Leiðréttum skakkt verðmætamat – Greiðum konum mannsæmandi laun

Nú hefur kórónuveirufaraldurinn dregið fram í sviðsljósið hvaða fólk er sannkallað lykilstarfsfólk samfélagsins, skrifa forystukonur BSRB, ASÍ og BHM.

Auglýsing

Alþjóð­legur bar­áttu­dagur kvenna er runn­inn upp en í rúma öld hefur 8. mars verið tákn­rænn fyrir bar­áttu kvenna fyrir bættum kjörum og lífs­að­stæð­um, og í seinni tíð fyrir bar­átt­una gegn ofbeldi og áreitni.

Bar­áttu­konur fyrri tíma veltu stein­inum af stað og fóru fram á að vinnu­fram­lag kvenna væri metið að verð­leik­um. Það er sorg­legt til þess að hugsa að kröfur kvenna um allan heim í dag séu í grófum dráttum þær sömu og þær voru fyrir meira en öld síð­an, það er að störf þeirra séu metin að verð­leikum og að vinnu­að­stæður séu mann­sæm­andi. Það er enn merki­legra þegar því er haldið fram að jafn­rétti muni ein­hvern vegin koma af sjálfu sér með tíð og tíma, enda sýnir sagan okkur að það er rangt.

Auglýsing

Lyk­il­fólkið í far­aldr­inum

Á hátíð­ar­stundum er stundum talað um mik­il­vægi starfs­stétta þar sem konur eru í meiri­hluta, gjarnan nefndar kvenna­stétt­ir. Nú hefur kór­ónu­veiru­far­ald­ur­inn dregið fram í sviðs­ljósið hvaða fólk er sann­kallað lyk­il­starfs­fólk sam­fé­lags­ins. Það kom kannski sumum á óvart en ómissandi starfs­fólkið í okkar sam­fé­lagi er fólkið sem starfar í heil­brigð­is- og félags­þjón­ustu, lög­gæslu, skól­um, við ræst­ing­ar, í almenn­ings­sam­göng­um, mat­vöru­versl­unum og heim­send­ing­um.

Flest þess­ara starfa eiga tvennt sam­eig­in­legt. Meiri­hluti þeirra sem sinnir þeim er konur og þetta eru almennt lág­launa­störf. Heild­ar­laun þeirra eru lægri en laun sam­bæri­legra stétta þar sem karlar eru í meiri­hluta. Það að þessir hópar séu á lægri launum en sam­bæri­legir karla­hópar er ákvörð­un. Það er ekki eitt­hvað sem ger­ist af sjálfu sér. Þetta er ákvörðun stjórn­valda, ákvörðun atvinnu­rek­enda og ákvörðun sam­fé­lags í heild sinni. Kannski sprettur þessi ákvörðun af aðgerða­leysi eða skökku verð­mæta­mati sam­fé­lags­ins, en hún er engu að síður ákvörð­un. Þetta órétt­læti veldur því að stór hluti kvenna á vinnu­mark­aði nýtur ekki launa í sam­ræmi við fram­lag.

Hvaða fólk er það sem vinnur þessi störf? Þetta eru til dæmis kon­urnar sem hjúkra okkur þegar við veikj­um­st, ann­ast fólkið okkur á ævi­kvöld­inu, aðstoða fólk með fötl­un, starfa með og kenna börnum og ung­mennum og þrífa vinnu­stað­ina okk­ar. Þessar konur þurfa að lifa með þeirri stað­reynd að sam­fé­lagið van­metur kerf­is­bundið hversu krefj­andi og mik­il­væg störf þeirra eru.

Störfin eiga það sam­eig­in­legt að þar vinna konur í nánum per­sónu­legum sam­skiptum við fólk, sumt hvert í mjög við­kvæmum aðstæðum eða ástandi. Stundum með fólki sem ræður ekki sínum gjörð­um, áreitir þær kyn­ferð­is­lega eða beitir ann­ars­konar ofbeldi. Þessar konur búa við þá kröfu að þær eigi að hlaupa hratt þó að eitt af því mik­il­væg­asta sem þær geri í sínu starfi sé að gefa fólki tíma, sýna því hlýju, alúð og sam­kennd. Þær búa við lít­inn sveigj­an­leika í störf­um, geta ekki skroppið frá þó ástæður séu brýnar og hafa stundum ekki tíma til að grípa sér mat­ar­bita. Mögu­leikar á fram­þróun í starfi eru oft litlir og þar með mögu­leikar á að bæta kjör­in.

Eftir að vinnu­degi þess­ara kvenna lýkur liggja ekki eftir þær áþreif­an­leg verð­mæti. Þær byggja ekki hús, leggja ekki vegi og ávaxta ekki pen­inga, en án þeirra fram­lags til verð­mæta­sköp­unar myndi sam­fé­lagið okkar ein­fald­lega ekki ganga upp. Það sjáum við skýrar en nokkru sinni vegna heims­far­ald­urs­ins.

Tökum á grund­vallar mis­rétt­inu

Síð­ustu ár hefur ýmis­legt áunn­ist í jafn­rétt­is­málum en áherslan hefur verið á að leið­rétta launa­mun innan vinnu­staða, til dæmis með jafn­launa­staðl­in­um. Þó það sé góðra gjalda vert er jafn­launa­stað­all­inn ekki verk­færi sem tekur á því grund­vallar mis­rétti sem við­gengst í sam­fé­lag­inu, hann leið­réttir ekki skakkt verð­mæta­mat kvenna­stétta. Verk­efnið okkar er ekki bara að tryggja að konur og karlar í sömu störfum fái sömu laun. Við verðum að end­ur­meta frá grunni mik­il­vægi starfa sem stórar kvenna­stéttir sinna. Það er aug­ljóst öllum sem það vilja sjá að kvenna­stétt­irnar búa við verri kjör en aðrar stéttir með sam­bæri­legt álag, menntun og reynslu og það sættum við okkur ekki við leng­ur.

Það er engin ein ástæða fyrir því að vinnu­mark­að­ur­inn er kyn­skipt­ur. Ein af ástæð­unum eru hug­myndir okkar um hvað konur og karlar geti gert og eigi að vera að gera. Þær skoð­anir byggja flestar ómeð­vitað á við­horf­inu sem ríkti í sam­fé­lagi þar karlar voru fyr­ir­vinn­ur, þar sem konur máttu ekki mennta sig og máttu ekki kjósa, þegar konur áttu að sinna heim­ili og börnum í stað þess að vera á vinnu­mark­aði eins og karl­arn­ir. Áhuga­sviðið hefur líka áhrif og sú stað­reynd að konur bera enn meg­in­á­byrgð­ina á upp­eldi barna og heim­il­is­haldi.

Þetta eru ekki við­horf sem breyt­ast af sjálfu sér. Við þurfum að breyta þeim og það gerum við með því að móta skýra stefnu um hvernig það verður gert og fylgja henni eftir með aðgerð­um.

Við­ur­kennum mis­réttið og breytum sam­fé­lag­inu

Sterk sam­fé­lög ráða við það verk­efni að end­ur­skoða fyrri ákvarð­anir og rétta kúr­s­inn af þegar fólk áttar sig á því að við erum ekki á réttri leið. Við getum ákveðið að stokka upp úrelt verð­mæta­mat sem varð til í sam­fé­lagi fyrri tíma og gefa upp á nýtt. Við getum sem sam­fé­lag ákveðið að meta færni, ábyrgð, starfs­skil­yrði og álag ólíkra starfa óháð því hvað starfað er við.

Heims­far­ald­ur­inn hefur varpað skýru ljósi á mik­il­vægi starfa stórra kvenna­stétta. Nýtum þessa reynslu til nauð­syn­legra umbóta. Horf­umst í augu við mis­rétti á vinnu­mark­aði og gerum þær breyt­ingar sem þarf til að við getum kallað okkur nútíma­legt sam­fé­lag. Við skorum á ykkur öll að taka þátt í því að rétta sam­fé­lags­gerð­ina okkar við. Vinnum öll að jafn­rétti, sam­an.

Drífa Snæ­dal for­seti ASÍ, Sonja Ýr Þor­bergs­dóttir for­maður BSRB og Þór­unn Svein­bjarn­ar­dóttir for­maður BHM.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hallgrímskirkja
„Við eigum sögu sem við þurfum heldur betur að læra af“
Sam­skipta­stjóri Bisk­ups­stofu segir að það sé skylda kirkj­unnar að læra af sögu hennar er varðar við­brögð við kyn­ferð­is­legri áreitni og ofbeldi. Ein formleg ásökun hefur borist á borð Biskupsstofu frá því Agnes M. Sigurðar­dóttir tók við embætti.
Kjarninn 22. október 2021
Kristinn Ágúst Friðfinnsson prestur hefur lagt róttæka tillögu fyrir kirkjuþing.
Fulltrúar almennings verði valdir handahófskennt til setu á kirkjuþingi
Prestur og sáttamiðlari hefur lagt fram róttæka tillögu til kirkjuþings þess efnis að fulltrúar almennra meðlima Þjóðkirkjunnar, sem eru í meirihluta á þinginu, verði valdir af handahófi. Hann segir biskupi Íslands þykja hugmynd sín skemmtileg.
Kjarninn 22. október 2021
Vinna hafin við að bregðast við ábendingum um aðgengi fatlaðra kjósenda
Yfirkjörstjórn í Reykjavík suður telur að aðbúnaður kjósenda með fötlun hafi í hvívetna verið í samræmi við lög, en ekki hafinn yfir gagnrýni. Yfirkjörstjórnin telur þó að fötluðum hafi ekki verið kerfisbundið mismunað, eins og einn kjósandi sagði í kæru.
Kjarninn 21. október 2021
Arnaldur Árnason
Eru aðgerðir á landamærum skynsamlegar?
Kjarninn 21. október 2021
Kostnaður umfram spár, en eiginfjárstaða betri en á horfðist
Mikið þarf til að tekju- og kostnaðaráætlanir Icelandair fyrir árið 2021 haldist, en rekstrarkostnaður félagsins var töluvert hærri en það gerði ráð fyrir í hlutafjárútboðinu sínu. Þó er lausafjárstaða flugfélagsins betri en búist var við.
Kjarninn 21. október 2021
Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn Reykjavíkur.
Sjálfstæðismenn reyndu að fá Laugardals-smáhýsin færð út í Örfirisey
Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu fram tillögu um það á borgarstjórnarfundi í vikunni að smáhýsi sem samþykkt hefur verið að setja niður á auðu svæði í Laugardal yrðu frekar sett upp í Örfirisey.
Kjarninn 21. október 2021
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður og annar tveggja þingmanna Miðflokksins.
Miðflokkurinn mælist með 3,2 prósent í fyrstu könnun eftir kosningar
Fylgi Framsóknarflokksins mælist yfir kjörfylgi í nýrri könnun frá MMR, sem er sú fyrsta frá kosningum. Píratar og Viðreisn bæta nokkuð við sig frá kosningum – og sömuleiðis Sósíalistaflokkur Íslands. Miðflokkurinn hins vegar mælist afar lítill.
Kjarninn 21. október 2021
Ósamræmi í frásögnum yfirkjörstjórnarmanna í Norðvesturkjördæmi
Yfirkjörstjórnarmenn í Norðvesturkjördæmi eru ekki sammála um hvort umræða hafi farið fram innan kjörstjórnar um þá ákvörðun að telja aftur atkvæðin í kjördæminu eftir hádegi sunnudaginn 26. september.
Kjarninn 21. október 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar