð upp á spít­ala og ók henni svo heim aft­ur. Ég ók afar hægt og var­lega þessa hús­lengd inn göngu­göt­una og lagði fyrir utan dyr henn­ar, reyndar fyrir aftan sendi­ferða­bíl sem ég held að hafi verið að koma með aðföng í verslun beint á móti. Studdi mína vin­konu upp á loft og hljóp svo niður til að færa bíl­inn. Þá var stöðu­mæla­vörður að enda við að setja 10.000 króna sekt­ar­miða á bíl­inn. Honum þótti leitt að geta ekki dregið kæruna til baka þegar hann heyrði um mála­vöxtu, en réði mér að skrifa Bíla­stæða­sjóði og fara fram á nið­ur­fell­ingu sektar í ljósi aðstæðna. Ég skrif­aði sam­dæg­urs. Svarið kom eftir þrjár vik­ur: Bif­reið­inni TKS96 hafði verið lagt á gang­stétt (er öll gatan orðin gang­stétt? Ég lagði þar sem ég hef alltaf lagt, svipað og sendi­ferða­bíll­inn) og það væri brot á eft­ir­töldum para­gröfum í lögum lýð­veld­is­ins. Ekki nóg með það, heldur hefði bif­reið­inni TKS96 verið ekið inn göngu­götu! Og það væri brot á eft­ir­töldum para­gröfum í lögum lýð­veld­is­ins. Því væri beiðni um nið­ur­fell­ingu sektar hafn­að. Sektin stæði.

Ég játa að það þykkn­aði í mér. Ég hafði sam­band við sviðs­stjóra umhverf­is- og skipu­lags­sviðs Reykja­vík­ur­borgar og gat ekki betur heyrt en hún væri sam­mála mér um að svona mál þyrfti að leysa. Það verður að vera hægt að sækja sjúk­ling sem á heima við göngu­götu. Ef það gengur ekki verðum við að kalla til sjúkra­bíl í hvert sinn sem vin­kona mín þarf að fara milli staða. Reikn­ing­ur­inn verður að sjálf­sögðu sendur á Reykja­vík­ur­borg. Sviðs­stjór­inn hló við og sagði það væri alger óþarfi, auð­vitað væri hægt að leysa þetta.

Liðu svo 3 vik­ur. Eftir ítrekun mína hringdi kona frá Bíla­stæða­sjóði til að leita lausna. Sjúk­ling­ur­inn gæti sótt um fatl­aðra­merki í bíl­inn sinn. En hún á ekki bíl. Ég stakk upp á að Bíla­stæða­sjóður hefði lista yfir 2-3 bíla sem hefðu heim­ild til að aka þennan spotta og leggja fyrir utan til að aðstoða sjúk­ling­inn. Á tölvu­öld gæti það ekki verið flók­ið. Konan spurði hvort ég væri að biðja sig að brjóta lög lýð­veld­is­ins? Það gæti hún ekki gert. Ég gæti hins vegar leitað til sýslu­manns um heim­ild til umferðar um svæð­ið. Slíkri umsókn frá sjúk­lingnum þyrfti að fylgja mynd og lækn­is­vott­orð.

Ég hafði sam­band við Sýslu­mann­inn á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Jú, sjúk­ling­ur­inn gæti sótt um slíka heim­ild, og fengið einn slíkan passa. En við erum fleiri, sem aðstoðum hana, benti ég á. Gætum við þrjú fengið hvert sinn pass­ann? Nei! Við gætum bara nálg­ast pass­ann hvert hjá öðru. Ertu að leggja til að ég aki upp í Mos­fellsbæ til að ná í pass­ann svo ég geti farið niður á Lauga­veg að sækja sjúk­ling sem á að fara á Hring­braut? Já, þannig verður það að vera, það er bara einn passi sam­kvæmt lögum lýð­veld­is­ins. Ertu að fara fram á að opin­ber starfs­maður brjóti lög?

Ég sagð­ist ekki vita hvað ég væri að fara fram á. En nú, þegar ég hef heyrt Hjálmar Sveins­son tjá sig um þessi mál, veit ég að fólk verður bara að læra á þetta. Spurn­ingin er hver þarf að læra. Sjúk­ling­ur­inn hreyfi­haml­aði? Pípar­inn með þunga bún­að­inn? Amma gamla fóta­fúna? Hvað eiga þau að læra?

Það skyldi þó ekki vera að ein­hver annar þurfi að læra hvernig á að reka göngu­götur með góðum árangri? Getur verið að Hjálmar Sveins­son og borg­ar­yf­ir­völd eigi eitt­hvað ólært?

Guð­rún Pét­urs­dóttir er pró­fessor emerita og ekur vél­knúnu öku­tæki.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sortuæxli myndast þegar fólk verður fyrir sólbruna og raunar þrefaldast líkurnar á að fólk þrói með sér húðkrabbamein við það eitt að sólbrenna á tveggja ára fresti.
Óttast fjölgun tilfella sortuæxla samhliða hlýnandi veðri
Sérfræðingar í Bretlandi óttast að tilfellum húðkrabbameins muni fjölga samhliða loftslagsbreytingum og hvetja fólk til að vera vart um sig í sólinni.
Kjarninn 15. ágúst 2022
Kaupfélag Skagfirðinga hefur hagnast um 18 milljarða króna á fjórum árum
Eigið fé Kaupfélags Skagfirðinga, samvinnufélags í eigu 1.465 félagsmanna með höfuðstöðvar á Sauðárkróki, hefur þrefaldast frá árinu 2010 og er 49,5 milljarðar. Eignir félagsins eru metnar á tæplega 80 milljarða. Verðmætasta bókfærða eignin er kvóti.
Kjarninn 15. ágúst 2022
Áfengi spilar afar stjórt hlutverk í danskri unglingamenningu.
Danskir menntaskólar endurhugsi drykkjumenninguna
Danska heilbrigðisstofnunin hefur sent menntaskólum landsins bréf þar sem óskað er eftir því að hætt verði að gera áfengi hátt undir höfði á viðburðum á vegum skólanna.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Vilja gera óperuna aðgengilega fyrir Íslendinga
Kammeróperan ætlar að flytja meistarverkið Così fan tutte eftir Mozart íslensku á óperukvöldverði í Iðnó. Safnað er fyrir verkefninu á Karolina fund.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Korn frá Úkraínu loks á leið til Afríku á barmi hungursneyðar
Flutningaskip á vegum Sameinuðu þjóðanna er á leið til Afríku með fullan farm af korni frá Úkraínu. Um er að ræða fyrstu kornflutninga frá Úkraínu til Afríku síðan Rússland réðst inn í Úkraínu.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Vindmyllurnar sem yrðu notaðar í vindorkuverið í Hvalfirði yrðu um 250 metrar á hæð. Þær yrðu á fjalli sem er 647 metrar á hæð og því sjást mjög víða að.
Vindorkuverið hefði „veruleg áhrif á ásýnd“ Hvalfjarðar og nágrennis
Hvalfjörður er þekktur fyrir fjölbreytt og fallegt landslag. Stofnanir segja „mjög vandasamt“ að skipuleggja svo stórt inngrip sem vindorkuver er á slíku svæði og að það yrði „mikil áskorun“ að ná sátt um byggingu þess.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Mikið var látið með HBO Max þegar streymisþjónustan var kynnt til leiks vorið 2020 og hún auglýst gríðarlega.
Bylting á HBO Max veldur því að veitan kemur seinna til Íslands og efnisframboð minnkar
Bið Íslendinga eftir HBO Max mun lengjast um rúm tvö ár. Ástæðan er sameining móðurfélags HBO við fjölmiðlarisann Discovery. Ný stjórn er í brúnni og allt virðist vera gert til að spara pening.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Kristjanía er eins konar undraland í miðri Kaupmannahöfn.
Kristjaníubúar fá tilboð
Danska ríkið hefur gert íbúum Kristjaníu tilboð sem felur í sér umtalsverðar breytingar frá núverandi skipulagi. Íbúum „fríríkisins“ myndi fjölga talsvert ef breytingarnar ganga eftir. Samningaviðræður milli íbúanna og ríkisins standa yfir.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar