Leiðréttum skakkt verðmætamat – Greiðum konum mannsæmandi laun

Nú hefur kórónuveirufaraldurinn dregið fram í sviðsljósið hvaða fólk er sannkallað lykilstarfsfólk samfélagsins, skrifa forystukonur BSRB, ASÍ og BHM.

Auglýsing

Alþjóð­legur bar­áttu­dagur kvenna er runn­inn upp en í rúma öld hefur 8. mars verið tákn­rænn fyrir bar­áttu kvenna fyrir bættum kjörum og lífs­að­stæð­um, og í seinni tíð fyrir bar­átt­una gegn ofbeldi og áreitni.

Bar­áttu­konur fyrri tíma veltu stein­inum af stað og fóru fram á að vinnu­fram­lag kvenna væri metið að verð­leik­um. Það er sorg­legt til þess að hugsa að kröfur kvenna um allan heim í dag séu í grófum dráttum þær sömu og þær voru fyrir meira en öld síð­an, það er að störf þeirra séu metin að verð­leikum og að vinnu­að­stæður séu mann­sæm­andi. Það er enn merki­legra þegar því er haldið fram að jafn­rétti muni ein­hvern vegin koma af sjálfu sér með tíð og tíma, enda sýnir sagan okkur að það er rangt.

Auglýsing

Lyk­il­fólkið í far­aldr­inum

Á hátíð­ar­stundum er stundum talað um mik­il­vægi starfs­stétta þar sem konur eru í meiri­hluta, gjarnan nefndar kvenna­stétt­ir. Nú hefur kór­ónu­veiru­far­ald­ur­inn dregið fram í sviðs­ljósið hvaða fólk er sann­kallað lyk­il­starfs­fólk sam­fé­lags­ins. Það kom kannski sumum á óvart en ómissandi starfs­fólkið í okkar sam­fé­lagi er fólkið sem starfar í heil­brigð­is- og félags­þjón­ustu, lög­gæslu, skól­um, við ræst­ing­ar, í almenn­ings­sam­göng­um, mat­vöru­versl­unum og heim­send­ing­um.

Flest þess­ara starfa eiga tvennt sam­eig­in­legt. Meiri­hluti þeirra sem sinnir þeim er konur og þetta eru almennt lág­launa­störf. Heild­ar­laun þeirra eru lægri en laun sam­bæri­legra stétta þar sem karlar eru í meiri­hluta. Það að þessir hópar séu á lægri launum en sam­bæri­legir karla­hópar er ákvörð­un. Það er ekki eitt­hvað sem ger­ist af sjálfu sér. Þetta er ákvörðun stjórn­valda, ákvörðun atvinnu­rek­enda og ákvörðun sam­fé­lags í heild sinni. Kannski sprettur þessi ákvörðun af aðgerða­leysi eða skökku verð­mæta­mati sam­fé­lags­ins, en hún er engu að síður ákvörð­un. Þetta órétt­læti veldur því að stór hluti kvenna á vinnu­mark­aði nýtur ekki launa í sam­ræmi við fram­lag.

Hvaða fólk er það sem vinnur þessi störf? Þetta eru til dæmis kon­urnar sem hjúkra okkur þegar við veikj­um­st, ann­ast fólkið okkur á ævi­kvöld­inu, aðstoða fólk með fötl­un, starfa með og kenna börnum og ung­mennum og þrífa vinnu­stað­ina okk­ar. Þessar konur þurfa að lifa með þeirri stað­reynd að sam­fé­lagið van­metur kerf­is­bundið hversu krefj­andi og mik­il­væg störf þeirra eru.

Störfin eiga það sam­eig­in­legt að þar vinna konur í nánum per­sónu­legum sam­skiptum við fólk, sumt hvert í mjög við­kvæmum aðstæðum eða ástandi. Stundum með fólki sem ræður ekki sínum gjörð­um, áreitir þær kyn­ferð­is­lega eða beitir ann­ars­konar ofbeldi. Þessar konur búa við þá kröfu að þær eigi að hlaupa hratt þó að eitt af því mik­il­væg­asta sem þær geri í sínu starfi sé að gefa fólki tíma, sýna því hlýju, alúð og sam­kennd. Þær búa við lít­inn sveigj­an­leika í störf­um, geta ekki skroppið frá þó ástæður séu brýnar og hafa stundum ekki tíma til að grípa sér mat­ar­bita. Mögu­leikar á fram­þróun í starfi eru oft litlir og þar með mögu­leikar á að bæta kjör­in.

Eftir að vinnu­degi þess­ara kvenna lýkur liggja ekki eftir þær áþreif­an­leg verð­mæti. Þær byggja ekki hús, leggja ekki vegi og ávaxta ekki pen­inga, en án þeirra fram­lags til verð­mæta­sköp­unar myndi sam­fé­lagið okkar ein­fald­lega ekki ganga upp. Það sjáum við skýrar en nokkru sinni vegna heims­far­ald­urs­ins.

Tökum á grund­vallar mis­rétt­inu

Síð­ustu ár hefur ýmis­legt áunn­ist í jafn­rétt­is­málum en áherslan hefur verið á að leið­rétta launa­mun innan vinnu­staða, til dæmis með jafn­launa­staðl­in­um. Þó það sé góðra gjalda vert er jafn­launa­stað­all­inn ekki verk­færi sem tekur á því grund­vallar mis­rétti sem við­gengst í sam­fé­lag­inu, hann leið­réttir ekki skakkt verð­mæta­mat kvenna­stétta. Verk­efnið okkar er ekki bara að tryggja að konur og karlar í sömu störfum fái sömu laun. Við verðum að end­ur­meta frá grunni mik­il­vægi starfa sem stórar kvenna­stéttir sinna. Það er aug­ljóst öllum sem það vilja sjá að kvenna­stétt­irnar búa við verri kjör en aðrar stéttir með sam­bæri­legt álag, menntun og reynslu og það sættum við okkur ekki við leng­ur.

Það er engin ein ástæða fyrir því að vinnu­mark­að­ur­inn er kyn­skipt­ur. Ein af ástæð­unum eru hug­myndir okkar um hvað konur og karlar geti gert og eigi að vera að gera. Þær skoð­anir byggja flestar ómeð­vitað á við­horf­inu sem ríkti í sam­fé­lagi þar karlar voru fyr­ir­vinn­ur, þar sem konur máttu ekki mennta sig og máttu ekki kjósa, þegar konur áttu að sinna heim­ili og börnum í stað þess að vera á vinnu­mark­aði eins og karl­arn­ir. Áhuga­sviðið hefur líka áhrif og sú stað­reynd að konur bera enn meg­in­á­byrgð­ina á upp­eldi barna og heim­il­is­haldi.

Þetta eru ekki við­horf sem breyt­ast af sjálfu sér. Við þurfum að breyta þeim og það gerum við með því að móta skýra stefnu um hvernig það verður gert og fylgja henni eftir með aðgerð­um.

Við­ur­kennum mis­réttið og breytum sam­fé­lag­inu

Sterk sam­fé­lög ráða við það verk­efni að end­ur­skoða fyrri ákvarð­anir og rétta kúr­s­inn af þegar fólk áttar sig á því að við erum ekki á réttri leið. Við getum ákveðið að stokka upp úrelt verð­mæta­mat sem varð til í sam­fé­lagi fyrri tíma og gefa upp á nýtt. Við getum sem sam­fé­lag ákveðið að meta færni, ábyrgð, starfs­skil­yrði og álag ólíkra starfa óháð því hvað starfað er við.

Heims­far­ald­ur­inn hefur varpað skýru ljósi á mik­il­vægi starfa stórra kvenna­stétta. Nýtum þessa reynslu til nauð­syn­legra umbóta. Horf­umst í augu við mis­rétti á vinnu­mark­aði og gerum þær breyt­ingar sem þarf til að við getum kallað okkur nútíma­legt sam­fé­lag. Við skorum á ykkur öll að taka þátt í því að rétta sam­fé­lags­gerð­ina okkar við. Vinnum öll að jafn­rétti, sam­an.

Drífa Snæ­dal for­seti ASÍ, Sonja Ýr Þor­bergs­dóttir for­maður BSRB og Þór­unn Svein­bjarn­ar­dóttir for­maður BHM.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Víðir Reynisson, Þórólfur Guðnason og Kamilla Rut Jósefsdóttir á upplýsingafundi dagsins.
Aukið bóluefnaframboð mun auka hraða bólusetninga á næstunni
Bóluefni Janssen verður dreift í næstu viku og 16 þúsund skammtar af AstraZeneca bóluefni eru á leiðinni frá Norðmönnum. Óljóst hvernig frumvarp um aðgerðir á landamærum verður endanlega afgreitt að sögn sóttvarnalæknis.
Kjarninn 21. apríl 2021
Skúli Skúlason og félagar hans eru áfram stærstu eigendur Play.
Hluthafalisti Play birtur – Hópur Skúla enn stærsti eigandinn
Í nýjum hluthafahópi flugfélagsins Play er að finna umsvifamikla einkafjárfesta, lífeyrissjóði og fagfjárfestingasjóði. Til stendur að skrá félagið á First North og gefa almenningi tækifæri á að kaupa.
Kjarninn 21. apríl 2021
Jóhannes Stefánsson er handhafi sænsku sjálfbærniverðlaunanna WIN WIN árið 2021.
Jóhannes Stefánsson í hóp með Kofi Annan og Al Gore
Uppljóstrarinn Jóhannes Stefánsson fær tæpar 15 milljónir króna í verðlaunafé fyrir að vinna sænsku sjálfbærniverðlaunin WIN WIN Gothenburg. Heimsþekkt fólk hefur hlotið þessi verðlaun á fyrri árum.
Kjarninn 21. apríl 2021
Peningum á Íslandi er áfram sem áður stýrt af körlum
Áttunda árið í röð framkvæmdi Kjarninn úttekt á því hver kynjahlutföll séu á meðal þeirra sem stýra peningum á Íslandi. Fyrirtækjunum sem úttektin náði til fjölgaði lítillega á milli ára og samsetning þeirra breyttist aðeins.
Kjarninn 21. apríl 2021
Samtal við samfélagið – English
Samtal við samfélagið – English
Tæknivarpið - Apple kynnir skífur fyrir utangátta, nýjan iMac og iPad Pro
Kjarninn 21. apríl 2021
Stefán Jón Hafstein
Óttast um Elliðaárnar
Kjarninn 21. apríl 2021
Sigríður Á. Andersen sagði af sér sem dómsmálaráðherra vegna málsins
Enn ekki upplýst um kostnað ríkislögmanns vegna ólöglegrar skipunar dómara í Landsrétt
Kostnaður ríkissjóðs vegna þess að þáverandi dómsmálaráðherra sinnti ekki rannsóknarreglu stjórnsýslulaga þegar hún lagði fyrir Alþingi lista yfir dómara sem ætti að skipa við Landsrétt var 141 milljónir króna í lok síðasta árs. Hann er enn að aukast.
Kjarninn 21. apríl 2021
Armin Laschet og Annalena Baerbock. Telja má nánast öruggt að annað þeirra verði næsti kanslari Þýskalands.
Armin eða Annalena?
Sextugur karl og fertug kona eru talin þau einu sem möguleika eiga á að taka við af Angelu Merkel og verða næsti kanslari Þýskalands. Græningjar með Önnulenu Baerbock í fararbroddi eru á flugi í skoðanakönnunum.
Kjarninn 20. apríl 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar