Launaþróun í kreppunni – sérstaða Íslands

Stefán Ólafsson segir að stjórnvöld gætu skaðað uppsveiflu með því að draga stuðningsaðgerðir sínar of hratt til baka og með skattahækkunum á almennt launafólk. Engin ástæða sé til að fara þá leið, enda sé skuldastaða ríkisins alls ekki svo slæm.

Auglýsing

Alþjóða­vinnu­mála­stofn­unin (ILO) hefur nýlega birt skýrslu um launa­þróun í heim­inum 2019-2020. Skýrslan lýsir áhrifum Kóvid-krepp­unnar á launa­þróun í fjölda aðild­ar­ríkja ILO.

Meðal nið­ur­staðna er að í tveimur af hverjum þremur löndum sem gögnin ná til lækk­uðu laun á árinu 2020. Kreppan hefur almennt bitnað mest á lág­launa­fólki. Þannig er það yfir­leitt í krepp­um.

Alþjóða­vinnu­mála­stofn­unin varar við því að í kjöl­far krepp­unnar muni þrýst­ingur á lækkun launa halda áfram og ef það gengur eftir mun slíkt hafa nei­kvæð áhrif á upp­sveifl­una og auka ójöfn­uð. Mik­il­vægt sé því að draga úr lág­launa­vanda í fram­hald­inu til að koma til móts við þá sem þyngstar byrðar hafa bor­ið.

Auglýsing

Ef reynsla Íslands í gegnum krepp­una er borin saman við nið­ur­stöður skýrslu ILO þá kemur mikil sér­staða Íslands í ljós.

Í nýlegri smá-­skýrslu Efl­ing­ar, Kaup­máttur almenn­ings mild­aði krepp­una, er launa­þró­unin á Íslandi í gegnum krepp­una sýnd og má segja að hún sé önd­verð við það sem algeng­ast hefur verið í heim­in­um, skv. gögnum ILO.

Hér hafa laun vinn­andi fólks almennt auk­ist síðan 2019. Þetta má sjá á eft­ir­far­andi mynd. Töl­urnar sýna heild­ar­hækkun launa á við­kom­andi tíma­bil­um. Frá þeim þarf að draga verð­lags­hækkun til að fá kaup­mátt­ar­aukn­ing­una.

Heildarhækkun launa helstu starfsstétta frá 2019 til 2021 (í %), samanborið við hækkun árið 2018. Tölur fyrir 2021 eru fyrir fyrsta ársfjórðung, en þá kom til launahækkana vegna Lífskjarasamningsins. Heimild: Hagstofa Íslands.

Annað ein­kenni launa­þró­un­ar­innar á Íslandi í gegnum krepp­una er að laun í lág­launa­störfum hækk­uðu mest, eins og sést á mynd­inni. Þar með eru talin lág­launa­störf kvenna og inn­flytj­enda, sem Efl­ingu tókst að fá hækkuð auka­lega í sér­kjara­samn­ingum við Reykja­vík­ur­borg og sam­tök sveit­ar­fé­laga vorið 2020. Það er sér­stak­lega skyn­sam­legt að hækka lægstu laun mest í krepp­um.

Að þessu leyti fel­ast tals­verð jöfn­un­ar­á­hrif í gild­andi kjara­samn­ingum hér á landi og vinna þau gegn þeirri til­hneig­ingu til auk­ins ójafn­aðar sem felst í veru­lega auknu atvinnu­leysi í krepp­unni, sem alla jafna bitnar mest á lægri launa­hóp­um.

Venju­legar hefur kaup­máttur almenns launa­fólks minnkað í djúpum krepp­um, bæði hér á landi og víða á Vest­ur­lönd­um. Raunar hefur verið algeng­ast að mæta kreppum með meiri kjara­skerð­ingum á Íslandi en í grann­ríkj­unum á Vest­ur­lönd­um. Fram­vindan á Íslandi nú í gegnum Kóvid-krepp­unar er því óvenju­leg – bæði í íslensku og alþjóð­legu sam­hengi.

Eftir hrun lækk­aði kaup­máttur ráð­stöf­un­ar­tekna á mann til dæmis um 27% hér, sam­an­lagt á árunum 2009 og 2010. Enda voru kjara­samn­ingar þá teknir úr sam­bandi og verð­bólga óð upp í kjöl­far geng­is­hruns. Til sam­an­burðar jókst kaup­máttur ráð­stöf­un­ar­tekna á mann að með­al­tali nú um 2,5% á árinu 2020, sjá hér, bls. 12. Og kaup­mátt­ar­aukn­ingin var tals­vert meiri en þetta hjá lág­launa­fólki.

Sér­staða Íslands skýrð

Hvers vegna hefur þró­unin á Íslandi verið önd­verð því sem algeng­ast hefur verið í aðild­ar­ríkjum Alþjóða­vinnu­mála­stofn­un­ar­inn­ar?

Jú, það er vegna þess að Íslend­ingar búa við sterka verka­lýðs­hreyf­ingu sem náði því fram að við­halda kjara­samn­ingum í gegnum Kóvid-krepp­una, þrátt fyrir mik­inn þrýst­ing sam­taka atvinnu­rek­enda (SA) og sumra fjöl­miðla um að taka samn­ing­ana úr gildi og þrýsta kaup­mætti nið­ur.

Raunar er þetta í fyrsta skiptið á lýð­veld­is­tím­anum frá 1944 að það tekst að halda kaup­mætti almenns launa­fólks í gegnum djúpa kreppu hér á landi og jafn­vel auka hann. Það end­ur­speglar auk­inn kraft verka­lýðs­hreyf­ing­ar­innar núna, sam­an­borið við fyrri tíð.

Það sem helst stendur útaf er að ekki tókst að fá stjórn­völd til að hækka atvinnu­leys­is­bætur nógu mik­ið. Eftir situr því sú stað­reynd að það fólk sem missti vinn­una vegna Kóvid-krepp­unnar ber þyngstar byrðar krepp­unnar hér á landi. Aðrir sigla að mestu sléttan sjó í gegnum krepp­una. Þó gætti í sumum til­vikum minnk­andi vinnu­magns vegna krepp­unnar sem kom niður á heild­ar­tekjum ein­stak­linga, þó kaup­máttur héld­ist.

Þessi sér­staða Íslands hafði þau áhrif að milda krepp­una, eins og sýnt er í ofan­greindri smá-­skýrslu Efl­ing­ar, Kaup­máttur almenn­ings mild­aði krepp­una. Við sjáum því nú fram á kröft­uga upp­sveiflu hér á landi í kjöl­far krepp­unnar og minni hættu á auknum ójöfn­uði en í flestum öðrum aðild­ar­ríkjum Alþjóða­vinnu­mála­stofn­un­ar­innar – ef fram heldur sem horf­ir.

Stjórn­völd gætu hins vegar skaðað upp­sveifl­una með því að draga stuðn­ings­að­gerðir sínar of hratt til baka og með skatta­hækk­unum á almennt launa­fólk. Engin ástæða er til að fara þá leið, enda er skulda­staða rík­is­ins alls ekki svo slæm. Hag­vöxtur fram­tíð­ar­innar mun lækka skulda­hlut­fallið stig af stigi og létta vaxta­byrð­ina.

Það helsta sem gæti raskað upp­sveifl­unni er að veiran setji okkur aftur á byrj­un­ar­reit með nýjum skæðum afbrigð­um.

Höf­undur er pró­fessor emeritus við HÍ og sér­fræð­ingur hjá Efl­ing­u-­stétt­ar­fé­lagi.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Halyna Hutchins fæddist í Úkraínu, ólst upp á herstöð á norðurslóðum og nam kvikmyndatökustjórn í Los Angeles.
Halyna Hutchins – Mögnuð listakona sem var á hraðri uppleið
Hún var elskuleg, hlý, fyndin, heillandi á hraðri uppleið. Og dásamleg móðir. Með þessum hætti er kvikmyndatökustjórans Halyna Hutchins minnst. Hún varð fyrir skoti úr leikmunabyssu á tökustað kvikmyndarinnar Rust í gær.
Kjarninn 22. október 2021
Eggert Gunnþór Jónsson er hér til vinstri í leik gegn Hvíta-Rússlandi á Evrópumóti U-21 landsliða árið 2011.
Eggert Gunnþór segist saklaus
Knattspyrnumaðurinn Eggert Gunnþór Jónsson hafnar ásökunum um kynferðisbrot í Kaupmannahöfn árið 2010 og segist fullkomlega saklaus.
Kjarninn 22. október 2021
Ingrid Kuhlman
Munurinn á dánaraðstoð og sjálfsvígi er mikill
Kjarninn 22. október 2021
Sérfræðingar frá Syndis og Advania hafa tekið þátt í að skoða málið undanfarna daga.
Hætta á að tölvuþrjótar hafi komist yfir tölvupósta frá starfsmönnum HR
Rektor HR tilkynnti starfsfólki skólans það eftir hádegi í dag að möguleiki væri á því að tölvupóstar, jafnvel ár aftur í tímann, væru í höndum tölvuþrjóta. Ekki er þó ljóst hvort svo sé eða ekki, eða hvort afleiðingar af því verði einhverjar.
Kjarninn 22. október 2021
Ari Trausti Guðmundsson
Rafmagnað Grænland og Ísland?
Kjarninn 22. október 2021
Biður hagsmunasamtök að tjá sig ekki um verðhækkanir
Samkeppniseftirlitið brýnir fyrir forsvarsmönnum hagsmunasamtaka að taka ekki þátt í umfjöllunum um hækkandi vöruverð, þar sem samtökin eiga að fara gætilega þegar kemur að umræðu sem hefur áhrif á verðlagningu fyrirtækja.
Kjarninn 22. október 2021
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – 44. þáttur: Drukkni sjóguninn
Kjarninn 22. október 2021
Samherji hf. er á lista yfir framúrskarandi fyrirtæki og raunar einnig Samherji Ísland ehf. og fleiri dótturfélög Samherja. Hins vegar er Samherji Holding ehf. ekki á lista, líklega þar sem félagið hefur ekki enn skilað ársreikningi fyrir árið 2019.
Bæði Samherji og Init ofarlega á listum yfir „framúrskarandi fyrirtæki“ ársins
Alls eru 878 fyrirtæki á lista CreditInfo yfir Framúrskarandi fyrirtæki árið 2021. Sum þeirra sem skipa efstu sætin á listum hafa verið til umfjöllunar undanfarin misseri fyrir hátterni sem erfitt er að tengja við það að skara fram úr.
Kjarninn 22. október 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar