Lítil áhrif á strætó

Pawel Bartoszek segir lægri umferðarhraða búa til betra og manneskjulegra borgarumhverfi.

Auglýsing

Hámarks­hraða­á­ætl­unin sem Reykja­vík sam­þykkti fyrir tæpu ári er byrjuð að koma til fram­kvæmda. Búið er að lækka hrað­ann í Laug­ar­dalnum og á Snorra­braut. Fleiri götur og hverfi eru á leið­inni.

Í stuttu mál ganga til­lög­urnar aðal­lega út á það að stækka veru­lega 30-­svæðin í borg­inni og minnka hámarks­hrað­ann niður úr 40 km/klst á ýmsum tengi­brautum sem liggja í og við íbúða­byggð. Mark­miðin með áætl­un­inni voru: bætt öryggi, minni hávaði, minni mengun og bætt upp­lifun íbúa.

Ein af þeim áhyggjum sem heyra mátti væri að lækk­aður hraði myndi auka ferða­tíma strætó og minnka líkur á því að fólk tæki strætó. Sá þáttur var skoð­aður sér­stak­lega og liggja nið­ur­stöð­urnar nú fyr­ir. Keyrt var ákveðið líkan til að athuga hversu miklar við­bót­artafir gætu orðið á hverri ferð. Nið­ur­stöð­urnar fyrir þá sviðs­mynd sem lík­leg­ust var talin má sjá á töfl­unni fyrir neð­an.

Heild­ar­skýrsl­una má sjá hér.

Nán­ast engin töf á fjöl­förn­ustu leið­ina

Við sjáum að við­bót­ar­töf fyrir fjöl­förn­ustu leið strætó, Leið 1 er nán­ast eng­in. Á þeirri leið keyrir strætó að langstærstum hluta á stofn­brautum þar sem hrað­inn mun hald­ast óbreytt­ur. Þarna stoppar strætó líka ört enda er leiðin mikið not­uð. Þegar strætó stoppar ört nær hann hvort sem er oft ekki að halda lög­legum hámarks­hraða lengi og því verða áhrifin lít­il.

Auglýsing
Áhrifin eru því mest þar sem strætó­leiðin er mikið til innan hverfis og á leiðum sem eru hlut­falls­lega lítið not­aðar í dag. En jafn­vel þar eru áhrifin aðeins hálf til heil mín­úta í hverri ferð. Sú töf vel þess virði fyrir þau lífs­gæði sem lægri umferð­ar­hraði hefur í för með sér.

Fólk sem gengur tekur frekar strætó

Lægri umferð­ar­hraði býr til betra og mann­eskju­legra borg­ar­um­hverfi. Fólk mun frekar vilja ganga með­fram götum þar sem umferð er rólegri. Og fólk sem gengur er líka opn­ara fyrir að hoppa í strætó. Lækkun hámarks­hraða er því ekki bara ásætt­an­leg fyrir strætó, lækk­unin stuðlar að því að búa til borg­ar­um­hverfi þar sem fólk nota strætó frek­ar.

Hámarks­hraða­á­ætl­unin mun til lengdar stuðla betra umferð­ar­ör­yggi, minni hávaða, minni mengun og umfram allt bættu borg­ar­um­hverfi. Ég hlakka til að sjá hana verða að veru­leika.

Höf­undur er borg­ar­full­trúi Við­reisnar og for­maður skipu­lags- og sam­göngu­ráðs.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra, og Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri.
Ætlar ekki að láta Seðlabankann afhenda sér gögn um ráðstöfun opinberra hagsmuna
Seðlabanki Íslands efur ekki viljað leggja mat á hagsmuni almennings af birtingu upplýsinga um þá sem fengu að nýta sér fjárfestingaleið hans né af því að stöðugleikasamnirnir við kröfuhafa verði gerðir opinberir.
Kjarninn 28. júní 2022
Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.
Kristrún íhugar formannsframboð
Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segist „íhuga alvarlega“ að bjóða sig fram til formanns á landsfundi flokksins í október. Logi Einarsson tilkynnti um miðjan júní að hann muni ekki bjóða sig fram að nýju.
Kjarninn 28. júní 2022
„Bleika húsið“, heilsugæsla sem þjónustar konur í Mississippi er eina heilsugæslan í ríkinu sem veitir þungunarrofsþjónustu. Henni verður að öllum líkindum lokað innan nokkurra daga.
Síðustu dagar „bleika hússins“ í Mississippi
Eigandi einu heilsugæslunnar í Mississippi sem veitir þungunarrofsþjónustu ætlar að halda ótrauð áfram, í öðru ríki ef þarf, eftir að Hæstiréttur Bandaríkjanna felldi rétt til þungunarrofs úr gildi.
Kjarninn 27. júní 2022
Á Fossvogsbletti 2 stendur einbýlishús og geymsluhúsnæði.
Borgin steig inn í 140 milljóna fasteignakaup í Fossvogsdal
Borgarráð Reykjavíkurborgar samþykkti á dögunum að nýta forkaupsrétt sinn að fasteignum á Fossvogsbletti 2. Fjárfestingafélag ætlaði að kaupa eignina á 140 milljónir og gengur borgin inn í þau viðskipti.
Kjarninn 27. júní 2022
Sífellt fleiri notendur kjósa að nálgast sjónvarpsþjónustu í gegnum aðrar leiðir en með leigu á myndlykli.
Enn dregst leiga á myndlyklum saman en tekjur vegna sjónvarps halda áfram að aukast
Tekjur fjarskiptafyrirtækja vegna sjónvarpsþjónustu hafa rokið upp á síðustu árum. Þær voru 3,8 milljarðar króna á árinu 2017 en 14,9 milljarðar króna í fyrra. Þorri nýrra tekna í fyrra var vegna sjónvarpsþjónustu.
Kjarninn 27. júní 2022
Hagstofan býst við að hagvöxtur verði enn kröftugri en spáð var í lok vetrar
Hagstofan býst við því að hagvöxtur verði 5,1 prósent á árinu og 2,9 prósent á næsta ári, samkvæmt nýrri þjóðhagsspá. Búist er við því að um 1,6 milljónir ferðamanna sæki landið heim í ár, en fyrri spá gerði ráð fyrir 1,4 milljónum ferðamanna.
Kjarninn 27. júní 2022
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir er utanríkisráðherra.
Telja að upplýsingar um fjölda sérstakra vegabréfa geti skaðað tengsl við önnur ríki
Utanríkisráðuneytið vill ekki segja hversu mörg sérstök vegabréf það hefur gefið út til útlendinga á grundvelli nýlegrar reglugerðar. Það telur ekki hægt að útiloka neikvæð viðbrögð ótilgreindra erlendra stjórnvalda ef þau frétta af vegabréfaútgáfunni.
Kjarninn 27. júní 2022
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Fjármálaráðuneytið segist ekki hafa yfirlit yfir fjársópseignirnar sem seldar voru leynilega
Fjármála- og efnahagsráðuneytið segist ekki hafa komið að ákvörðunum um ráðstöfun eigna sem féllu íslenska ríkinu í skaut vegna stöðugleikasamninga við kröfuhafa föllnu bankanna.
Kjarninn 27. júní 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar