Lærðu á þetta

„Það verður að vera hægt að sækja sjúkling sem á heima við göngugötu. Ef það gengur ekki verðum við að kalla til sjúkrabíl í hvert sinn sem vinkona mín þarf að fara milli staða,“ ritar Guðrún Pétursdóttir í aðsendri grein.

Auglýsing

Ég heyrði þann 9. júlí 2022 end­ur­fluttan á Rás 1 árs­gamlan útvarps­þátt Lísu Páls um göngu­göt­una Lauga­veg. Þar ræðir hún m.a. við Hjálmar Sveins­son, þá borg­ar­full­trúa Sam­fylk­ing­ar­innar og fyrrum for­mann umhverf­is- og skipu­lags­ráðs Reykja­vík­ur.

Ég vil byrja á að taka fram að ég hef ekk­ert á móti göngu­göt­um, fjarri því. En hins vegar er ekki sama hvernig að þeim er stað­ið. Við göngu­götur eru ekki bara versl­an­ir, fólk býr líka við þær og það þarf að taka til­lit til þess. Þess vegna hjó ég í við­brögð Hjálm­ars við athuga­semd Lísu, um að það kunni að koma íbúum illa að bannað sé að aka um göngu­götur og þungar sektir liggi við því að aka eða leggja í göngu­götu. Hvað ef það vantar pípara með þungan bún­að, sem hann getur ekki borið langa leið? Hvað með ömmu gömlu sem á að bjóða í mat, en getur ekki gengið spöl­inn að bíln­um? Leigu­bílar fást ekki til að aka inn í göngu­göt­ur, því þeir eiga háar sektir yfir höfði sér. Þetta hlýtur að vera íþyngj­andi fyrir íbú­ana, sagði Lísa. Hjálmar Sveins­son hafði engar áhyggjur af þessu: Það hafa verið göngu­götur í öðrum löndum í ára­tugi. Fólk verður bara að læra á þetta.

Læra hvað, Hjálm­ar?

Auglýsing

Leyfið mér að segja dæmisögu sem er að ger­ast einmitt þessa dag­ana. Góð vin­kona mín er illa veik og nokkrir ætt­ingjar og vinir aðstoða hana eftir föng­um. Það væri ekki í frá­sögur fær­andi, ef hún byggi ekki við götu sem nýlega var gerð að göngu­götu. Sem stendur getur hún ekki gengið nema fáein skref, í mesta lagi niður tröpp­urnar og út í bíl sem lagt er beint fyrir utan. Fyrir nokkru sótti ég hana til að fara í með­ferð upp á spít­ala og ók henni svo heim aft­ur. Ég ók afar hægt og var­lega þessa hús­lengd inn göngu­göt­una og lagði fyrir utan dyr henn­ar, reyndar fyrir aftan sendi­ferða­bíl sem ég held að hafi verið að koma með aðföng í verslun beint á móti. Studdi mína vin­konu upp á loft og hljóp svo niður til að færa bíl­inn. Þá var stöðu­mæla­vörður að enda við að setja 10.000 króna sekt­ar­miða á bíl­inn. Honum þótti leitt að geta ekki dregið kæruna til baka þegar hann heyrði um mála­vöxtu, en réði mér að skrifa Bíla­stæða­sjóði og fara fram á nið­ur­fell­ingu sektar í ljósi aðstæðna. Ég skrif­aði sam­dæg­urs. Svarið kom eftir þrjár vik­ur: Bif­reið­inni TKS96 hafði verið lagt á gang­stétt (er öll gatan orðin gang­stétt? Ég lagði þar sem ég hef alltaf lagt, svipað og sendi­ferða­bíll­inn) og það væri brot á eft­ir­töldum para­gröfum í lögum lýð­veld­is­ins. Ekki nóg með það, heldur hefði bif­reið­inni TKS96 verið ekið inn göngu­götu! Og það væri brot á eft­ir­töldum para­gröfum í lögum lýð­veld­is­ins. Því væri beiðni um nið­ur­fell­ingu sektar hafn­að. Sektin stæði.

Ég játa að það þykkn­aði í mér. Ég hafði sam­band við sviðs­stjóra umhverf­is- og skipu­lags­sviðs Reykja­vík­ur­borgar og gat ekki betur heyrt en hún væri sam­mála mér um að svona mál þyrfti að leysa. Það verður að vera hægt að sækja sjúk­ling sem á heima við göngu­götu. Ef það gengur ekki verðum við að kalla til sjúkra­bíl í hvert sinn sem vin­kona mín þarf að fara milli staða. Reikn­ing­ur­inn verður að sjálf­sögðu sendur á Reykja­vík­ur­borg. Sviðs­stjór­inn hló við og sagði það væri alger óþarfi, auð­vitað væri hægt að leysa þetta.

Liðu svo 3 vik­ur. Eftir ítrekun mína hringdi kona frá Bíla­stæða­sjóði til að leita lausna. Sjúk­ling­ur­inn gæti sótt um fatl­aðra­merki í bíl­inn sinn. En hún á ekki bíl. Ég stakk upp á að Bíla­stæða­sjóður hefði lista yfir 2-3 bíla sem hefðu heim­ild til að aka þennan spotta og leggja fyrir utan til að aðstoða sjúk­ling­inn. Á tölvu­öld gæti það ekki verið flók­ið. Konan spurði hvort ég væri að biðja sig að brjóta lög lýð­veld­is­ins? Það gæti hún ekki gert. Ég gæti hins vegar leitað til sýslu­manns um heim­ild til umferðar um svæð­ið. Slíkri umsókn frá sjúk­lingnum þyrfti að fylgja mynd og lækn­is­vott­orð.

Ég hafði sam­band við Sýslu­mann­inn á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Jú, sjúk­ling­ur­inn gæti sótt um slíka heim­ild, og fengið einn slíkan passa. En við erum fleiri, sem aðstoðum hana, benti ég á. Gætum við þrjú fengið hvert sinn pass­ann? Nei! Við gætum bara nálg­ast pass­ann hvert hjá öðru. Ertu að leggja til að ég aki upp í Mos­fellsbæ til að ná í pass­ann svo ég geti farið niður á Lauga­veg að sækja sjúk­ling sem á að fara á Hring­braut? Já, þannig verður það að vera, það er bara einn passi sam­kvæmt lögum lýð­veld­is­ins. Ertu að fara fram á að opin­ber starfs­maður brjóti lög?

Ég sagð­ist ekki vita hvað ég væri að fara fram á. En nú, þegar ég hef heyrt Hjálmar Sveins­son tjá sig um þessi mál, veit ég að fólk verður bara að læra á þetta. Spurn­ingin er hver þarf að læra. Sjúk­ling­ur­inn hreyfi­haml­aði? Pípar­inn með þunga bún­að­inn? Amma gamla fóta­fúna? Hvað eiga þau að læra?

Það skyldi þó ekki vera að ein­hver annar þurfi að læra hvernig á að reka göngu­götur með góðum árangri? Getur verið að Hjálmar Sveins­son og borg­ar­yf­ir­völd eigi eitt­hvað ólært?

Guð­rún Pét­urs­dóttir er pró­fessor emerita og ekur vél­knúnu öku­tæki.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meghan og Harry kynntust á Instagram. Hljómar kannski ekki eins og ævintýri, enda hafa þau sagt skilið við slík, að minnsta kosti konungleg ævintýri.
Sannleikur Harrys og Meghan – frá þeirra eigin sjónarhorni
Harry og Meghan fundu sig knúin til að segja „sinn eigin sannleika“ af samskiptum þeirra við konungsfjölskylduna og ákvörðun þeirra að segja skilið við allar konunglega skyldur. Sannleikurinn er nú aðgengilegur á Netflix en sitt sýnist hverjum.
Kjarninn 9. desember 2022
Ingrid Kuhlman
Sjö tegundir hvíldar
Kjarninn 9. desember 2022
Tillaga Andrésar Inga Jónsson, þingmanns Pírata, um að fresta umræðu um breytingu á lögum um útlendinga fram yfir áramót var felld við upphaf þingfundar. Stjórnarandstaðan sakar meirihlutann um að setja fjölda mála í uppnám með þessu.
Segja stjórnarmeirihlutann stilla öryrkjum upp á móti útlendingum
Tillaga þingmanns Pírata um að taka af dagskrá frumvarp um alþjóðlega vernd var felld á Alþingi. Stjórnarandstöðuþingmenn segja það fáránlegt að afgreiða eigi frumvarpið áður en eingreiðsla til öryrkja verði tekin fyrir á þingi.
Kjarninn 9. desember 2022
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra.
Ekki upplýst formlega en leitað til hennar „í krafti vináttu og persónulegra tengsla“
Forsætisráðherra segir að hún hafi ekki verið upplýst formlega um að ráðherra hafi sýnt af sér vanvirðandi framkomu. Þegar leitað sé til hennar sem trúnaðarvinar sé um persónuleg málefni að ræða sem kalli ekki á að hún setji þau í farveg stjórnsýslumála.
Kjarninn 9. desember 2022
Hægt er að horfa á sjónvarp með ýmsum hætti.
Myndlyklum í útleigu fækkað um 25 þúsund á fimm árum
Þeim sem leigja myndlykla fyrir nokkur þúsund krónur á mánuði af fjarskiptafyrirtækjum til að horfa á sjónvarp hefur fækkað um tíu þúsund á einu ári. Fleiri og fleiri kjósa að horfa á sjónvarp í gegnum app.
Kjarninn 9. desember 2022
Hér sést annar mannanna vera leiddur inn í héraðsdóm eftir handtöku í september.
Búið að birta ákæru gegn tveimur mönnum fyrir að skipuleggja hryðjuverk
Í september voru tveir menn handteknir grunaðir um að hafa ætlað að fremja hryðjuverk á Íslandi. Þeir eru taldir hafa ætlað að ráðast að Alþingi og nafngreindum stjórnmálamönnum. Búið er að birta lögmönnum þeirra ákæru.
Kjarninn 9. desember 2022
Litla-Sandfell stendur um 95 metra upp úr Leitahrauni í Þrengslunum.
Náma í Litla-Sandfelli veldur „miklum neikvæðum umhverfisáhrifum“
Skipulagsstofnun telur Eden Mining vanmeta umhverfisáhrif námu í Litla-Sandfelli. Að fjarlægja fjall velti upp þeirri hugmynd „hvort verið sé að opna á þá framtíðarsýn að íslenskar jarðmyndanir verði í stórfelldum mæli fluttar út til sementsframleiðslu“.
Kjarninn 9. desember 2022
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra.
Fullyrt að stjórnvöld hafi breytt reglugerð til að aðstoða Pussy Riot eftir beiðni Ragnars
Mikil leynd hefur ríkt yfir því hverjir hafa fengið útgefin sérstök íslensk vegabréf á grundvelli reglugerðarbreytingar sem undirrituð var í vor. Nú er fullyrt að hennii hafi verið breytt eftir að Ragnar Kjartansson leitaði til Katrínar Jakobsdóttur.
Kjarninn 9. desember 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar