Stjórnmálamenn sem smíðuðu félagslegan píramída á hvolfi vilja nú snúa honum við

Auglýsing

Í lið­inni viku var skip­aður starfs­hópur sem hefur það hlut­verk að end­­ur­­skoða beinan hús­næð­is­­stuðn­­ing til ein­stak­l­inga i formi hús­næð­is­­bóta, vaxta­­bóta, sér­­staks hús­næð­is­­stuðn­­ings sveit­­ar­­fé­laga og skatt­frjálsrar ráð­­stöf­unar sér­eign­ar­sparn­að­ar. Sá sem skipar starfs­hóp­inn er Sig­urður Ingi Jóhanns­son, for­maður Fram­sókn­ar­flokks­ins og inn­við­a­ráð­herra, og sá sem veitir honum for­mennsku er Eygló Harð­ar­dótt­ir, sem var ráð­herra hús­næð­is­mála á árunum 2013 til 2016. 

Sam­hliða skip­aði Sig­urður Ingi annan hóp til að end­ur­skoða húsa­leigu­lög með það að mark­miði að bæta rétt­­ar­­stöðu og hús­næð­is­ör­yggi leigj­enda. For­maður þess hóps er eig­in­maður þing­manns Fram­sókn­ar­flokks­ins. 

Stuðn­ings­kerfi sem þarfn­ast end­ur­skoð­unar

Til­gangur þess­ara starfs­hópa er að bregð­ast við skýrslu ann­ars starfs­hóps, sem skil­aði í vor skýrslu með til­lögum um umbætur á hús­næð­is­mark­aði. Í henni kom fram að hóp­ur­inn hefði orðið „sam­mála um að hús­næð­is­stuðn­ingi skuli fyrst og fremst beina að tekju- og eigna­lágum ein­stak­lingum og fjöl­skyld­um. [...] Núver­andi stuðn­ings­kerfi bera að vissu leyti merki um stöðnun og þarfn­ast end­ur­skoð­unar í heild sinn­i.“

Auglýsing
Í skýrsl­unni var vísað til nýlegs álits Alþjóða­gjald­eyr­is­­sjóðs­ins þar sem meðal ann­­ars var bent á nauð­­syn þess að end­­ur­hanna opin­beran hús­næð­is­­stuðn­­ing og beina honum með mark­vis­s­­ari hætti að leigj­endum og í fjár­­­fest­ingu í félags­­­legu hús­næði. Með því verði stuðlað að hag­­kvæmara leig­u­verði og lægri byrði hús­næð­is­­kostn­að­­ar. Áhætta væri fólgin í því að hús­næð­is­verð hafi hækkað umfram ákvarð­andi þætti og skörp leið­rétt­ing hús­næð­is­verðs gæti veikt efna­hag heim­ila og þar með fjár­­­mála­­geirans.

Skýrslu­höf­undar sögðu ljóst er að staða leigj­enda út frá hús­næð­is­ör­yggi og byrði hús­næð­is­­kostn­aðar væri lak­­ari en þeirra sem eiga eigin íbúð. „Að­gerða er þörf sem miða að því að auka hús­næð­is­ör­yggi leigj­enda og lækka byrði hús­næð­is­­kostn­aðar hjá efna­minni leigj­end­­um.“

Ger­ist ekki í tóma­rúmi

Með öðrum orðum er verið að bregð­ast við því að ríkj­andi hús­næð­is­stuðn­ings­kerfi, og ríkj­andi umgjörð í kringum leigu­mark­að, eru langt frá því að þjóna þeim til­gangi sem slík kerfi eiga að þjóða og því að leigj­endur búa bæði við lítið hús­næð­is­ör­yggi og búa við það íþyngj­andi greiðslu­byrði að það skerðir lífs­gæði þeirra veru­lega umfram þá sem eiga hús­næði. Um er að ræða ansi stóran hóp. Nýlegt svar sem barst við fyr­ir­spurn á Alþingi sýndi að á Íslandi hafi næstum 100 þús­und þeirra 308 þús­und ein­stak­l­inga sem eru 18 ára og eldri aldrei átt hús­næði. Þegar horft er á full­orðið fólk undir fimm­tugu þá kemur í ljós að um helm­ingur hóps­ins hefur aldrei átt þakið yfir höfuð sér.

Svona lagað ger­ist ekki í tóma­rúmi. Það er ekki afurð ein­hverrar nátt­úru­legrar þró­un­ar.

Kerfið er afleið­ing póli­tískra ákvarð­ana.

Nið­ur­lagn­ing félags­legs hús­næð­is­kerfis og 90 pró­sent lán

Nokkrar slíkar ákvarð­anir leika lyk­il­hlut­verk í mótun þeirrar stöðu sem er uppi. Sú fyrsta var nið­ur­lagn­ing félags­lega íbúða­kerf­is­ins með lögum sem tóku gildi árið 1999. Á þeim tíma voru rúm­lega ell­efu þús­und félags­legar íbúðir í kerf­inu.

Með þeirri ákvörðun voru allir þeir sem áður bjuggu í félags­­­legu kerfi færðir inn í almennt kerfi. Þeir þurftu að taka lán á sömu kjörum og aðrir sem þar voru en höfðu meira á milli hand­anna eða keppa við þá um tak­­­markað magn leig­u­í­­­búða. Þeir sem sátu í félags­­­legu íbúð­unum akkúrat á þessum tíma fengu að kaupa eign­­irnar á lágu verði og þegar óum­flýj­an­­leg ruðn­­ings­á­hrif á hús­næð­is­­mark­aði urðu gátu þeir selt þær með hagn­aði. Þess vegna reynd­ist þessi aðgerð sér­­tæk til­­­færsla á fjár­­munum til afmark­aðs hóps. Fjallað er um þessa ákvörðun í skýrslu Rann­­sókn­­ar­­nefndar Alþingis um hrun­ið. Þar segir að nefndin hafi flokkað ákvarð­­anir rík­­is­­stjórn­­­ar­innar varð­andi end­­ur­­skipu­lagn­ingu hús­næð­is­­mark­aðar og hækkun hámarks­­láns­hlut­­falls Íbúða­lána­­sjóðs sem ein af stærri hag­­stjórn­­­ar­mis­­­tökum í aðdrag­anda falls bank­anna. 

Auglýsing
Félagsmálaráðherra, sem fór með hús­næð­is­mál, í þeirri rík­is­stjórn sem ákvað þetta var fram­sókn­ar­mað­ur­inn Páll Pét­urs­son. Sam­starfs­flokk­ur­inn í rík­is­stjórn var Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn.

Næsta ákvörðun var að hækka veð­hlut­fall almennra lána Íbúða­lána­sjóðs úr 65 í 90 pró­sent. Það var gert vegna kosn­inga­lof­orðs Fram­sókn­ar­flokks­ins þess efnis í aðdrag­anda kosn­inga 2003. Breyt­ingin varð að lögum í des­em­ber 2004. Sá ráð­herra sem lagði fram frum­varpið var Árni Magn­ús­son úr Fram­sókn­ar­flokki. Sam­starfs­flokkur Fram­sóknar í rík­is­stjórn var Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn.  

Í skýrslu Rann­­sókn­­ar­­nefndar Alþingis um hrunið sagði orð­rétt um aðgerð­ina: „Þessi veg­­ferð end­aði illa og varð þjóð­inni dýr­keypt.“ 

Til­færsla tug­millj­arða til rík­ari hluta þjóð­ar­innar

Eftir hrun hafa líka verið teknar nokkrar ákvarð­anir sem hafa haft mikil áhrif á hús­næð­is­mark­að. Þær voru grund­vall­aðar sem við­bragð við afleið­ingum þeirra ákvarð­ana sem tíund­aðar eru hér að ofan.

Þar ber helst að nefna hina svoköll­uðu „Leið­rétt­ing­u“. Hún var tví­þætt. Ann­ars vegar var ákveðið að greiða 72,2 millj­arða króna úr rík­is­sjóði til hluta þeirra lands­manna sem voru með verð­tryggð lán á árunum 2008 og 2009. 

Sam­tals fór 67,5 pró­­sent heild­­ar­­upp­­hæð­­ar­innar til þeirra 30 pró­­sent Íslend­inga sem voru með hæstar tekj­­ur. Efsta tekju­tí­undin fékk 30 pró­sent upp­hæð­ar­inn­ar. Sá helm­ingur þjóð­­ar­innar sem átti minnstu hreinu eign­­irnar fékk 28 pró­­sent leið­rétt­ing­­ar­inn­­ar, eða 20,2 millj­­arða króna. Sá helm­ingur sem átti mestar eignir fékk 72 pró­­sent henn­­ar, eða 52 millj­­arða króna. Þau 20 pró­­sent Íslend­inga sem áttu mestar hreinar eignir fengu sam­tals 22,7 millj­­arða króna í leið­rétt­ingu, eða tæp­­lega þriðj­ung henn­­ar.  Alls 1.250 heim­ili sem borg­uðu auð­legð­ar­skatt árið 2013, lang­­rík­­asta fólk lands­ins, fengu sam­tals 1,5 millj­­arða króna í þennan rík­­is­­styrk. 

Sam­an­dregið var um aðgerð að ræða sem færði pen­inga úr rík­is­sjóði að mestu til þeirra hópa lands­manna sem höfðu háar tekjur eða áttu miklar eign­ir. 

Þessum hluti „Leið­rétt­ing­ar­inn­ar“ var hrint í fram­kvæmd vegna þess að að Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn hafði lofað pen­inga­milli­færsl­unni í aðdrag­anda kosn­inga 2013, og unnið stór­sigur fyrir vik­ið. Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn kyngdi þessu fyrir rík­is­stjórn­ar­setu og stóð að aðgerð­inni með sam­starfs­flokkn­um.

Hús­næð­is­stuðn­ingur fyrir tekju­háa

Hinn hluti „Leið­rétt­ing­ar­inn­ar“ snýr að heim­ild til að nýta sér­eign­ar­sparnað skatt­frjálst til að greiða niður hús­næð­is­lán. Þegar þetta úrræði var kynnt átti það að gilda fram á mitt ár 2017. Sú heim­ild var svo fram­lengt fram á mitt sumar 2019. Hún var fram­lengt aftur skömmu áður en þeim tíma­mörkum var náð, og þá út árið 2021. Í fyrra var hún svo fram­lengd í tvö ár í við­bót. Auk þess hafa verið gerðar við­bætur við verkið á borð við „Fyrstu fast­eign“.

Lengi hefur verið uppi rök­studdur grunur um að þorri þess skatta­af­­sláttar sem fæst með því að nota sér­­­eign­­ar­­sparnað til að nið­­ur­greiða hús­næð­is­lán hafi líka lent hjá rík­­asta hópi lands­­manna. Sér­­fræð­inga­hóp­­ur­inn sem vann grunn­vinn­una að þessum aðgerðum gaf það meira að segja  skýrt til kynna í skýrslu sinni sem birt var 2013. Þar stóð orð­rétt: „Al­­­­­mennt eru tekjur þeirra sem spara í sér­­­eign­­ar­líf­eyr­is­­sparn­aði mun hærri en hinna sem ekki gera það.“ 

Á meðal þeirra sem sátu í þeim hópi voru Sig­­urður Hann­es­­son, nú fram­­kvæmda­­stjóri Sam­­taka iðn­­að­­ar­ins, sem var for­­maður hans og Lilja Alfreðs­dótt­ir, nú vara­for­maður Fram­sókn­ar­flokks­ins og sitj­andi ráð­herra.

Eðl­is­breyt­ing á kerf­inu

Ljóst er að þessi spá hefur gengið eft­ir. Tekju­hærri eru mun lík­legri til að spara sér­eign og mun lík­legri til að nýta hana í að borga skatt­frjálst niður hús­næð­is­lán. 

Í umfjöllun sem birt­ist í mán­að­­ar­yf­­ir­liti Alþýð­u­­sam­­bands Íslands (ASÍ) fyrr á þessu ári kom fram að alls hafi 32,8 millj­­arðar króna feng­ist í skatta­í­vilnun vegna skatt­frjálsrar ráð­­stöf­unar á sér­­­eign­­ar­­sparn­aði. Af þeirri upp­­hæð fóru 28 millj­­arðar króna, 85 pró­­sent heildar upp­­hæð­­ar­inn­­ar, til tekju­hæstu 30 pró­­sent ein­stak­l­inga. Á árinu 2020 fór næstum helm­ingur alls skatta­af­­slátt­­ar­ins til þeirra tíu pró­­sent lands­­manna sem voru fyrir rík­­ast­ir, alls um 2,2 millj­­arðar króna. Ef sama hlut­­fall heildar upp­­hæð­­ar­innar hefur farið til þess­­arar rík­­­ustu tíundar þá hefur þessi hóp­­ur, sem þarf sann­­ar­­lega ekki á rík­­is­­stuðn­­ingi að halda, fengið rúm­­lega 15 millj­­arða króna frá 2014. 

Á sama tíma hefur vaxta­bóta­kerf­ið, sem stendur tekju­háum og eigna­miklum ekki til boða, nán­ast verið aflag­t. 

Skroppið saman um 75 pró­sent

Beinn stuðn­­ingur rík­­is­ins til heim­ila með hús­næð­is­lán var 9,1 millj­­arður króna á árinu 2013, árið áður en „Leið­rétt­ing­in“ var inn­leidd. Hann var allur veittur í gegnum vaxta­­bóta­­kerf­ið. 

Auglýsing
Þessi heild­ar­stuðn­ingur hefur dreg­ist saman ár frá ári og 2020 var hann sam­tals 6,9 millj­­arðar króna. Það þýðir að stuðn­­ing­­ur­inn í heild hefur dreg­ist saman um fjórð­ung frá 2013. 

Þar fyrir utan eru tveir þriðju hlutar hans nú veittir í formi skatt­­af­sláttar vegna nýt­ingu sér­­­eign­­ar­­sparn­aðar inn á hús­næð­is­lán. Sú upp­­hæð sem miðlað er í gegnum vaxta­­bóta­­kerfið hefur dreg­ist saman um 75 pró­­sent og var 2,3 millj­­arðar króna í hitteð­fyrra. 

Þegar „Leið­rétt­ing­in“ var kynnt til leiks var Eygló Harð­ar­dóttir félags­mála­ráð­herra og Sig­urður Ingi Jóhanns­son orð­inn vara­for­maður Fram­sókn­ar­flokks­ins, auk þess sem hann var ráð­herra í rík­is­stjórn. 

Þegar við­bótin „Fyrsta fast­eign“  bætt­ist við nokkru síðar var Sig­urður Ingi for­sæt­is­ráð­herra, stóð á stóra svið­inu í Hörpu og kynnti aðgerð­ina. Sam­starfs­flokk­ur­inn var sem fyrr Sjálf­stæð­is­flokk­ur.

Félags­legur pýramídi á hvolfi

Nú ætlar rík­is­stjórn sem inni­heldur bæði Fram­sókn­ar­flokk og Sjálf­stæð­is­flokk, og marga lyk­il­leik­endur í þeim breyt­ingum sem gerðar voru á hús­næð­is­stuðn­ingi 2014 til 2016, að skipa starfs­hópa til að laga afleið­ingar þeirra kerfa sem rík­is­stjórnin sömu flokka komu á. Þeir sem kveiktu eldana ætla að slökkva þá. 

­Með því má segja að til sé orðið ein­hvers­konar póli­tísk eilífð­ar­vél. Stjórn­mála­menn búa til vanda­mál og eyða síðan miklum tíma og fjár­munum í að reyna að leysa þau.

Með þeim í rík­is­stjórn situr flokk­ur, Vinstri græn, sem hafa ekk­ert gert í að vinda ofan af þessum afleið­ingum í þau næstum fimm ár sem þau hafa leitt rík­is­stjórn. 

Sá flokkur tal­aði aðeins öðru­vísi um þessar ákvarð­anir þegar hann var í stjórn­ar­and­stöð­u. 

Núver­andi for­maður Vinstri grænna og for­sæt­is­ráð­herra var máls­hefj­andi að umræðu um „Leið­rétt­ing­una“ á þingi snemma árs 2017. Hún sagði aðgerð­ina hafa verið ójafn­að­ar­að­gerð. „Leið­rétt­ingin var ekki aðgerð til að jafna kjör.“ 

Í sömu umræðu sagði Stein­grímur J. Sig­fús­son, sem var for­maður Vinstri grænna frá 1999 til 2013 og sat á þingi þangað til í fyrra­haust, að fjár­­mun­ir hefðu verið tekn­ir úr rík­­is­­sjóði og not­aðir til tekju­hæstu ein­stak­l­ing­anna í sam­­fé­lag­inu. „Ráð­stöf­un op­in­berra fjár­­muna verður að stand­­ast kröf­ur um jafn­­ræði og sann­­girni og það gerði þessi aðgerð ekki. Hún er fé­lags­­leg­ur píra­mídi á hvolfi.“

Nú, heilum átta árum eftir að öfugi félags­legi píramíd­inn var smíð­aður og 100 millj­örðum króna hefur verið úthlutað í hús­næð­is­stuðn­ing, að mestu til þeirra sem þurftu ekk­ert á honum að halda, á að bregð­ast við. 

Fyrir þá sem þurftu raun­veru­lega á stuðn­ingi rík­is­ins að halda á þessu tíma­bili er það allt lítið allt og seint.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiLeiðari