Launaþróun í kreppunni – sérstaða Íslands

Stefán Ólafsson segir að stjórnvöld gætu skaðað uppsveiflu með því að draga stuðningsaðgerðir sínar of hratt til baka og með skattahækkunum á almennt launafólk. Engin ástæða sé til að fara þá leið, enda sé skuldastaða ríkisins alls ekki svo slæm.

Auglýsing

Alþjóða­vinnu­mála­stofn­unin (ILO) hefur nýlega birt skýrslu um launa­þróun í heim­inum 2019-2020. Skýrslan lýsir áhrifum Kóvid-krepp­unnar á launa­þróun í fjölda aðild­ar­ríkja ILO.

Meðal nið­ur­staðna er að í tveimur af hverjum þremur löndum sem gögnin ná til lækk­uðu laun á árinu 2020. Kreppan hefur almennt bitnað mest á lág­launa­fólki. Þannig er það yfir­leitt í krepp­um.

Alþjóða­vinnu­mála­stofn­unin varar við því að í kjöl­far krepp­unnar muni þrýst­ingur á lækkun launa halda áfram og ef það gengur eftir mun slíkt hafa nei­kvæð áhrif á upp­sveifl­una og auka ójöfn­uð. Mik­il­vægt sé því að draga úr lág­launa­vanda í fram­hald­inu til að koma til móts við þá sem þyngstar byrðar hafa bor­ið.

Auglýsing

Ef reynsla Íslands í gegnum krepp­una er borin saman við nið­ur­stöður skýrslu ILO þá kemur mikil sér­staða Íslands í ljós.

Í nýlegri smá-­skýrslu Efl­ing­ar, Kaup­máttur almenn­ings mild­aði krepp­una, er launa­þró­unin á Íslandi í gegnum krepp­una sýnd og má segja að hún sé önd­verð við það sem algeng­ast hefur verið í heim­in­um, skv. gögnum ILO.

Hér hafa laun vinn­andi fólks almennt auk­ist síðan 2019. Þetta má sjá á eft­ir­far­andi mynd. Töl­urnar sýna heild­ar­hækkun launa á við­kom­andi tíma­bil­um. Frá þeim þarf að draga verð­lags­hækkun til að fá kaup­mátt­ar­aukn­ing­una.

Heildarhækkun launa helstu starfsstétta frá 2019 til 2021 (í %), samanborið við hækkun árið 2018. Tölur fyrir 2021 eru fyrir fyrsta ársfjórðung, en þá kom til launahækkana vegna Lífskjarasamningsins. Heimild: Hagstofa Íslands.

Annað ein­kenni launa­þró­un­ar­innar á Íslandi í gegnum krepp­una er að laun í lág­launa­störfum hækk­uðu mest, eins og sést á mynd­inni. Þar með eru talin lág­launa­störf kvenna og inn­flytj­enda, sem Efl­ingu tókst að fá hækkuð auka­lega í sér­kjara­samn­ingum við Reykja­vík­ur­borg og sam­tök sveit­ar­fé­laga vorið 2020. Það er sér­stak­lega skyn­sam­legt að hækka lægstu laun mest í krepp­um.

Að þessu leyti fel­ast tals­verð jöfn­un­ar­á­hrif í gild­andi kjara­samn­ingum hér á landi og vinna þau gegn þeirri til­hneig­ingu til auk­ins ójafn­aðar sem felst í veru­lega auknu atvinnu­leysi í krepp­unni, sem alla jafna bitnar mest á lægri launa­hóp­um.

Venju­legar hefur kaup­máttur almenns launa­fólks minnkað í djúpum krepp­um, bæði hér á landi og víða á Vest­ur­lönd­um. Raunar hefur verið algeng­ast að mæta kreppum með meiri kjara­skerð­ingum á Íslandi en í grann­ríkj­unum á Vest­ur­lönd­um. Fram­vindan á Íslandi nú í gegnum Kóvid-krepp­unar er því óvenju­leg – bæði í íslensku og alþjóð­legu sam­hengi.

Eftir hrun lækk­aði kaup­máttur ráð­stöf­un­ar­tekna á mann til dæmis um 27% hér, sam­an­lagt á árunum 2009 og 2010. Enda voru kjara­samn­ingar þá teknir úr sam­bandi og verð­bólga óð upp í kjöl­far geng­is­hruns. Til sam­an­burðar jókst kaup­máttur ráð­stöf­un­ar­tekna á mann að með­al­tali nú um 2,5% á árinu 2020, sjá hér, bls. 12. Og kaup­mátt­ar­aukn­ingin var tals­vert meiri en þetta hjá lág­launa­fólki.

Sér­staða Íslands skýrð

Hvers vegna hefur þró­unin á Íslandi verið önd­verð því sem algeng­ast hefur verið í aðild­ar­ríkjum Alþjóða­vinnu­mála­stofn­un­ar­inn­ar?

Jú, það er vegna þess að Íslend­ingar búa við sterka verka­lýðs­hreyf­ingu sem náði því fram að við­halda kjara­samn­ingum í gegnum Kóvid-krepp­una, þrátt fyrir mik­inn þrýst­ing sam­taka atvinnu­rek­enda (SA) og sumra fjöl­miðla um að taka samn­ing­ana úr gildi og þrýsta kaup­mætti nið­ur.

Raunar er þetta í fyrsta skiptið á lýð­veld­is­tím­anum frá 1944 að það tekst að halda kaup­mætti almenns launa­fólks í gegnum djúpa kreppu hér á landi og jafn­vel auka hann. Það end­ur­speglar auk­inn kraft verka­lýðs­hreyf­ing­ar­innar núna, sam­an­borið við fyrri tíð.

Það sem helst stendur útaf er að ekki tókst að fá stjórn­völd til að hækka atvinnu­leys­is­bætur nógu mik­ið. Eftir situr því sú stað­reynd að það fólk sem missti vinn­una vegna Kóvid-krepp­unnar ber þyngstar byrðar krepp­unnar hér á landi. Aðrir sigla að mestu sléttan sjó í gegnum krepp­una. Þó gætti í sumum til­vikum minnk­andi vinnu­magns vegna krepp­unnar sem kom niður á heild­ar­tekjum ein­stak­linga, þó kaup­máttur héld­ist.

Þessi sér­staða Íslands hafði þau áhrif að milda krepp­una, eins og sýnt er í ofan­greindri smá-­skýrslu Efl­ing­ar, Kaup­máttur almenn­ings mild­aði krepp­una. Við sjáum því nú fram á kröft­uga upp­sveiflu hér á landi í kjöl­far krepp­unnar og minni hættu á auknum ójöfn­uði en í flestum öðrum aðild­ar­ríkjum Alþjóða­vinnu­mála­stofn­un­ar­innar – ef fram heldur sem horf­ir.

Stjórn­völd gætu hins vegar skaðað upp­sveifl­una með því að draga stuðn­ings­að­gerðir sínar of hratt til baka og með skatta­hækk­unum á almennt launa­fólk. Engin ástæða er til að fara þá leið, enda er skulda­staða rík­is­ins alls ekki svo slæm. Hag­vöxtur fram­tíð­ar­innar mun lækka skulda­hlut­fallið stig af stigi og létta vaxta­byrð­ina.

Það helsta sem gæti raskað upp­sveifl­unni er að veiran setji okkur aftur á byrj­un­ar­reit með nýjum skæðum afbrigð­um.

Höf­undur er pró­fessor emeritus við HÍ og sér­fræð­ingur hjá Efl­ing­u-­stétt­ar­fé­lagi.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar