Viðreisn: Trójuhestur nýfrjálshyggu

Stuðningur við nokkur áhugamál jafnaðarmanna gerir Viðreisn ekki að jafnaðarmönnum, skrifar Hörður Filippusson, prófessor emeritus.

Auglýsing

Í kviðum Hómers má lesa um Tróju­hest­inn. Grikkir sátu um borg­ina Tróju og brugðu á það ráð að smíða risa­stóran hest, holan að inn­an. Hest þennan drógu þeir með leynd að borg­ar­hliðum Tróju og földu sig inni í hon­um. Granda­lausir Tróju­menn drógu hest­inn inn fyrir borg­ar­múr­ana. Í skjóli nætur fóru grísku her­menn­irnir úr hest­in­um, opn­uðu borg­ar­hliðin og lögðu undir sig borg­ina. Síðan er hug­takið Tróju­hestur notað um hverskyns beit­ingu svik­semi eða fag­ur­gala til að leyna raun­veru­legum áformum sín­um.

Flokk­ur­inn Við­reisn er slíkur Tróju­hestur nýfrjáls­hyggju. Stuðn­ingur við nokkur áhuga­mál jafn­að­ar­manna gerir Við­reisn ekki að jafn­að­ar­mönn­um.

Auk hefð­bund­innar vel­ferð­ar­stefnu sem jafn­að­ar­menn fyrri tíðar eiga allan heiður af eru fjöl­mörg mál sem á síð­ari árum hafa kom­ist á dag­skrá að frum­kvæði jafn­að­ar­manna. Þar á meðal má nefna Evr­ópu­mál­in, gjald­mið­ils­mál­in, krafan um fullt gjald fyrir afnot af auð­lind­um, krafan um jafnt vægi atkvæða, krafan um nýja stjórn­ar­skrá og fleira mætti telja,. Hægri mönnum hefur sjálf­sagt ekki lit­ist á blik­una þegar ljóst var að þessi mál féllu í góðan jarð­veg. Var því brugðið á það ráð að skipta Sjálf­stæð­is­flokknum upp í tvo flokka og tók annar þeirra upp nokkur vin­sæl stefnu­mál jafn­að­ar­manna og smíð­uðu úr þeim sinn Tróju­hest. Að baki honum biðu helstu áhuga­mál nýfrjáls­hyggj­unn­ar, einka­væð­ing og einka­fram­kvæmd opin­berrar þjón­ustu, arð­væð­ing þjón­ust­unnar á kostnað vel­ferð­ar­kerf­is­ins. Það virð­ist nóg eft­ir­spurn einka­að­ila eftir að ger­ast sníkju­dýr á vel­ferð­ar­kerf­inu.

Auglýsing

For­svars­menn Við­reisnar hafa gerst svo ósvífnir – eða fákunn­andi – að halda því fram að arð­væð­ing heil­brigð­is­þjón­ustu hafi eitt­hvað að gera með stefnu sænskra jafn­að­ar­manna. Svo er að sjálf­sögðu ekki enda and­stætt jafn­að­ar­stefnu eins og ungur hag­fræð­ingur og sér­fræð­ingur í nor­rænum vel­ferð­ar­kerfum hefur sýnt ræki­lega fram á í grein í Vísi.

Sú einka­væð­ing sem átt hefur sér stað í Sví­þjóð hefur öll verið að frum­kvæði hægri flokk­anna. Þar eru aug­ljós víti til að var­ast.

Áhugi frjáls­hyggju­manna á gróða­bralli á kostnað hins opin­bera er ekki ein­skorðað við heil­brigð­is­kerf­ið. Annar girni­legur biti er svokölluð einka­fram­kvæmd, bygg­ing­ar­fram­kvæmdir þar sem einka­að­ili byggir en ríkið leigir hús­næðið til langs tíma þannig að leigj­and­inn mjólkar ríkið um fé langt umfram bygg­ing­ar­kostn­að. Dæmi um slíkt eru vænt­an­legt hús­næði Skatts­ins í boði for­manns Sjálf­stæð­is­flokks og bygg­ing Haf­rann­sókna­stofn­unar í Hafn­ar­firði í boði núver­andi for­manns Við­reisn­ar. Menn þekkja spill­ingu þegar þeir sjá hana.

Jafn­að­ar­menn hljóta að hafna arð­væð­ing­ar­hug­myndum Við­reisn­ar. Þær sýna svart á hvítu að í Tróju­hest­inum leyn­ist her manna til­bú­inn að svíkja þjóð­ina í hendur frjáls­hyggj­unn­ar.

Höf­undur er pró­fessor emeritus og jafn­að­ar­mað­ur.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jair Bolsonaro hefur verið forseti Braslilíu frá árinu 2019.
Bolsonaro ásakaður um glæpi gegn mannkyni vegna viðbragða sinna við COVID-19
Rekja má dauða um 300 þúsund Brasilíumanna til stefnu forsetans í faraldrinum. Ríkisstjórnin hunsaði yfir 100 tölvupósta frá Pfizer, leyfði veirunni að breiðast út meðal frumbyggja og forsetinn hvatti til fjöldasamkoma er sjúkrahúsin voru að fyllast.
Kjarninn 20. október 2021
Heilt yfir myndi stöðugildum presta fækka um 10,7, samkvæmt þeirri tillögu sem liggur fyrir kirkjuþingi.
Lagt til að prestum landsbyggðar verði fækkað í hagræðingaraðgerðum
Í hagræðingartillögum sem liggja fyrir kirkjuþingi er gengið út frá því að prestum á landsbyggðinni fækki um tíu, en að stöðugildum fjölgi hins vegar um 3,5 í prestaköllum á höfuðborgarsvæðinu.
Kjarninn 20. október 2021
Hrafn Magnússon
Slæmur viðsnúningur í lífeyriskerfinu
Kjarninn 20. október 2021
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Aukin samskipti Íslands við Kína: Skjól eða gildra?
Kjarninn 20. október 2021
Nýtt deiliskipulag fyrir reitinn í Sigtúni var samþykkt árið 2015. Síðan þá hefur ekkert hreyfst á svæðinu.
Vonast til að uppbygging á Blómavalsreit geti hafist snemma á næsta ári
Framkvæmdastjóri Íslandshótela vonast til þess að hægt verði að hefjast handa við uppbyggingu á svokölluðum Blómavalsreit bak við Grand Hótel snemma á næsta ári. Þar stendur til að byggja 109 íbúðir í sex fjölbýlishúsum, auk viðbyggingar við hótelið.
Kjarninn 20. október 2021
Allir stóru bankarnir búnir að hækka íbúðalánavexti og heimilin borga meira
Rúmlega helmingur allra sem eru með íbúðalán á Íslandi eru með óverðtryggð lán. Stór hluti þeirra lána er á breytilegum vöxtum og afborganir þeirra hafa hækkað í takti við stýrivaxtahækkanir Seðlabankans undanfarna mánuði.
Kjarninn 20. október 2021
Myndir af kjörgögnum sem starfsmaður Hótels Borgarness birti á Instagram.
Fólk gekk inn og út úr talningarsal á meðan yfirkjörstjórn „brá sér frá“
Á öryggismyndavélum, sem vakta tvo innganga þar sem kjörgögn Norðvesturkjördæmis voru varðveitt í sal í Hótel Borgarnesi, sést hótelstarfsfólk ganga inn og út frá klukkan 7:30 til 11:46 sunnudagsmorguninn 26. september.
Kjarninn 20. október 2021
Kolbeinn Marteinsson
Af hverju skipulag skiptir máli
Kjarninn 20. október 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar