8. mars 2021

Í tilefni hins alþjóðlega baráttudags kvenna ætlar Sólveig Anna Jónsdóttir að hugsa til allra kvennanna sem vinna í dag eins og alla daga hina lífsnauðsynlegu kvennavinnu og um þær fórnir sem þær hafa fært fyrir íslenskt samfélag.

Auglýsing

Hvað gerum við í dag, við sem til­heyrum stétt verka og lág­launa­kvenna? Hvað gerum við í dag, á þessum degi sem ætti með réttu að vera okk­ar; fyrst hald­inn hátíð­legur af rót­tæk­um, sós­íal­ískum verka­kon­um, í þeim til­gangi að senda skila­boð um stór­kost­legt mik­il­vægi kven­vinnu­aflsins og hvetja til sam­stöðu í bar­átt­unni fyrir frelsi og rétt­læti? Sumar okkar gera það sem við gerum alla daga. Við seljum vinnu­aflið okkar á útsölu­mark­aði sam­ræmdrar lág­launa­stefnu, sem ómissandi starfs­fólk, und­ir­stöðu­starfs­fólk, á leik­skól­um, hjúkr­un­ar­heim­il­um, í heima­þjón­ustu, við þrif. Þar vinnum við og þar finnum við að án okkar hættir allt að virka, án okkar stoppar sam­fé­lag­ið. En okkur er samt aldrei þakkað fyrir nokkurn skap­aðan hlut, ekki fyrir eitt ein­asta hand­tak, hvorki í dag né aðra daga.

Og sumar okkar vakna inn í atvinnu­leysið, vakna inn í vit­und­ina um pen­inga-­leysið; átt­undi dagur mán­að­ar­ins er runn­inn upp og það er ekki mikið eftir inn á einka­bank­anum af atvinnu­leys­is­bót­un­um, ein­hverjir þús­und­kallar sem munu klár­ast á næstu dög­um. Fyrir þær okkar sem svo er komið fyrir er til­veran orðin ein­hvers­konar fanga­vist, stöðug bið frá einum mán­aða­mótum til þeirra næstu, stöðug bið eftir að þau sem fara með völd ákveði að leggja nokkra þús­und­kalla í við­bót inn, stöðug bið eftir því að eitt­hvað breyt­ist, ein­hvern tím­ann.

Sumar okkar er ekki hægt að nýta til vinnu. Við erum „bóta­þeg­ar“ sem íþyngjum valda­stétt­inni með „ör­orku­byrð­i“. Okkar er í aðdrag­anda kosn­inga lofað því að nú verði örlítið rétt­læti, smá sann­girni fundin ein­hvers staðar í fjár­kistum yfir­valds­ins en alltaf svikn­ar, af valda-­konum jafnt sem valda-­mönn­um. Við eigum ekk­ert og megum ekk­ert, eigum að skamm­ast okkar fyrir að vera til, vera byrði á flotta valda­fólk­inu. Eigum að skamm­ast okkar fyrir það í dag, líkt og alla aðra daga.

Auglýsing

En í dag, 8. mars, ætlar for­sæt­is­ráð­herra Íslands, ekki að gera neitt af þessu. Katrín Jak­obs­dóttir ætlar að hringja bjöllu í Kaup­höll­inni. Hún ætlar að fagna þar með þeim sem eiga og mega, fjár­magns­eig­endum sem hafa auðg­ast stór­kost­lega í krepp­unni; þar er eng­inn að hugsa um þús­und­kalla, þar hefur á kreppu­ár­inu met­hækkun orðið í hluta­bréfa­verði og til að sýna aðdáun sína á auð­stétt­inni hefur rík­is­stjórnin ákveðið að útbúa sér­stakan skatta­af­slátt fyrir kaup­endur hluta­bréf. Hin ríku verða rík­ari. Og rík­ari. Því ber að fagna, finnst for­sæt­is­ráð­herra.

Ef að eitt­hvað rétt­læti væri að finna væri 8. mars dagur verka og lág­launa­kvenna. En í stað þess að okkur séu færðar þakkir fyrir að halda umönn­un­ar­kerf­unum gang­andi og í stað þess að gripið sé til sér­staka ráð­staf­ana til að gera til­veru þeirra kvenna sem þjást í atvinnu­leys­inu betri, er í dag líkt og alla hina dag­ana athygl­inni beint að fjár­magns­eig­endum og valda­stétt­inni. Og þess kraf­ist af okk­ur, enn eina ferð­ina, að við hyllum stjór­ana í und­ir­gefni og aðdáun á þeim sem ráða. Við eigum enn og aftur að til­biðja brauð­mola­kenn­ingu kven­frels­is­ins, eigum að til­biðja vel­gengi ein­stakra kvenna, eigum að glápa eins og ein­feldn­ingar á sjón­ar­spilið í Kaup­höll­inni þar sem for­sæt­is­ráð­herra ætlar að hringja bjöllu arð­ráns­ins og ímynda okkar að við getum líka orðið svona flottar stelp­ur, eigum að fest­ast í dagdraumum um pen­inga og frelsið sem þeir færa fólki. En hverja okkar myndi nokkru sinni langa að ríkja yfir þeirri mis­skipt­ingu og stétt­skipt­ingu sem hér fær að vaxa og dafna? Hver vill ríkja yfir kerfi þar sem að aldrei hafa fleiri konur þurft að leita á náðir hjálp­ar­sam­taka til að fá mat handa sér og sínum á meðan að sam­fé­lags­leg auð­æfi renna í pen­inga-­geymslur hina ríku? Því­lík móðgun að láta sér detta til hugar að við viljum nokkuð hafa með þetta ömur­lega rugl að gera.

Ég hvet okkur sem til­heyrum stétt verka- og lág­launa­kvenna, fæddar hér á landi og hingað flutt­ar, til að hafna hinni femínísku brauð­mola­kenn­ingu. Hættum að til­biðja frelsi ein­stakra kvenna til að ráða yfir okk­ur. Hættum að taka þátt í skurð­goða­dýrkun á valdi og per­sónu­legri vel­gengni ein­stakra kvenna. Hættum að leyfa þeim sem ráða að kom­ast upp með enda­lausa sjálfs­upp­hafn­ing­una og sjálfs­dýrk­un­ina. Okkar eigin sjálfs­virð­ing hlýtur að segja okkur að þær sem sjá ekk­ert rangt við með­ferð­ina á verka og lág­launa­konum eru ekki full­trúar okk­ar, hvorki í dag né aðra daga.

Í dag, á meðan valda­stéttin heldur áfram að stela deg­inum okkar án þess að skamm­ast sín, ætla ég að hugsa til allra kvenn­anna, alls staðar að úr heim­in­um, ómissandi starfs­fólks­ins sem vinnur í dag eins og alla daga alla hina lífs­nauð­syn­legu kvenna­vinnu, og til allra kvenn­anna sem þjást í atvinnu­leys­inu og þeim skelfi­legu fjár­hags­á­hyggjum sem því fylgja. Ég ætla að hugsa um sam­stöðu okkar og bar­áttu. Ég ætla að hugsa um þær fórnir sem við höfum fært fyrir íslenskt sam­fé­lag og færum á degi hverj­um. Og ég ætla, eins og aðra daga, að lofa sjálfri mér því að gera allt sem í mínu valdi stendur til að breyta þessu kven­fjand­sam­lega arð­ráns­kerfi. Ég vona af öllu hjarta að þið gerið slíkt hið sama.

Höf­undur er for­maður Efl­ing­ar. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Húsnæðisverð hér á landi hefur ekki hækkað mikið meira en í öðrum samanburðarríkjum okkar.
Svipaðar verðhækkanir hér og í nágrannalöndum
Mikil verðbólga og þrýstingur á fasteignamarkaði eru ekki séríslensk vandamál. Hvort sem litið er til neysluverðs eða húsnæðismarkaðarins hafa nýlegar hækkanir hér á landi verið á pari við það sem er að gerast í öðrum OECD-ríkjum.
Kjarninn 18. október 2021
Péter Márki-Zay hefur verið borgarstjóri í Hódmezővásárhely frá árinu 2018.
Márki-Zay leiðir ungversku stjórnarandstöðuna gegn Orbán
Óflokksbundinn íhaldsmaður á miðjum aldri sem heitir því að berjast gegn spillingu í Ungverjalandi mun leiða sex flokka kosningabandalag ungverskra stjórnarandstæðinga gegn Viktori Orbán og Fidesz-flokki hans í vor.
Kjarninn 18. október 2021
Eitt mál formlega komið á borð KKÍ
Körfuknattleikssamband Íslands hvetur þá sem telja á sér brotið að tilkynna um slík mál – öðruvísi sé ekki hægt að taka á þeim.
Kjarninn 18. október 2021
Joe Biden ætlaði sér stóra hluti í umhverfis- og velferðarmálum. Nú kann babb að vera komið í bátinn.
Metnaðarfull áætlun Bidens í loftslagsmálum í uppnámi
Demókratar takast nú á um hvort aðgerðaleysi í loftslagsmálum muni að endingu kosta meira heldur en að taka stór skref í málaflokknum nú þegar.
Kjarninn 18. október 2021
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið – Hvernig stöndum við vörð um lýðræðið?
Kjarninn 18. október 2021
Eignarhald á símamöstrum þriggja stærstu fjarskiptafyrirtækjanna hefur verið að færast úr landi á síðustu mánuðum.
Síminn vill selja Mílu til franskra fjárfesta
Síminn hefur undirritað samkomulag við franskt sjóðsstýringarfyrirtæki um einkaviðræður um sölu Mílu, sem sér um rekstur og uppbyggingu fjarskiptainnviða hér á landi.
Kjarninn 18. október 2021
Kostnaður við rekstur þjóðkirkjunnar greiðist úr ríkissjóði þar sem kirkjan og ríki eru ekki aðskilin hérlendis.
Prestar ósáttir við tillögu um að hætta að rukka fyrir hjónavígslur, skírnir og útfarir
Lagt hefur verið til að hætt verði að rukka fyrir aukaverk presta. Það þyki fráhrindandi að prestur sem þjónar fólki á gleði- og sorgarstundum sendi viðkomandi síðan reikning. Einkum sé þetta „slæm birtingarmynd þegar um efnalítið fólk er að ræða.“
Kjarninn 18. október 2021
Á meðal íbúða sem Bjarg leigufélag, sem er óhagnaðardrifið, hefur byggt og leigir nú út eru íbúðir við Hallgerðargötu í Laugarneshverfi.
Þeir sem leigja af óhagnaðardrifnum leigufélögum mun ánægðari en aðrir
Uppbygging almennra íbúða í gegnum óhagnaðardrifin leigufélög hefur aukið verulega framboð á húsnæði fyrir fólk með lágar tekjur. Leigjendur í kerfinu eru mun ánægðari en aðrir leigjendur og telja sig búa við meira húsnæðisöryggi.
Kjarninn 18. október 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar