Logið í landi tækifæranna

Stefán Ólafsson spyr hvort helmingur almennings sé skattfrjáls og skrifar að skilaboð Samtaka atvinnulífsins séu þau að ríka fólkið greiði skatta fyrir það tekjulægra. „Fæst þetta staðist? Nei, fjarri lagi.“

Auglýsing

Hall­dór Benja­mín Þor­bergs­son birti í gær grein í Við­skipta­blað­inu sem dregur upp mjög ranga mynd af skatt­byrði tekju­hópa. Sýndar eru tölur sem benda til að tekju­hærri helm­ingur almenn­ings greiði allan tekju­skatt­inn sem á er lagður í land­inu (sjá hér).

Skila­boðin eru þau, að ríka fólkið greiði skatt­ana fyrir tekju­lægri helm­ing almenn­ings (16 ára og eldri).

Fjár­mála­ráð­herr­ann Bjarni Bene­dikts­son hefur einnig flaggar slíkum töl­um.

Fær þetta stað­ist? Nei, fjarri lagi.

Réttið upp hönd sem sleppið við stað­greiðslu?

Er ekki dregin stað­greiðsla í hverjum mán­uði af tekju­lægstu líf­eyr­is­þegum sem og ein­stak­lingum á vinnu­mark­aði sem hafa heild­ar­tekjur undir 490 þús­und krónum á mán­uði?

Ójú! Heldur bet­ur.

Þeir sem eru með 490 þús­und á mán­uði greiða af því um 105 þús­und í stað­greiðslu á mán­uði. Þeir sem eru með 350.000 krón­ur, sem eru lág­marks­laun á vinnu­mark­aði í dag, greiða 72 þús­und í stað­greiðslu á mán­uði. Líf­eyr­is­þegi með 300 þús­und í heild­ar­tekjur á mán­uði greiðir um 40 þús­und krónur í stað­greiðslu.

Auglýsing

Hall­dór og Bjarni fá þessa nið­ur­stöðu með því að sleppa greiðslu útsvars og neyslu­skatta úr mynd­inni. Allir greiða útsvar, nema helst stór­eigna­fólkið sem er ein­göngu eða að mestu leyti með fjár­magnstekj­ur. Flest lág­tekju­fólk greiðir útsvar.

Þegar talað er um tekju­skatt þá er venju­lega verið að vísa til þess sem tekið er af fólki í stað­greiðslu, sam­an­lagðan tekju­skatt og útsvar. Hluti þess rennur til rík­is­ins en hluti (út­svar­ið) fer til sveit­ar­fé­lag­anna. Það snýst um hvernig skatt­tekjum hins opin­bera er skipt milli ríkis og sveit­ar­fé­laga. Að sleppa útsvar­inu er blekk­ing þegar fjallar er um dreif­ingu skatt­byrð­ar­inn­ar.

Síðan greiðir fólk einnig óbeina skatta, neyslu­skatta (t.d. virð­is­auka­skatt af keyptri vöru og þjón­ust­u).

Lág­tekju­fólk eyðir öllum tekjum sínum í dag­lega neyslu og fram­færslu sem ber neyslu­skatta, mest virð­is­auka­skatt. Hátekju­fólk sem á afgang eftir fram­færsl­una til að leggja í sparnað og fjár­fest­ingu greiðir því ekki neyslu­skatta af öllum tekjum sín­um.

Það þýðir að neyslu­skattar leggj­ast með hlut­falls­lega meiri þunga á lægri tekj­ur. Þetta er vel þekkt stað­reynd úr skatta­fræð­um. Tekju­skattar leggj­ast hins vegar með vax­andi þunga á hærri tekjur (nema fjár­magnstekj­ur, sem koma mest til hátekju­fólks).

Þegar bæði útsvar og neyslu­skattar eru tekin inn í mynd­ina þá verður nið­ur­staðan sú, að lægri tekju­hópar og milli tekju­hópar greiða stærstan hluta af skatt­tekjum hins opin­bera (sjá grein Ind­riða H. Þor­láks­sonar fyrr­ver­andi rík­is­skatt­stjóra um það hér.

Sú mynd sem Hall­dór Benja­mín og Bjarni Bene­dikts­son draga upp er því gróf blekk­ing­ar­mynd.

Höf­undur er pró­fessor emeritus við HÍ og starfar sem sér­fræð­ingur hjá Efl­ing­u-­stétt­ar­fé­lagi.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jair Bolsonaro hefur verið forseti Braslilíu frá árinu 2019.
Bolsonaro ásakaður um glæpi gegn mannkyni vegna viðbragða sinna við COVID-19
Rekja má dauða um 300 þúsund Brasilíumanna til stefnu forsetans í faraldrinum. Ríkisstjórnin hunsaði yfir 100 tölvupósta frá Pfizer, leyfði veirunni að breiðast út meðal frumbyggja og forsetinn hvatti til fjöldasamkoma er sjúkrahúsin voru að fyllast.
Kjarninn 20. október 2021
Heilt yfir myndi stöðugildum presta fækka um 10,7, samkvæmt þeirri tillögu sem liggur fyrir kirkjuþingi.
Lagt til að prestum landsbyggðar verði fækkað í hagræðingaraðgerðum
Í hagræðingartillögum sem liggja fyrir kirkjuþingi er gengið út frá því að prestum á landsbyggðinni fækki um tíu, en að stöðugildum fjölgi hins vegar um 3,5 í prestaköllum á höfuðborgarsvæðinu.
Kjarninn 20. október 2021
Hrafn Magnússon
Slæmur viðsnúningur í lífeyriskerfinu
Kjarninn 20. október 2021
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Aukin samskipti Íslands við Kína: Skjól eða gildra?
Kjarninn 20. október 2021
Nýtt deiliskipulag fyrir reitinn í Sigtúni var samþykkt árið 2015. Síðan þá hefur ekkert hreyfst á svæðinu.
Vonast til að uppbygging á Blómavalsreit geti hafist snemma á næsta ári
Framkvæmdastjóri Íslandshótela vonast til þess að hægt verði að hefjast handa við uppbyggingu á svokölluðum Blómavalsreit bak við Grand Hótel snemma á næsta ári. Þar stendur til að byggja 109 íbúðir í sex fjölbýlishúsum, auk viðbyggingar við hótelið.
Kjarninn 20. október 2021
Allir stóru bankarnir búnir að hækka íbúðalánavexti og heimilin borga meira
Rúmlega helmingur allra sem eru með íbúðalán á Íslandi eru með óverðtryggð lán. Stór hluti þeirra lána er á breytilegum vöxtum og afborganir þeirra hafa hækkað í takti við stýrivaxtahækkanir Seðlabankans undanfarna mánuði.
Kjarninn 20. október 2021
Myndir af kjörgögnum sem starfsmaður Hótels Borgarness birti á Instagram.
Fólk gekk inn og út úr talningarsal á meðan yfirkjörstjórn „brá sér frá“
Á öryggismyndavélum, sem vakta tvo innganga þar sem kjörgögn Norðvesturkjördæmis voru varðveitt í sal í Hótel Borgarnesi, sést hótelstarfsfólk ganga inn og út frá klukkan 7:30 til 11:46 sunnudagsmorguninn 26. september.
Kjarninn 20. október 2021
Kolbeinn Marteinsson
Af hverju skipulag skiptir máli
Kjarninn 20. október 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar