Reykjavík er náttúrulega best

Í dag búa 80% landsmanna í Reykjavík eða innan eins klukkustunda aksturs frá áhrifasvæði hennar. Er náttúrulögmál að þetta sé svona? Nei, augljóslega ekki, skrifar Ívar Ingimarsson, íbúi á Egilsstöðum.

Auglýsing

Um miðja 18. öld var ákveðið að Reykja­vík skyldi verða borg en þá bjuggu nokkur hund­ruð manns á víð og dreif um Reykja­vík­ur­sókn. Danir höfðu áhyggjur af okkur Íslend­ingum og með ein­hverjum hætti varð að bjarga okk­ur. Leiðin sem þeir sáu var að þétta byggð og byggja upp kjarna sem yrðir að borg sem gæti veitt mennt­un, þjón­ustu, menn­ingu og aukin lífs­gæði.

Hvernig fóru Danir að þessu? Þeir fjár­festu og færðu opin­bera þjón­ustu til Reykja­vík­ur. Þeir fjár­festu í iðn­aði og iðn­mennt­un. Fyr­ir­tækið Inn­rétt­ing­arnar (Hans Majestæt Hystalig Kong Frider­ich den 5. Stiftede Indretn­inger) var stofnað 1751 en þetta var fyr­ir­tæki sem skyldi kenna Íslend­ingum ýmsa iðn.

Þessi fjár­fest­ing mark­aði þátta­skil en við hús fyr­ir­tæk­is­ins varð til fyrsta gatan í fyr­ir­hug­uðu þorpi.

Auglýsing

Upp­bygg­ingin hætti ekki þarna. Alls konar stofn­anir og emb­ætti sem voru hér og þar um landið voru flutt til Reykja­víkur eða nágrenni eins og: Lands­fó­get­inn 1755, Land­læknir á Sel­tjarn­ar­nes 1763 og síðar færður til Reykja­víkur 1834, Apó­tek­ar­inn 1772 og fluttur til Reykja­víkur 1834, Hóla­valla­skóli 1786, biskup yfir Íslandi 1797, Lands­yf­ir­réttur 1800, stift­maður 1804, prent­smiðja í Viðey 1819 og færð til Reykja­víkur 1844, Alþingi end­ur­reist í Reykja­vík 1845, Lærði skól­inn 1846 og Presta­skól­inn 1847 sem urðu und­ir­staða Háskóla Íslands og svo var Lands­bank­inn stofn­aður og byggður 1886.

Höfn í Reykja­vík

Hvað væri Reykja­vík án hafn­ar? “Senni­lega ekki höf­uð­staður lands­ins, lík­lega lítið kot­þorð (kot­þorp) og fremd (frægð) þess við það eitt bund­ið, að Ingólfur setti sig þar niður í önd­verðu og Inn­rétt­ingar Skúla fógeta lentu þar”. Svona spurði og svar­aði Knud Zim­sen fyrrum borg­ar­stjóri Reykja­víkur (1914-1932) sjálfan sig í bók­inni “Úr bæ í borg”. Og það er svo mikið til í þessu hjá honum

Að fjár­festa í höfn í Reykja­vík gaf bænum for­skot á allt annað á Íslandi. Reykja­vík verður við það mið­stöð flutn­inga til og frá land­inu. Þegar tog­arar koma til sög­unnar geta þeir lagst að og landað og í kringum það verður gríð­ar­leg fjár­fest­ing og upp­bygg­ing atvinnu. Aukin umsvif togar­anna kall­aði á ennþá frek­ari fjár­fest­ingar í hafn­ar­að­stöðu.

Hafn­ar­að­staðan verður svo til þess að þegar seinni heim­stríðs­öldin (1939-1945) skellur á liggur beint við að Bretar og Banda­ríkja­menn hafa aðstöðu í Reykja­vík til að leggja her­skipum sínum að. Bretar byggja upp flug­völl í Reykja­vík og Banda­ríkja­menn Kefla­vík­ur­flug­völl sem svo er gef­inn Íslend­ingum í lok stríðs­ins og verður mið­stöð milli­landa­flugs til Íslands og er í dag eina stóra gátt­inn inn í land­ið, og býr til störf og tæki­færi.

Hver er ég að fara með þessu?

Ég er að benda á það aug­ljósa. Breyttu aðstæðum og þú breytir mögu­leikum fólks til búsetu. Þegar hafn­ar­að­staða var byggð upp í Reykja­vík þótti hún nátt­úru­lega ekki góð en sú ákvörðun að byggja upp Reykja­vík hefur heldur betur tek­ist vel. Þetta var rétt ákvörð­un. Íslend­inga vant­aði þjón­ustu­kjarna sem gæti vaxið og veitt fólki atvinnu, mennt­un, þjón­ustu og menn­ingu. Aukin lífs­gæði. Vand­inn er sá að löngu eftir að Reykja­vík varð borg hefur þessi byggða­að­gerð haldið áfram, þannig að lands­byggðin sem svo sann­ar­lega hefur stutt við höf­uð­borg­ina stendur eftir veik­ari og fámenn­ari með einni und­an­tekn­ingu, Akur­eyri.

Í dag búa 80% lands­manna í Reykja­vík eða innan eins klukku­stunda akst­urs frá áhrifa­svæði henn­ar. Er nátt­úru­lög­mál að þetta sé svona? Nei, aug­ljós­lega ekki. Þessi vel heppn­aða byggða­að­gerð hefur tek­ist svo vel að hún hefur skapað gríð­ar­legt ójafn­vægi. Ójafn­vægi í búsetu, ójafn­vægi í ákvörð­un­ar­töku, ójafn­vægi í fjár­fest­ing­um, ójafn­vægi í tæki­fær­um.

Þetta ójafn­vægi er ekki gott fyrir Ísland. Vanda­mál höf­uð­borg­ar­innar og lands­byggð­anna er sam­tvinnað í þess­ari borg­ar­stefnu. Hátt fast­eigna- og leigu­verð, götur sem ráða ekki við sífellt fleiri bíla, meðan lands­byggð­irnar búa við frost í bygg­ingu hús­næð­is, lélegar sam­göngur og verri aðstaða til mennta og heil­brigð­is­þjón­ustu. Afleið­ing þess er fámenni.

Breytum aðstæðum

Ef ráð­menn telja að núver­andi staða sé ekki góð fyrir Ísland verða þeir að gera eitt­hvað í þessu. Af dæm­unum hér að ofan er aug­ljóst hvað það er, það þarf að stór­auka fjár­fest­ingu út um lands­byggð­irn­ar. Það þarf að fjár­festa í innvið­um, sam­göngum og þjón­ustu, og breyta aðstæðum á þann hátt, að sá sem býr í Reykja­vík í dag sér sér fært að búa út á landi óski hann sér þess, ein­ungis þannig skap­ast jafn­vægi. Til þess að svo megi verða, þurfa alþing­is­menn, ráða­menn, emb­ætt­is­menn og opin­berir starfs­menn sem lang flestir búa á höf­uð­borg­ar­svæð­inu að vera til­búnir að breyta borg­ar­stefnu í lands­byggða­stefnu.

Höf­undur er íbúi á Egils­stöð­um.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jair Bolsonaro hefur verið forseti Braslilíu frá árinu 2019.
Bolsonaro ásakaður um glæpi gegn mannkyni vegna viðbragða sinna við COVID-19
Rekja má dauða um 300 þúsund Brasilíumanna til stefnu forsetans í faraldrinum. Ríkisstjórnin hunsaði yfir 100 tölvupósta frá Pfizer, leyfði veirunni að breiðast út meðal frumbyggja og forsetinn hvatti til fjöldasamkoma er sjúkrahúsin voru að fyllast.
Kjarninn 20. október 2021
Heilt yfir myndi stöðugildum presta fækka um 10,7, samkvæmt þeirri tillögu sem liggur fyrir kirkjuþingi.
Lagt til að prestum landsbyggðar verði fækkað í hagræðingaraðgerðum
Í hagræðingartillögum sem liggja fyrir kirkjuþingi er gengið út frá því að prestum á landsbyggðinni fækki um tíu, en að stöðugildum fjölgi hins vegar um 3,5 í prestaköllum á höfuðborgarsvæðinu.
Kjarninn 20. október 2021
Hrafn Magnússon
Slæmur viðsnúningur í lífeyriskerfinu
Kjarninn 20. október 2021
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Aukin samskipti Íslands við Kína: Skjól eða gildra?
Kjarninn 20. október 2021
Nýtt deiliskipulag fyrir reitinn í Sigtúni var samþykkt árið 2015. Síðan þá hefur ekkert hreyfst á svæðinu.
Vonast til að uppbygging á Blómavalsreit geti hafist snemma á næsta ári
Framkvæmdastjóri Íslandshótela vonast til þess að hægt verði að hefjast handa við uppbyggingu á svokölluðum Blómavalsreit bak við Grand Hótel snemma á næsta ári. Þar stendur til að byggja 109 íbúðir í sex fjölbýlishúsum, auk viðbyggingar við hótelið.
Kjarninn 20. október 2021
Allir stóru bankarnir búnir að hækka íbúðalánavexti og heimilin borga meira
Rúmlega helmingur allra sem eru með íbúðalán á Íslandi eru með óverðtryggð lán. Stór hluti þeirra lána er á breytilegum vöxtum og afborganir þeirra hafa hækkað í takti við stýrivaxtahækkanir Seðlabankans undanfarna mánuði.
Kjarninn 20. október 2021
Myndir af kjörgögnum sem starfsmaður Hótels Borgarness birti á Instagram.
Fólk gekk inn og út úr talningarsal á meðan yfirkjörstjórn „brá sér frá“
Á öryggismyndavélum, sem vakta tvo innganga þar sem kjörgögn Norðvesturkjördæmis voru varðveitt í sal í Hótel Borgarnesi, sést hótelstarfsfólk ganga inn og út frá klukkan 7:30 til 11:46 sunnudagsmorguninn 26. september.
Kjarninn 20. október 2021
Kolbeinn Marteinsson
Af hverju skipulag skiptir máli
Kjarninn 20. október 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar