Leiðréttum laun kvennastétta og eyðum kynbundnum launamun

Sonja Ýr Þorbergsdóttir segir að þótt launamunur kynjanna hafi minnkað þá sé engu að síður fullkomlega óásættanlegt að kynbundinn launamunur sé enn til staðar.

Auglýsing

Hvers vegna eru laun í svoköll­uðum kvenna­stéttum lægri en laun í hefð­bundnum karla­stétt­um? Að þessu er spurt í nið­ur­lagi nýbirtrar launa­rann­sóknar Hag­stofu Íslands. Ástæð­urnar eru fjöl­breyttar og í gegnum tíð­ina hefur þetta við­fangs­efni verið sagt flókið og því gengið hægt að stíga þau skref sem þarf að stíga til að eyða kyn­bundnum launa­mun.

Nið­ur­stöður rann­sóknar Hag­stof­unnar sýna að launa­munur kvenna og karla hefur minnkað síð­ustu ár. Það er í sjálfu sér jákvætt en það er engu að síður full­kom­lega óásætt­an­legt að kyn­bund­inn launa­munur sé enn til stað­ar. 

Í skýrslu Hag­stof­unnar er bent á að vinnu­mark­að­ur­inn sé mjög kyn­skiptur þegar litið sé til atvinnu­greina og starfa og það sé meg­in­á­stæða kyn­bund­ins launa­mun­ar. Laun séu að með­al­tali lægri í stéttum þar sem konur eru í meiri­hluta og að þær stéttir heyri margar undir opin­bera geir­ann þar sem launa­myndun er ólík því sem er á almennum vinnu­mark­að­i. 

Bar­áttan fyrir launa­jafn­rétti hefur staðið í yfir í meira en hund­rað ár. Þannig töldu alþjóð­leg kven­rétt­inda­sam­tök að unn­ist hefði stór­sigur þegar Alþjóða­vinnu­mála­stofn­unin (ILO) féllst á kröfu þeirra um jafn­launa­á­kvæði í stofn­skrá stofn­un­ar­innar árið 1919. Það var í fyrsta sinn sem gerð var krafa um að greiða skuli konum og körlum jöfn laun fyrir jafn­verð­mæt störf. Það þótti mun rót­tæk­ari krafa en krafan um sömu laun fyrir sömu vinnu þar sem hún felur í sér að heim­ilt er að bera saman ólík en jafn­verð­mæt störf. Það er umhugs­un­ar­efni að okkur hafi ekki tek­ist að fram­fylgja betur kröf­unni um jöfn laun fyrir jafn­verð­mæt störf líkt og Ísland skuld­batt sig til að gera með full­gild­ingu jafn­launa­sam­þykktar ILO fyrir 63 árum.

Auglýsing
Lífseig aðgrein­ing kynj­anna er enn fyrir hendi í ann­ars vegar vel launuð karla­störf og hins vegar illa launuð kvenna­störf. Það á til dæmis við um umönn­un­ar­störf sem konur unnu áður launa­laust heima hjá sér en sinna nú í lág­launa­störf­um. Þá er einnig grunnt á úreltum hug­myndum um fyr­ir­vinnu­hlut­verk karla. 

Van­mat á störfum kvenna­stétta byggir almennt ekki á ásetn­ingi um að mis­muna skuli kynj­unum eða með­vit­aðri hlut­drægni heldur er það afleið­ing af sögu­leg­um, menn­ing­ar­legum og kerf­is­bundnum ástæð­um. Með þessa þekk­ingu í fartesk­inu erum við betur í stakk búin til að útrýma launa­mis­rétt­i.  

Við vitum að aðgerð­ar­leysi leiðir til þess að ekk­ert breyt­ist. Þess vegna þarf að grípa þegar í stað til aðgerða til að leið­rétta laun kvenna­stétta sem hafa í sögu­legu ljósi verið van­met­in. Þar eiga stjórn­völd að leika lyk­il­hlut­verk með því að inn­leiða skýra stefnu og þróa verk­færi í sam­starfi við aðila vinnu­mark­að­ar­ins. 

Starfs­hópur for­sæt­is­ráð­herra um end­ur­mat á störfum kvenna hefur birt til­lögur sínar um aðgerðir sem hafa það að mark­miði að leið­rétta kerf­is­bundið van­mat á störfum þar sem konur eru í meiri­hluta. Hóp­ur­inn var skip­aður í kjöl­far yfir­lýs­ingar rík­is­stjórn­ar­innar í tengslum við gerð kjara­samn­inga milli aðild­ar­fé­laga BSRB og ríkis og sveit­ar­fé­laga í mars 2020. Til­lög­urnar fela í sér að aðgerða­hópur stjórn­valda um launa­jafn­rétti með aðild aðila vinnu­mark­að­ar­ins fái eft­ir­far­andi hlut­verk: 

  • Að koma á fót þró­un­ar­verk­efni um mat á virði starfa með það að mark­miði að skapa verk­færi til að fram­fylgja jafn­launa­á­kvæði jafn­rétt­islaga. Verk­færin styðji við þau tæki sem þegar eru í notk­un.
  • Að þróa samn­inga­leið um jafn­launa­kröfur með aðilum vinnu­mark­að­ar­ins. Þar verði meðal ann­ars horft til þess hvaða áhrif breyt­ingar á ráðn­inga­sam­böndum og útvistun starfa hafa á launa­mun kynj­anna.
  • Að stuðla að þekk­ing­ar­upp­bygg­ingu og vit­und­ar­vakn­ingu.

Við getum ekki beðið eftir því að van­mat á störfum kvenna hverfi af sjálfu sér. Við verðum að grípa til aðgerða til að breyta hugs­un­ar­hætti okkar allra og ákveða að við sem sam­fé­lag ætlum að greiða konum rétt­lát laun fyrir þá vinnu sem þær inna af hendi. Næsta skref í þeirri bar­áttu er að fara að til­lögum starfs­hóps­ins og stíga þannig mark­visst skref í átt að því að útrýma kyn­bundnum launa­mun.

Höf­undur er for­maður BSRB.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar